Morgunblaðið - 09.08.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 29
MINNINGAR
✝ Geir JóhannGeirsson fædd-
ist á Siglufirði 31.
október 1917. Hann
lést á heimili sínu 2.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Geir Hróbjartsson
sjómaður, f. 10. maí
1888, týndist í hafi
1917, og Helga Sig-
urðardóttir, f. 10.
nóvember 1893, d. 8.
desember 1984.
Stjúpfaðir Geirs var
Jón Guðjónsson loft-
skeytamaður, f. 23. desember
1898, d. 1. júlí 1984. Hálfsystkini
Geirs eru Pálína Jónsdóttir, Guð-
jón Jónsson, Kristjana Jónsdóttir
og Jóhanna Edwald.
Eftirlifandi eiginkona Geirs er
Eybjörg Sigurðardóttir, f. 10. apríl
1926. Foreldrar hennar voru Sig-
Guðjón Reyr Þorsteinsson, b) Ey-
björg Geirsdóttir, sambýlismaður
Tómas Haukur Ríkharðsson, son-
ur þeirra er Alexander Aron, c)
Nína Björk Geirsdóttir, sambýlis-
maður Pétur Óskar Sigurðsson, og
d) Geir Jóhann Geirsson. 4) Lovísa
leikskólakennari, f. 21. janúar
1956. Börn hennar eru Ísak Sig-
urðsson og Aldís Gróa Sigurðar-
dóttir. 5) Valgerður skrifstofu-
maður, f. 16. maí 1962, maki
Viktor Arnar Ingólfsson. Dætur
þeirra eru Emilía Björt Gísladóttir
og Margrét Arna Viktorsdóttir.
Geir Jóhann Geirsson ólst upp í
Fljótum og á Hesteyri. Hann lauk
vélstjóraprófi frá Vélskóla Íslands,
var vélstjóri á fiskiskipum til 1942
og eftir það á Dettifossi og var á
skipinu þegar það var skotið í kaf
1944. Hann var síðan vélstjóri á
ýmsum skipum Eimskipafélagsins
til 1982 en fór þá í land 65 ára að
aldri. Árin 1982 til 1986 starfaði
hann á lager hjá Nóa-
Siríus.
Útför Geirs fer fram frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
urður Bjargmundar-
son og Valgerður
Guðmundsdóttir en
fósturforeldrar
Lovísa Bjargmundar-
dóttir og Þorvaldur
Egilsson. Dóttir
Geirs er 1) Nína inn-
anhússarkitekt, f. 1.
maí 1946. Synir
hennar eru a)
Thomas Markersen,
sambýliskona Pia
Brabrand, sonur
þeirra er Viktor. b)
Kristjan Markersen,
sambýliskona Bodil Tholstrup.
Börn Geirs og Eybjargar eru 2)
Þorvaldur tæknimaður hjá Still-
ingu, f. 13. október 1952. Ungur
skjólstæðingur hans er Kochkorn
Min (Sáda). 3) Geir Helgi vélstjóri,
f. 18. desember 1953, maki Helga
Guðjónsdóttir. Börn þeirra eru a)
Geir tengdafaðir minn varð bráð-
kvaddur á heimili sínu 4. ágúst sl.
Það er erfitt að sætta sig við dauð-
ann og aldrei er maður tilbúinn að
taka slíkum tíðindum.
Geir kynntist ég fyrir 25 árum,
þegar við Geir Helgi hófum sam-
búð. Tengdapabbi var mikill og
góður verkmaður og ófá eru hand-
tökin sem hann lagði til við húsið
okkar í Leirutanganum. Hann var
ekki bara handlaginn við húsasmíð-
ar, heldur var Geir líka mikill út-
skurðarmaður. Prjónastokkurinn
og kökudiskurinn sem hann skar
svo listilega út og gaf mér eru með
fallegri hlutum sem ég á.
Í dag leita margar minningar á
hugann. Stundirnar á Hagamelnum
og á Laugarvatni á sumrin eru
okkur óendanlega dýrmætar.
Myndin af tengdaforeldrum mínum
kemur sterkt fram, sitjandi í holinu
með bollana sína. Með þessa mynd
í hugskotinu þakka ég þér tengda-
pabbi fyrir allt.
Elsku Eybí, þér og öllum í fjöl-
skyldunni sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Helga Guðjónsdóttir.
Tengdafaðir minn Geir Jóhann
Geirsson vélstjóri fæddist á Siglu-
firði fyrir tæpum 88 árum síðan.
Dvölin á Siglufirði varð ekki löng
því faðir Geirs fórst á sjó áður en
sonurinn fæddist og unga móðirin,
Helga Sigurðardóttir, réði sig í vist
í Fljótum. Hún giftist síðar Jóni
Guðjónssyni og þau fluttu til Hest-
eyrar þar sem Geir ólst upp með
fjórum yngri hálfsystkinum.
Um miðjan júlí sl. vorum við
hjónin ásamt dætrum okkar í or-
lofshúsi í Skagafirði og þangað
heimsóttu okkur Geir og Eybjörg
kona hans, ásamt Lovísu dóttur
þeirra og Aldísi dótturdóttur. Þetta
var einskonar framlenging á ár-
legri dvöl þeirra hjóna í orlofshúsi
vélstjóra á Laugarvatni þar sem
barnabörnin voru alltaf tíðir gestir.
Við fórum í langan bíltúr í Skaga-
firði, heimsóttum Glaumbæ og
Hóla í Hjaltadal. Svo óskaði Geir
sérstaklega eftir að fá að sjá Vest-
urfarasafnið á Hofsósi. Loks ókum
við á Siglufjörð en aftur var dvölin
ekki löng. Kaffisopi var drukkinn
og síðan snúið við. Það má segja að
þar með hafi hringnum verið lokað
í lífi Geirs. Þessi eftirminnilegi
dagur fékk svo sérstaka merkingu í
hugum okkar allra þegar Geir lést
þriðjudaginn 2. ágúst og við átt-
uðum okkur á því að þetta hefðu
verið síðustu samverustundir okkar
með honum.
Geir tengdafaðir minn var orðinn
nokkuð fullorðinn þegar við Vala
hófum okkar hjúskap. Hann hafði
átt langa og viðburðaríka ævi í far-
mennsku á skipum Eimskipafélags-
ins en var sestur í helgan stein.
Þannig kynntist ég honum og það
var lítið ónæði af þeim félagsskap.
Það var aðeins að ég gat nokkrum
sinnum aðstoðað hann við að
stækka upp frummyndir að grip-
unum sem hann skar svo listilega
út í tré. Þeir prýða nú víða heimilin
í fjölskyldunni. Okkur Geir þótti
heldur ekkert óþægilegt að þegja
saman en það er ekki öllum gefið.
Nú er hornsteinninn í fjölskyld-
unni farinn á aðra vakt og okkar
hinna að taka við hlutverkinu. Við
Vala, Emilía Björt og Margrét
Arna kveðjum góðan föður og afa.
Viktor Arnar Ingólfsson.
Elsku afi. Þá er komið að hinstu
kveðjustund. Við munum alltaf
minnast þín sem afa Geirs eða afa
Ding eins og Geir Jóhann var van-
ur að kalla þig í höfuðið á klukk-
unni ykkar ömmu sem dinglaði svo
hátt og snjallt inni í stofu. Það var
alltaf svo gaman að koma í heim-
sókn til þín á Hagamelinn, sér-
staklega þegar við vorum lítil og
fengum að klifra á þér þar sem þú
sast í stólnum þínum góða og þú
hossaðir okkur til og frá. Við mun-
um aldrei gleyma ferðunum á
Laugarvatn sem sköpuðu svo ótal
skemmtilegar minningar. Þú varst
svo duglegur að vinna í bústaðnum,
alltaf fyrstur á fætur til að flagga
og undirbúa daginn. Í hverri viku
gerðir þú þér ferð í Kolaportið til
þess að kaupa harðfisk handa Geir
Jóhanni, enda hlakkaði hann alltaf
til að koma í heimsókn.
Afi var duglegur maður og
margt til lista lagt. Öll eigum við
fallegar klukkur sem hann bjó til
handa okkur sem munu ávallt
minna okkur á afa Geir og gera
okkur stolt af honum. Við eigum
eftir að sakna þess að koma niður á
Hagamel í heimsókn til ömmu og
sjá ekki afa sitja í stólnum sínum
að leysa útlenskar krossgátur eða
lesa blaðið sitt. Megir þú hvíla í
friði, elsku afi.
Þín barnabörn,
Guðjón Reyr, Eybjörg, Nína
Björk og Geir Jóhann.
Ég sé afa alltaf fyrir mér í há-
sætinu sínu inni í stofu að ráða úr
krossgátum en þar var maður alltaf
velkominn og tekið á móti manni
með hlýju. Á vinnustaðnum hans
inni í litla herbergi þar sem hann
stundaði tréútskurð sinn var alltaf
spennandi að vera, það var alltaf
svo flott hvernig listaverkin urðu
til. Ég man eftir því þegar ég var
lítill að afi átti það til að stríða mér
svolítið og þótti mér það alltaf
mjög gaman og hláturinn kom oft
upp.
Ég man eftir því þegar ég fór
með afa á Laugarvatn og við
kveiktum varðeldinn og fórum í
göngutúra. Ég kveð nú afa minn og
ég mun alltaf muna eftir honum
með stolti og virðingu.
Ísak.
Hann afi var mjög handlaginn og
bjó hann til fyrir mig spegil og
hillu. Þetta er ein af ástæðunum
fyrir því að mér þótti svo vænt um
hann afa. Hann kom alltaf fram
sem herramaður og leit ég alltaf
mikið upp til hans. Hann var alltaf
skemmtilegur við okkur og þótti
mér gaman þegar hann stríddi
okkur stundum.
Ég man eftir pípunum hans inni
í skáp, þær fannst mér alltaf
spennandi. Ég man eftir fjallgöng-
unum á Laugarvatni með afa.
Ég kveð nú afa, hann var afi
minn.
Aldís.
Það var fyrir 50 árum sem vin-
irnir og samstarfsfélagar á Reykja-
fossi, Bjarni og Geir, sóttu um lóð
á Hagamel. Þegar við fengum út-
hlutað númer 30 á Hagamel voru
það gleðifréttir. Þeir félagar tóku
sér frí frá sjómennskunni og
byggðu sjálfir fjögurra íbúða hús af
harðfylgi. Dregið var um hvor
fengi tvær efri hæðirnar eða fyrstu
hæð og kjallara, allt í sátt og sam-
lyndi. Þessi sátt og þetta einlæga
samlyndi átti eftir að endast þeim
vinum til dauðadags og einkenndi
það einnig samskipti á milli allra í
fjölskyldum okkar.
Samskiptin á milli íbúa hæðanna
voru mikil og gengu krakkarnir á
milli hæða, sníktu kex eða annað
góðgæti en af því var alltaf nóg hjá
Eybí og Geir. Það er sérstök gæfa
að búa í sambýli þar sem aldrei
slær í brýnu né styggðaryrði falla.
Geir var vélstjóri hjá Eimskip
allan sinn starfsaldur, þegar hann
lét af störfum nutum við ennfrekar
góðs af dugnaði hans og hjálpsemi.
Garðurinn var alltaf nýsleginn og
fínn, ef eitthvað fór úrskeiðis eða
eitthvað þurfti að lagfæri var alltaf
leitað til hans og alltaf var hann
boðinn og búinn. Geir var margt til
lista lagt og ber útskurður hans
þess merki en eftir hann liggja
margir dýrgripir. Geir var við góða
heilsu og kom fráfall hans okkur á
óvart. Þrátt fyrir háan aldur héld-
um við að við myndum fá að njóta
greiðvikni hans enn lengur.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Geir með þakklæti og virðingu og
sendum Eybí og öllum afkomend-
um þeirra samúðarkveðjur.
Áslaug Stefánsdóttir.
Geir J. Geirsson leit fyrst ljós
þessa heims á Siglufirði og því
fæddur Norðlendingur þótt okkur
skipsfélögum hans hafi lengst af
fundist að hann væri að vestan. All-
ir í vélaliðinu á Ms. Goðafossi vissu
líka að hann hafði lært vélsmíði í
Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðs-
sonar á Þingeyri og að þeir sem
þar höfðu numið voru úrvals fag-
menn. Það sannaðist líka á Geir
Geirssyni. Hann var að allra dómi
sem til þekktu mikill hagleiksmað-
ur og glöggur og góður vélamaður
og vélstjóri.
Geir kom um borð í Ms. Goða-
foss sem þriðji vélstjóri en hækkaði
fljótt í röðinni og varð annar vél-
stjóri nokkrum mánuðum síðar.
Hann var einn þessara rótgrónu
Eimskipafélagsmanna sem helguðu
því fyrirtæki starfskrafta sína um
árabil, allt þar til reglur sögðu til
um að menn skyldu hætta störfum.
Það er gömul saga og ný að hvergi
kynnast menn betur en til sjós. Þar
kemur líka til að þeir sem eiga
skap saman á sjónum halda gjarn-
an félagsskap utan vinnunnar og
skemmta sér saman í landi þegar
svo ber undir.
Geir hafði stundað barnaskóla-
nám á Hesteyri við Ingólfsfjörð.
Síðan tóku við námsárin í Vél-
smiðju Guðmundar J. Sigurðssonar
á Þingeyri og þaðan lá leiðin í Vél-
stjóraskólann í Reykjavík.
Geir tók vélstjórapróf árið 1944
og var vélstjóri á nokkrum skipum
þar til hann réðst til Eimskipa-
félags Íslands þar sem hann starf-
aði á Fossum félagsins til starfs-
loka. Um leið og ég þakka Geir
áralanga tryggð og vinskap, send-
um við María Eybjörgu og börnum
okkar dýpstu samúð.
Sveinn Sæmundsson.
GEIR JÓHANN
GEIRSSON
Þegar minningar-
greinar um Sigur-
björgu birtust í
blaðinu 3. ágúst sl.
urðu þau leiðu mistök að grein um
Sigurbjörgu Þorvarðardóttur fór
óvart með.
Við biðjum alla hlutaðeigandi
velvirðingar á þessum mistökum.
Nú er langri og strangri baráttu
lokið og Sigurbjörg vinkona mín
farin. Hún var einstaklega dugleg
og viljasterk kona sem aldrei
kvartaði þrátt fyrir erfið veikindi.
Alltaf hélt hún áfram og lét engan
bilbug á sér finna.
Við Sigurbjörg byrjuðum báðar
ungar að starfa í Landsbankanum.
Vissum að vísu af hvor annarri
fyrr, en kynntumst þegar við hitt-
umst þar. Fyrir tæpum þremur ár-
um kom hún til starfa í Þjón-
SIGURBJÖRG
ÁMUNDADÓTTIR
✝ SigurbjörgÁmundadóttir
fæddist í Reykjavík
22. mars 1950. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 25. júlí
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 2. ágúst.
ustuver bankans þar
sem ég var fyrir.
Hún var mjög góður
starfsmaður, alltaf
jákvæð og hress.
Þjónustulundin var
einstök enda sannað-
ist það best á því að
viðskiptavinirnir
héldu mikilli tryggð
við hana. Hún var
einstakur samstarfs-
maður og vel liðin af
öllum sem til hennar
þekktu, dugmikil,
ósérhlífin, jákvæð og
alltaf til í glens og gaman.
Mér er svo minnisstætt í fyrsta
sinn sem hún var með okkur á svo
kölluðum vinnudegi sem haldinn er
árlega hjá okkur í þjónustuverinu.
Þá höfðu hún og Stefanía und-
irbúið mikla gleði. Farið var með
rútu í Selvík, mættu þær uppá-
klæddar í síðum kjólum og með
silkiborða eins og fegurðardrottn-
ingar og búnar að semja texta við
lag um Samson-systur. Þetta vakti
mikla kátínu hjá okkur hinum og
verður haft lengi í minnum. Það
fyllir engin í skarðið hennar og við
komum til með að sakna hennar
mikið.
En það var ekki bara starfið
sem leiddi okkur Sigurbjörgu sam-
an, því að árið 1970 eignuðumst
við báðar yndislega drengi sem
eru hálfbræður. Við komum okkur
saman um að við skyldum ávallt
láta þá umgangast og það tengdi
okkur órjúfanlegum böndum. Þeir
urðu heimagangar hjá hvor öðrum
og eru bestu vinir.
Þeir áttu líka mjög góðar stund-
ir saman hjá afa og ömmu í
Breiðagerði. Einnig voru þeir í
sama bekk í Seljaskóla og Mennta-
skólanum í Reykjavík. Nú eru þeir
Ingi Þór og Kjartan orðnir feður,
við ömmur, og barnabörnin okkar
farin að umgangast. Það er ljúft að
eiga góðar minningar, en alltaf
sárt að kveðja um sinn, góða vin-
konu. Mig langar að þakka þér,
Sigurbjörg mín, fyrir yndislega
samfylgd, okkur tókst það ætlun-
arverk okkar að synir okkar
tengdust vináttuböndum.
Okkur þykir leitt að hafa ekki
getað fylgt þér, þar sem við erum
stödd erlendis.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Ég og fjölskylda mín vottum
ykkur Gunnari, Inga Þór, Þor-
steini, Einari og öðrum ástvinum
innilega samúð. Megi minning
hennar ylja ykkur um ókomin ár.
Anna Kjartansdóttir
og fjölskylda.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Sendum
myndalista