Morgunblaðið - 09.08.2005, Qupperneq 25
Við höfum einnig bent á að það
verði að losa Ríkisútvarpið undan
blóðugum bardaga um auglýsingar
og kostun. Annarsvegar vegna þess
að sú keppni kemur niður á dag-
skránni og þjónustu fyrirtækisins.
Takmark auglýsingamiðils er að
selja auglýsendum aðgang að til-
teknum markhópum og við það mið-
ast dagskrárframboð hans og stíll.
Svoleiðis vilja Íslendingar ekki hafa
Ríkisútvarpið, enda engin ástæða til
þar sem tvö fyrirtæki eru nú þegar í
þessu kappi. Hinsvegar er eðlilegt
að markaðsstöðvarnar fái það sem
þeirra er: þokkalegt svigrúm á aug-
lýsinga- og kostunarmarkaði. Vilji
menn fjölbreytni á ljósvakanum
verður að gæta að rekstrargrunni
þeirra fyrirtækja sem þar starfa.
Við höfum reyndar ekki gengið
eins langt og Páll í auglýsingamál-
unum heldur talað um ákveðnar tak-
markanir, til dæmis í auglýsinga-
tíma en þó frekar með reglum um
markaðshlutdeild eða hlutfall aug-
lýsinga og kostunar af tekjum. Í
upphafi væri ágætt mark að hlutfall
auglýsinga og kostunar af tekjum
RÚV yrði 15–20% eftir svosem fimm
ár í stað 25–35% undanfarinn ára-
tug. Slíkt helst í hendur við ákvarð-
anir um fjáröflun og æskilegast er
að um þetta skapist víðtækt sam-
komulag.
Væri til dæmis fær fjáröflunarleið
ef drægi úr auglýsingatekjum RÚV
að það fengi á móti gjald af auglýs-
ingum á markaðsstöðvunum? Það
væru þá nokkurskonar kaup kaups í
sátt um framtíðarskipan auglýsinga
á ljósvakanum.
Tvær leiðir
Menn sem fallast á afstöðu Páls
geta þó verið á öndverðum meiði um
stöðu og hlutverk almannaútvarps.
Samfylkingin telur að almannastöð-
in RÚV eigi að vera sjálfstætt og
öflugt útvarp með breitt framboð
dagskrárefnis. Með áherslu á lýð-
ræðis- og menningarhlutverkið – en
þar á að vera margbreytilegt dag-
skrárefni miðað við almennan
áhuga.
Einnig heyrist sú skoðun að RÚV
eigi vissulega að vera í pöblik-
brodkasti, en þá bara með efni sem
enginn annar vill senda út. Slík dag-
skrá yrði hinsvegar brotakennt
samsafn minnihlutaefnis án al-
mennrar höfðunar – leiðinlegt út-
varp.
Nýi útvarpsstjórinn hefur að vísu
ekki lýst því hvora leiðina hann vill
fara. En það er ekki líklegt að sá
reyndi fjölmiðlungur ætli sér norður
og niður með fyrirtæki sitt.
Hvað nú, Þorgerður Katrín?
Það er merkilegt að mennta-
málaráðherra skuli með skipun Páls
Magnússonar taka undir meginvið-
horf Samfylkingarinnar og ýmislegs
áhugafólks, hagsmunahópa og
fræðimanna um framtíðarhlutverk
RÚV.
Í fyrra flutti ráðherrann frum-
varp um RÚV. Stjórnarandstæð-
ingar tóku undir sum efnisatriði
þess en gagnrýndu önnur vægð-
arlaust. Innan Sjálfstæðisflokksins
voru einnig deildar meiningar, og í
þinglok var frumvarpið sett aftur of-
an í tösku ráðherrans.
Fersk viðhorf nýskipaðs útvarps-
stjóra vekja vonir um að á næsta
þingi geti náðst samstaða um ný lög,
– lög sem tryggi öflugt og sjálfstætt
almannaútvarp til frambúðar á Ís-
landi. Nú reynir á Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra.
’Fersk viðhorf nýskip-aðs útvarpsstjóra vekja
vonir um að á næsta
þingi geti náðst sam-
staða um ný lög – lög
sem tryggi öflugt og
sjálfstætt almanna-
útvarp til frambúðar á
Íslandi.‘
Höfundur er alþingismaður.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 25
UMRÆÐAN
Sumarbústaðir
Sumarb.
Sumarhús í Skorradal
Nýbyggður glæsilegur ca 62 fm sumar-
bústaður með svefnlofti auk ca 12 fm
gestahúss á útsýnisstað í Indriðastaða-
landi í Skorradal. Bústaðurinn stendur
einn og sér með frábæru útsýni yfir
vatnið og náttúruna í kring. Stór ca
100 fm verönd er umhverfis bústaðinn.
Glæsilegur og vandaður bústaður, frá-
bærlega vel staðsettur. 6774
Sumarhús Úthlíð
801 Selfossi Fallegt ca 41 fm
sumarhús auk svefnlofts. Rúmgóð stofa
og eldhús og tvö svefnherbergi. Sólpall-
ur er við þrjár hliðar hússins. Húsið er
fallega staðsett í kjarri vaxinni náttúru
með fallegu útsýni yfir Heklu. Sundlaug,
golfvöllur og þjónustumiðstöð á staðn-
um. Falleg náttúra með mikla útivistar-
möguleika. Verð 10,9 millj. 7009
Sumarhús í Skorradal
Nýtt glæsilegt 57 fm sumarhús með
svefnlofti. Rafmagn og heitur pottur.
Einstök staðsetning í kjarri vaxinni nátt-
úru með útsýni yfir Skorradalsvatn,
Snæfellsjökul og Langjökul. Stutt í sund
og veiði. Nýtt innbú fylgir. Verð 15,9
millj. 7007
Sveitasetur Úthlíð
801 Selfoss Stórglæsilegt 63 fm
sumarhús með stórri verönd. Húsið
skiptist í 3-4 svefnherbergi auk svefn-
lofts, stóra stofu og gott baðherbergi.
Góð hljóðeinangrun er í veggjum. Raf-
magn og hitaveita. Heitur pottur. Bú-
staðurinn er mjög vel staðsettur og frá
honum er stórfenglegt útsýni. Golfvöllur
og sundlaug á staðnum. Tækifæri til að
eignast glæsilegt heilsárshús á frábær-
um stað. Verð 14,8 millj. 7008
Sumarhús Hraunborg-
um í Grímsnesi Nýkominn í
sölu fallegur sumarbústaður með svefn-
lofti í Hraunborgum. Einstaklega falleg
ræktuð lóð sem er um hálfur hektari.
Sundlaug á svæðinu og stutt í golfvelli.
Verð 7,9 millj. 7038
Grímsnes Hallkelshólar
Nýtt og glæsilegt sumarhús með góðri
verönd. Húsið stendur á eins hektara
eignarlandi. Stór stofa og tvö svefnher-
bergi. Húsið skilast án eldhús- og bað-
innréttinga sem gefur kaupanda kost á
að innrétta eftir eigin smekk. Teikningar
á skrifstofu. Steyptur grunnur og hiti í
gólfi. Einstaklega vandaður nýr sumar-
bústaður á golfsvæðinu í Grímsnesinu.
Örstutt í tvo fallega golfvelli og sund-
laug. Verð 14,9 millj. 7040
Þingvellir Lerkilundur
Fallegt sumarhús í landi Miðfells austan
við Þingvallavatn, samtals ca 65 fm, á
ca 2500 fm eignarlóð. Um 45 fm sumar-
hús sem skiptist í stofu, eldhús, tvö
samliggjandi svefnherbergi og baðher-
bergi með sturtu. Um 17 fm gestahús
með herbergi, gufubaði og snyrtingu.
Heitur pottur og útisturta. Einnig er
geymsluskúr. Sér borhola er á lóð og
rennandi vatn allan ársins hring. Verð
9,9 millj. 7036
Sumarhús Öndverðar-
nesi Vorum að fá í sölu þennan fal-
lega bústað á þessum vinsæla stað.
Bústaðurinn er A-bústaður, skráður
40,8 fm en svo er einnig gott svefnloft.
Stutt er í vinsælan golfvöll, sund og
þjónustumiðstöð. Verð 8,5 millj.
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
Nú er sumar á FOLD - Vantar
sumarhús í sölu strax
Skráið sumarbústaðinn hjá okkur! Við höfum á
skrá fjölda áhugasamra kaupenda. Áhersla á
markaðssetningu og kynningu á sumarbústöðum
á netinu og í auglýsingum í Morgunblaðinu.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is Útsala
Opið virka daga kl. 10-18
laugardaga kl. 10-16
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi
sími 554 4433
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
ÞAÐ ER stórkostlegt að sjá
þann mikla stuðning sem mann-
réttindabarátta samkynhneigðra
hefur fengið á síðustu dögum í til-
efni af Hinsegin dögum. Ráða-
menn jafnt sem almenningur
flykkjast á götur út og keppast við
að lýsa yfir mikilvægi þess að af-
nema endanlega þá lagalegu mis-
munun sem lesbíur og hommar
búa við. Framsóknarflokkurinn,
sem leiðir ríkisstjórn landsins,
hefur tekið forystu í málinu með
Árna Magnússon félagsmálaráð-
herra og Siv Friðleifsdóttur þing-
mann flokksins í broddi fylkingar.
Þingmenn allra annarra flokka,
þar á meðal fjöldi þingmanna
Sjálfstæðisflokksins auk ungliða-
hreyfinga flokksins, hafa einnig
talað fyrir fullum mannréttindum
til handa lesbíum og hommum.
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, átti á sínum tíma
stóran þátt í því að koma á lögum
um staðfesta samvist. Það er
gleðilegt að sjá að Sólveig Péturs-
dóttir virðist nú styðja mannrétt-
indabaráttu samkynhneigðra. Því
hlýtur að mega treysta að Sólveig
fylgi málinu eftir á þingi í vetur og
hafi frumkvæði að því að tryggja
samkynhneigðum full mannrétt-
indi. Þó er undarlegt að fela sig á
bak við einhverjar „lagatæknileg-
ar aðferðir“ varðandi ættleiðingar
frá löndum sem heimila ekki sam-
kynhneigðum að ættleiða börn
þaðan. Bretland og Svíþjóð hafa
heimilað samkynhneigðum að
ættleiða börn frá útlöndum og það
hefur ekki á nokkurn hátt tak-
markað ættleiðingar gagnkyn-
hneigðra frá löndum eins og Kína.
Auk þess er ekki heilladrjúgt að
réttlæta mismunun hér á landi
með tilvísun í takmarkaða virð-
ingu kínversku kommúnista-
stjórnarinnar fyrir mannréttind-
um. Kínverskir kommúnistar eiga
ekki að ráða íslenskri mannrétt-
indalöggjöf. Ein elsta og íhalds-
samasta stofnun sem finna má í
vestrænum lýðræðisríkjum,
breska lávarðadeildin, hefur
heimilað samkynhneigðum fullan
rétt til ættleiðinga. Er ekki röðin
komin að Alþingi Íslendinga?
Baldur Þórhallsson
Svar til Sólveigar
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Í BRÉFI til Morgunblaðsins, sem
birtist 6. ágúst síðastliðinn, finnur
Björgvin Þorsteinsson að því að ekki
skuli leyft að klappa fyrir tónlist í
Skálholtskirkju. Réttinn til að
klappa rökstyður Björgvin með
Biblíutilvitnun, og er það auðvitað
gott og gilt. En ég held að þar að
auki hafi Íslendingar öðrum fremur
heimild til að klappa í kristnum
guðshúsum. Allar líkur eru nefni-
lega til að þeir hafi samþykkt með
lófataki síns tíma að snúast til
kristni.
Samkvæmt Íslendingabók Ara
fróða var það samþykkt á Alþingi,
líklega árið 999, að allir menn skyldu
kristnir vera og skírn taka. Á þess-
um tíma létu menn í ljós samþykki
sitt á þingum germanskra þjóða með
því að berja saman vopnum sínum
eða vopni og skildi, og var það kallað
vopnatak. Síðar hættu menn að bera
vopn á þingum og létu sér þá nægja
að slá saman berum lófunum.
Sjálfsagt hefur kristnitaka Íslend-
inga verið samþykkt með vopnataki,
og þannig hefur eftirlíking þess,
lófatakið, sérstakt kristilegt tákn-
gildi á Íslandi. Þess vegna eigum við
að nota hvert tilefni til að klappa í
kirkjum.
GUNNAR KARLSSON,
prófessor.
Lófatak í kirkjum
Frá Gunnari Karlssyni
Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í
búrum eða á afgirtu svæði munu
naumast sýna getu sína í verki; þeim
er það fyrirmunað og þau munu trú-
lega aldrei ná þeim greindarþroska
sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyr-
irheit um.
Kristján Guðmundsson: Því miður
eru umræddar reglur nr. 122/2004
sundurtættar af óskýru orðalagi og í
sumum tilvikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir
og metur stöðu og áhrif þeirra op-
inberu stofnana, sem heyra undir sam-
keppnislög, hvern vanda þær eiga við
að glíma og leitar lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsyn-
legt er að ræða þessi mál með heildar-
yfirsýn og dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með hagsmuni
allra að leiðarljósi, bæði núverandi
bænda og fyrrverandi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara