Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segist ekki geta tekið undir hugmyndir nokkurra Vestfirðinga um að afnema byggðakvótann og auka þess í stað línuívilnunina. Ekki séu liðin tvö ár frá því að nú- gildandi lögum um byggðakvóta var breytt og enn sé lögbundinn að- lögunartími ekki liðinn. Tölur sýni ennfremur að sjávarbyggðir kæmu misjafnlega út úr afnámi byggðakvóta. „Ég held að við eigum að hætta þessu hringli og reyna einu sinni að halda okkar stefnu og reyna á það sem við erum búin að gera. Ágæt- lega hefur gengið að úthluta þessum byggðakvóta og tiltölulega litlar deil- ur verið um skiptingu hans,“ segir Árni. Sjávarútvegsráðherra segir að þegar fram komi svona tillögur, eins og Guðmundur Halldórsson á Bol- ungarvík og fleiri Vestfirðingar hafa sett fram og greint var frá í blaðinu í gær, verði menn „að sjá aðeins út fyrir sinn hafnarkjaft“. Ef byggða- kvótinn verði afnuminn muni kvóti vegna línuívilnunar dreifast með allt öðrum hætti. Mismunandi áhrif Máli sínu til stuðnings nefnir Árni að í línuívilnun hafi „ekki einum titti“ verið landað á Bíldudal. Nú sé Bíldu- dalur með 3,5% byggðakvótans. Raufarhöfn hafi fengið 2,37% byggðakvótans, samanborið við 0,2% línuívilnunar yfir veiðitímabilið 2004–2005. Hins vegar hafi Bolung- arvík, heimabær Guðmundar Hall- dórssonar í Eldingu, fengið 2,45% af byggðakvótanum en þar hafi 10,6% af línuívilnuninni verið landað. Í því ljósi sé krafa Bolvíkinga ekki óeðli- leg, enda Guðmundur mikill baráttu- maður fyrir sitt fólk og allt gott um það að segja. „En ég er mjög hræddur um að þessari tillögu verði víða tekið mjög illa. Ekki þarf að fara lengra en til Súðavíkur,“ segir Árni og bendir á að þangað fari 5,24% af byggðakvót- anum á meðan 0,1% af línuívilnun hafi verið landað þar. „Ég er ekki að segja að hlutirnir eigi að vera óbreytanlegir til eilífðar en ef við færum að breyta þessu núna er verið að hringla með hlutina.“ Ráðherra telur ekki rétt að afnema byggðakvótann „Menn verða að sjá út fyrir sinn hafnarkjaft“ Árni M. Mathiesen „ÉG get kannski ekki talað fyrir munn allra sjómanna og útgerðarmanna á Suðurfjörðunum, en við erum flestir á móti breytingum á því fyrirkomu- lagi sem nú er við úthlutun á aflaheimildum. Við viljum ekki hrófla við byggðakvótanum og sjáum ekki ástæðu til að auka línuívilnun til dagróðr- arbáta, sem láta beita í landi. Við höfum ekki heyrt á þessar hugmyndir minnzt fyrr en við lásum um þetta í Morgunblaðinu,“ segir Guðjón Indriða- son, fiskverkandi og útgerðarmaður á Tálknafirði. Þótt byggðakvótinn sé ekki mikill, skipti hann töluverðu máli og hafi mildað sárustu kvalirnar. Menn á Suðurfjörðunum séu undrandi á þessum hugmyndum. Við styðjum byggðakvótaEftir Björn Jóhann Björnssonbjb@mbl.is BORGARRÁÐ samþykkti í gær einróma að falla frá hækkun leikskólagjalda hjá fjölskyldum þar sem annað foreldrið er í námi, en tillaga Al- freðs Þorsteinssonar þar að lútandi var lögð fram á síðasta fundi ráðsins, en afgreiðslu henn- ar frestað. Fulltrúar Reykjavíkurlista beindu því til menntaráðs að hraða útfærslu áforma um gjaldfrjálsan leikskóla eftir föngum. Hækkanirnar áttu að koma til framkvæmda 1. september nk., en í tillögunni sem samþykkt var á fundi borgarráðs kemur fram að með yfirlýs- ingu Reykjavíkurlistans um gjaldfrjálsan leik- skóla í áföngum hafi forsendur þess að hækka leikskólagjöld hjá fjölskyldum þar sem annað foreldrið er í námi breyst. Í bókun meirihluta Reykjavíkurlista vegna málsins kemur fram að málefnasamningur flokkanna segi að stefnt sé að því að draga úr gjaldtöku á leikskólum. „Fyrsta skrefið í átt til gjaldfrjáls leikskóla var stigið haustið 2004, en næstu skref bíða nánari útfærslu menntaráðs í kjölfar samþykktar borgarráðs sl. vor. Með því að borgarráð fellur frá einföldun gjaldskrár- innar nú er minnt á að menntaráð hefur það verkefni „að útfæra ítarlega áform um gjald- frjálsan leikskóla í Reykjavík“ skv. samþykkt borgarráðs 14. apríl sl. og verði því verki hraðað eftir föngum.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sögðu í bók- un sinni að þeir fögnuðu því að tillögu þeirra frá 14. apríl sl., um að fallið verði frá hækkununum, sé nú borin upp aftur og samþykkt. „Tillögu sjálfstæðismanna var á sínum tíma vísað til menntaráðs en umræðu og afgreiðslu frestað, enda ljóst að R-listinn hafði engan áhuga á að veita henni brautargengi. Sú breytta afstaða sem fram kemur í tillögu fulltrúa Fram- sóknarflokksins er til bóta fyrir stóran hóp for- eldra í samræmi við áður lýsta afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og því er tillagan samþykkt án þess að afstaða sé tekin til greinargerðar henn- ar,“ segir ennfremur í bókuninni. Áheyrnar- fulltrúi F-lista fagnaði tillögunni, enda stefna Frjálslyndra að lækka eða fella niður þjónustu- gjöld hjá barnafjölskyldum. Borgarráð hættir við hækkun leikskólagjalda þar sem annað foreldri er í námi Útfærslu áforma um gjald- frjálsan leikskóla hraðað FRAMKVÆMDIR standa nú yfir í Akralandi í Garðabæ og hafa gert undanfarna tvo mánuði. Egill Jónsson, byggingarfulltrúi Garðabæjar, segir að í byggingu sé nýtt hverfi, sem nefnt verður Akra- hverfi. Reist verði fjölbýlis-, rað- og einbýlishús á svæðinu og segir Egill að í byggingu sé alls á fjórða hundr- að íbúða. Kambur hf. sér um fram- kvæmdir og er búist við því að þær taki um tvö til þrjú ár. Í sumar er unnið að byggingu fjölbýlishúsanna og vegagerð fyrir einbýlis- og rað- húsin en bygging þeirra hefst síðar, að sögn Egils. Morgunblaðið/RAX Akrahverfi í Garðabæ í byggingu BOGI Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, tóku þá ákvörðun í gær að Sigmundur Sigurgeirsson, dagskrárgerðar- og fréttamaður hjá svæðisútvarpi RÚV á Suðurlandi, hætti í fréttaflutningi fyrir Ríkisútvarpið. Ákvörðun Boga og Óðins kemur í kjölfar þess að fyrr í mánuðinum skrifaði Sigmundur pistil á bloggsíðu þar sem hann fjallaði um Bónusfeðga og yfirmenn KB banka með heldur óvægnum hætti. Pistillinn hafði staðið á síðunni í nokkra daga en var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að Sigmundur hafi tekið pistilinn af heimasíðu sinni í kjölfar samtals við blaðamann DV og nýr pistill sé kominn í staðinn. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni segir hann að það sé mat hans og Óð- ins Jónssonar að „með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreind- arleysi að við treystum honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Rík- isútvarpinu“. Bogi vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið. Morgunblaðið náði ekki tali af Sigmundi í gær. Sigmundur hættir í fréttum fyrir RÚV en með þessu er honum þó ekki sagt upp störfum hjá stofnuninni. Ekki liggur ljóst fyrir hver afdrif Sig- mundar innan Ríkisútvarpsins verða að öðru leyti en því að hann hættir í fréttum. Málið er að öðru leyti til skoðunar hjá lögfræðingi RUV. Látinn hætta í fréttum vegna skrifa á bloggsíðu ÖKUMAÐUR var sviptur ökuleyfi er hann var tekinn á 79 km hraða við Hamrahlíð í gær. Lögreglan segist ekki munu líða annan eins akstur á þessum slóðum enda sé 30 km há- markshraði í götunni. Blindraheim- ilið og skólastofnanir séu við götuna og því þurfi að aka með gætni. Þá stöðvaði lögreglan ökumann á 71 km við götu þar sem einnig er 30 km hámarkshraði og má hann búast við ökuleyfissviptingu. Missti ökuprófið í Hamrahlíð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.