Morgunblaðið - 09.08.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 11
FRÉTTIR
UMSVIF Loftorku ehf. í Borgarnesi
hafa aukist mikið á síðustu misser-
um, en fyrirtækið keypti fyrr á þessu
ári Mjólkursamlagshúsið í Borgar-
nesi og er þar að auki að stækka ein-
ingaverksmiðju fyrirtækisins við
Engjaás. Í Mjólkursamlagshúsinu
verða m.a. framleiddar svokallaðar
kúluplötur, en Loftorka er með
einkaleyfi á framleiðslunni.
Andrés Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Loftorku, segir að það
sé gaman að reka fyrirtæki í bygg-
ingariðnaði nú um stundir því eftir-
spurnin eftir framleiðslunni sé mikil.
Hann segir að því hafi verið nauðsyn-
legt fyrir fyrirtækið að fara út í
stækkun þrátt fyrir að hann geri sér
vel grein fyrir að ekki verði alltaf jafn
mikið að gera og er í dag.
„Þessi fjárfesting er nauðsynleg til
að við getum áfram sinnt stærri verk-
efnum. Kröfur um hraða og magn eru
orðnar miklar og við verðum að geta
afhent vöruna með skömmum fyrir-
vara og í miklu magni,“ sagði Andrés.
Um 160 manns starfa hjá Loft-
orku, þar af um 40 erlendir starfs-
menn. Andrés sagði að erfitt væri að
fá nægilega margt fólk til starfa.
Ástandið væri búið að vera slæmt en
væri án efa enn verra ef verktakar
sem vinna við stóriðju- og virkjana-
framkvæmdir hefðu ekki ráðið til sín
erlent starfsfólk.
Mjólkursamlagshúsið hefur
gengið kaupum og sölum
Mjólkursamlagshúsið hefur geng-
ið kaupum og sölum síðustu árin.
Húsið var upphaflega reist undir
starfsemi Mjólkursamlags Borgfirð-
inga, en eftir að það var lagt niður
hefur nýting hússins verið slök. Eftir
lokun samlagsins voru matvæla- og
drykkjarvörufyrirtæki með starf-
semi í húsinu í nokkur ár. Um tíma
var áformað að setja þar upp kjúk-
lingasláturhús, en hætt var við það.
Það var síðan fyrirtækið Hólasel ehf.
sem er í eigu Andrésar Konráðsson-
ar, sem keypti húsið á uppboði af KB-
banka.
Mjólkursamlagshúsið er handan
við Ólafsvíkurveginn gegnt iðnaðar-
lóð Loftorku. Hluti hússins (um 700
fm) er í eigu Landflutninga – Sam-
skipa sem nýta það sem vörudreif-
ingarstöð og verður svo áfram, en að-
albyggingin, um 4.200 fermetrar og
3.500 fm kjallari fara undir starfsemi
Loftorku.
Andrés sagði að Loftorka myndi
flytja skrifstofur fyrirtækisins í
Mjólkursamlagshúsið í þessum mán-
uði. Þar yrði einnig hefðbundin ein-
ingaframleiðsla, en stór hluti hús-
næðisins færi undir framleiðslu á
svokölluðum kúluplötum. Andrés
sagði að kúluplötur væru hollensk
uppfinning sem Loftorka hefði fengið
einkaleyfi til að nota á Íslandi. Leyfið
gildir í sex ár.
„Það eru settar plastkúlur í
steypueiningarnar sem gerir það að
verkum að eigin þyngd fullsteyptrar
plötu verður 30–35% léttari en venju-
leg staðsteypt plata. Þetta þýðir að
plöturnar spanna mun stærri höf en
áður og hægt er að vera með minna af
bitum og súlum í byggingunni. Þetta
léttir líka bygginguna í heild sinni.
Kúluplötur henta mjög vel í stórum
skrifstofubyggingum. Þetta hefur
fengið góðar viðtökur og ég held að
við séum búnir að tryggja okkur sölu
á um 95.000 fm af þessum plötum á
næstu 2–3 árum.“ Undanfarnar vikur
hefur verið unnið að stækkun ein-
ingaverksmiðju fyrirtækisins við
Engjaás í Borgarnesi. Nú þegar er
búið að reisa súlur við gafl, botnker
og undirstöður.
Fyrirhugað er að í nýja húsinu
verði starfrækt hefðbundin eininga-
framleiðsla ásamt framleiðslu for-
steyptra undirstaðna og sökkla. Þeg-
ar húsið verður tekið í gagnið mun
framleiðslugeta fyrirtækisins stór-
aukast. Flatarmál hússins er um
3.000 fermetrar.
Loftorka hef-
ur starfsemi í
Mjólkursam-
lagshúsinu
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að stækkun einingaverksmiðju Loftorku við Engjaás í Borgarnesi.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Mývatnssveit | Það þarf trausta bíla ef
aka á í Loðmundarfirði. Það þekkja
þeir bræður Sigurður Snæbjörn, 12
ára, og Magnús Snæþór, 6 ára, synir
Stefáns Smára Magnússonar og Sig-
ríðar Þórstínu Sigurðardóttur sem
reka ferðaþjónustu í Stakkahlíð yfir
sumarmánuðina. Þeir bræður smíð-
uðu sér þennan eðalkassabíl og nýttu
til þess efnivið af rekafjöru Loð-
mundarfjarðar, plasttunnu og fisk-
körfu.
Reyndar er Sigurður Snæbjörn
verðlaunaður bílahönnuður úr kassa-
bílakeppni á Seyðisfirði, en þar á fjöl-
skyldan annað heimili sitt.
Nú styttist í að skólinn kalli og þeir
bræður fái um annað að hugsa en
kassabíla og að þjóna ferðamönnum.
Margir gera sér sumarferð í fjörð-
inn þeirra gangandi eða akandi því
þar er mikil náttúrufegurð. Gott er
þá þreyttum ferðalang að eiga vísan
náttstað, mat eða annan viðurgjörn-
ing í Stakkahlíð áður en áfram er
haldið um undraveröld á Víknaslóð.
Traustur vagn í
Loðmundarfirði
Ljósmynd/BFH
FARÞEGUM um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar fjölgaði um
tæplega 11% í júlí miðað við
sama tíma í fyrra. Fjölgaði
farþegum úr rétt tæpum 236
þúsund árið 2004 í rúmlega
261 þúsund farþega nú sam-
kvæmt upplýsingum Flug-
stöðvarinnar.
Nemur fjölgun farþega til
og frá Íslandi rúmum 8% milli
ára og farþegum sem milli-
lenda hér á landi á leið yfir
Norður-Atlantshafið hefur
fjölgað um tæp 26%. Alls hef-
ur farþegum um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar fjölgað um
10% það sem af er árinu miðað
við sama tíma árið 2004, eða
úr tæplega 946 þúsund farþeg-
um í tæpa 1.041 þúsund far-
þega.
Mikil fjölgun
farþega um
Leifsstöð
BRESKA flugfélagið British Airways
er ekki með öllu óvant því að koma að
flugrekstri hér á landi en félagið átti
lággjaldaflugfélagið Go, sem flaug frá
Íslandi til Stansted árið 2000.
Eins og greint var frá fyrir
skömmu mun British Airways hefja
áætlunarflug milli Íslands og Bret-
lands í mars á næsta ári og fljúga
fimm sinnum í viku milli Keflavíkur-
flugvallar og Gatwick-flugvallar, sem
er skammt frá London.
Ferðir lággjaldaflugfélagsins Go
voru vinsælar meðan á þeim stóð og
mikið nýttar af bæði Íslendingum og
Bretum. Go flaug fjórum sinnum í
viku milli Keflavíkurflugvallar og
Stansted frá því í maí 2000 fram í
september sama ár og frá mars fram í
september árið 2001. Hins vegar varð
ekki framhald á þessum ferðum árið
2002 og í yfirlýsingu frá félaginu
vegna málsins kom fram að ferðunum
hefði verið hætt vegna kostnaðar á
Keflavíkurflugvelli.
British Airways seldi Go til stjórn-
enda og stofnfjárfesta árið 2001 og ár-
ið síðar keypti EasyJet félagið og í
kjölfarið sameinuðust félögin tvö.
British Airways
ekki ókunnugt ís-
lenskum flugrekstri
Reuters