Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 6

Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 91 02 08 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil FRESHMINT 105 STK. 2 MG FRESHMINT 105 STK. 4 MG Nicorette Ágústtilboð 10% afsláttur FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklings- bundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. og hvort sveitarstjórn þætti forsvaranlegt að afhenda land Grafar á fáeinar krónur fermetr- ann. „Hvað er mikið og hvað lítið er eitthvað sem hver og einn hefur sína skoðun á,“ svaraði Sig- urjón gagnrýni á starfsemina að Eiðum. „Við erum búnir að verja miklum peningum í Eiða og það var skýrt að við ætluðum ekki að fara í mikla starfsemi í byrjun, það var ekki okkar markmið. Við vinnum með staðinn sem til- raunastöð í ákveðinn tíma. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt á hverju ári og verið góð, teygt sig inn á fleiri brautir en lagt var upp með og mikið verið unnið með staðarfólki og Eiðar | Hörð gagnrýni kom fram á fundi sem haldinn var í fyrrakvöld um málefni Eiða á Fljótsdalshéraði af hálfu heimafólks á eig- endur Eiða, þá Sigurjón Sighvatsson og Sig- urð Gísla Pálmason, um vanefndir á uppbygg- ingarstarfi á Eiðum. Þeir keyptu af Austur- Héraði eignir Alþýðuskólans að Eiðum og jarðirnar Eiða og Gröf 31. júlí 2001, í þeim til- gangi að setja á fót að Eiðum alþjóðlega mennta- og menningarmiðstöð. Í samningi um sölu Eiða segir m.a. að 1. september 2005 skuli meta skv. greinilegum upplýsingum frá kaupendum hvort við ákvæði samningins hefur verið staðið, ella megi rifta honum 1. nóvember 2005. Þurfa kaupendur m.a. að uppfylla skilyrði um að hafa starfsemi á Eiðum eins stóran hluta ársins og kostur er, að hafa endurnýjað húsakost eða byggt upp á Eiðum og að hafa varið a.m.k. fimmtíu millj- ónum króna af eigin fé til uppbyggingar Eiða- staðar. Þreifa fyrir sér um starfsemi Uppfylli kaupandi skilyrði á viðmiðunardeg- inum 1. september, öðlast hann fram til 1. nóv- ember nk. kauprétt á öllu landi nálægrar jarð- ar, Grafar, um 650 ha að stærð, fyrir 10 milljónir króna. Þá öðlast kaupandi 1. sept- ember 2008, að uppfylltum skilyrðum og 75 milljónum króna til uppbyggingar Eiða, kaup- rétt á öðrum 70 ha lands fyrir 3 milljónir króna. Um 60 manns mættu á fundinn, sem haldinn var að tilhlutan Búnaðarfélags Eiðaþinghár og var hiti í sumum fundarmanna. Sveitarstjórn var sökuð um að hafa nánast gefið þeim Sig- urjóni og Sigurði Pálma staðinn og jarðnæðið með, en fyrir voru greiddar 33 milljónir króna. Fyrir þetta lága verð hafi verið ætlast til að kaupendur tryggðu myndarlega ásýnd Eiða- staðar og starfsemi þar. Starfsemi og upp- bygging fælist hins vegar einkum í loftköstul- um og spilaborgum, fremur óáþreifanlegum listviðburðum og stuttum námskeiðum sem ekki væru neitt neitt. Spurt var því svo mikil áhersla hefði verið lögð á að eignast mikið land með Eiðastað, hvað eigendur hygðust þar fyrir sveitarfélögunum. Uppbygging er mjög af- stætt hugtak í hugum fólks. Er uppbygging fleiri byggingar? Hér þurfti ekki að byggja fleiri hús heldur fá inn starfsemi í þau sem fyr- ir eru. Við ætlum þó að byggja hús með 25 íbúðum til að svara kalli samtímans um nú- tímalegri aðstöðu, samhliða því að fara í lag- færingar á eldri byggingum, m.a. á sundlaug. Við erum búnir að eyða þessum 50 milljónum og miklu meiri fjármunum en það í verkefnið og þó er ekki starfsemi allt árið. Við höfum staðið við samninginn og meira en það. Við ætlum ekki að byrja á því að byggja hús né ráða fullt af fólki til starfa án þess að vita hver starfsemin verður. Við höfum módel af henni og erum að þreifa fyrir okkur hvað gengur og gengur ekki.“ Hvað verðið fyrir Eiða varðar segir Sig- urjón að samkvæmt hans upplýsingum hafi hann og Sigurður Gísli átt hæsta tilboð í stað- inn, hvað sem sögusögnum um annað líði. Ekki hafi því verið um gjöf að ræða. Hvað land- svæðið umhverfis Eiða varði hafi Eiðastóll ákveðnar hugmyndir um nýtingu þess lands og Grafar og tengist þær uppbyggingu Eiða sem menningarseturs. Áhugi sé fyrir meiri starf- semi sem dreifist á víðara svæði. Ekki voru allir neikvæðir gagnvart starf- semi Eiða. Þannig óskuðu fundargestir eftir að starfsemi Eiða hefði sterkari tengingu út í daglegt líf á svæðinu og bent var á að þegar Eiðamál væru rædd yrði að hafa í huga að þeg- ar Eiðar voru seldir hefði verið búið að velta upp mörgum hugmyndum, engar töfralausnir fundist og ekki samstaða um neina stefnu um framtíð staðarins. Eigendur Eiða á Fljótsdalshéraði voru gagnrýndir fyrir ónóga starfsemi og uppbyggingu Fjölmennur hitafundur um Eiðastað Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skiptar skoðanir um Eiða. Sigurjón Sighvatsson ræðir málin við fundarmenn. Við hlið hans má sjá Vilhjálm Einarsson, fyrrverandi rektor, sem nam við Alþýðuskólann á Eiðum. „MÉR finnst þetta hræðilega leið- inlegt. Þarna eyddi ég fjölda ára og úthellti miklu hjartablóði, svita og tárum yfir þessum skóla,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir um þau tíð- indi að Listdansskóli Íslands sé nú að hefja síðasta starfsár sitt í núver- andi mynd. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var Ingibjörg skólastjóri skólans í tuttugu ár. „Þessi listgrein þarfnast svo mik- ils tíma,“ segir Ingibjörg aðspurð um hvort hún telji framhalds- skólana í stakk búna til að sinna menntun ballettdansara svo vel fari. „Nemendur sem eru í þessu af fúl- ustu alvöru þurfa mikla þjálfun og úrvalsnemendur þurfa að æfa sam- an til að það skapist samkeppni og þeir geti hvatt hver annan. Það þarf kennara með talsverða reynslu og þekkingu og hver nemandi þarf mikinn tíma. Atvinnudansarar í dag þurfa líka að læra mörg fög. Þetta er mjög umfangsmikið og það verð- ur að horfast í augu við að þetta er dýrt nám.“ Skýra þarf línurnar mun betur Ingibjörg segir að grunnskóla- deild sé líka mjög áríðandi þar sem dansarar þurfi almennt að byrja ungir að læra. „Þessi kennsla verður að fara fram í almennilegum danssölum með öllu tilheyrandi; góðu gólfi, speglum og svo framvegis,“ segir Ingibjörg. „Það hvort framhalds- skólarnir valdi þessu verður bara að koma í ljós. Það fer eftir því hvernig að þessu verður staðið.“ Ingibjörg bendir á að úr List- dansskólanum hafi ballettkennarar landsins komið og allir íslenskir at- vinnudansarar fyrir utan nokkra á síðustu árum sem hafi sérhæft sig í nútímadansi. „Ég geri mér því miður enga grein fyrir hvernig þessu verður háttað,“ segir Ingibjörg að lokum. „Eins og er finnst mér þetta mjög sorglegt og það þarf að skýra lín- urnar miklu betur varðandi hvernig þessu námi verður fyrir komið.“ Áform um endalok Listdansskólans í núverandi mynd Syrgir endalok skólans „Nemendur sem eru í þessu af fúlustu alvöru þurfa mikla þjálfun og úrvals- nemendur þurfa að æfa saman til að það skapist samkeppni.“ Á myndinni má sjá nemendur Listdansskóla Íslands á árlegri nemendasýningu. FYRIRHUGAÐ er að reisa 400 íbúða byggð í landi Leirvogstungu í Mosfellsbæ og er stefnt að því að skipulagsmál verði komin á hreint í lok ársins. Fulltrúar fyrirtækisins Leirvogstungu ehf. og Mosfellsbæj- ar skrifuðu undir viljayfirlýsingu um verkefnið í gær. Gert er ráð fyrir að Leirvogstunga taki að sér allan undirbúning, þ.e. hönnun og skipulag, og síðan gatna- gerð, lagnir og byggingu skóla og leikskóla á svæðinu bænum að kostnaðarlausu. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þessa uppbyggingu verði um tveir milljarðar króna. Land Leirvogstungu er nálægt miðju Mosfellsbæjar og liggur vest- ur frá Vesturlandsveginum, milli Köldukvíslar og Leirvogsár. Hallar því til sjávar og er víðsýnt þaðan yfir Leirvoginn, til Esjunnar og Reykja- víkur. Eingöngu sérbýli Eigendur Leirvogstungu ehf. eru hjónin Katrín Sif Ragnarsdóttir og Bjarni Sv. Guðmundsson. Keyptu þau landið af fjölskyldu Bjarna fyrir tveimur árum en þar hafa forfeður hans stundað búskap mann fram af manni í sex ættliði. Rúmur áratugur er síðan búrekstur þar lagðist af og segir Bjarni í samtali við Morgun- blaðið að draumur sinn hafi verið að bjóða bænum að undirbúa og skipu- leggja nýtt hverfi og selja lóðir undir sérbýlishús. Hugmynd Bjarna er að við skipulag á svæðinu verði lögð áhersla á góða og vandaða hönnun, lífsgæði og nálægð við náttúruna og að tekið verði mið af þörfum fjöl- skyldufólks með göngustígum og úti- vistarsvæðum. Byggðin í Leirvogs- tungu verður nálægt íþróttamið- stöðinni að Varmá og stutt er að fara fyrir þá íbúa sem vilja sækja í hesta- mennsku eða njóta útivistarsvæða bæjarins. Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guð- jónsson og félagar ehf. hafa sett fram hugmyndir að deiliskipulagi hverfisins og sagði Haraldur Sverr- isson, formaður bæjarráðs Mosfells- bæjar, við undirritun viljayfirlýsing- arinnar að næsta skref væri að vinna að formlegum frágangi skipulags. Sækja þarf um breytingu á skipu- lagi á svæðaskipulagi höfuðborgar- svæðisins, breyta aðalskipulagi Mos- fellsbæjar og síðan vinna deili- skipulag sem byggt yrði á hugmynd- um Bjarna og arkitekta hans. Haraldur telur að þessari undirbún- ingsvinnu gæti lokið fyrir lok ársins og í framhaldi af því væri unnt að hefja framkvæmdir. Hverfi fyrir 400 íbúðir á fjórum árum Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.