Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 11

Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 11 FRÉTTIR „VIÐ VÆRUM ánægðar ef við værum raunveru- lega með þau laun sem nefnd voru í skrifum blaðsins,“ segja Helga Friðriksdóttir og Anna Auðbergsdóttir og vísa þar til þeirra launatalna sem hafðar voru eftir Sigurlaugu Gröndal, þjón- ustufulltrúa hjá Eflingu stéttarfélagi í umfjöllun um manneklu á hjúkrunarheimilum borgarinnar í blaðinu í gær. Helga og Anna starfa báðar við umönnun á Hrafnistu og segja raunveruleikann allt annan en birst hafi í fyrrnefndum tölum frá Eflingu. 147 þúsund kr. heildarlaun á mánuði með vaktaálagi „Við þekkjum hreinlega ekki þessar tölur,“ sagði Anna og bætti við að sér þyki miður að þetta séu þær upplýsingar sem almenningur fái og telji þá mögulega í ljósi þessa að launakjörin séu skárri en þau í reynd eru. Sögðust þær í sam- tali við blaðamann vilja upplýsa hver raunveru- leikinn væri til þess að fólk skildi hvaða launatöl- ur verið væri að tala um. Máli sínu til stuðnings sýndu þær blaðamanni þrjá launaseðla júnímán- aðar þriggja kvenna sem vinna við umönnun á sjúkradeild á Hrafnistu. Þar sést að rúmlega tví- tug starfskona sem er með tæplega 5 ára starfs- reynslu og lokið hefur öllum starfstengdum nám- skeiðum sem Efling býður upp á er með 111.388 kr. í grunnlaun samkvæmt dagtaxta fyrir fullt starf. Með vaktaálagi, þar sem hún vinnur aðra hverja helgi, er hún samtals með 147.409 kr. á mánuði og fær útborgað 104.760 kr. Starfskona sem er eldri en 45 ára og með rúmlega 27 ára starfsreynslu og hefur lokið öllum starfstengdum námskeiðum er með 131.210 kr. í grunnlaun sam- kvæmt dagtaxta. Með vaktaálagi er hún samtals með 156.023 kr. á mánuði og fær útborgað 108.045 kr. Samstarfskona þeirra sem er með tæplega 8 ára starfsreynslu og hefur lokið tveggja ára fram- haldsnámi sem félagsliði er með 135.175 kr. í grunnlaun samkvæmt dagtaxta. Með vaktaálagi er hún samtals með 155.826 kr. og fær útborgað 106.548 kr. Grunnlaunin skammarlega lág Að mati Helgu og Önnu má öllum vera ljóst að grunnlaunin eru skammarlega lág og ekki enda- laust hægt að vísa til þess að fólk geti tekið auka- vaktir til að hífa upp launin. „Við getum ekki „VIÐ VONUM að þetta sé nú bara tímabundið ástand sem rekja má til þeirrar miklu þenslu sem ríkir í samfélaginu nú,“ segir Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þegar leitað var viðbragða hjá hon- um vegna frétta um mikla manneklu á hjúkrunarheim- ilum borgarinnar. Spurður hvort núverandi ástand geti hugsanlega haft einhver áhrif á áætlanir ráðu- neytisins um byggingu nýrra hjúkrunarheimila segist Jón ekki sjá að núverandi ástand þurfi að setja strik í reikning- inn og minnir á að nokkuð sé í byggingu þeirra nýju heimila sem fyrirhuguð eru á næstu árum, þ.e. byggingu hjúkrunarheimilis í Sogamýri og vesturbæ. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að erfitt verði að manna stöður á þeim heim- ilum segir Jón það einfaldlega verkefni sem tak- ast þurfi á við þegar þar að komi. „Ég held að það sé engin ástæða til að örvænta yfir þessu núna,“ segir Jón. Aðspurður hvort grípa þurfi til aðgerða til að ná þeim biðlistum niður sem hlaðist hafa upp á undanförnum vikum, m.a. vegna þess að nokkur hjúkrunarheimili borgarinnar hafa stöðvað allar innlagnir vegna manneklu, svarar Jón: „Við er- um náttúrlega með biðlista, sérstaklega á höf- uðborgarsvæðinu, og þeir mega illa við því að lengjast. En ég ítreka það að ég vona að menn ráði fram úr þessum vanda þannig að það þurfi ekki að vera nema tímabundið ástand. Það er erfitt að grípa til aðgerða nema fá fólk í vinnu.“ Í umræðunni að undanförnu hefur margsinnis ver- ið bent á að lágum launum í umönnunarstörfum er fyrst og fremst um að kenna varðandi það hversu erfiðlega gengur að manna stöður. Að- spurður segir Jón þetta vandamál almennt, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, ekki síst þegar mikil spenna sé á vinnumarkaði og víða yfirborganir. „En ég sé ekki að það verði tekið á þessu nema í kjarasamningum. Það er ljóst að daggjöld þess- ara stofnana hafa tekið mið af kjarasamningum og erfitt að sjá að þau geti tekið mið af öðru.“ „Engin ástæða til að örvænta“ Jón Kristjánsson „Þekkjum hreinlega ekki þessar launatölur“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is endalaust tekið að okkur aukavaktir, því þá eigum við aldrei frí. Okkur finnst einnig að það eigi að vera hægt að sjá fyrir sér með þeim launum sem fást fyrir fulla vinnu á einum vinnustað,“ segir Anna og segir margar samstarfskonur þeirra Helgu taka allar aukavaktir sem bjóðast og marg- ar sjái sig tilneydda til að vinna aðra vinnu með til þess eins að ná endum saman. Sjálfar segjast þær neyðast til að lifa mjög spart til þess að reka heimili sín með aðeins rúmlega 100 þúsund krón- ur útborgað um hver mánaðamót og geti t.d. ekki leyft sér að reka bíl á núverandi launum. „Það er ekki góð tilfinning að vinna baki brotnu og vita að maður getur varla séð fyrir sér og sín- um.“ Aðspurðar segja þær margar samstarfskon- ur þeirra að undanförnu hafa horfið til annarra starfa þar sem hærri laun séu í boði. Sökum þessa sé mikil mannekla á Hrafnistu og það fasta starfs- fólk sem eftir sé neyðist til að taka aukavaktir til þess að redda málum. Segjast þær finna fyrir mikilli pressu um að taka að sér aukavaktir og höfðað sé til samvisku þeirra. „Í næstu viku lítur t.d. allt út fyrir að það verði ekkert starfsfólk til þess að manna vaktirnar og þá neyðist maður til að hlaupa undir bagga. Við erum jú að vinna með fólk og það er ekki hægt að skilja það bjarg- arlaust eftir í rúmum sínum,“ segir Helga. LÍNUR virðast lítið farnar að skýr- ast fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að prófkjörið fari fram 4.-5. nóvember, en líklegt er að mál- ið verði eitthvað ljósara eftir fund fulltrúaráðs flokksins á mánudag. Enn sem komið er er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem skipaði annað sæti lista flokksins í síðustu borg- arstjórnarkosningum, og verið hef- ur oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, einn um að gefa kost á sér í fyrsta sætið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem skipaði þriðja sætið á listanum í síð- ustu kosningum, segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún gefi kost á sér. Tímabilið sem sé að líða hafi verið afar gefandi, en enn sé langt í prófkjör og því liggi ekki á að taka ákvörðun um framhaldið. Hanna Birna Kristjánsdóttir borg- arfulltrúi, sem skipaði fjórða sætið í síðustu kosningum, hefur þegar til- kynnt að hún gefi kost á sér í annað sæti á framboðslistanum í prófkjör- inu. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem skipaði fimmta sætið á listanum í síðustu kosningum, segir enn of snemmt að gefa upp áform sín fyrir prófkjörið. Æskilegt sé að baráttan verði stutt en snörp. Þó muni ekki líða á löngu þar til hann upplýsi um ákvörðun sína. Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi, sem var í sjötta sæti í síð- ustu kosningum, sagðist búinn að taka ákvörðun um að gefa kost á sér í eitthvert efstu sætanna, en sagði of snemmt að segja til um eft- ir hvaða sæti hann muni sækjast. Varaborgarfulltrúar hugsa sér til hreyfings Nokkuð er síðan Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi ákvað að gefa kost á sér í sæti of- arlega á lista í prófkjörinu í haust, en hann hefur enn ekki gefið upp á hvaða sæti hann muni stefna. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Gísli munu tilkynna um þá ákvörðun á næstu dögum. „Ég er búinn að taka mér sumarið í að fara yfir málið með vinum, fjölskyldu og stuðningsmönnum. Ákvörðun hefur verið að mótast út frá þeim sam- tölum og þeim vilja sem ég skynja á fólkinu í kringum mig.“ Jórunn Frímannsdóttir vara- borgarfulltrúi sagðist ætla að gefa kost á sér og að hún stefndi á eitt af sex efstu sætunum en hafi ekki tek- ið ákvörðun um nákvæmlega hvaða sæti hún stefni á. Tveir af núverandi varaborgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þær Alda Sigurðardóttir og Margrét Einarsdóttir, hafa þegar lýst því yf- ir að þær gefi ekki kost á sér áfram. Kristján Guðmundsson varaborgar- fulltrúi sagðist í gær ekki hafa gert upp hug sinn varðandi það hvort hann gæfi kost á sér í prófkjörinu. Nægur tími til stefnu Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmað- ur og fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér í forystusæti. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann talsverðan tíma til stefnu. „Ég hef verið að ræða við sjálfstæðismenn hér í Reykjavík og hlusta eftir þeirra skoðun í þessu máli, en ég er ekki ennþá tilbúinn til að gefa það upp hvaða sæti það er sem ég ætla að sækjast eftir.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, skipaði 19. sætið á lista sjálfstæðismanna í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún segir það „líklegra en ekki“ að hún gefi kost á sér í prófkjörinu, en hún svari því ekki afdráttarlaust að sinni. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem skipaði fyrsta sætið á borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokks í síðustu kosning- um, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið hinn 19. júlí síðastlið- inn að hann hefði ekki áform um að gefa kost á sér í prófkjörinu. Línurnar taldar skýrast eftir helgina Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is RANNSÓKNARNEFND flugslysa (RNF) hefur komist að þeirri nið- urstöðu að mistök flugmanns hafi orðið til þess að nauðlenda þurfti tveggja sæta þyrlu sem notuð var við flugkennslu um miðjan mars 2004. Í þyrlunni var flugkennari ásamt nem- anda sem var að æfa nauðlendingar. Fram kemur í skýrslu RNF vegna málsins að kennarinn hafi ákveðið að láta nemann æfa aðflug til nauðlend- ingar á ójöfnum lendingarstað, og hafi því dregið úr krafti og látið nem- ann velja stað til að lenda, þó ekki hafi átt að lenda vélinni við æfinguna sjálfa. Þegar þyrlan var komin í nokk- urra tuga metra hæð yfir jörðu tók hins vegar kennarinn ákvörðun um að velja betri stað og tók stjórnina, og dró úr fallhraða með því að reisa nef þyrlunnar. Við það rakst stél- bóma þyrlunnar í mosabarð með þeim afleiðingum að stélskrúfan hætti að snúast. Flugkennarinn ákvað þegar að nauðlenda, og sluppu bæði hann og neminn ómeiddir. Þyrlan skemmdist nokkuð, en ekk- ert kom fram við rannsókn sem benti til bilunar í stjórntækjum eða hreyfli. Nauðlent vegna mis- taka flug- kennara FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavíkurborgar mun kanna styttingu á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli og hugs- anleg ný flugvallarstæði í sam- vinnu við stýrihóp um heildar- skipulag Vatnsmýrarinnar, en borgarráð samþykkti í gær ein- róma að fela framkvæmdasviði þetta verkefni. Haft verður samráð við flug- rekstraraðila, flugmálastjórn og samgönguráðuneyti, auk ná- grannasveitafélaga þar sem staðsetning flugvallar hefur bein áhrif. Borgarráð fagnaði áhuga flugrekstraraðila og samgönguráðherra á því að kanna hugmyndir um styttingu flugbrauta og kanna önnur flugvallarstæði sem geti þjónað innanlandsflugi. Að loknu frummati verði vænlegustu kostirnir metnir nánar, frumtil- laga gerð um legu flugbrauta, skipulag flugvallarsvæðis, fyr- irkomulag vegtenginga og áætlun gerð um stofnkostnað. Kanna styttingu flugbrauta VESTNORRÆNA ráðið hvetur rík- isstjórnir Vestur-Norðurlanda til þess að tryggja flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur, en nú- verandi samningur þar að lútandi rennur út um áramótin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðið sendi frá sér að loknum ársfundi sínum sem haldinn var á Ísafirði í vikunni. Ennfremur er hvatt til þess að samningur um sam- göngurnar verði gerður til fleiri ára. Vestnorræna ráðið Flugsam- göngur verði tryggðar ANNA Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns, hjúkrunarheimilis fyrir aldraða, segir að vel hafi gengið að manna í stöður á hjúkrunarheimilinu. „Við erum vel sett. Það hefur gengið mjög vel að manna frá því við opnuðum heimilið fyrir fjórum árum. Það er engin breyting á því í haust.“ Hún segir að Sóltún hafi náð því að vera eftirsóttur vinnustaður. „Við höfum lagt okkur fram um að byggja upp starfsmannavænt umhverfi og tökum mið af því í allri okkar uppsetningu; í hönnun bygg- ingarinnar, hugmyndafræðinni sem við störfum eftir og þátttöku starfsmanna í að móta starfið.“ Hún segir að á Sóltúni sé til að mynda starfað eftir vaktaáætlun, sem geri starfsmönnum kleift að stjórna sínum vinnutíma. Slíkt kerfi henti konum mjög vel, en þær séu meirihluti starfsmanna. Aðspurð segir hún að launin séu í samræmi við kjarasamninga, en fólk með mikla reynslu og menntun beri meira úr bítum. „Við erum fyllilega samkeppnisfær á þessum markaði.“ Vel gengur að manna í stöður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.