Morgunblaðið - 26.08.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bagdad. AP, AFP. | Íraskir stjórnmála-
menn kepptust í gær við að ljúka
vinnu við drög að nýrri stjórnarskrá
en frestur til þess rann formlega út á
miðnætti. Á sama tíma var óttast að
blóðug átök milli tveggja fylkinga
sjíta stefndu stjórnarskrárvinnunni
og ástandinu í stjórnmálum landsins
í voða.
Sjö menn hafa fallið og tugir
manna særst eftir að til átaka kom í
fyrradag milli stuðningsmanna hins
róttæka sjítaklerks Moqtada al--
Sadrs og áhangenda Abdel Aziz
al-Hakims, leiðtoga Æðstaráðs ísl-
ömsku byltingarinnar í Írak, SCIRI,
öflugs stjórnmálaflokks meðal sjíta.
Átökin hófust þegar stuðnings-
menn al-Sadrs vildu opna aftur skrif-
stofu í hinni helgu borg Najaf en hún
hefur verið lokuð síðan þeir börðust
gegn bandarískum hermönnum á
síðasta ári. Stuðningsmenn hinnar
fylkingarinnar komu hins vegar í veg
fyrir það og kveiktu í skrifstofunni. Í
gær lögðu um 150 menn al-Sadrs
undir sig að hluta borgina Diwanyah,
sem er 170 km fyrir sunnan Bagdad,
settu þar upp vegatálma og skutu á
lögreglumenn og stuðningsmenn
SCIRI. Kom einnig til átaka í Bag-
dad og fleiri borgum, til dæmis í
Basra í suðurhlutanum en þar berj-
ast nokkrar fylkingar sjíta um yfir-
ráðin.
Þingstörfin í uppnámi?
Al-Sadr hvatti til þess í gær að
þessum hjaðningavígum yrði hætt
en stuðningsmenn hans á þingi, 22
þingmenn og tveir ráðherrar, eru
ævareiðir og ætla ekki að taka þátt í
þing- eða stjórnarstörfum á næst-
unni. Hóta þeir einnig að beita sér
gegn stjórnarskrárdrögunum, verði
þau lögð fyrir þingið.
Ólíklegt þótti í gær að súnnítar
féllu frá andstöðu sinni við stjórn-
arskrárdrögin og þá sérstaklega við
ákvæðið um að Írak verði sam-
bandsríki. Vaxandi klofningur meðal
sjíta, sem eru 60% landsmanna, eyk-
ur svo enn á áhyggjur af stjórn-
málaþróuninni í Írak.
Blóðug átök
milli fylkinga
sjíta í Írak
Geta hugsanlega stefnt vinnu
að nýrri stjórnarskrá í tvísýnu
AP
Ungir stuðningsmenn sjítaklerksins Moqtada al-Sadr á fundi í Bagdad í
gær. Vaxandi átök milli ólíkra fylkinga sjíta í Írak vekja áhyggjur.
Lodve Solholm er forseti Lögþingsins,annarrar deildar norska Stórþingsins.Hann sótti fund Vest–Norræna ráðsinsá Ísafirði í vikunni. Solholm situr á þingi
fyrir norska Framfaraflokkinn, flokk Carls I. Hag-
ens.
Blaðamaður ræddi við hann um þingkosning-
arnar í Noregi sem haldnar verða 12. september
næstkomandi. Margt bendir til að í þessum kosn-
ingum verði grundvallarbreytingar á pólitísku
landslagi Noregs.
Verkamannaflokkurinn hefur lýst því yfir að
hann sé fús til að mynda stjórn með öðrum flokk-
um, sem er nýmæli, og bæði Sósíalíski vinstriflokk-
urinn og Miðflokkurinn hafa látið í ljós hug á að
taka þátt í þess háttar samsteypu. Flest bendir í
raun til þess að ríkisstjórn borgaraflokkanna
þriggja, undir forystu Kjells Magne Bondeviks,
muni falla.
Vilja losna við Bondevik
Solholm segir Framfaraflokkinn hingað til hafa
stutt ríkisstjórn Bondeviks en nú hafi flokksforing-
inn lýst því yfir að svo verði ekki áfram. „Við viljum
einfaldlega ekki forsætisráðherra sem heitir Kjell
Magne Bondevik,“ segir Solholm. „Framfaraflokk-
urinn hefur ítrekað reynt að efla samstarfið við rík-
isstjórnina og hefur lýst yfir vilja sínum til að taka
þátt í stjórnun og stefnumótun en Bondevik hefur
staðið í vegi fyrir því að sú gæti orðið raunin. Við
viljum fá að taka þátt í stjórnarmyndun en munum
ekki sitja undir forystu Bondeviks.“
Solholm segir eðlilegt að forsætisráðherra komi
úr stærsta stjórnarflokknum og fengi Framfara-
flokkurinn setu í ríkisstjórn, yrði forsætisráð-
herrann líklega þaðan því flokkurinn mælist með
rúmlega 17% fylgi í nýjustu skoðanakönnunum,
sem er aðeins tíu prósentustigum minna en núver-
andi stjórnarflokkar hafa samanlagt.
Kosningabaráttan hefur, að sögn Solholms, ekki
verið jafn spennandi í langan tíma og segir hann
mögulegt að meirihlutastjórn muni nú taka við
völdum, en slíkt hefur ekki gerst í Noregi áratug-
um saman. Þó segir hann ekki hægt að spá fyrir
um úrslit kosninganna því enn sé jafnt á munum.
Barátta um hugmyndafræði
Solholm segir kosningabaráttuna að þessu sinni
ekki snúast um einstök málefni. „Í raun er þetta
barátta milli borgaralegrar og sósíalískrar hug-
myndafræði og þetta er spurning um almennar
áherslur í til dæmis velferðarkerfinu, mennta-
málum, málefnum aldraðra og svo framvegis. Þetta
snýst um að borgaraflokkarnir vilja halda völdum
og stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ákveðið að
standa saman að stjórnarmyndun og vilja koma á
sósíalískri stjórn. Þetta er einfaldlega spurning um
hvor hugmyndafræðin verður ofan á.“
Aðspurður hvort hugsanleg aðild að Evrópu-
sambandinu spili eitthvert hlutverk í kosningabar-
áttunni, segir hann svo ekki vera. Ekki að þessu
sinni. „Við erum búnir að leggja málið í dóm þjóð-
arinnar og þjóðin hefur tvisvar neitað aðild,“ segir
hann. „Auðvitað er þetta stórmál sem þarf að ræða
en þetta er líka mál sem skiptir Norðmenn svo
miklu máli að stjórnmálamönnum á ekki að vera
treystandi til að taka ákvörðun um það. Þetta er
mál sem þjóðin á að hafa úrslitaatkvæði um. Þjóðin
hefur þegar sagt sitt. Ef málið verður borið upp á
ný þá verður það vegna þess að landslagið hafi
breyst svo mikið að við viljum fá samþykki þjóð-
arinnar til að ganga í sambandið. Það ætti ekki að
setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu þriðja sinni til
þess eins að fá þriðju neitunina.“
Framfaraflokkur milli steins og sleggju
Sem stendur lítur út fyrir að flokkarnir þrír sem
standa að Bondevik-stjórninni gangi til kosninga
með áframhaldandi stjórnarsamvinnu í huga.
Hægri flokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og
frjálslyndi flokkurinn Venstre geta þó ekki gert
sér vonir um að fá meirihluta á Stórþinginu. Þeir
verða að fá stuðning frá Framfaraflokknum til að
halda völdum. Framfaraflokkurinn vill þó ekki
veita ríkisstjórninni skilyrðislausan stuðning held-
ur vill hann vera með í ríkisstjórn. Hingað til hafa
stjórnarflokkarnir reynt að halda Framfaraflokkn-
um í hæfilegri fjarlægð og þeir hafa gefið skýrt til
kynna að stjórnarsamvinna með honum komi ekki
til greina.
Spurningin er nú hvorn kostinn Framfaraflokks-
menn meta betri; að veita núverandi ríkisstjórn
skilyrtan stuðning eða neita þeim um stuðning og
gefa stjórnarandstöðuflokkunum þannig svigrúm
til að mynda nýja, sósíalíska ríkisstjórn.
„Carl I. Hagen vill ekki standa í vegi fyrir því að
breitt, borgaralegt samstarf náist en hefur ítrekað
lýst því yfir að Framfaraflokkurinn muni ekki
styðja ríkisstjórn undir forystu Bondeviks. Hagen
er þó að láta af formennsku og hefur sagst ætla að
láta eftirmanni sínum, sem líklega verður Siv Jens-
sen, það eftir að standa í samningaviðræðum,“ seg-
ir Lodve Solholm að lokum.
Það eitt virðist ljóst fyrir þingkosningarnar í
Noregi 12. september að kosningabaráttan er
spennandi og hefur einkennst af meiri hörku og
átökum en þekkst hefur árum saman.
Segir Framfaraflokkinn
vilja Bondevik frá völdum
Þingkosningar verða haldnar í Noregi í september. Kosninga-
baráttan hefur verið óvenju hörð og jafnvel er búist við að rík-
isstjórn Kjells Magne Bondeviks muni falla. Jóhanna Sesselja
Erludóttir ræddi við Lodve Solholm, forseta Lögþingsins, um
kosningarnar, áherslurnar og baráttuna um sæti í ríkisstjórn.
Morgunblaðið/RAX
BANDARÍKJAMENN verða feitari
og feitari með hverju ári og virðast
láta allan áróður og allar ráðlegg-
ingar um hollt mataræði sem vind
um eyru þjóta.
Á síðasta ári hækkaði hlutfall
fullorðins fólks, sem þjáist af offitu,
úr 23,7% í 24,5% í 48 ríkjum Banda-
ríkjanna. Í 10 ríkjum er meira en
fjórðungur fullorðinna offitu-
sjúklingar og verst er ástandið í
Mississippi. Á hæla því koma síðan
Alabama og Vestur-Virginía. Kom
þetta fram á fréttavef breska rík-
isútvarpsins, BBC, í gær.
Talsmenn Bandaríska heilsu-
verndarsjóðsins, sem er óháð stofn-
un, segja, að í raun ríki neyðar-
ástand í þessum efnum og ljóst sé,
að tilraunir til að hamla gegn því
hafi brugðist. Staðan er nú þannig,
að 119 milljónir manna, 64,5% full-
orðinna Bandaríkjamanna, eru ým-
ist of feitir eða þjást af offitu. Haldi
fram sem horfir, mun þetta eiga við
um 73% fullorðinna eftir þrjú ár.
Afleiðingarnar eru augljósar:
Sprenging verður í sjúkdómum á
borð við sykursýki og hjarta-
sjúkdóma með óskaplegum kostn-
aði fyrir heilbrigðiskerfið í landinu.
Talsmenn sjóðsins segja, að bar-
áttan gegn offitunni verði að byrja
hjá börnunum, einkum í skólunum.
Þar verði að kenna þeim og venja
þau við hollan mat.
Er stríðið
gegn offitu
að tapast?
Jerúsalem. AFP. | Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels og leiðtogi
Likudflokksins, er að velta því fyr-
ir sér að kljúfa flokkinn. Ljóst er,
að verulegur meirihluti flokks-
manna var og er andvígur brott-
flutningnum frá Gaza og mun taka
Benjamin Netanyahu fram yfir
Sharon í væntanlegu leiðtogakjöri.
Er þetta haft eftir heimildum með-
al náinna samstarfsmanna Shar-
ons.
Miklar vangaveltur eru meðal
Ísraela um pólitíska framtíð Shar-
ons, sem er orðinn 77 ára, og ekki
er hægt að lesa annað út úr skoð-
anakönnunum en að besti kost-
urinn fyrir hann sé að segja skilið
við Likudflokkinn og bjóða fram
sér.
„Sharon er mikill pólitískur ref-
ur en nú fetar hann einstigi þar
sem ekkert má út af bera. Minnstu
mistök og hann er búinn að vera,“
sagði blaðið Maariv í gær en nú
liggur það fyrir Sharon að koma
fjárlögunum í gegnum þingið í
desember.
Getur oltið
á fjárlögunum
Fréttaskýrendur segja, að Shar-
on óttist, að meirihluti þingmanna
Likudflokksins muni snúast gegn
fjárlögunum, neyða hann til að
leysa upp þing og boða til nýrra
kosninga. Ráðgjafar Sharons telja,
að við þær aðstæður og með vænt-
anlegt leiðtogakjör í huga muni
Likudflokkurinn klofna með þá
Sharon og Netanyahu í forystu
fyrir klofningshópunum. Könnun
meðal Likudfélaga í dagblaðinu
Haaretz í fyrradag sýnir, að 47%
þeirra vilja Netanyahu en aðeins
31% Sharon.
Annar kostur er „Miklihvellur“,
sem svo er kallaður, en hann felst í
því, að Sharon, Shimon Peres, leið-
togi Verkamannaflokksins, og
Tommy Lapid, leiðtogi Shinui-
flokksins, taki höndum saman. Slík
samsteypa myndi vinna stórsigur
og gera út af við Netanyahu að því
er fram kemur í skoðanakönnun í
Maariv.
Klýfur
Sharon Lik-
udflokkinn?