Morgunblaðið - 09.08.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 15
ERLENT
Suðurvangur - Hf.
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt einbýli á
tveimur hæðum, 232,9 fermetrar ásamt 20,2 fermetra sólstofu og
32,4 fermetra bílskúr, samtals um 285,5 fermetrar. Húsið er vel
staðsett í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Eignin hefur öll verið endurnýjuð á
mjög smekklegan hátt, til að mynda innréttingar, baðherbergi,
gólfefni og fleira. Lýsing eignar: Góð forstofa með skáp. Gott hol.
Rúmgott og fallegt nýstandsett eldhús. Björt stofa og rúmgóð
borðstofa, útgangur út í garð frá stofu og sólskála. Stórt herbergi
(húsbónda). Gestasnyrting nýstandsett með sturtuklefa. Gott þvotta-
herbergi með skápum, sérútgangur í bakgarð, geymsla inn af. Frá
holi er gengið upp stiga, gluggi á stigapalli. Þar er hol. Tvö mjög
rúmgóð barnaherbergi með fallegum kvistgluggum. Úr öðru
barnaherberginu er gengið upp á risloft. Stórt fallegt baðherbergi
með hornbaðkari sem í er nudd, sturtuklefa, fallegum innréttingum og
flísum á gólfi og veggjum. Rúmgott svefnherbergi með fataherbergi
innaf. Stórt fjölskyldurými með útgangi á svalir með fallegu útsýni.
Gólfefni er parket og flísar. Vönduð fullbúin eign á þessum frábæra
stað. Glæsilegur garður með afgirtum pöllum og heitum potti.
PETER Jennings, hinn kunni,
bandaríski fréttamaður, lést í
fyrradag, 67 ára að aldri. Var hann
hjá ABC-sjónvarpsstöðinni í meira
en 40 ár og miðlaði á þeim fréttum
af öllum helstu heimsviðburðum,
allt frá Víetnamstríðinu til innrás-
arinnar í Írak.
Sem fréttaþulur og fréttaskýr-
andi naut Jennings mikillar hylli en
hann stýrði helsta kvöldfréttatíma
ABC í meira en 20 ár, „World
News Tonight“. Þótti hann ein-
staklega geðugur maður og með
frábært fréttaskyn. David Westin,
forstjóri ABC-News, sagði í gær,
að seint yrði gert of mikið úr fram-
lagi Jennings til bandarískrar
blaðamennsku.
Jennings stýrði sínum síðasta
fréttatíma 5. apríl síðastliðinn en
þá skýrði hann frá því, að hann
væri með lungnakrabbamein og
þyrfti að einbeita sér að glímunni
við þann vágest.
„Hann vissi, að það var á bratt-
ann að sækja en hann tókst á við
erfiðleikana af miklu hugrekki og
vonaði vissulega, að hann yrði einn
af þeim heppnu. Sú von hans brást,
því miður,“ sagði Westin.
Jennings var reykingamaður
lengi en lagði tóbakið á hilluna
1988. Hann féll þó aftur eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.
september 2001 og viðurkenndi, að
þá hefði spennan og þreytan orðið
honum um megn að þessu leyti.
Peter Jennings fæddist í Toronto
í Kanada 29. júlí 1938 og kynntist
fréttamennskunni fljótlega af föður
sínum, sem var kunnur útvarps- og
sjónvarpsfréttamaður. Settist
Jennings að í Bandaríkjunum og
hann var ekki nema 26 ára er hann
varð helsti kvöldfréttaþulur ABC
1965. Það gekk þó ekki þrautalaust
fyrir sig enda ekki við nein smá-
menni að etja á hinum stöðvunum,
þá Walter Cronkite, Chet Huntley
og David Brinkley. Áhorfið var
ekki nóg og sumir fundu að kan-
adísku enskunni hans. Þar fyrir ut-
an urðu honum á nokkur mistök
vegna ónógrar þekkingar á banda-
rísku samfélagi. Hann var því lát-
inn hætta þessu starfi 1968 en fékk
það verk að koma upp fréttastofu
ABC í Beirut, þeirri fyrstu á veg-
um bandarískrar sjónvarpsstöðvar
í arabaríkjum.
Bandarískir áhorfendur tóku
hann brátt í sátt og 1975 tók hann
við morgunþætti ABC, „A.M. Am-
erica“. Þremur árum síðar fór hann
að sjá um erlendar fréttir á „World
News Tonight“ og tók alveg við
fréttatímanum 1983. Jennings hlaut
margvíslega viðurkenningu fyrir
fréttamennsku sína, meðal annars
16 Emmy-verðlaun.
Kynslóðaskipti vestra
Allnokkur kynslóðaskipti eru nú
að verða á helstu bandarísku sjón-
varpsstöðvunum þremur. Peter
Jennings er látinn, Tom Brokaw
hjá NBC hætti í desember síðast-
liðnum og Dan Rather hjá CBS
hætti í mars vegna fréttar um her-
þjónustutíma George W. Bush for-
seta en hún reyndist röng í meg-
inatriðum.
Peter Jennings hafði alla tíð
áhuga á Íslandi og ósjaldan sótti
hann samkomur þar sem íslensk
málefni voru efst á blaði, íslensk
menning eða íslensk fram-
leiðsluvara. Kom hann nokkrum
sinnum hingað til lands, meðal ann-
ars er þeir Ronald Reagan og
Míkhaíl Gorbatsjev funduðu í
Höfða í Reykjavík.
Jennings lætur eftir sig eigin-
konu, Kayce Freed, og tvö börn.
Einstaklega geð-
ugur og frábær
fréttamaður
Peter Jennings, hinn kunni frétta-
maður hjá ABC, lést á sunnudag
Reuters
Peter Jennings. Hann var eitt af stóru nöfnunum í bandarísku sjónvarpi.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Buenos Aires. AP, AFP. | Bosníu-
Serbinn Milan Lukic, sem er
eftirlýstur fyrir stríðsglæpi,
var handtek-
inn í Buenos
Aires í Arg-
entínu í gær.
Lukic er
meðal annars
sakaður um
að hafa drepið
135 óbreytta
borgara í
Bosníu á dög-
um Bosníustríðsins á síðasta
áratug en hann hefur þegar
verið dæmdur í 20 ára fangelsi í
Serbíu fyrir stríðsglæpi. Hefur
hann farið huldu höfði frá því
seint á síðasta áratug.
Lukic var liðsmaður al-
ræmdra sveita, sem rændi
óbreyttum borgurum, múslím-
um, sem síðan voru pyntaðir og
teknir af lífi.
Lukic er annar Serbinn, sak-
aður um stríðsglæpi, sem hand-
tekinn er í Argentínu á þessu
ári. Í maí var Nebojsa Minic
handtekinn í borginni Mendoza
en hann er sakaður um glæpi í
Kosovo. Enn er leitað þeirra,
sem taldir eru bera mesta
ábyrgð á stríðsglæpunum í
Bosníustríðinu, þeirra Radov-
ans Karadzics, fyrrverandi leið-
toga Bosníu-Serba, og Ratkos
Mladics, hershöfðingja þeirra.
Milan Luk-
ic hand-
tekinn í
Argentínu
Milan Lukic