Morgunblaðið - 09.08.2005, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Discovery
lendir í dag
NASA, bandaríska geimvís-
indastofnunin, ákvað í gær að
fresta lendingu geimferjunnar
Discovery um einn dag slæms
veðurs á Kanaveralhöfða. Áð-
ur hafði lendingunni verið
frestað um nokkrar klukku-
stundir af sömu sökum.
Discovery á að lenda í
Kennedy-geimstöðinni á Flór-
ída en ef það reynist ekki unnt
getur hún lent í Kaliforníu eða
Nýju Mexíkó.
Á ýmsu hefur gengið hjá
áhöfninni í ferðinni og einkum
vegna ótta við, að ferjan hefði
orðið fyrir skemmdum af ein-
angrunarefni, sem féll af elds-
neytistanki í flugtaki. Hjá
NASA er fullyrt, að ekkert sé
að óttast í þeim efnum en sagt
er, að þetta allt og tafirnar á
heimkomu sé farið að taka dá-
lítið á taugarnar hjá áhöfn-
inni.
Banna fiður
og fugla
HVATT hefur verið til þess
innan Evrópusambandsins, að
allur innflutningur á fiðri og
lifandi fugli frá Rússlandi og
Kasakastan verði bannaður.
Er það vegna þess, að fugla-
flensa hefur komið upp í báð-
um löndunum. Eru þau nú
komin á bannlista með níu As-
íuríkjum en þaðan er allur inn-
flutningur fuglakyns bann-
aður. Rússland og Kasakstan
flytja hins vegar engar fugla-
afurðir út nema ef vera skyldi
fiður.
Sprakk fyrir
mistök
LÖGREGLAN í Istanbul í
Tyrklandi sagði í gær, að
sprenging, sem varð í fjöl-
býlishúsi í borginni í fyrradag,
hefði stafað af sprengju, sem
sprungið hefði fyrir mistök í
höndum tveggja manna.
Týndu þeir lífi og sex aðrir
særðust. Talið er, að menn-
irnir hafi verið að koma
sprengjunni saman þegar hún
sprakk og gefur lögreglan í
skyn, að þeir hafi haft einhver
tengsl við Kúrdíska verka-
mannaflokkinn, sem lengi hef-
ur barist fyrir sjálfstæði
Kúrda í Austur-Tyrklandi. Al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökin
og vinstrisinnaðir öfgamenn
hafa hins vegar einnig staðið
fyrir sprengjutilræðum í Ist-
anbul.
Vildu
kjarnavopn
JOSE Sarney, fyrrverandi for-
seti Brasilíu, hefur upplýst, að
herfor-
ingjastjórn-
in, sem
stjórnaði
landinu í
tvo áratugi,
hafi reynt
að koma sér
upp kjarna-
vopnum.
Segir hann,
að við þetta
hafi verið hætt þegar lýðræð-
islega kjörin stjórn tók við
völdum í landinu 1985.
Herforingjastjórnin, sem
réð ríkjum í Brasilíu frá 1964
til 1985, var lengi grunuð um
þetta en þetta í fyrsta sinn sem
á því fæst staðfesting. Segir
Sarney, sem tók við af herfor-
ingjunum, að herinn hafi verið
búinn að grafa mikla gryfju í
ríkinu Para vegna hugs-
anlegra kjarnorkutilrauna en
hann skipaði svo fyrir, að hún
skyldi fyllt.
Talsmaður Brasilíustjórnar
vildi ekkert um málið segja.
Jose Sarney
LÖGREGLA og lögfræðingar í Bret-
landi kanna nú grundvöll þess að
hægt verði að kæra íslamska öfga-
menn, sem boða hatur og ofbeldi, fyr-
ir landráð. BBC greindi frá því í gær
að yfirmaður hryðjuverkavarna hjá
breska ríkissaksóknaraembættinu
myndi á næstu dögum halda fundi
um málið með fulltrúum frá Scotland
Yard.
Búist er við því að þrír menn verði
einkum til skoðunar í þessum efnum,
þeir Omar Bakri Mohammed, sýr-
lenskur klerkur og leiðtogi hópsins
al-Muhajiroun, sem hefur bækistöð í
London; Abu Uzair, sem tengist al-
Muhajiroun, og Abu Izzadeen, tals-
maður hópsins al-Ghurabaa.
Óljóst hvort næg sönnunar-
gögn séu fyrir hendi
Talsmaður saksóknaraembætt-
isins sagði í samtali við BBC að óljóst
væri á þessu stigi málsins hvort næg
sönnunargögn væru fyrir hendi til að
hægt yrði að leggja fram umræddar
ákærur gegn mönnunum. Embætt-
ismenn myndu fara yfir það sem haft
hefur verið eftir þeim í prent- og ljós-
vakamiðlum auk þess sem ræður og
predikanir sem þeir hafa haldið yrðu
skoðaðar.
Þær ákærur sem koma til greina í
málinu snúa að landráðum og því að
hvetja aðra til að fremja landráð.
Réttarhöld vegna ásakana um
landráð hafa ekki verið haldin í
Bretlandi frá því árið 1940.
Carlile lávarður, sem fer fyrir end-
urskoðun á hryðjuverkalöggjöf
landsins fyrir hönd stjórnvalda, sagði
í samtali við BBC, að það kæmi sér á
óvart ef kært yrði fyrir landráð nú.
„Ég efast um að það sé til lögmaður á
lífi og starfandi sem hefur tekið
nokkurn þátt í máli þar sem landráð
koma við sögu,“ sagði Carlile og
bætti því við að landráð ættu yfirleitt
við þegar um stríð milli þjóða væri að
ræða. Carlile sagði að í tilfellunum
sem um ræðir væri hægt að nota nú-
gildandi lög sem varða það að ráða
aðra eða hvetja þá til að fremja morð.
Sagði að hryðjuverkin mundu
„vekja fólk af værum blundi“
Þremenningarnir sem eru nú til
sérstakrar skoðunar, hafa allir kom-
ist í fréttir fyrir ummæli sín sem
benda til stuðnings við hryðjuverka-
hópa. Haft var eftir Omar Bakri Mo-
hammed að hann myndi ekki láta lög-
reglu vita ef hann vissi af því að
múslímskir hryðjuverkamenn hygð-
ust gera árásir í Bretlandi. Þegar
sjálfsmorðsárásirnar voru gerðar í
London 7. júlí sagði Abu Izzadeen í
viðtali við fréttastofu BBC2, að þær
væru „aðgerðir stríðsmanna“ og
myndu knýja fólk til að „vakna af
værum blundi“. Abu Uzair sagði,
einnig í samtali við BBC2, að árás-
irnar í Bandaríkjunum 11. september
2001 hefðu verið „stórkostlegar“.
Uzair sagði líka að múslímar hefðu
áður talið að í Bretlandi ríkti eins-
konar „sátt um öryggi“ sem þýddi að
þeir gripu ekki til ofbeldis þar, enda
væri þeim ekki ógnað þar. „[En] við
lifum ekki lengur í friði við ykkur,
sem þýðir að sú sátt sem ríkti um ör-
yggi, er ekki lengur til,“ sagði hann.
Þrír grunaðir sprengjumenn
ákærðir fyrir morðtilraun
Þrír af mönnunum fjórum sem
taldir eru hafa reynt að fremja
sprengjuárásir í lestum og stræt-
isvagni í London 21. júlí, komu í gær
fyrir rétt. Þeir Muktar Said Ibrahim,
27 ára, Ramzi Mohammed, 23 ára, og
Yassin Hassan Omar, 24 ára, eru
ákærðir fyrir morðtilraun, samsæri
um að fremja morð, að hafa haft und-
ir höndum eða að hafa búið til
sprengiefni, og samsæri um að nota
sprengiefni. Gæsluvarðhald yfir þre-
menningunum hefur verið framlengt
til 14. nóvember og eiga þeir yfir
höfði sér ævilangt fangelsi verði þeir
sakfelldir.
Þegar ákærurnar voru lesnar
mönnunum við dóminn í gær játuðu
þeir hvorki né neituðu sök.
Fjórði meinti sprengjumaðurinn,
sem er ýmist þekktur undir nafninu
Osman Hussain eða Hamdi Issac, er
enn í haldi í Róm þar sem hann var
handtekinn, en bresk stjórnvöld hafa
farið fram á framsal hans.
Gætu verið ákærðir fyrir landráð
AP
Lögregla leitar í bílum fyrir utan
dómshúsið þar sem mennirnir, sem
grunaðir eru um að hafa reynt að
gera árásir 21. júlí í London, komu
fyrir rétt í gær.
Omar Bakri Mohammed
GÍFURLEGUR sandstormur lagðist
yfir Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær
og var skyggnið ekki nema nokkrir
metrar. Olli sandkófið mörgu fólki
öndunarerfiðleikum, einkum öldnu
og sjúku, og var mikill erill á
sjúkrahúsum borgarinnar af þeim
sökum.
Blaðasalarnir, með grímu fyrir
vitum, létu ástandið þó ekki aftra
sér en hins vegar var fyrirhuguðum
fundi í stjórnarskrárnefnd þingsins
aflýst.
Stefnt er að því, að drög að nýrri
stjórnarskrá liggi fyrir 15. ágúst en
enn er deilt um fjölmörg mikilvæg
mál.
Kæfandi
rykmökk-
ur yfir
Bagdad
AP
Tókýó. AP, AFP. | Junichiro Koizumi,
forsætisráðherra Japans, boðaði í
gær til nýrra kosninga en þá hafði
efri deild þingsins fellt tillögu hans
um einkavæðingu póstþjónustunnar
í landinu. Var það eitt af megin-
stefnumálum hans er hann tók við
embætti fyrir fjórum árum.
Koizumi hafði lagt allt undir í
þeirri fyrirætlan sinni að skipta upp
póstþjónustunni, sem er um leið í
raun stærsti banki í heimi, og batt
hann vonir við, að salan myndi verða
til að hleypa nýju lífi í japanskt efna-
hagslíf. Þegar til kom hlupu hins
vegar 30 flokksbræður hans undan
merkjum og var tillagan felld með
125 atkvæðum gegn 108.
Einn ráðherra ríkisstjórnarinnar
sagði af sér eftir ákvörðun Koizumis
um að boða til kosninga en margir
óttast, að stjórnarflokkurinn, Frjáls-
lyndi demókrataflokkurinn, muni
ekki ríða feitum hesti frá þeim.
Sumir japanskir fjölmiðlar full-
yrða, að Koizumi ætli sér að koma í
veg fyrir, að liðhlauparnir fái að
bjóða sig fram í kosningunum, sem
verða 11. september, en hann hafði
margsagt, að hann liti á atkvæða-
greiðslu um sölu póstsins sem
traustsyfirlýsingu sinna eigin
flokksmanna við sig. Í Japan er
pósturinn jafnframt banki og situr
hann uppi með gífurlegt fé. Vill
Koizumi brjóta stofnunina upp í
fjórar deildir, þar á meðal banka, í
því skyni að auka samkeppnina.
Einkavæðingin myndi hins vegar
vafalaust hafa í för með sér mikla
fækkun starfsmanna en þeir eru nú
270.000 og eru sagðir geta ráðið
miklu um atkvæði einnar milljónar
manna. Hafa þeir löngum stutt
Frjálslynda demókrataflokkinn en
búast má við, að nú verði annað uppi
á teningnum.
Helsti stjórnarandstöðuflokkur-
inn, Demókrataflokkurinn, hefur
verið að sækja í sig veðrið í síðustu
kosningum og leiðtogi hans, Kats-
uya Okada, segist bjartsýnn á að
fella stjórn Koizumis í kosningunum
í næsta mánuði. Eins og á stendur
boðar þessi ólga í japönskum stjórn-
málum þó ekkert gott fyrir umbæt-
ur í efnahagslífinu, sem flestir telja
löngu tímabærar.
Koizumi boðar til nýrra
þingkosninga í Japan
Tillaga hans um að einkavæða póst-
þjónustuna felld í efri deild þingsins
AP
Koizumi, forsætisráðherra Japans, er hann skýrði frá því á blaðamanna-
fundi, að hann hefði boðað til kosninga 11. september næstkomandi.