Morgunblaðið - 09.08.2005, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 7
FRÉTTIR
Toshiba Satellite
Pro L10-103
Verð: 109.700 kr.
Toshiba skólafartölvur
SKEIFUNNI 17 SÍMI: 550 4000 WWW.TAEKNIVAL.IS
SAMSTARFSAÐILAR:
Penninn - Akureyri - www.penninn.is / Tölvuþjónusta Vesturlands - Borgarnes - tvest@simnet.is
Netheimar - Ísafjörður - www.netheimar.com / Eyjatölvur - Vestmannaeyjum - www.eyjatolvur.com
Tölvuþjónusta Vals - Keflavík - tvals@mi.is / Tölvu- og tækjabúðin - Ólafsvík
Martölvan - Höfn í Hornafirði - www.martolvan.is
FARTÖLVUR
Toshiba Qosmio
F10-136 1.7Ghz
Verð: 214.700 kr.
Toshiba Satellite
M40-133
Verð: 144.700 kr.
F
A
B
R
IK
A
N
ÁRNI Þór Sigurðsson borgar-
fulltrúi tók við formennsku í
borgarstjórnarflokknum á fundi
borgarstjórnarflokks Reykjavík-
urlistans í gær af Önnu Krist-
insdóttur borgarfulltrúa sem ver-
ið hefur formaður undanfarið ár.
Varaformaður
er Anna Krist-
insdóttir og rit-
ari Stefán Jón
Hafstein.
Árni Þór var
kjörinn borg-
arfulltrúi fyrir
Reykjavíkurlist-
ann 1994–1998,
varaborgar-
fulltrúi 1998–
2002 og aftur
borgarfulltrúi frá 2002. Hann var
forseti borgarstjórnar 2002–2005.
Árni Þór er formaður umhverf-
isráðs Reykjavíkur og hafn-
arstjórnar Faxaflóahafna sf.
Hann á sæti í flokksstjórn Vinstri
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs.
Árni Þór formað-
ur borgarstjórn-
arflokks R-lista
Árni Þór
Sigurðsson
LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði
þrjá ökumenn fyrir of hraðan
akstur í umdæminu í gær. Sá sem
hraðast ók var á 131 km hraða á
Reykjanesbrautinni en annar var
tekinn á 121 km hraða á svipuðum
slóðum. Þá var þriðji tekinn á 119
km hraða á Grindavíkurvegi þar
sem leyfilegur hámarkshraði er 90
km á klst.
Tekinn á
131 km hraða
TVEIR liðlega tvítugir menn voru
handteknir í vesturbæ Reykjavík-
ur í fyrrinótt eftir að tilkynnt var
um innbrot á heimili á svæðinu.
Mennirnir, sem hafa áður komið
við sögu lögreglu, eru sterklega
grunaðir um að hafa framið inn-
brotið inni hjá sofandi fólki. Engu
var stolið þar sem húsráðandi
varð var við umgang inni hjá sér
og tókst að kalla í lögregluna í
tæka tíð.
Teknir vegna
innbrots
STJÓRN Sambands ungra sjálf-
stæðismanna hefur samþykkt
ályktun þar sem Páll Magnússon,
nýr útvarpsstjóri, er hvattur til að
hrinda í framkvæmd þeim hug-
myndum að taka Ríkisútvarpið af
auglýsingamarkaði. Að mati stjórn-
ar SUS á RÚV einnig að hætta
rekstri Rásar 2 og ríkið að hætta
rekstri fjölmiðla.
RÚV fari af aug-
lýsingamarkaði