Morgunblaðið - 09.08.2005, Page 24

Morgunblaðið - 09.08.2005, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g er ekkert sér- staklega fyndinn maður. Á það til að segja eitthvað sem menn hlæja að, en það er yfirleitt af því ég er svo vit- laus frekar en nokkuð annað. En ég hef húmor, skopskyn, kímnigáfu og það í stórum stíl. Ég tel mig hafa prýðilega kímnigáfu, því jafnvel í svörtustu djúpum þunglyndis og depurðar næ ég að sjá einhverja skrýtna og kímna bletti á ástandinu öllu saman. Mér finnst það afskaplega mikilvægt. „En hver er munurinn á fyndni og skopskyni?“ kynni einhver að spyrja. Og ekki að ástæðulausu, því fólk tengir hvorttveggja við út- rás gleði í hvers kyns mynd. Þegar ég velti þessu fyrir mér rann upp fyrir mér önnur staðreynd; hvað við Íslendingar eigum óskaplega fá orð yfir hlátur en þeim mun fleiri yfir grát, eymd og sorg. Skondið. En aftur að muninum á fyndni og skopskyni. Fyndni er hæfileik- inn til að koma í orð eða athafnir spaugilegu samhengi hluta og vekja þannig kátínu og hlátur meðal viðhlæjenda sinna. Þetta er hæfileiki sem ekki öllum er gefinn, enda er hann óskaplega ónauðsyn- legur í hinu stóra samhengi. Skop- skyn hins vegar er bjargvættur mannsins. Skopskyn er hæfileik- inn til að sjá í lífinu og öllum þess flóknu myndum einhvers konar bjartar og jafnvel skondnar hliðar, að geta tekið lífinu af hæfilegri léttúð og jafnvel brosað framan í haglél og storma af einskærri kæti yfir einhverju sem manni datt í hug rétt í þessu. Jafnvel þegar maður hefur það sem allra verst, að geta brosað að örlagaglettum (íroníu) sem koma endalaust upp í lífsins ólgusjó. Skopskyn er í raun ein birting- armynd æðruleysis og hefur yf- irleitt óttalega lítið að gera með fyndni. Drepfyndnir náungar geta verið gersamlega sneyddir skop- skyni, því þeir eru bara fyndnir út- vortis, en inn á við skortir þá bjartsýnina og kímni á eigin að- stæður. Í listum, hvort sem um er að ræða tónlist, myndlist eða bók- menntir, ægir saman ólíkum nálg- unum á kímnina. Sumir listamenn reyna endalaust að vera fyndnir og gera verk sín að hálfgerðum bröndurum án nokkurs næmis fyrir hinu hárfína eða lág- stemmda. Aðrir listamenn koma meiningu sinni á framfæri með du- lítilli slettu af kímnigáfu. Þannig láta þeir myndir sínar, texta og eða tóna endurspegla kímni og gamansemi heimsins, einhvers konar forvitnilegt samhengi sem listnjótandinn upplifir ekki endi- lega sem brandara eða eitthvað fyndið, heldur eitthvað sem vekur hann til umhugsunar. Kímnigáfa er á vissan hátt hæfi- leiki til að sjá hluti í öðru og nýju ljósi, ekkert endilega bráðfyndnu, heldur bara nýju. Þess vegna hrífst fólk af einstaklingum sem hafa kímnigáfu, búa yfir áhuga- verðri sýn á heiminn, „hafa húmor fyrir sjálfum sér“. Einstaklingur með skopskyn reytir ekki endilega af sér brandarana, heldur nýtur hann þess að vera til í skondnu samhengi heimsins. Hann nýtur þess að upplifa það hvernig heim- urinn raðar sér stundum upp í furðulegar myndir. Stundum týnir fólk kímnigáfu sinni og skopskyni. Lífið verður táradalur, laust við alla gleði. Það er mikilvægt að reyna þá að end- urheimta þessa ólíku sýn á lífið og samhengi þess, því maður á að geta brosað að lífinu, þó það sé stundum hart og miskunnarlaust. Nú er ég ekki að tala um að hlæja að veiku fólki eða eymd fátækra og sveltandi, heldur að reyna að sjá okkar eigin hversdaglegu vandamál í réttu ljósi. Mér leiðist stundum „fyndið fólk“. Fólk sem hættir ekki að segja endalausa brandara og fá fólk til að hlæja. Ég er ekki að segja að mér leiðist allt fyndið fólk, en brandarakallar eru mér ekki alltaf að skapi. Endalaust að eltast við hverja hlátursgolu sem þeir geta kreist út úr „áhorfendum sínum“. Ég nýt þess frekar að eiga í notalegum samskiptum þar sem húmorinn flæðir átakalaust manna á milli og jafnvel skapast einhvers konar gleðistund sem haldið er uppi af gagnkvæmum kímnistraumum. Kímnigáfa og skopskyn geta verið hið prýðilegasta krydd í list- sköpun, en að gera listaverk úr eintómum bröndurum er eins og að elda mat úr eintómum sykri. Sykur er sætur og getur gert mat bragðgóðan í hóflegu magni, en þegar maturinn er farinn að snú- ast um sykurinn er hreinlega eitt- hvað að fólki sem finnst hann góð- ur. (En nú er ég bara farinn að röfla.) Að lifa lífi sínu með kímnigáfuna og skopskynið í lagi er að lifa lífinu lifandi. Að horfa upp í skýjafar stormanna sem blása um okkur og sjá í þeim hesta, trúða, feitan kall og flugvélar, bílaröð, furðuleg lit- brigði og lævís tröll, það er að hafa húmor fyrir lífinu. Lífið skaffar okkur ýmislegt og við þurfum að móta breytni okkar, líf og um- hverfi samkvæmt þeim hlutum sem lífið skaffar. Lífið sýnir okkur ýmislegt sem við þurfum að læra af og lærdómurinn verður fátæk- legur ef við höfum ekki kímnigáf- una í lagi, ef við getum ekki brosað út í annað þegar lífið er sem skrýtnast við okkur. Þetta er ekki spurning um að hlæja hátt og snjallt, heldur er þetta mun oftar spurning um að kíma, flissa, brosa eða bara hugsa „tjah, en hvað þetta var nú skrýtið og skondið“. Maður þarf ekki að vera einhver Pollýanna til að brosa að hlutunum. Það þarf ekki að upplifa lífið sem algeran skrípa- leik, heldur bara sem það fjöl- breytilega markaðstorg upplifana og örlagaglettna sem það er. Að njóta þeirra fjölmörgu kræsinga sem reiddar eru fram á veisluborði lífsins. Skopskyn Skopskyn er hæfileikinn til að sjá í líf- inu og öllum þess flóknu myndum ein- hvers konar bjartar og jafnvel skondnar hliðar, að geta tekið lífinu af hæfilegri léttúð og jafnvel brosað framan í haglél og storma af einskærri kæti yfir einhverju sem manni datt í hug rétt í þessu. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is NÝJUM útvarpsstjóra fylgja heillaóskir til mikilvægra starfa. Ég staldra við þau ummæli hans, sem fleiri hafa reyndar tek- ið undir, í þá veru, að hætt skuli að flytja auglýsingar í Ríkisút- varpinu, eða „taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði“ eins og sagt er, og hefur víst sömu merk- ingu. Er nú ekki rétt að doka aðeins við? Rasa ekki um ráð fram. Aug- lýsingar í útvarpi, sem áður voru nefndar tilkynningar, eru ekki bara auglýsingar. Þær flytja okk- ur oft upplýsingar sem skipta máli. Þær eru að hluta til fréttir um það sem er að gerast í sam- félaginu. Þær eru þess vegna þjóðlífsspegill. Tilkynningar um mannfundi og menningarvið- burði. Fregnir af nýjungum og nytsamur fróðleikur af ýmsu tagi. Sjónvarpauglýsingar eru ann- ars eðlis. Þær mættu mín vegna missa sig. Sama skal sagt um svonefnda kostun, sem leitt getur til þess að mörk efnis og auglýs- inga óskýrast. Það er ekki af hinu góða fyrir okkur, sem horfum og hlustum. Þetta er svona til umhugsunar. Eiður Guðnason Dokum við Höfundur er sendiherra Íslands í Kína og fyrrverandi starfsmaður Ríkisútvarpsins. eidur@sw2.com.cn PÁLL Magnússon talaði einsog sá sem valdið hefur um erindi og framtíð Ríkisútvarpsins eftir að hann var skipaður útvarpsstjóri. Það er lofsvert, og vekur þær vonir að undir forystu hans verði RÚV að því sem það á að vera í nútímanum: Sjálfstætt og öflugt almannaútvarp í þjónustu við landsmenn, menn- inguna og lýðræðið. Menntamálaráðherra skipaði Pál án þess að tala við aðra umsækj- endur eða óska álits þeirra á framtíð Ríkisútvarpsins. Vegna þess hljóta menn að ætla að Páll sé útvarps- stjóri ekki síst vegna þeirrar afstöðu sem hann hefur nú kynnt þjóðinni. Stjórnunarvandi – stefnuleysi Og hvað segir Páll? Hinn nýi út- varpsstjóri segir í fyrsta lagi að Rík- isútvarpið þjáist af stjórnunarvanda sem meðal annars stafi af því að enginn viti almennilega hvert skuli stefna. Flestir þeir sem hafa fylgst með síðustu árin kinka kolli. Páll bendir í öðru lagi á að nú verði að skilgreina hlutverk Rík- isútvarpsins með öðrum hætti en gert var þegar það naut einkaleyfis til út- sendinga. Í þriðja lagi hefur Páll lagt fram einu skilgreininguna sem gilt getur um Rík- isútvarpið á okkar tím- um: Að það sé al- mannaútvarp einsog þau tíðkast um heim- inn. Páll vísaði sér- staklega til BBC í Bretlandi til fyr- irmyndar. Í fjórða lagi sagði Páll ekki eðlilegt að Ríkisútvarpið hefði tekjur af auglýsingum. Samfylkingin sammála Þessi sjónarmið falla vel að af- stöðu Samfylkingarinnar. Við höfum einnig bent á stjórnunarvanda og stefnuleysi. RÚV hefur í raun verið í pólitískri pattstöðu undanfarna ára- tugi – eiginlega allt frá afnámi einkaréttar 1985. Velunnarar Rík- isútvarpsins hafa sjaldnast náð sam- an í stjórnarmeirihluta. Nær samfellt síðan 1983 hefur mennta- málaráðherra verið sjálfstæðisflokksmaður en í þeim flokki hafa verið uppi margar skoðanir um RÚV. Ráðstjórn flokksins á RÚV hefur í bland við stefnuskortinn haft þær afleiðingar sem al- þekktar eru fyrir dag- skrá og starfsanda. Við bendum á sömu lausn og Páll Magn- ússon: Almannaútvarp. Rík- isútvarpið á að líta á sig sem þjón al- mennings og samfélags. RÚV á ekki að „keppa“ við markaðsstöðvarnar á þeirra forsendum heldur setja sjálfu sér markmið og taka þannig forystu á ljósvakavettvangi – vera þar fyr- irmynd, ekki andstæðingur. Sjálfstætt og öflugt almannaútvarp? Mörður Árnason fjallar um framtíð Ríkisútvarpsins Mörður Árnason FORMAÐUR Samfylking- arinnar, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, hefur réttilega og marg- sinnis vakið máls á ýmsum óeðlilegum stjórn- arháttum sem valds- menn hafa iðkað á undanförnum árum. Hugmyndafræði hennar í þessum efn- um hefur verið sú að ekki megi misbeita ríkisvaldinu einum til hagsbóta en öðrum til tjóns. Bæði lýðræðið í landinu og heilbrigðir viðskiptahættir geri valdsmenn skylduga til að forðast mis- munun, ekki síst á tímum gjörbreyttra viðskipta- hátta. Ingibjörg Sólrún hóf þessa um- ræðu í svonefndum „Borgar- nesræðum“ sínum skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar 2003 þegar hún deildi á ráðamenn, og þó einkum einn þeirra, fyrir að notfæra sér valdastöðu sína til að ráðast persónulega að tilteknum einstaklingum í viðskiptalífinu. Fyrir þetta mátti hún sæta mikl- um ákúrum. Enginn varði þá sem á hafði verið ráðist en Ingibjörg var sögð ata valdsmenn auri. Að sjálfsögðu voru talsmenn núver- andi stjórnarflokka, Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, framarlega í fordæmingu sinni á Ingibjörgu. Engir urðu samt duglegri að ráðast á Ingibjörgu Sólrúnu fyrir þessa afstöðu hennar en talsmenn Vinstri grænna, sem í þessu máli hengdu sig rækilega aftan í mál- flutning stjórnarflokkanna í von um að geta náð í nokkur atkvæði. Það virðist ekki hafa tekist en fært nokkurt fylgi frá Samfylking- unni til Framsóknarflokksins. Ingibjörg Sólrún hefur haldið áfram gagnrýni sinni á undarlega valdshætti stjórnarherra, nú síð- ast vegna sölu Landssímans í sumar. Ekki fremur en 2003 er henni svarað málefnalega heldur fær hún sömu svör og þá, hún sé að ata valdsmenn auri. Aðrir, sem taka nú í svipaðan streng og hún, t.d. Steingrímur J. Sigfússon, fær hins vegar engin viðbrögð í þessu máli sem fleirum. Aðalandstæð- ingur stjórnarflokkanna nú sem endranær er Samfylkingin og þó einkum leiðtogi hennar, meðan aðrir, og þá einkum Vinstri græn- ir, fá að sigla lygnan sjó, sama hve hátt þeir láta. Ingibjörg svaraði ásökunum um að hún iðki „ómakleg- ar“ árásir á valdhafa í mjög góðri grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. ágúst sl. Af mörgum dæmum sem hún nefndi vil ég aðeins nefna hér eitt, sam- anburðinn á kröfunum á hendur fyrrverandi forstjóra Landssím- ans, Þórarni V. Þór- arinssyni, og núver- andi forstjóra, Brynjólfi Bjarnasyni, um að þeir gegndu ekki trún- aðarstörfum fyrir önnur fyrirtæki samtímis forstjórastarfi Lands- símans. Hér voru gerðar strangar kröfur á Þórarin en ekki á Brynj- ólf, nefnd voru dæmi um þetta og spurt, hvað veldur? Lítið er um svör en hlutlausi forstjórinn Brynjólfur nefnir spurninguna „leðjuslag“ og neitar að svara að öðru leyti. Smápeð í valdakerfinu hafa á vefsíðum sínum verið með svipaðan málflutning. Ljóst er að valdhöfum svíður at- hugasemdir Ingibjargar Sólrúnar, svara henni ekki en svívirða í staðinn. Enda hafa þeir engin svör. Til viðbótar: Þeir óttast Samfylkinguna umfram allt; hún hefur ruglað fornu fjórflokka- munstri með Framsóknarflokkinn í öðru sæti og Sjálfstæðisflokkinn öruggan í því fyrsta. Tilkoma Samfylkingarinnar hefur riðlað þessu forna kerfi á rækilegan hátt. Því er ráðist á þessa ógn við gamalt valdakerfi. Ingibjörg Sól- rún er öflugur leiðtogi þessa nýja flokks sem til viðbótar ræðst gegn spillingu valdhafa með sérstökum þrótti. Með því að ráðast á Ingi- björgu er verið að ráðast á ógnun við gamalt kerfi; þessi ógnun er Samfylkingin. Hana skal veikja með árásum á leiðtogann. Til þess er leikurinn gerður. Hver ógnar mest gömlu valdakerfi í stjórnmálum? Gísli Gunnarsson fjallar um störf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í stjórnmálum ’Ingibjörg Sólrún eröflugur leiðtogi þessa nýja flokks sem til við- bótar ræðst gegn spill- ingu valdhafa með sér- stökum þrótti.‘ Gísli Gunnarsson Höfundur er prófessor í sagnfræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.