Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
ÞEGAR gengið var inn í salinn á
Hótel Glym brá fyrir vit blaðamanns
dásamlegum ávaxta- og kryddilmi.
Salurinn sjálfur var skreyttur með
kertum, skrautlegum dúkum og
rósablöðum og sígaunatónlist ómaði
um hann allan. Fyrir mig var borinn
ástardrykkur Tatönju og sígaunate-
kaka, hvorttveggja var ljúffengt en
ekki skal fullyrt um áhrif eða gagn-
semi ástardrykkjarins.
Um sextíu manns voru saman
komin þarna til að hlusta á og sjá
Zhenu sígaunakonu. Zhena er fín-
gerð og myndarleg kona um þrítugt
sem geislar af orku og hamingju. Te-
boðið hófst á því að hún sagði sögu
sína sem er í stuttu máli þessi: Árið
1999 var hún fátækur listamaður
með nýfæddan son sinn sem var
veikur. Hún þurfti að finna leið til að
nálgast fé og einn daginn fékk hún
svarið, að nota arfleið sína til að
framleiða sígaunate. Hún gerði sínar
eigin teblöndur og seldi te úr tevagni
en svo fór hún að hugsa stærra, lærði
hvernig te er framleitt og fann sína
eigin innflytjendur. Zhena vill færa
fólki hamingju í gegnum tein og
hún trúir því staðfastlega að
peningar komi í kjölfar hug-
sjóna.
Eftir þessa sögustund komu
nokkrar ungar stúlkur og sýndu
magadans en Zhena sjálf er mjög
fær í magadansi og segir að í
gegnum hann komist konur í
snertingu við kvenleikann og
verði öruggari með líkama
sinn. Dansmeyjarnar
fengu alla til liðs við sig
og kenndu gestum
nokkur
vel valin
maga-
dans-
spor.
Gyðjur í briminu
Eftir skipulagða
dagskrá náði ég að
króa Zhenu af í ein-
um hornsófanum og
byrjaði á að spyrja
hana hvernig henni
hefði fundist teboðið
fara fram. „Ynd-
islega. Allir eru hlýir
og opnir, teið hefur
þann eiginleika að
fólk slakar á og verð-
ur vinalegra.“
Hún er búin að vera
á Íslandi í fjóra daga en
henni finnst hún hafa ver-
ið lengur því að dagur og
nótt renna saman í eitt í
sumarbirtunni. „Ísland er
svo miklu meira en ég vænti
að það yrði, náttúran og fólkið er svo
óspillt, allir eru vinalegir og mér hef-
ur alls staðar verið vel tekið. Ég er
þegar byrjuð að hugsa um hvenær
ég get komið aftur og þá með fjöl-
skyldunni.“
Í stuttri dvöl sinni á landinu hefur
Zhena aðallega verið að hitta fólk og
ræða tein og hugmyndafræðina á
bak við þau. Henni finnst Íslend-
ingar jákvæðir og bjartsýnir og Ís-
lenskar konur mjög sterkar og sjálf-
stæðar. Auk fyrirlestra og teboða
ferðaðist hún aðeins um landið og fór
meðal annars á Snæfellsnesið þar
sem hún komst í snertingu við gyðj-
urnar í brimöldunni.
Réttlátar viðskiptaaðferðir
Zhena er ættuð frá Úkraínu. Afi
hennar og amma voru sirkus-
sígaunar þar en fluttu til Ameríku
árið 1949 og bjuggu í Kaliforníu ein-
mitt þar sem Zhena býr í dag.
Zhena stofnaði fyrirtæki sitt
„Zhena’s Gypsy Tea“ árið 2000. Það
hefur stækkað hratt síðan og
sölutölur fara hækkandi
dag frá degi. Zhena seg-
ir að hún sé ekki að
selja te heldur góð-
vilja. Teið hennar er
hundrað prósent líf-
rænt og við-
skiptaaðferðirnar
með það hafa „fair
trade“-stimpilinn
sem er vottun á
réttlátum við-
skiptaaðferðum.
„Við pössum að það
séu góð lífsskilyrði
fyrir fólkið sem
vinnur fyrir okkur.
Við gætum þess að
verðið á teinu verði
ekki of lágt svo
þeir sem rækta
það geti lifað al-
mennilegu lífi.
Fyrir hvert kíló
af tei sem við seljum fer
ein evra inn á banka-
reikning sem fer beint
í félagsaðstoð til þess
svæðis þar sem teið er
ræktað. Fólkið þar kýs
svo um í hvað peningarnir
renna en það er alltaf eitt-
hvað sem getur veitt
þeim betra líf. Það geta
öll fyrirtæki stundað
þessa viðskipaaðferð.
Þetta þýðir aðeins minni
hagnað í vasann en samt er
þetta í raun og veru hagn-
aður til lengri tíma þegar litið
er á heiminn í heild. Það er alltof
mikið af fólki sem lætur græðgina
ráða,“ segir hún.
Nýjasta afurð Zhenu er
skartgripalína sem er að koma á
markað. „Skartgripirnir munu
styrkja heimili fyrir ungar HIV-
smitaðar konur í Kathmandu í Nepal
sem voru seldar í þrælkun sem ung
börn.“
Teboð um allan bæ
Teboðin hennar Zhenu eru mjög
vinsæl í Bandaríkjunum um þessar
mundir. Þá hittast konur og drekka
te í skrautlegu umhverfi, dansa
magadans og tala saman.
Eftir þetta góða spjall við Zhenu
slapp hún frá mér og fór að tala við
tegestina en ég fékk þá til mín Sig-
rúnu Völu Valgeirsdóttur sem stóð
fyrir heimsókn Zhenu hingað og er
eigandi Feng Shui-hússins á Frakka-
stíg. Sigrún féll algjörlega fyrir
sígaunatei Zhenu, hún fór út seinasta
vetur og hitti hana í New York og
var þá þessi Íslandsferð ákveðin.
Hún hóf að flytja teið inn fyrir ári
og er hægt að kaupa það víða á Ís-
landi. „Tetískan er komin til lands-
ins, það eiga eftir að vera teboð um
allan bæ í vetur. Svo er heimspekin
og menningin á bak við tein svo frá-
bær, þau bæta heiminn og mann
sjálfan,“ segir Sigrún að lokum.
Eftir að hafa þakkað þeim báðum
fyrir spjallið hélt ég heim á leið full
af hamingju eftir að hafa drukkið
nokkra bolla af töfratei.
TEBOÐ | Sígaunadrottningin Zhena kynnti te fyrir Íslendingum
Selur góðvilja og
vill bæta heiminn
Zhenu finnst Íslendingar jákvæðir og bjartsýnir og konurnar hér mjög
sterkar og sjálfstæðar. Hún er sjálf afkomandi sirkussígauna frá Úkraínu.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir stóð fyrir heimsókn Zhenu hingað til lands. Hér
heldur hún á ástardrykk Tatönju sem borinn var fram í teboðinu.
Sunnudag nokkurn fór fram óvenjulegt teboð á
Hótel Glym í Hvalfirði. Þangað var komin sígauna-
drottningin Zhena Musyka til að kynna tein sín og
hugmyndafræðina á bak við þau. Ingveldur
Geirsdóttir fór í boðið, spjallaði við Zhenu og
drakk hugsjónate.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Verð frá
94.900 kr.
10.000 kr. inneign
fylgir hverri fartölvu
Opið mán. - fös. 8-18, lau. 10-17 og sun. 13-17 Sími 515 5170 • www.oddi.is
Gerðu gott
með góðri
Verslun Odda • Borgartúni 29