Morgunblaðið - 09.08.2005, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján Guð-mundsson fædd-
ist á Akranesi 7.
ágúst 1929. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi föstudag-
inn 29. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru þau Guðmund-
ur Þórarinsson, f.
11.5. 1893, d. 28.9.
1986, og Þórhildur
Kristjánsdóttir, f.
3.8. 1898, d. 17.10.
1966. Systur Krist-
jáns eru Lydia, f. 17.10, 1920, d.
maí 1993, Jensína, f. 9.11. 1925, og
Hrefna, f. 3.1. 1928.
Kristján kvæntist í ágústmán-
uði árið 1951 Önnu Friðleifsdótt-
ur, f. 29.10. 1931, d. 8.5. 2000, þau
skildu árið 1967. Þau eiga fjóra
syni: 1) Friðleifur, f. 31.1. 1953,
maki Borghildur Jónsdóttir, f. 6.3.
1953. Börn þeirra eru: a) Anna
Guðný, f. 8.10. 1975, maki Sigur-
björn J. Þórmundsson, f. 17.4.
1965, börn þeirra Ísidór Freyr, f.
8.5. 1998, og Karen Ýr, f. 15.1.
2002. b) Guðmundur Þór, f. 29.11.
1980. 2) Guðmundur Þór, f. 26.3.
1955, d. 30.7. 1978. 3) Daði, f. 8.2.
1959, maki Brynja Harðardóttir,
f. 23.3. 1964, börn
þeirra eru Ragn-
heiður Rún, f. 2.6.
1990, Steinunn
María, f. 30.5. 1992,
og Kristján Orri, f.
21.8. 1997. 4) Víðir,
f. 17.1. 1964, maki
Sirpa Marita Must-
onen, f. 25.12. 1966.
Börn Víðis eru
Sunna Rós, f. 11.6.
1981, Jóhanna
Björk, f. 17.12. 1992,
Ynja Sól, f. 13.7.
1997, Ulva Lydia, f.
20.7. 1998, og Ýmir Eldur, f. 7.1.
2004.
Kristján kvæntist Guðrúnu
Danelíusdóttur og áttu þau 16 ára
sambúð að baki er hann lést. Guð-
rún á átta uppkomin börn.
Kristján fluttist með foreldrum
sínum til Reykjavíkur átta ára að
aldri. Hann lauk námi frá Versl-
unarskóla Íslands og starfaði sem
tollvörður í tæp 20 ár. Þá fór
Kristján í siglingar og var á Foss-
unum í nokkur ár. Síðustu starfs-
árin var hann verkstjóri hjá Hita-
veitu Reykjavíkur.
Kristján verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Í dag verður jarðsettur eiginmað-
ur móður minnar Kristján Guð-
mundsson eða Kiddi eins og hann
var kallaður. Kiddi kom mér fyrir
sjónir sem hæglátur, barngóður og
ljúfur maður. Kynni mín af honum
hófust þegar hann og móðir mín
Guðrún Danelíusdóttir hófu búskap
fyrir nokkrum árum. Hann var sögu-
maður góður enda víða komið sem
vélstjóri á millilandaskipum. Tónlist-
armaður var hann og ég man hvað
hann kom mér á óvart þegar hann
settist við píanóið heima hjá mér og
spilaði djass eins og fagmaður. Hann
gerði sjálfur lítið úr þessu, enda
kannaðist hann ekki við að vera
hljóðfæraleikari, sem hann þó var.
Börnum mínum og reyndar okkur
öllum reyndist hann vel og hafði mik-
inn áhuga á því sem börnin voru að
gera og hvernig þeim vegnaði bæði í
leik og námi. En nú er komið að leið-
arlokum eftir stutta glímu við illvíg-
an sjúkdóm og við kveðjum góðan
dreng og þökkum fyrir þann tíma
sem hann var með okkur. Ég veit að
söknuður mömmu er mikill enda
voru þau miklir vinir en við stöndum
við bakið á henni á þessum erfiða
tíma. Sonum hans og fjölskyldum
þeirra sendi ég samúðarkveðjur.
Þetta fallega ljóð eftir vin minn
Kristin Kristjánsson geri ég að mín-
um lokaorðum og megi góður guð
geyma ljúfan dreng:
Þýtur í þekju, þungt stynur nóttin.
Þeysir dauðinn um lífvana hjarn.
Hann veit að allt er búið,
það veit þetta sofandi barn.
KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON
✝ Gunnar Jó-hannsson fædd-
ist á Iðu í Biskups-
tungum 18. ágúst
1920. Hann lést á
elliheimilinu
Garðvangi í Garðin-
um 31. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar
Gunnars voru Jó-
hann Kristinn Guð-
mundsson bóndi á
Iðu, f. 25. septem-
ber 1889, d. 9. mars
1928, og kona hans
Bríet Þórólfsdóttir,
f. 5. október 1891, d. 28. febrúar
1970. Systkini Gunnars eru:
Ámundi, látinn, Ingólfur, d. 20.
júní sl., Sigurlaug og Unnur, lát-
in. Eftir að faðir þeirra lést, að-
eins 39 ára að aldri, kom á heim-
ilið Loftur Bjarnason frá Glóru í
Gnúpverjahreppi, f. 12. septem-
ber 1891, d. 19. september 1969
og var hann ekkjunni og börn-
unum stoð og stytta. Loftur bjó á
Iðu til dauðadags. Hinn 2. ágúst
1945 kvæntist Gunnar Valgerði
Baldvinsdóttur, f. á Hópi í
Grindavík 17. október 1920, d. 28.
janúar 1991. Foreldrar Valgerðar
voru Baldvin Jóns-
son bóndi og útgerð-
armaður á Hópi og
Loftsína Guðrún
Pálsdóttir húsfreyja.
Gunnar og Valgerð-
ur hófu sinn búskap
á Baldursgötu 6 í
Keflavík hjá foreldr-
um Valgerðar. Einn-
ig bjuggu þau á
Sunnubraut 7 og
Sunnubraut 4 í
Keflavík, bæði tví-
býlishús sem Gunnar
byggði sjálfur. Þau
bjuggu að lokum á Blikabraut 10
í sama bæ. Börn Gunnar og Val-
gerðar eru: 1) Hildur, maki Vil-
hjálmur Skarphéðinsson. Börn
þeirra eru Erla Björk og Baldvin
Rúnar. 2) Jóhann, maki Anna
María Aðalsteinsdóttir. Börn
þeirra eru Aðalsteinn og Gerður
Beta. 3) Guðmundur, sambýlis-
kona Gróa Hávarðardóttir. Dæt-
ur Guðmundar eru Linda María,
Guðný Birna og Sveindís Svana.
4) Guðrún Bríet, maki Sigurþór
Kristjánsson d. 15. september
1996. Synir þeirra eru Gunnar
Rúnar og Brynjar. 5) Kolbrún,
Elsku pabbi, við rifjum upp margar
minningar nú þegar þú ert kominn til
mömmu og Badda bróður. Flestar
tengjast þær ferðum sem farnar voru
austur á Iðu þar sem þú ólst upp.
Ferðir í hvítum Taunus station á
ómalbikuðum og rykugum vegum.
Flestar helgar að sumri til var farið
austur í Biskupstungurnar, þegar við
vorum litlar stelpur og mesta sportið
var að fá að liggja til skiptis í skottinu
á stationinum, eitthvað sem gengi ekki
á vegum landsins í dag.
Tilgangur ferðaranna var að fara í
bústaðinn sem byrjað var að byggja
þegar við vorum 5 og 6 ára gamlar.
Hafðir mikla þú ánægju af þessum
ferðum, og þótti gott að komast í sveit-
GUNNAR
JÓHANNSSON
ÞAU óvæntu tíðindi urðu í opn-
um flokki Evrópukeppni landsliða,
sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð,
að liðið sem sigraði var ekki frá A-
Evrópu. Þó að hollenska liðið hafi
haft á að skipa fyrrverandi Rússa
og fyrrverandi Bosníumanni var
sigur þess sætur ef ekki bara fyrir
þá sök að með því var rofin sú hefð
að land úr austri bæri sigur úr být-
um. Gamla brýnið Jan Timman
(2625) tefldi á fjórða borði og sýndi
gamalkunna takta, hann vann þrjár
skákir og gerði fjögur jafntefli.
Hróksmaðurinn baráttuglaði Ivan
Sokolov (2691) telfdi einnig af miklu
öryggi á öðru borði en hann vann
tvær skákir og gerði sex jafntefli.
Þessi örugga og trausta tafl-
mennska þeirra félaga sem og ann-
arra í liði Hollands tryggði því verð-
skuldaðan sigur en alls fékk liðið 15
stig af 18 mögulegum. Lokastaða
efstu liða varð annars þessi:
1. Holland 15 stig af 18 mögu-
legum ( 22 vinninga)
2. Ísrael 14 stig (23½ v.)
3. Frakkland 13 stig (21½ v.)
4. Grikkland 13 stig ( 21½ v.)
5. Úkraína 12 stig (23½ v.)
Franska liðið fékk bronsið í
keppninni þar eð við nánari stigaút-
reikninga stóð það betur að vígi en
gríska liðið.
Alls tóku 40 þjóðir þátt í keppn-
inni og lenti íslenska liðið í 30. sæti
með 7 stig og 16½ vinning en fyr-
irfram mátti búast að það myndi
lenda í 27. sæti. Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Stefán Kristjánsson
hækka á skákstigum fyrir frammi-
stöðu sína á meðan Bragi Þorfinns-
son og Arnar E. Gunnarsson lækka
á skákstigum. Að öðru leyti varð
frammistaða þeirra eftirfarandi:
1. borð: Hannes Hlífar Stefáns-
son (2579) 5 vinninga af 9 mögu-
legum
2. borð: Stefán Kristjánsson
(2459) 4½ v.
3. borð: Bragi Þorfinnsson (2448)
3½ v.
4. borð: Arnar E. Gunnarsson
(2438) 3½ v.
Hannes tapaði fyrir Viktor
Kortsnoj (2613) en lagði að velli
stórmeistarana Vladimir Georgiev
(2532) og Miguel Illescas (2624).
Skákin gegn þeim síðarnefnda varð
eftirfarandi.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
(2579)
Svart: Miguel Illescas (2624)
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7
7. Da4+
Óvenjulegur leikur sem var
skynsamlegt gegn spænska byrj-
unarsérfræðingnum.
7. …c6 8. Da3 O-O 9. Bg5 Dc7
10. Bd3 c5 11. Re2 b6 12. O-O e6
13. dxc5 bxc5
Upp er komin staða sem virðist í
jafnvægi en Hannesi líkar betur en
andstæðingi í stöðum þar sem þarf
að leika litlum leikjum er bæta
stöðuna hægt og sígandi.
Sjá stöðumynd1.
14. Hab1 Rd7 15. Bb5 Bb7 16. f3
Re5 17. Rg3 c4 18. Be7 a6 19. Ba4
Rd3 20. Bd6 Dc8 21. Bc2 Hd8
Það virðist sem svartur hafi virka
stöðu en með næsta leik hvíts virð-
ist hann vinna peð án þess að svart-
ur fái nægar bætur fyrir.
Sjá stöðumynd 2.
22. Bxd3!? cxd3 23. Hfd1 e5?
Hér hefði 23. …Bc6! verið skarp-
ari leikur til að svara 24. Hxd3 með
24. …Bb5. Eftir textaleikinn nær
svartur ekki að fá viðunandi bætur
fyrir peðið fyrir utan að hann lokar
löngu skálínunni sem svartreiti
biskupinn hans réð yfir og veikir d5
reitinn í stöðu sinni.
24. Hxd3 Dc4 25. Hdd1 Bc6 26.
Rf1! Da4 27. Re3 h5 28. c4 Hd7 29.
Rd5 Had8 30. Be7 He8 31. Bb4 a5
32. Bc5 Dxc4
Hvítur tókst að nýta sér veilurn-
ar í svörtu stöðunni og með þessum
leik leyfir svartur hvítum að vinna
skiptamun.
Sjá stöðumynd 3.
33. Re7+ Hexe7 34. Bxe7 Hxd1+
35. Hxd1 De2 36. Ha1!
Svartur hefur ekki nægar bætur
fyrir peðið og vann Hannes skákina
tuttugu leikjum síðar.
36. …f5 37. Dd6 De3+ 38. Kh1
Dc3 39. Hd1 Kh7 40. exf5 gxf5 41.
Dc5 Dxc5 42. Bxc5 Bb5 43. Kg1
Bc4 44. a3 a4 45. Hd6 Kg8 46. Hd7
Bh6 47. Kf2 Bc1 48. Ha7 Bb3 49.
He7 Bb2 50. Kg3 Bd5 51. Ha7 Bb3
52. Kh4 e4 53. Kxh5 e3 54. Kg6
Kh8 55. Hh7+ Kg8 56. Hb7 Kh8 57.
Hb8+ og svartur gafst upp.
Í kvennaflokki tóku 26 lið þátt og
varð pólska liðið hlutskarpast með
15 stig en Georgía varð í öðru sæti
með 14 stig og það rússneska í því
þriðja með 12 stig. Íslenska liðið í
kvennaflokki lenti í 25. sæti en fyr-
irfram mátti búast að það lenti í 23.
sæti. Allar íslensku konurnar tapa
skákstigum vegna keppninnar en
frammistaða þeirra varð eftirfar-
andi:
1. borð: Lenka Ptácníková (2204)
2 vinningar
2. borð: Guðlaug Þorsteinsdóttir
(2132) 2 v.
3. borð: Lilja Grétarsdóttir
(2046) 1 v.
4. borð: Sigurlaug Friðþjófsdótt-
ir (1963) 2 v.
Skáklandnámið á Grænlandi
heldur áfram
Skákfélagið Hrókurinn stendur
að skákhátíð á Grænlandi dagana
9.–15. ágúst í samvinnu við Flug-
félag Íslands, Barnaheill á Ísland
og fleiri aðila. Skákhátíðin verður í
Tasiilag á austurströnd Grænlands
og verður hápunktur hennar Græn-
landsmótið 2005 sem fram fer
helgina 13. og 14. ágúst, alþjóðlegt
atskákmót þar sem stórmeistarar,
áhugamenn og börn frá Íslandi og
Grænlandi tefla. Flugfélag Íslands
býður skákáhugamönnum gott til-
boð í tilefni hátíðarinnar en fyrir kr.
29.900 býðst flug til Kulusuk og
þyrluferð þaðan til Tasiilag. Nánari
upplýsingar eru á heimasíðu
Hróksins, www.hrokurinn.is, og hjá
Kristian Guttesen í síma 6984 222.
Holland og Pólland
sigurvegarar á EM
SKÁK
Gautaborg í Svíþjóð
EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA
2005
31. júlí – 7. ágúst 2005
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
Frá viðureign Íslands og Rússlands á EM.
Stöðumynd 3.
Stöðumynd 2.Stöðumynd 1.