Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 9

Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 9 FRÉTTIR Þri. 9/8: Lasagne m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Mið. 10/8: Indverskur pottréttur m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Fim. 11/8: Fylltar paprikur með góðu salati, m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Fös. 12/8: Thailenskur pottréttur m. vorrúllum, m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Helgin: Ítalskar kræsingar m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Verðhrun Síðustu útsöludagar Gerið frábær kaup Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Síðustu dagar útsölunnar Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum undirföt ÚTSALA 25-75% afsláttur Steiking án feiti • Heilsupönnur • Grillpönnur • Wok-pönnur • Pönnukökupönnur • Pottar í úrvali af ferköntuðum pönnum og grillpönnum Keramik- og títanhúð sem flagnar ekki af 20% afsláttur Tilvalin brúðkaupsgjöf Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp., sími 568 2770. Opið 9-12 og 13-17. Ú T S A L A Opið virka daga frá kl. 11-18 Lokað á laugardögum í ágúst 30% aukaafsláttur 30% afsláttur af undirfötum og sundfötum 2 fyrir 1 af eldri vörum Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Útsala - útsala Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Til sýnis í kvöld þriðjudag milli kl. 19 og 22 Glæsileg 4ra-5 herb. íbúð á 3ju hæð (efstu) í vönduðu litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin er fullbúin á vandaðan hátt. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Rúmgott eldhús og stofa með útgengi á suður- svalir. Vandað flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Stutt í skóla og alla þjónustu, læknamiðstöð o.fl. Parket. Íbúðin er laus fljót- lega. Verð 25,9 m. Guðrún Árný og Jens á bjöllu. Lautasmári 22 - Opið hús í kvöld STAÐAN í þjóðarbúskapnum um þessar mundir minnir um margt á stöðuna á haustmánuðum 1999. Líkt og þá, hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, skuldir heim- ila og fyrirtækja hafa aukist hratt og verðbólga fer vaxandi. Við- skiptahallinn stefnir í 12% af vergri landsframleiðslu og ytra ójafnvægi þjóðarbúsins eykst hratt. Þetta segir í nýrri grein- argerð frá hagdeild ASÍ, sem spáir brotlendingu og kallar eftir auknu aðhaldi opinberra aðila. Þjóðarbúið er sagt hafa brotlent í kjölfar þenslu og verðbólgu eftir 1999 og líkur leiddar að því að brotlending sé einnig í uppsiglingu nú. „Það hefur legið fyrir að stór- iðjuframkvæmdirnar myndu valda aukinni þenslu í efnahagslífinu, með þeim afleiðingum að verðlag og laun hækka umfram það sem gerist í viðskiptalöndunum og hækka þannig raungengi krónunn- ar. Það hefur einnig verið fyr- irsjáanlegt að Seðlabankinn myndi hækka stýrivexti til þess að sporna gegn aukinni þenslu og það myndi jafnframt styrkja krónuna enn frekar og hækka raungengið,“ seg- ir í greinargerðinni. Hækkun raungengisins er þó sögð á kostnað annarra atvinnu- greina. Innstreymi fjármagns og notkun takmarkaðs vinnuafls og fjármagns við framkvæmdirnar þrengi að öðrum atvinnugreinum, sérstaklega útflutnings- og sam- keppnisgreinum. Tekur langan tíma að jafna sig „Vandinn felst í því að raun- gengið hækkar tímabundið en þó nægilega lengi til þess að skaða útflutnings- og samkeppnisgrein- ar. Þegar raungengið lækkar á ný, hefur grundvöllur þeirra veikst svo mikið að það tekur þær langan tíma að jafna sig. Jafnframt er hætta á því að gengissveiflurnar verði ýktar vegna óstöðugra vænt- inga sem gætu leitt til snarprar lækkunar á krónunni undir lok framkvæmdanna.“ Hagdeild ASÍ bendir á nauðsyn þess að ríkissjóður beiti aðhaldi í ríkisfjármálum og skeri niður framkvæmdir til þess að draga úr áhrifum af hækkun raungengisins. Þannig megi draga úr óæskilegum áhrifum stór- iðjufram- kvæmdanna á aðrar greinar. „Á síðustu fimm árum hafa rekstrar- gjöld [hins op- inbera] vaxið að meðaltali um 9% á ári og á síðasta ári jukust þau um 7%. Bendir allt til þess að vöxtur útgjaldanna verði með svipuðum hætti í ár. Þessar tölur benda því ekki til aukins aðhalds í opinber- um fjármálum.“ Frestun brotlendingar Bent er á að gert sé ráð fyrir tekjuafgangi ríkissjóðs á þessu ári sem jafngildi 1,6% af vergri lands- framleiðslu. „Í ljósi reynslunnar frá síðustu uppsveiflu er þetta engan veginn nægjanlegt aðhald. Þá var tekjuafgangurinn 2,6% af vergri landsframleiðslu 1999 og 2000 og dugði það ekki til að sporna við ofþenslu. Hagvöxtur fór þá mest í 5,7% árið 2000. Í ár gera spár ráð fyrir því að hagvöxturinn verði umtalsvert meiri eða ríflega 6%. Í þessum samanburði er því boðaður tekjuafgangur í ár allt of lítill.“ ASÍ telur að ríkisstjórnin hafi ekki axlað ábyrgð á hagstjórninni og því líti út fyrir að þjóðarbúið muni lenda harkalega við lok stór- iðjuframkvæmda. Skammt dugi að framlengja góðærið með því að ráðast í frekari stóriðjufram- kvæmdir. Það muni aðeins fresta brotlendingunni og veikja stöðu samkeppnis- og útflutningsgrein- anna enn frekar. Alþýðusambandið spáir brotlendingu Morgunblaðið/Steinunn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.