Morgunblaðið - 07.08.2005, Page 52
52 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
THE ISLAND kl. 5.45 - 8.30 - 10 og 11.20 B.i. 16 ára
DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 B.i. 12 ára
Madagascar m/ensku.tali kl. 6 - 8 og 11.20
Batman Begins kl. 6 og 8.30 B.i. 12 ára
KRINGLAN
HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍ AÐ
ÞÚ VÆRIR AFRIT AF EINHVERJUM ÖÐRUM?
Magnaður framtíðartryllir þar sem hraðinn og spennan ræður ríkjum.
Frá hinum eina sanna Michael Bay (“Armageddon”, “The Rock”).
-S.V. Mbl.
-Steinunn/
Blaðið
SUMAR RÁÐGÁTUR
BORGAR SIG
EKKI AÐ UPPLÝSA
með ensku tali
EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. RÁS 2
THE ISLAND kl. 12 - 3 - 5.30 - 8.30 - 11.15 B.i. 16 ára
THE PERFECT MAN kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 12 - 2.30 - 4.30 - 6.30
BATMAN BEGINS kl. 8.30 - 11.15 B.i. 12 ára
-Steinunn/
Blaðið
-S.V. Mbl.
-KVIKMYNDIR.IS
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
HÁDEGISBÍÓ 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLA
LAGIÐ „Like a Rolling Stone“ eftir Bob Dylan varð í
efsta sæti yfir þau lög, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og
bækur sem frægir tónlistarmenn og leikarar telja að hafi
breytt heiminum. Þetta kemur fram í
könnun sem listamenn á borð við
Paul McCartney, Noel Gallagher,
Patti Smith, Robert Downey Jr.,
Keith Richards, Edward Norton,
Juliette Lewis, Brian Wilson og Lou
Reed tóku þátt í fyrir tímaritið Uncut
í tilefni af 100. tölublaði þess. Þetta
kemur fram á fréttavef BBC.
„Það kom mér í gegnum unglings-
árin,“ segir söngkonan Patti Smith
um vinningslagið.
Lagið „Heartbreak Hotel“ sem Elvis Presley gerði
vinsælt árið 1965 lenti í öðru sæti. Paul McCartney setti
lagið í fyrsta sæti. „Það er vegna þess hvernig hann
syngur það, eins og hann sé að syngja frá dýpsta helvíti,“
sagði McCartney um lagið. „Hvernig hann mótar hend-
ingar og notar bergmálið, það er allt svo fallegt. Tónlist-
arlega séð er lagið fullkomið,“ bætti McCartney við.
Kvikmyndin A Clockwork Orange eftir leikstjórann
Stanley Kubrick var sú kvikmynd sem komst hæst á list-
anum, en hún hafnaði í fimmta sæti. Fyrstu tvær mynd-
irnar um Guðföðurinn höfnuðu saman í sjötta sæti. Sjón-
varpsþátturinn The Prisoner var sá þáttur sem komst
hæst á listanum, en hann hafnaði í tíunda sæti. On the
Road eftir Jack Kerouac var sú bók sem komst efst á
listann, en hún hafnaði í nítjánda sæti.
„Þessi listi hefur kostað mikla vinnu,“ segir Allan Jon-
es, ritstjóri Uncut. „En það er gaman að íhuga hvaða
kvikmyndir hafa haft meiri menningarleg áhrif en til
dæmis David Bowie, enda hefur það verið efni í margar
umræður. Við stöndum hins vegar uppi með Bob Dylan
sem mikilvægasta listræna fyrirbæri síðustu fimm ára-
tuga, en ég er hins vegar viss um að margir eru því
ósammála,“ segir Jones.
Dylan breytti heiminum
10 efstu sætin á lista Uncut:
1. Bob Dylan – „Like a Rolling Stone“
2. Elvis Presley – „Heartbreak Hotel“
3. Bítlarnir – „She Loves You“
4. Rolling Stones – „(I Can’t Get No) Satisfaction“
5. A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick
6. Guðfaðirinn I og II eftir Francis Ford Coppola
7. David Bowie – The Rise and Fall of Ziggy Stardust
8. Taxi Driver eftir Martin Scorsese
9. Sex Pistols – Never Mind The Bollocks Here’s the
Sex Pistols
10. The Prisoner
Bob Dylan
HIN íslenska múm hefur verið
fengin til að leika í heild sinni
fyrstu plötu sveitarinnar, Yester-
day was Dramatic – Today is Ok í
hinu fræga leikhúsi Barbican í
London. Tónleikarnir fara fram 17.
ágúst næstkomandi en platan mun
aukinheldur verða endurútgefin af
útgáfufyrirtækinu Morr Music í
október.
„Þetta er sem sagt hluti af eins-
konar tveggja mánaða hátíð sem
kallast Don’t Look Back og verður
haldin víðsvegar um London,“ segir
Örvar Smárason Þóreyjarson, með-
limur múm.
„Ýmsar hljómsveitir munu þá
leika eina klassíska plötu úr sínum
„katalóg“ og það er eiginlega þess
vegna sem held ég að þetta sé svo-
lítill misskilningur að við séum höfð
með. Við erum ennþá of miklir
krakkar til að eiga klassíska plötu.
Þetta er samt mjög spennandi því
við höfum eiginlega aldrei spilað
þessa plötu í gegn, hvað þá mörg
lög af henni á tónleikum.“
Tónleikarnir í Barbican skiptast í
tvennt og mun hin bandaríska Cat
Power leika eina af sínum plötum
fyrir hlé og múm eftir hlé.
múm í
Barbican
Múm er Örvar Þóreyjarson Smárason, Kristín Valtýsdóttir og Gunnar Tynes.
Fréttir á SMS