Morgunblaðið - 09.08.2005, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UMBREYTA ÚRANI Á NÝ
Vestræn ríki eru ósátt við þá
ákvörðun Írana að hefja á ný um-
breytingu úrans. Segja þau að við það
hafi skapast „alvarlegt hættuástand“
og kalla eftir samhentum aðgerðum
gegn Írönum. Vilja Bandaríkjamenn
draga þá fyrir öryggisráð sameinuðu
þjóðanna og beita refsiaðgerðum
gegn þeim. Óttast menn að Íranar
stefni að framleiðslu kjarnavopna, en
þeir hafa staðfastlega neitað því og
segjast eingöngu sækjast eftir því að
nota kjarnorkuna til framleiðslu raf-
magns.
Boðað til kosninga í Japan
Forsætisráðherra Japans boðaði í
gær til nýrra kosninga en þá hafði
efri deild þingsins fellt tillögu hans
um einkavæðingu póstþjónustunnar í
landinu. Var það eitt af meginstefnu-
málum hans er hann tók við embætti
fyrir fjórum árum.
Meiri áhrif á karla en konur
Sex hundruð þúsund króna launa-
þak Fæðingarorlofssjóðs hefur áhrif
á orlofsgreiðslur mun fleiri karla en
kvenna skv. upplýsingum á vef
Tryggingastofnunar. Þakið hefur
haft áhrif á 4% umsækjenda.
Nýr búnaðarlagasamningur
Ríkissjóður mun greiða 3 milljarða
króna á árunum 2006–2010 vegna
ráðgjafarþjónustu, búfjárræktar og
þróunarverkefna samkvæmt nýjum
búnaðarlagasamningi ríkisins og
Bændasamtakanna. Samningurinn
tekur gildi um næstu áramót og mun
stærstur hluti fjárins, rúmlega 1,2
milljarðar, fara til leiðbeiningaþjón-
ustu.
Kögun lýkur við Link 16
Kögun hefur lokið umfangsmikilli
vinnu við hugbúnaðarkerfi fyrir
Bandaríkjaher og hyggst afhenda
það í lok mánaðarins. Tilkoma kerf-
isins getur þýtt að fleiri heræfingar
verði haldnar á Íslandi í framtíðinni.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 22
Úr verinu 12 Viðhorf 24
Viðskipti 13 Bréf 25
Erlent 14/15 Minningar 26/29
Akureyri 17 Dagbók 32
Höfuðborgin 17 Víkverji 32
Austurland 18 Velvakandi 33
Suðurnes 17 Staður og stund 33
Landið 19 Menning 35/36
Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 42
Listir 21 Veður 43
Umræðan 24/25 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
ÁRLEG hreingerning stendur nú
yfir í Laugardalslaug en í gær hófust
iðnaðarmenn og starfsmenn laug-
arinnar handa við að hreinsa laugina
og dytta að ýmsu smálegu. Stefán G.
Kjartansson, forstöðumaður Laug-
ardalslaugar, segir að allt vatn sé
tekið úr lauginni á meðan hreinsun
stendur yfir en 2.600 rúmmetrar af
vatni eru í gömlu lauginni og svipað
magn í nýju innilauginni. Það fari
hins vegar eftir veðri og vindum
hvernig verkinu muni miða áfram.
„Við höfum verið að gera við
steypuskemmdir og mála en einnig
hafa bakkarnir í barnalauginni verið
klæddir að nýju,“ segir Stefán en
stefnt er á að ljúka framkvæmdum á
föstudaginn og opna laugina aftur
næstkomandi laugardag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árleg hreingerning
í Laugardalslaug
STÖLLURNAR Anna Fríða Björg-
vinsdóttir og Ásthildur Helgadóttir
hafa nú látið af störfum fyrir forsæt-
isráðuneytið en þær hafa starfað þar
við góðan orðstír í þrjátíu og þrjú ár.
Ásthildur segir þær hafa hafið
störf á sama tíma og því gengið
gegnum súrt og sætt saman í starf-
inu. Þær unnu fyrir átta forsætisráð-
herra en sá fyrsti var Ólafur Jó-
hannesson. Í kaffisamsæti, sem
haldið var þeim vinkonum til heið-
urs, benti Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra á að þær hefðu verið
lengur starfandi í stjórnarráðinu en
hann verið á þingi og væri hann þó
með lengstan starfsaldur þar.
„Þetta var góður vinnustaður og
ég hlakkaði alltaf til að fara í vinn-
una,“ segir Ásthildur. Hún segir sér-
staklega gott andrúmsloft ríkja í
stjórnarráðinu. Mjög gott hafi verið
að vinna fyrir ráðherrana alla, sama
úr hvaða flokki þeir hafi komið. „Það
var alltaf annar blær með nýjum
ráðherra, en þetta small alltaf sam-
an.“
Unnu fyrir
átta forsætis-
ráðherra
Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon
Anna Fríða Björgvinsdóttir (t.v.) og
Ásthildur Helgadóttir ásamt Hall-
dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra.
PILTURINN sem lést í vélhjóla-
slysi nálægt Reykhólum fyrir ofan
Miðhúsabrekku, skömmu eftir mið-
nætti aðfaranótt sunnudags, hét
Máni Magnússon. Hann var til heim-
ilis í Lækjarhjalla 14 í Kópavogi.
Máni var fæddur 2. nóvember 1988
og var því 16 ára þegar hann lést.
Lést eftir
vélhjólaslys
HANNES Þórður
Hafstein, forseti Eft-
irlitsstofnunar EFTA
(ESA) og fyrrverandi
sendiherra, lést á
gjörgæsludeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss sunnudag-
inn 7. ágúst. Hannes
fæddist í Reykjavík
14. október 1938, son-
ur Ásgerðar Sigurð-
ardóttur Hafstein,
húsfreyju, og Sigurð-
ar Tryggva Hafstein,
skrifstofustjóra.
Hannes giftist Ragn-
heiði Valdimarsdóttur og eiga þau
fjögur uppkomin börn.
Hannes lauk lögfræðiprófi frá
Háskóla Íslands árið 1965. Hann
starfaði lengst af í utanríkisþjón-
ustunni og hóf störf í sendiráði Ís-
lands í Stokkhólmi árið 1965. Hann
starfaði eftir það sem varafasta-
fulltrúi í Brussel og sem skrifstofu-
stjóri í ráðuneytinu en var skipaður
sendiherra árið 1981. Árið 1983
varð hann sendiherra gagnvart al-
þjóðastofnunum í Genf og jafn-
framt ýmsum Afríkuríkjum.
Hannes tók við starfi
ráðuneytisstjóra árið
1987. Þegar samninga-
viðræður hófust milli
EFTA og Evrópusam-
bandsins sem leiddu til
EES-samningsins var
hann aðalsamninga-
maður Íslands og helg-
aði hann sig því starfi
eingöngu frá 1990.
Hann tók við starfi
sendiherra gagnvart
Evrópusambandinu í
Brussel, í Belgíu, Lúx-
emborg og Liechten-
stein árið 1991 og lagði
þar m.a. grunn að aðild Íslands að
Schengen-samningnum. Árið 1997
var Hannes skipaður í Fram-
kvæmdastjórn ESA. Hann varð
síðar forseti stofnunarinnar og
gegndi því starfi til dauðadags.
Hannes hlaut fjöldamargar við-
urkenningar fyrir störf sín m.a.
stórriddarakross Hinnar íslensku
fálkaorðu og heiðursmerki frá
breskum, spænskum, finnskum,
þýskum, norskum, sænskum,
ítölskum og belgískum stjórnvöld-
um.
Andlát
HANNES ÞÓRÐUR
HAFSTEIN
BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson
og Róbert Wessman, forstjóri Acta-
vis, hafa ráðist í fasteignaþróunar-
verkefni á Suðaustur-Spáni. Áforma
þeir að reisa þar hágæðahótel auk
2.500 íbúða og íbúðarhúsa sem ætluð
eru fjáðum Evrópubúum sem vilja
eiga sér annað heimili á veðursælum
stað.
Burðarás leggur til
fimmtung hlutafjárins
Áætluð fjárþörf er um 9,5 millj-
arðar íslenskra króna og er eigið fé
nærri þriðjungur.
Tryggðu þeir félagar kaup á nærri
2 milljónum fermetra lands í upphafi
árs á svokölluðu Murcia-svæði á
Spáni og Burðarás hefur lagt til
fimmtung hlutafjár á móti Björgólfi
og Róberti í eignarhaldsfélagið AB
Capital, sem mun annast verkefnið.
Þá lána Íslandsbanki, Straumur
Fjárfestingarbanki og Landsbanki
Íslands fé til verkefnisins.
Verkefnið er kallað La Primavera
og segir í tilkynningu að um sé að
ræða eitt metnaðarfyllsta verkefni
sinnar tegundar á Spáni og þó víðar
væri leitað. Murcia þyki einstaklega
fallegur staður í nágrenni við ferða-
mannastaðinn La Manga. Landið
verði skipulagt með ferðaþjónustu í
huga en auk hótel- og íbúðabygginga
verði byggðir golfvellir og útivistar-
svæði auk íþrótta- og afþreyingar-
staða.
Unnið verður í nánu samstarfi við
yfirvöld og sérfræðinga á Spáni en
mikil eftirspurn er sögð á Spáni eftir
stórum fasteignaþróunarverkefnum
við sjávarsíðuna. Nýlegt mat frá lög-
giltu spænsku verðmatsfyrirtæki
bendir til þess að markaðsverðmæti
landsins sé nú þegar orðið tvöfalt
kaupverð þess. Um tvö ár tekur að
hanna og teikna mannvirki staðarins
en hraði uppbyggingarinnar ræðst
af mati sérfræðinga á hvernig há-
marka megi arðsemi fjárfestingar-
innar.
Kaupa stórt orlofshúsaland á Spáni og undirbúa
byggingu hágæðahótela fyrir fjáða Evrópubúa
Áætluð fjárþörf
er 9,5 milljarðar
OG fjarskipti hf., sem samanstend-
ur af fjarskiptafélaginu Og Voda-
fone annars vegar og fjölmiðlunum
365 ljósvaka- og prentmiðlum hins
vegar, stefnir á að tvöfalda umsvif
sín á næstu 18–24 mánuðum.
Að sögn forstjóra félagsins, Ei-
ríks S. Jóhannssonar, er markmið-
ið að það verði gert bæði með innri
vexti og kaupum á nýjum fyrir-
tækjum. Dreifikerfi og útsending-
ar sjónvarps og útvarps verður
flutt í aðgreint félag.
Hagnaður af Og fjarskiptum
nam 321 milljón króna á fyrri
helmingi ársins. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði nam
tæplega 1,5 milljörðum en þar af
voru 70% frá fjarskiptahluta fé-
lagsins og 30% frá fjölmiðlunum,
sem eru m.a. Stöð 2 og Fréttablað-
ið. Tekjur á tímabilinu námu alls 7
milljörðum og var rúmur helm-
ingur frá fjarskiptum. Mest aukn-
ing tekna frá fyrra ári var af
prentmiðlum, eða 49%.
Stefna á tvöföld-
un umsvifanna
Mikil | 13
♦♦♦