Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 36

Morgunblaðið - 09.08.2005, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Þriðjudagstónleikar 9. ágúst kl. 20:30 Jazz Tómas R. Einarsson og hljómsveit hans. Valsar um ástina og eitt timburmannaljóð. KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2005 20.–28. ÁGÚST Hallgrímskirkju í Reykjavík Matteusarpassían eftir Johann Sebastian Bach, BWV 244 Flytjendur: Markus Brutscher tenór, guðspjallamaður Andreas Schmidt bassi, Jesús Noémi Kiss sópran Robin Blaze kontratenór Gunnar Guðbjörnsson tenór Jochen Kupfer bassi Benedikt Ingólfsson bassi, Pílatus o.fl. Mótettukór Hallgrímskirkju Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju Unglingakór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson Miðaverð: 4000 kr. 21. ágúst kl.17.00 22. ágúst kl.19.00 fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær hljómsveitir og sjö einsöngvara.Eitt af höfuðverkum vestrænnar menningar flutt í fyrsta skipti í barokkstíl hér á landi, með einsöngvurum í fremstu röð. Nánari upplýsingar á www. kirkjan.is/kirkjulistahatid og í síma 510 1000 7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 nokkur sæti laus 8. sýn. lau. 13/8 kl. 14 nokkur sæti laus 9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 sæti laus TÓNLIST Skálholtskirkja DJÚPSTRENGJAHÓPURINN LILJA Nýjar tónsmíðar undir stjórn Snorra S. Birgissonar. Laugardagur 6. ágúst. HVORKI meira né minna en átta sellóleikarar komu saman til að frumflytja þrjú íslensk verk á tónleikum í Skálholti á laugardaginn. Öll áttu það sam- eiginlegt að vera byggð á tónefni úr gömlum íslenskum handrit- um. Hið fyrsta nefndist Af djúpri hryggð ákalla ég þig og var eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Hún var í sjálfu sér falleg, ein- föld að sniðum og hefði sómt sér ágætlega sem kvikmyndamúsík. A.m.k. minnti hún mig á tónlist- ina eftir Arvo Pärt í Mother Night eftir sögu Kurts Vonne- gut; framvindan var lítil en meira gert út á stemningu sem smám saman magnaðist upp. Talsvert var um að sellóleikar- arnir líktu eftir flaututónum, en þeir féllu prýðilega að heildar- myndinni. Útkoman var þó held- ur tilbreytingarsnauð og flöt; kannski vantaði bara eitthvert krassandi myndskeið fyrir ofan hljóðfæraleikarana. Tónsmíð Gunnars Andreas Kristinssonar var bitastæðari, en hún hét Herra, þjer skal heið- ur og virðing greiða. Tónskáldið vann oft ágætlega úr hugmynd- um sínum og leikurinn að yfir- tónunum, sem óma yfir grunn- tóni og valda því að tónar mismunandi hljóðfæra og radda eru ólíkir, skapaði skemmtilega annarlegt andrúmsloft. Hins- vegar var tónlistin dálítið ofhlað- in, heildarhljómurinn samsvar- aði sér ekki alltaf vel og var verkið af þeim sökum fremur þreytandi áheyrnar. Sömu sögu er ekki að segja um tónlist Huga Guðmundsson- ar, Hefjist upp af hjarta hljóð. Hún var stutt, en samt ekki snubbótt. Verkið var fullt af skáldskap, einhverri óræðri merkingu sem þó er ekki hægt að skilgreina, og var verulega gaman á að hlýða. Snorri Sigfús Birgisson stjórnaði sellóhópnum og eftir hann sjálfan var falleg tónlist; Lilja, en þar heyrist Liljulagið fræga aftur og aftur í sérlega af- slappaðri útfærslu sem var þrátt fyrir það hugmyndarík og skreytt notalegum blæbrigðum. Hápunktur tónleikanna var samt L’Eternal Retour eftir rúmenska tónskáldið Doina Rotaru. Tónsmíð hennar, sem er hugleiðing um glötun og endur- heimtingu trúarinnar, er meist- aralega samansett. Allskonar stórfenglegar uppákomur voru óvæntar þó þær væru í fyllilega rökréttu samhengi, og toppur- inn, þegar djúpum tón var nán- ast orgað yfir kirkjuna en ein- hvers konar sírenuvæl svaraði, var einstaklega áhrifamikill. Þrátt fyrir þetta skorti nokk- uð upp á að hljóðfæraleikurinn á tónleikunum væri fullnægjandi; á köflum var eilítill viðvanings- bragur á honum, t.d. hefði mátt gæða verk Rotaru fleiri blæ- brigðum. Tónmótunin í sumum íslensku verkunum var líka heldur fálmkennd af og til. Eins og áður sagði var hljómsveitar- stjórn Snorra samt til fyrir- myndar og þó tæknileg atriði hafi ekki ávallt verið eins og best verður á kosið, var túlkunin a.m.k. sannfærandi. Og það er auðvitað aðalatriðið. Jónas Sen Annarlegt andrúms- loft FIMMTÁNDU Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir nú um helgina, 12.–14. ágúst. Í ár er tónlistin úr ýmsum áttum; slavnesk og íslensk þjóðlagatónlist, klassík, tangó og djass. „Efnisskráin er dálítið ögrandi í ár þar sem við leiðum saman ólíka strauma tónlistarinnar,“ segir Edda Erlendsdóttir, sem hefur verið list- rænn stjórnandi tónleikanna frá upphafi. „Það er spennandi að gera eitthvað djarft á fimmtánda ári tón- leikanna.“ Flytjendur í ár koma úr ýmsum áttum og eru; Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Edda Er- lendsdóttir píanóleikari, Egill Ólafs- son barítónsöngvari, Olivier Man- oury bandóneonleikari og Gítar Islancio sem skipuð er Birni Thor- oddsen og Gunnari Þórðarsyni gít- arleikurum og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Þessa vikuna mun hópurinn æfa saman á Kirkju- bæjarklaustri en hingað til hefur hver og einn æft sitt hlutverk. „Það myndast góð tengsl á milli flytjenda á þessari viku. Við vinnum þétt á stuttum tíma og allir þurfa að vera í góðum gír,“ útskýrir Edda. „Þetta er eins og að hlaupa upp á hátt fjall á stuttum tíma.“ Á föstudagstónleikunum, sem nefnast Seiðandi slavneskt og rammíslenskt, verða flutt verk eftir Leos Janacek og Zoltan Kodaly ásamt íslenskum þjóðlögum sem all- ir þekkja líkt og Guð gaf mér eyra, Krummi krunkar úti og Blá- stjarnan. Ungt fólk með nýjar hugmyndir Laugardagstónleikarnir hafa yf- irskriftina Tangó og sving á tánum og þar verða meðal annars flutt verk eftir Astor Piazzolla, Horacio Salgan, Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Duke Ellington. Rómantík og rúsínur er titill sunnudagstónleikanna og segir Edda efnisskrána innihalda mörg af fallegustu lögum tónlistarsögunnar. Flutt verður tónlist og ljóð eftir Schuman, Olivier Manoury, Joseph Kosma og fleiri. Kammertónleikarnir í ár eru þeir síðustu sem Edda mun skipuleggja og segist hún vera búin með sinn kvóta. „Þetta hafa verið skemmtileg fimmtán ár og mikil gæfa verið yfir þessu verkefni,“ segir hún, „en það má segja að fimmtán sumarfrí hafi farið í það.“ Hún vonast til að ungt fólk með nýjar hugmyndir taki við stjórninni, búið er að ákveða hverjir það verða og fljótlega mun það verða tilkynnt. Eiginmaður Eddu, Olivier Man- oury, hefur starfað með henni að tónleikunum frá upphafi og í raun verið rótari hátíðarinnar. Í ár ætlar Edda þó að finna annan í hans stað svo Manoury geti eingöngu einbeitt sér að tónlistarflutningnum. Ýmisleg önnur verkefni eru fram- undan hjá Eddu, þar á meðal upp- tökuvinna og tónleikahald. Hún segir skipulagningu kammer- tónleikanna hafa verið mjög ánægjulega en allt taki enda um síðir. Skemmtilegast árið 2000 Ævintýrið byrjaði árið 1990 þeg- ar konsertflygill, sem safnað hafði verið fyrir í tvö ár, var vígður í fé- lagsheimili Kirkjubæjarklausturs. Ári síðar voru fyrstu kamm- ertónleikarnir haldnir og nú, fimm- tán árum seinna, eru þeir vinsælli en nokkru sinni fyrr og eiga marga fastagesti. „Það er mjög gaman að fylgjast með fólkinu sem sækir tónleikana. Sumir koma ár eftir ár og leggja jafnvel fram óskalagalista,“ lýsir Edda. Hún segir öll árin hafi verið skemmtileg og mikið af frábærum tónlistarmönnum komið fram. Tón- leikarnir árið 2000 standa þó upp úr í huga Eddu. „Það ár voru allir flytjendur inn- an við þrítugt og ég pantaði verk eftir Mist Þorkelsdóttur við texta Sigurbjörns Einarssonar. Það var afskaplega gaman.“ Kammertónleikarnir á Kirkju- bæjarklaustri voru, að sögn Eddu, þeir fyrstu sinnar tegundar á Ís- landi árið 1991. „Það voru haldnir sumartónleikar í Skálholti og fyrir norðan en þeir voru öðruvísi uppbyggðir. Í kjölfar- ið hafa margir fetað í fótspor okkar og haldið tónleika víða um landið.“ Edda telur menningarhátíðir ým- iskonar á landsbyggðinni mjög mik- ilvægar og ekki einungis atvinnu- skapandi fyrir tónlistarfólk heldur einnig skemmtilegar fyrir ferða- menn og heimamenn. Rómantík og rúsínur Tónlist | Fimmtánda tónlistarhátíðin á Kirkjubæjarklaustri Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytjendur á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri, sem haldnir verða 12.–14. ágúst. Á myndina vantar Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara. MYNDLIST Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 TEIKNINGAR OG GRAFÍK, TUULI TUIKKA Til 22. ágúst. Sýningarsalurinn er opinn fimmtudaga til sunnudag kl. 14–18. NÚ sýnir ung, finnsk listakona verk sín í sal Íslenskrar grafíkur. Tuuli Tuikka er grafíkmenntuð og sýnir bæði teikningar og minni og stærri grafíkverk. Hið aug- ljósa þema sýningarinnar er sam- band karls og konu, andlegt og líkamlegt. Tuikka heldur sig fast við þetta þema og tekst þannig að gefa sýningu sinni heildarsvip sem hún nýtur góðs af, áhorfand- inn á greiðari aðgang að verkum hennar fyrir vikið þar sem þau verða eins og mismunandi til- brigði við leiðandi stef. Teikn- ingin sem slík er listakonunni mikilvæg og hún leitast við að draga upp lifandi og liprar en þó kraftmiklar myndir bæði af mannslíkamanum og andlits- dráttum, þannig minna sum verk hennar á skissubækur gamalla meistara, þó að auðvitað komist enginn með tærnar þar sem menn eins og Leonardo höfðu hælana. Viðleitnin er samt virðingarverð og heillandi í dag þegar svo fáir myndlistarmenn leggja á slík mið, mitt í öllum hafsjónum af ljós- myndum, myndböndum og allra handa innsetningum getur einföld teikning orðið fersk og spenn- andi. Ég myndi þó tæpast nota þau orð um sýningu Tuuli Tuikki, frekar kalla hana einlæga og ef til vill helst til varkára, sér- staklega eru smærri myndirnar á mörkum þess að vera spennandi, þær eru full hættulausar. Við- fangsefnið er sígilt en það verður að teljast vel af sér vikið að Tuikki tekst að halda athygli áhorfandans með ólíkum til- brigðum við viðfangsefnið. Mað- ur, kona og hús koma fyrir á flestum myndanna, þetta sam- band tveggja einstaklinga sem er grundvöllur í lífi flestra í sam- félaginu í dag, hvort sem um karl og konu er endilega að ræða. Tuikka sýnir skemmtilega marga fleti á slíku sambandi, bæði með einföldum teikningum eins og myndröðinni sem sýnir svefnstell- ingar en þá myndröð gæti ég líka ímyndað mér í viðameiri útfærslu. Hér er það einföld teikning sem ber verkin uppi, brothættar línur sem ekki endilega fylgja réttum hlutföllum líkamans, áhætta og innileiki fara saman. Flóknari myndverk eins og Relationship og Bridgebuilders búa einnig yfir nokkrum krafti og lipurri teikn- ingu sem bjargar þeim frá því að vera ofunnin. Einhvers konar frá- sögn virðist henta Tuikka vel eins og myndraðir eru til vitnis um, augljóslega skiptir sagan að baki myndunum ekki minna máli en yfirborð þeirra. Þessi áhersla á frásögnina verður líka til þess að myndirnar verða annað og meira en æfingar í grafíktækni og teikningu, hugsun og metnaður býr hér greinilega að baki. Sýn- ingin í heild nær að vekja upp margvíslegar hugsanir um grund- völl lífs okkar í dag, hún snertir á flötum samtímans og kemur inn á sammannlega þætti sem öllum eru auðskildir. Íslensk grafík hef- ur verið nokkuð iðin við að hleypa erlendum gestum að í sýningarsal sínum og það er gaman að sjá unga listamenn sinna þessari list- grein af ástríðu, Tuuli Tuikka er greinilega vaxandi listakona sem án efa á eftir að verða áræðnari í útfærslu verka sinna í framtíð- inni. Ragna Sigurðardóttir Hornsteinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.