Morgunblaðið - 09.08.2005, Qupperneq 6
en uppgröftur á svæðinu hefur
staðið yfir undanfarin ár og hafa
fundist um 20 beinagrindur á
svæðinu, þar á meðal stór og
mikil bein sem gætu verið bein
Egils, þótt það sé ekki víst.
Þess má þó geta að í Eglu er
sagt frá því að undir altaris-
staðnum í kirkjunni hafi fundist
mannabein, sem „voru miklu
meiri en annarra manna bein“ og
segir sagan að menn hafi þóst
vita að þar væru bein Egils.
Veggur finnst norðanmegin
Byock segir að að öðru leyti
gangi rannsóknir og uppgröftur
vel og í sumar hafi strúktúr
kirkjunnar verið skoðaður sér-
STÓR gröf hefur fundist í kirkju-
stæðinu við Hrísbrú í Mosfellsdal
og er hugsanlegt að um gröf Eg-
ils Skallagrímssonar sé að ræða.
Gröfin var undir gólfi kórsins í
kirkjunni og í henni hafa fundist
leifar af timbri.
Jesse Byock, sem stýrir upp-
greftrinum við Hrísbrú, segir
ljóst að timburleifarnar séu úr
líkkistu sem þar hafi legið og
miðað við stærð grafarinnar sé
líkkistan sú stærsta sem fundist
hafi á svæðinu.
Ýmislegt bendir til þess að
þetta hafi verið gröf Egils, þó að
vitaskuld sé ekki hægt að full-
yrða það.
Fyrir það fyrsta er talið að
gröfin sé frá því í kringum árið
1000 og ef rétt reynist fer sú
tímasetning ágætlega saman við
frásögn Egilssögu. Þar er talað
um að Egill hafi verið færður úr
haugi við Tjaldanes og að kirkj-
unni, sem var að öllum líkindum
byggð skömmu eftir að Íslend-
ingar tóku kristni.
Stór kista
Í öðru lagi benda allar lýsingar
Egilssögu til þess að Egill hafi
verið mun hærri en flestir sam-
tímamenn sínir og er hann meðal
annars sagður „vel í vexti og
hverjum manni hærri“. Miðað við
stærð grafarinnar er talið að lík-
kistan hafi verið meira en
tveggja metra löng.
Byock er þó ekki tilbúinn að
fullyrða að þarna hafi Egill legið.
„Maður getur aldrei sagt,“
segir hann og bendir á að ekki sé
hægt að segja að allt sem stend-
ur í Egilssögu sé rétt.
Þegar grafarstæðið fannst kom
í ljós að grafin hafði verið hola í
moldina sem lá yfir gröfinni.
Byock segist ekki vita af hverju
holan hafi verið grafin en líklegt
sé að einhver hafi viljað komast
að líkkistunni. Holan var hins
vegar það lítil að ekki hefði verið
hægt að ná kistunni upp um
hana.
Egill færður eftir andlát sitt
Í Egilssögu er sagt frá því að
Egill Skallagrímsson hafi eytt
síðustu æviárum sínum í Mos-
fellsdal en talið er að hann hafi
látist um árið 990. Hann var
fyrst um sinn heygður í Tjalda-
nesi en Þórdís, bróðurdóttir
hans, lét síðar flytja hann að
kirkjunni í Mosfelli, sem Grímur
Svertingsson, maður hennar, lét
reisa.
Engin bein fundust í grafar-
stæðinu, sem fannst fyrir helgi,
staklega. Þá hafi verið unnið að
því að grafa upp veggstæði sem
fannst norðanmegin við kirkjuna.
Hugmyndir eru uppi um að
gera líkan að kirkjunni í fullri
stærð og segir Byock að arki-
tektar og fleiri muni koma að
þeirri vinnu. „Það er samt bara
hugmynd,“ segir hann.
Þegar Byock er síðan að lokum
spurður þeirrar spurningar sem
Íslendingar allir vilja vita svarið
við, nefnilega hvar silfur Egils sé
niðurkomið, svarar hann hlæj-
andi: „Ég er með það í vas-
anum!“
Hann viðurkennir þó fljótt að
silfrið sé enn ófundið og að senni-
lega sé lítil von til að það finnist.
Gröf Egils
Skallagríms-
sonar fundin?
Stór gröf fannst við fornleifaupp-
gröft undir gólfi kórsins í kirkju-
stæðinu við Hrísbrú í Mosfellsdal
Morgunblaðið/Þorkell
Hópur ungmenna vinnur við að grafa upp veggstæði skammt frá kirkjunni.
Kirkjustæðið við Hrísbrú. Fremst á myndinni má sjá gröfina þar sem hugs-
anlegt er talið að Egill hafi verið grafinn.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bjóðum frábært tilboð til Costa del Sol í
ágúst. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta
áfangastað Íslendinga í sólinni. Þú bókar
og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum
fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Costa del Sol
24. eða 31. ágúst
frá kr. 29.990
Síðustu sætin
Verð kr. 29.990 í viku
Verð kr. 39.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í
íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 24. og 31. ágúst í 1 eða 2 vikur.
Verð kr. 39.990 í viku
Verð kr. 49.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð.
Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 24. og 31. ágúst í 1 eða 2 vikur.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
LAUGAVEGUR verður lokaður fyrir
bílaumferð frá Snorrabraut að Bar-
ónsstíg í þrjá mánuði frá 8. ágúst og
fram til 7. nóvember.
Þór Gunnarsson, starfsmaður
framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar,
segir að endurnýja eigi holræsalagn-
ir, vatnslagnir og síma og rafmagn
eftir þörfum. „Þetta er gríðarlega
mikil vinna enda þarf að rífa allt upp
þarna,“ segir Þór en bætir við að
ákvörðun um tímasetningu hafi verið
tekin í samráði við verslunareigendur
og aðra hagmunaaðila á svæðinu.
Þór segir að gangandi vegfarendur
ættu eftir sem áður að komast leiðar
sinnar þótt auðvitað verði þeir fyrir
truflunum vegna vinnunnar. „Það
verða settar göngubrýr og gönguleið-
ir merktar en auðvitað truflast allt
þarna meðan á vinnu stendur,“ segir
Þór.
Andlitslyfting
Ásgeir Bolli Kristinsson, kaupmað-
ur á Laugavegi, er ánægður með fyr-
irhugaðar framkvæmdir þótt hann
viti að þetta verði erfitt. Ásgeir er
forstjóri og annar eigenda NTC sem
á m.a. verslunina Sautján. „Við vitum
að þetta verður erfitt meðan á því
stendur en hlökkum mikið til að fá
þessa andlitslyftingu,“ segir Ásgeir
og bætir við að með nýjum bílastæð-
um á Stjörnubíósreitnum skapist ný
verslunartækifæri. „Fyrir okkur hefði
verið betra að ráðist hefði verið í
framkvæmdirnar í janúar en þá er
erfiðara að vinna þetta og tekur
lengri tíma. Við vonum auðvitað að
verktakinn reyni að gera þetta eins
hratt og vel og hægt er,“ segir Ás-
geir.
Tímabund-
in lokun á
Laugavegi
Morgunblaðið/Sverrir
Laugavegur verður lokaður í 3 mán-
uði frá Snorrabraut að Barónsstíg.
SVEITARFÉLÖGUM á landinu
mun fækka um 46 ef sameining
sveitarfélaga verður samþykkt í öll-
um sveitarfélögunum þegar kosið
verður í haust, og gætu sveitar-
félögin á landinu því orðið 47 í kjöl-
far kosninganna.
Gengið verður til atkvæða 8.
október nk., en utankjörstaðarat-
kvæðagreiðsla hefst laugardaginn
13. ágúst hjá sýslumönnum, sendi-
ráðum, fastanefndum hjá alþjóða-
stofnunum og ræðismönnum Ís-
lands, að því er fram kemur í
tilkynningu frá félagsmálaráðu-
neytinu.
Í dag eru sveitarfélögin 101 tals-
ins, en þegar er búið að samþykkja
sameiningartillögur í 12 sveitar-
félögum, sem taka munu gildi í maí
á næsta ári. Þá verða sveitarfélögin
92, en ef allar sameiningartillög-
urnar 16 sem kosið verður um í
haust í alls 62 sveitarfélögum verða
samþykktar gætu sveitarfélögin á
landinu orðið 47 í kjölfar sveitar-
stjórnarkosninganna næsta vor.
Stærsta sameiningin
fyrir norðan
Meðal þess sem verður kosið um
er sameining Hafnarfjarðarkaup-
staðar og Vatnsleysustrandar-
hrepps. Einnig verður kosið um
sameiningu Reykjanesbæjar, Sand-
gerðisbæjar og Garðs. Stærsta
sameiningin gæti þó orðið á Norð-
urlandi þar sem kosið verður um
sameiningu Siglufjarðarkaupstaðar,
Akureyrarkaupstaðar, Ólafsfjarðar-
bæjar, Dalvíkurbyggðar, Arnarnes-
hrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgár-
byggðar, Svalbarðsstrandarhrepps
og Grýtubakkahrepps.
Kosið verður um sameiningu í
62 sveitarfélögum 8. október
Sveitarfélögum
gæti fækkað um 46
LÖGREGLAN í Kópavogi rannsak-
ar nú hver gæti hafa reynt að lokka
drengi út úr Smáralind með lof-
orðum um sælgæti. Aðferðin sem
notuð var fólst í því að karlmaður
hringdi í símanúmer í símasjálfsala
í Smáralindinni á föstudag og beið
þess að einhver nálægur svaraði af
tilviljun. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar skellti maðurinn alltaf
á ef einhver fullorðinn svaraði en
þegar börn svöruðu fór hann að
tala við þau og reyna að lokka þau
út fyrir.
Fjórir 10 ára drengir reyndust
hafa verið nálægt símanum þegar
maðurinn hringdi og tóku upp tólið
til að aðgæta hver væri á línunni.
Hóf þá maðurinn að reyna að fá þá
út fyrir en enginn þeirra lét þó til
leiðast.
Lögreglan hefur verið að tala við
foreldra og börn til að upplýsa mál-
ið.
Reyndi að
lokka börn
út úr
Smáralind
Meira á mbl.is/itarefni