Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það veldur vonbrigðum að karlmaður,sem gegnir ákveðinni stöðu, fáiþessi viðbrögð, þegar hann ætlar ífæðingarorlof,“ segir Margrét
María Sigurðardóttir, framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu, og vísar til þess að Andri
Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, hafi sagt
starfi sínu lausu til að geta tekið fæðing-
arorlof.
Hún segir að þetta mál hafi komið af stað
mikilli umræðu í þjóðfélaginu um jafnrétt-
ismál. Nokkuð hafi verið hringt á skrifstofu
Jafnréttisstofu vegna þess. Hún segir enn-
fremur að umrætt dæmi sýni að karlar séu
að nálgast þann veruleika sem konur hafi bú-
ið við, þ.e. þann að barneignir hafi áhrif á
starfsframa.
Ingólfur V. Gíslason, starfsmaður Jafnrétt-
isstofu, segir að í evrópskri könnun sem
hann vinni að um þessar mundir komi fram
að atvinnurekendur séu frekar jákvæðir
gagnvart nýju fæðingarorlofslögunum, en
skv. þeim hafa karlar og konur sjálfstæðan
rétt til fæðingarorlofs. Hann segir að í könn-
uninni komi m.a. fram það viðhorf atvinnu-
rekenda að fæðingarorlofið sé réttur sem
þeir vilji sjá til að fólk geti nýtt sér. „Það er
ekki mikil neikvæðni í gangi enda væru ekki
85% karla að nýta sér fæðingarorlofið ef svo
væri,“ segir hann.
Stjórnin ekki á einu máli
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, fulltrúi í stjórn
KEA, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem
kom fram að hún tæki ekki undir þau orð
Benedikts Sigurðarsonar, stjórnarformanns
KEA, „að lög um fæðingar- og foreldraorlof
eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum
launum sem gegni lykilstöðum í sínu fyr-
irtæki“.
Úlfhildur segir í yfirlýsingu sinni að for-
eldrar eigi ótvíræðan rétt til fæðingarorlofs,
óháð stöðu eða launum. Þá skoðun hafi hún
látið bóka á fundi stjórnar KEA vegna
starfsloka Andra. Varamaður í stjórn KEA,
Þórhallur Hermannsson, hafi tekið undir þá
bókun sína. Í lok yfirlýsingar sinnar þakkar
hún Andra Teitssyni vel unnin störf í þágu
KEA og óskar honum og fjölskyldu hans alls
velfarnaðar í framtíðinni.
Afsögn Andra Teitssonar vegna fæðingarorlofs og afstaða stjórnar KEA vekur hörð viðbrögð
Hefur komið af stað
mikilli umræðu um jafnrétti
Morgunblaðið/Jim Smart
Karlar og konur eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs skv. fæðingarorlofslögunum.
Afsögn Andra Teitssonar
sem framkvæmdastjóri
KEA til að geta tekið fæð-
ingarorlof hefur víða vakið
hörð viðbrögð. Stjórn KEA
þótti óheppilegt að Andri
færi í níu mánaða orlof.
FÉLAG ábyrgra feðra fagnar ákvörðun
Andra Teitssonar um að taka sér langt fæð-
ingarorlof en harmar í yfirlýsingu að Andri
skuli hafa verið knúinn til að segja upp starfi
sínu.
Brýnt að samfélagið viðurkenni
jafna ábyrgð beggja foreldra
Fram kom í Morgunblaðinu um helgina að
Andri hefði sagt starfi sínu lausu sem for-
stjóri KEA vegna þess að stjórn KEA hefði
þótt óheppilegt að hann tæki fæðingarorlof í
níu mánuði.
Í yfirlýsingu Félags ábyrgra feðra segir
m.a.: „Í tilkynningu frá stjórn KEA segir:
„Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar
KEA, segir stjórn fyrirtækisins þeirrar skoð-
unar að lög um fæðingarorlof eigi ekki að
gilda um stjórnendur á háum launum sem
gegni lykilstöðum í sínu fyrirtæki.“
Félag ábyrgra feðra telur mjög brýnt að
íslenskt samfélag viðurkenni jafna ábyrgð
beggja foreldra á börnum sínum. Mjög mik-
ilvægt skref í átt að slíkri viðurkenningu eru
lög um fæðingarorlof frá 2000. Á síðasta ári
var þessum lögum breytt þannig að réttur
fólks með miklar tekjur til að taka fæðing-
arorlof var skertur, eða öllu heldur rétturinn
til svipaðra launa og áður.
Lagðist Félag ábyrgra feðra eindregið
gegn slíkri breytingu, ekki síst á þeim for-
sendum að breytingin fæli í sér skertan rétt
feðra og að með breytingunni væri komið í
veg fyrir að ábyrgðarmiklir stjórnendur
gætu verið lægra settum starfsmönnum fyr-
irmynd í jafnréttismálum. Taldi félagið að
jafn réttur allra til fæðingarorlofs myndi
stuðla „að jafnri ábyrgð feðra og mæðra á
umönnum barna sinna og að jafnri þátttöku
kvenna og karla á vinnumarkaði“. Enn-
fremur taldi og telur félagið að jafnrétti til
fæðingarorlofs auki möguleika kvenna til
jafnréttis á vinnumarkaðnum,“ segir m.a. í
yfirlýsingu félagsins.
Uppsögnin lögbrot
Þar segir einnig að Félag ábyrgra feðra telji
stjórn KEA hafa gengið þvert gegn lögum
um fæðingarorlof og að uppsögn Andra
Teitssonar sé lögbrot, „jafnvel þótt og ekki
síst vegna þess að hún sé þvinguð fram með
afarkostum. Félag ábyrgra feðra telur feður
óþægilega oft vera þvingaða til samninga
varðandi börn sín, jafnvel að frumkvæði ís-
lenskra stjórnvalda. Harmar félagið og mót-
mælir harðlega þessum þvingaða samningi
sem forstjóri KEA hefur verið neyddur til.
Minnir félagið einnig á að feðrum hefur í
vaxandi mæli verið sagt upp störfum und-
anfarin misseri vegna óska um fæðingarorlof
og hefur a.m.k. einn faðir tekið mál sitt fyrir
kærunefnd sem lagði blessun sína yfir upp-
sögnina vegna þess að um skipulagsbreyt-
ingar væri að ræða. Harmar félagið einnig
slík vinnubrögð.
Hvetur Félag ábyrgra feðra alla feður til
að taka sér fullt fæðingarorlof og hlusta ekki
á blygðunarlausan málflutning Benedikts
Sigurðssonar, stjórnarformanns KEA, um að
fæðingarorlof sé bara fyrir venjulega feður.
Allir feður eru venjulegir feður. Réttur til
fæðingarorlofs er lögvarinn.“
Fagna ákvörðun
Andra Teitssonar
FEMÍNISTAFÉLAG Íslands lýsir furðu
sinni á ákvörðun KEA og gagnrýnir um-
mæli stjórnarformanns félagsins, í
tengslum við ákvörðun Andra Teitssonar
framkvæmdastjóra að segja upp störfum
þegar stjórn fyrirtækisins samþykkti ekki
að hann fengi lögbundið fæðingarorlof.
Í yfirlýsingu frá Femínistafélaginu er
vísað til ummæla Benedikts Sigurð-
arsonar, formanns stjórnar KEA, um að
stjórn fyrirtækisins sé þeirrar skoðunar
að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda
um stjórnendur á háum launum sem
gegni lykilstöðum í sínu fyrirtæki.
„ Ummæli Benedikts féllu í kjölfar þess
að fjögurra barna faðir, Andri Teitsson
framkvæmdastjóri KEA, neyddist til að
segja upp störfum þegar stjórn fyrirtæk-
isins samþykkti ekki að hann fengi lög-
bundið fæðingarorlof. Femínistafélag Ís-
lands furðar sig á ákvörðun KEA og
þessum ummælum Benedikts en af þeim
má dæma að stjórn KEA sé þeirrar skoð-
unar að fólk á barneignaaldri eigi ekki að
taka að sér lykilstöður nema ljóst sé að
makinn taki allt barnauppeldi að sér.
Þetta viðhorf er þvert á allar jafnrétt-
ishugsjónir, sérstaklega í ljósi þess hversu
fáar konur gegna lykilhlutverkum innan
íslenskra fyrirtækja. Eru þessi ummæli
Benedikts því ekki til fyrirmyndar og
ekki í samræmi við samþykktir KEA en
þar segir m.a. að tilgangur fyrirtækisins
sé: „að vinna að hagsmunum félagsmanna
og efla búsetu á félagssvæði sínu.“ Barn-
eignir teljast vel til þess fallnar að efla
búsetu en kannski líta KEA-menn svo á að
það eigi að vera einkamál kvenna að sjá
um börnin og feðurnir – allra síst þeir
sem eru í stöðu framkvæmdastjóra – eigi
ekki að vera að láta barnalán sitt hafa
áhrif á starfsframann.
Femínistafélag Íslands vonar að önnur
fyrirtæki hér á landi reki virka fjöl-
skyldu- og jafnréttisstefnu og að þau átti
sig á mikilvægi þess að þeir starfsmenn
sem hafa tækifæri til að sameina starf og
fjölskyldulíf eru, þegar á reynir, verð-
mætustu starfsmennirnir. Það að eiga
barn er gleðilegur atburður. Fjarveru
vegna barnsfæðingar er hægt að und-
irbúa með góðum fyrirvara og er slíkt til
marks um góða stjórnun,“ segir í frétta-
tilkynningu félagsins.
Femínistafélag Íslands gagnrýnir KEA
Fornlegt viðhorf hjá fornfrægu fyrirtæki
ÞEIR sem hyggjast keyra um landið
með laust pláss í bílnum eða vantar
far á milli staða geta nú nýtt sér nýj-
an vef, Samferða (http://sam-
ferda.net), til að auglýsa eftir sam-
ferðamönnum til þess að deila með
sér ferðinni og kostnaðinum.
Margir leita að einhverjum sem
er á leið til borgarinnar
Ísfirðingurinn Birgir Þór Har-
aldsson, einn af stofnendum Sam-
ferða, segir að hugmyndin hafi kom-
ið frá Anitu Hübner, þýskri konu
sem bjó á Ísafirði, en er nú flutt
ásamt manni sínum, Halldóri Hlöð-
verssyni, til Egilsstaða, og þau þrjú
hafi ákveðið að hrinda hugmyndinni
í framkvæmd. Hann segir a.m.k.
þrjá vefi sem bjóða upp á samskonar
þjónustu starfrækta í Þýskalandi og
séu þeir mikið notaðir. Birgir segir
mikið um það að bæjarbúar á Ísa-
firði leiti að einhverjum sem er á leið
til höfuðborgarinnar, og því líklegt
að fólk víðar á landinu geti nýtt sér
síðu á borð við þessa, hvert á land
sem farið er. „Ég fann alveg fyrir því
að fólk vantaði svona síðu, það var
alltaf verið að spyrja hvort einhver
væri að fara suður um einhverja
helgi og þá er langbest að hafa svona
síðu þar sem fólk getur leitað að ein-
hverjum sem er á leiðinni […] í stað
þess að hringja kannski 20 símtöl til
að reyna að finna einhvern sem er að
fara suður,“ segir Birgir.
Deila eldsneytiskostnaði
Vefurinn var tekinn í notkun vik-
una fyrir verslunarmannahelgi, og
hefur ekki farið hátt, enda var hann
fyrst vistaður á bloggsíðu Birgis.
„Vefurinn virkar þannig að fólk fer
inn, skráir brottfararstað, áfanga-
stað, hvenær á að fara, og hvort sé
verið að leita að farþegum eða plássi
hjá öðrum. Þegar auglýsingin er
komin inn getur fólk á sömu leið sent
tölvupóst eða hringt, og viðkomandi
ræða hvort þeir séu tilbúnir að
ferðast saman.“
Birgir segir hægt að spara tals-
vert á því að fá aukafarþega með í
bílinn sem borgi hluta af eldsneyt-
iskostnaði og því ætti þetta að verða
góður kostur fyrir þá sem eru á bíl,
ekki síður en þá sem eru að leita að
fari.
Skipuleggja puttaferðalög á Netinu
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Birgir Þór Hafsteinsson segir hægt að spara mikið með því að nýta betur
plássið í bílnum þegar lagt er í langferðir.
Spara talsvert á því að fá aukafarþega með í bílinn sem borgi hluta af eldsneytiskostnaði
Meira á mbl.is/itarefni
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is