Morgunblaðið - 09.08.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 09.08.2005, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Sigurð-ardóttir fæddist á Hjalteyri við Eyja- fjörð 24. mars 1927. Hún lést á St. Jóseps- spítala 3. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur G. Jónsson og Jakobína G.K. Frið- riksdóttir. Systkini Kristínar eru, í ald- ursröð: Ingibjörg, Friðrik látinn, Ólafía látin, Jón látinn, Haraldur, Pétur lát- inn, Sólborg og Ragnar. Kristín giftist 10. maí 1946 Jó- hannesi Sigfússyni, f. 6. febrúar 1923, d. 7. ágúst 2000. Börn þeirra eru: Sigríður V., maki Stefán Bald- ursson, látinn, Sig- fús, maki Guðbjörg Árnadóttir, Sigur- laug J., maki Sigurð- ur Þ. Karlsson. Sig- urður G., látinn, Sigþór Ö., maki Gísl- ína G. Hinriksdóttir, og Sigrún Ó., maki Ólafur Kr. Sigurðs- son. Barnabörnin eru 18 og barna- barnabörnin eru 13. Kristín helgaði sig lengst af heimilis- störfum en vann einnig í Penslaverksmiðjunni í Hafnarfirði. Útför Kristínar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku vinkona mín og tengda- móðir. Hvíldin og friðurinn er kom- inn eftir erfið veikindi. Minningar streyma og tárin renna. Mig langar að þakka þér fyrir alla þá elsku sem þú gafst okkur og börnum okkar sem við búum að alla tíð. Ég minnist þess þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili þitt á Álfa- skeiði 70 aðeins 17 ára gömul, bæði feimin og óframfærin, þú tókst mér opnum örmum með góðvild og elsku sem hefur staðið alla tíð síðan. Þú varst sú myndarlegasta húsmóðir sem ég hef kynnst, alltaf ofhlaðin borð af kræsingum, en matur og bakkelsi var þitt fag. Hjalteyrin var þér mikils virði og var yndislegt að þú gast eytt nokkr- um árum í Friðrikshúsi er þið systkinin keyptuð það sem sumar- hús. Þar varst þú á heimavelli og var alltaf sól og hiti í kringum þig þar og sögur frá æskuárunum streymdu frá þér. Sumarbústað byggðum við saman ásamt foreldr- um mínum í Borgarfirði og skírðum Álfabarð. Það voru sérstaklega ánægjulegar samverustundir sem við áttum þar og ekki síst börnum mínum, sem nutu mikillar samveru með þér en þau sakna þín sárt. Þú hafðir mikla ánægju af trjá- rækt og var mikið plantað af alls konar tegundum sem eru orðin myndarleg tré í dag rétt eins og fjölskyldan þín sem þú ræktaðir og elskaðir og saknar þín sárt. En nú er komið að leiðarlokum. Hvíl í friði elsku Kristín mín og takk fyrir allt. Guðbjörg Árnadóttir. Elsku Kristín mín. Nú ertu farin, farin í verkjalaus- an heim til þeirra Jóhannesar og Sigga þíns. Þú varst alveg hreint einstök kona á allan hátt, þolinmóð, róleg og góð að upplagi. Þær voru ófáar ferðirnar sem þið komuð til okkar á Hjalteyri og ég alveg hreint elskaði matseldina þína. Við höfðum dálæti á mörgu því sama og þar á meðal eyrinni fögru, Hjalteyri. Við fjölskyldan komum einnig oft í heimsókn til ykkar á Álfaskeiðið og þá var aldeilis fjör á bænum og gestrisnin engu lík og þið hjónin alveg einstaklega sam- rýnd. Einhvern veginn urðu pönnu- kökur að besta veislumat þegar þú komst þar nærri. Það sama má segja um fólk, þú hafðir einstakt lag á börnum, enda dáðu þau þig öll. Það var þó aldrei látunum fyrir að fara hjá þér heldur, enda hlýddu börn þér oftast umbúðalaust ef þú settir upp ákveðna svipinn með hrukkunni á milli augnanna. Það var erfitt að horfa upp á þig veikjast, en mikið fannst mér gott að geta fengið að kveðja þig. Ég er ekki mikið fyrir að flagga tilfinn- ingum mínum en elsku Krilla mín, mikið elska ég þig og sakna þín. Þegar við hittumst á ný verður gaman að geta glatt þig með brönd- urum og vonandi nýturðu þín á himnum með vinum og fjölskyldu. Þinn tengdasonur, Sigurður Karlsson. Elsku amma mín. Nú ertu farin og sorgin skellur á okkur af miklum krafti. Tómarúmið sem þú skilur eftir er vanfyllt, því þú sýndir öllum svo innilega ástúð og hlýju. Það er ógleymanlegt hvað okkur systkinin hlakkaði til að fara til ykkar afa og eins að fá ykkur í heimsókn til okk- ar á Hjalteyri, sem ávallt var þér svo hjartfólgin. Ég man vel hlýtt faðmlag ykkar sem var ávallt svo innilegt. Og ég minnist þess líka hvað börn löð- uðust að þér, sem er engin furða, því hver kemur betur auga á það sem gott er en barn? Þú hafðir ávallt meiri áhyggjur af heilsu og hag annarra og gleymdir því að þú varst sjálf veikust allra. Hugrekki þitt og barátta við þennan illvíga sjúkdóm mun aldrei úr minni okkar fara. Brosið þitt bjarta og innilegan hlátur þinn mun ég geyma í hjarta mínu að eilífu. Elsku amma mín, ég held nú samt að þú hafir verið hvíldinni feg- in, því ég veit að þín bíða hlýlegar móttökur hjá afa og Sigga, sem þú hafðir saknað svo sárt. Ég elska þig, amma mín, að eilífu og minn- ingin um fallega og góða konu með stórt hjarta mun ylja mér um hjartarætur meðan ég sjálfur dreg andann. Elsku amma mín, ég sakna þín sárt, sæl að sinni, þinn Karl. Elsku amma, frá því að ég man eftir mér var alltaf jafngaman að hitta þig. Alltaf var tekið á móti manni með kossum og faðmlögum og alltaf var kvatt aftur á sama hátt. Það er því með miklum sökn- uði og sorg sem ég og mín litla fjöl- skylda kveðjum þig í dag. Aldrei gleymi ég því þegar við komum til þín í Álfaskeiði í vor. Þann dag kom þinn mikli dugnaður og staðfesta vel í ljós. Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið stökkstu til og bakaðir pönnukökur, börnunum okkar til mikillar ánægju. Mín síðasta minning um þig, elsku amma, er því full af hlýju og ást eins og allar hinar. Ég hef aldrei talað um það en alltaf þegar þú tókst utan um mig, hvort sem það var þegar ég var lítill drengur eða nú hin síðari ár, þá var alltaf eitthvað himneskt við snertinguna. Þú ert því á heimleið núna og þar bíða þín margir sem þú hefur sakn- að. Jóhannes Bjarki Sigurðsson. Elsku hjartans amma mín, mikið er sárt að missa þig. Aldrei á lífsleiðinni mun nokkur kona jafnast á við þig og þitt hjarta- lag. Þú varst einstök mannvera, hjartahlý, góð, hugrökk, dugleg og falleg. Ég man þegar þið systurnar stig- uð dans í Friðrikshúsi og hlóguð og töluðuð um gamla tíma. Þú ljómaðir í gegnum ævina, hafðir einhverja glóð í augum og varst með svo ynd- islega nærveru. Þú hefur átt einstaka ævi sem ekki hefur gengið áfallalaust fyrir sig. Þú hefur mætt öllum áföllum með einstakri hugprýði og jafnaðar- geði og unnið sigur. Í þetta eina sinn gastu ekki barist lengur og fékkst að lokum langþráða hvíld. Mikið held ég að það verði miklir fagnaðarfundir á himnum þegar þið afi hittist á ný, þið voruð svo náin. Nú geta Stebbi og Pétur frændi strítt þér og sagt þér brandara. Siggi getur sagt þér sögur og borð- að með þér rækjusalat og þið Olla getið stigið dansinn á ný, glaðar. Vonandi hefurðu það gott núna amma mín. Þú varst alltaf svo falleg, vel til höfð og ég man alltaf hvað ég leit upp til þín og var stolt af því að þú værir hún amma mín. Brosið þitt, augun, krullurnar og hláturinn eru í huga mínum er ég hugsa um sögurnar sem þú sagðir mér, um það hvað gerist ef börn borða ekki matinn sinn, þegar þú varst lítil og fékkst rauða eplið í jólagjöf, sagan um huldustelpuna í móanum og það þegar afi brann á ilinni. Flestum sögum fylgdi siða- boðskapur um þakklæti, virðingu eða hjálpsemi eða einhverja aðra dyggð sem komst svo vel til skila frá þér og við reyndum að tileinka okkur. Þú varst alla tíð svo stolt af börn- unum þínum og fjölskyldum þeirra og lagðir þig fram um að fylgjast með hverjum einasta. Þú ólst upp yndisleg börn sem ávallt munu búa að því forskoti sem þú, með þinni ást og umhyggju, gafst þeim. Ást ykkar afa var mikil og allir sem litu ykkur augum sáu hamingj- una. Það er sárt fyrir okkur sem eftir sitjum að halda áfram án þín og einhvern vegin er ekkert sem und- irbýr okkur undir svona mikinn missi. Ég mun alltaf elska þig og minn- ast þín. Þín ömmustelpa, Kristín. Kristín Sigurðardóttir. Elsku amma Stína, þakka þér fyrir allt og Guð gefi þér frið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sonja Dögg Sigfúsdóttir. Kristín, kær vinkona mín er látin eftir frekar stutt en erfið veikindi sem hún tókst á við af miklu æðru- leysi. Hún hafði góða nærveru, var hæglát og hlý en sömuleiðis var skopskynið í besta lagi. Hlógum við oft mikið saman, sérstaklega í gönguferðum okkar, þegar við vor- um ekki alveg sammála hvaða leið ætti að fara og önnur þóttist rata betur en hin. Það var gott að koma á fallegt og rausnarlegt heimili hennar, þær stundir gleymast ei. Það er margs að minnast frá þeim liðnu árum en læt hér staðar numið. Ég kveð heiðurskonuna Kristínu vinkonu mína með virðingu og þakklæti fyrir allt og allt. Öllum börnunum hennar og öðr- um aðstandendum sendi ég mína dýpstu samúð vegna fráfalls hennar og bið þeim allrar Guðs blessunar. Jakobína E. Björnsdóttir. KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON fyrrverandi útgerðarmaður frá Árgerði, Árskógssandi, til heimilis á Dalbæ, Dalvík, verður jarðsunginn frá Stærri-Árskógskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Synir, tengdadætur, afa- og langafabörn. Útför elskulegs föður okkar, ÓSKARS SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR, Hjallavegi 21, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 10. ágúst nk. kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Gunnar Óskarsson, Eyjólfur R. Óskarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BERTU BERGSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki dval- arheimilisins Höfða, Akranesi, fyrir góða og hlý- lega umönnun. Kristján Leó Pálsson, Kolbrún Kristjánsdóttir, John Haagensen, Svanhildur Kristjánsdóttir, Ellert Ingvarsson og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FINNBJARGAR ÁSTU HELGADÓTTUR, Karfavogi 50, Reykjavík. Steinunn Jóna Sveinsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÁRUS SIGURÐSSON kaupmaður, Arnarhrauni 19, Hafnarfirði, lést laugardaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Guðlaug Hansdóttir, Oddný Lárusdóttir, Hanna Björk Lárusdóttir, Lúðvík Geirsson, Lárus Lúðvíksson, Brynjar Hans Lúðvíksson, Guðlaugur Lúðvíksson. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.