Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 27 UMRÆÐAN haldið úti eins konar skiptimarkaði á milli landanna þar sem hvert land lagði nokkur forrit í sam- eiginlegan sjóð sem síðan var heimilt að velja úr til að þýða og gefa út í hverju landi. Talsvert kom líka út af frumsömdum ís- lenskum forritum, stórum og smáum, og 1995 kom út fyrsti stóri margmiðlunardiskurinn, Ís- landshandbókin. Nú hafa mál þróast á þann veg að útgáfa stafræns námsefnis fer nær einvörðungu fram á vef stofn- unarinnar, www.nams.is. Vefurinn, sem er öllum opinn án endur- gjalds, hefur margt að geyma, svo sem upplýsingar um hvaðeina sem stofnunin gefur út: bækur, fræðslumyndir, kennsluforrit, gagnvirkt vefefni og efni sem sér- staklega er ætlað til útprentunar og dreift er á vefnum. Einnig birt- ast þar reglulega fréttir af nýút- gefnu efni og ýmsum atburðum. „Í dagsins önn“ heitir svæði á vefn- um þar sem reglulega birtist efni sem tengist líðandi stund og ýms- um atburðum og loks má geta þess að öflug leitarvél gerir mögu- legt að afla upplýsinga um allt námsefni í tilteknum námsgreinum og aldursstigum og þar er einnig hægt að panta efni fyrir skóla. Margir kennarar hafa einnig nýtt sér þann möguleika að skrá sig á póstlista og fá þá sendar upplýs- ingar í tölvupósti um nýjar út- gáfur og tilboð. Ánægju vekur hve notkun vef- efnisins hefur vaxið ört síðustu misseri og augljóst er að æ fleiri kunna vel að meta það sem þar er í boði. Að jafnaði voru mán- aðarlegir notendur þá fimm mán- uði sem skólar störfuðu á vormiss- eri 2005 um 18.300 og það er athyglisvert að hver gestur dvelur lengur við að skoða það sem vef- urinn hefur að geyma. Nú er ráð- gert að hefja dreifingu fræðslu- mynda á vefnum og væntanlega verður ekki langt að bíða þess að nemendur geti nálgast hljóðbækur á vefnum og afritað til að auðvelda námið. Málþing 2. september Í tilefni af aldarfjórðungsafmæl- inu efnir Námsgagnastofnun til málþings á Grand Hótel Reykja- vík, föstudaginn 2. september kl. 13. Yfirskrift þess er Nemendur og námsefni framtíðar. Aðalfyrir- lesarar verða þeir Staffan Seland- er, prófessor við Kennaraháskól- ann í Stokkhólmi, og Ásgeir Guðmundsson, fyrrum forstjóri Námsgagnastofnunar. Auk þeirra tala Þorbjörn Broddason prófessor og Þuríður Jóhannsdóttir, en þau fjalla um rannsóknir sínar á læsi ungmenna, og tveir verðlaunahöf- undar úr hópi höfunda Náms- gagnastofnunar, þær Ragnheiður Gestsdóttir og Sigfríður Björns- dóttir. Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson sem einnig eru meðal höf- unda stofnunarinnar munu svo reka endahnútinn á dagskrána. Stjórn málþingsins verður í hönd- um Ingvars Sigurgeirssonar, pró- fessors. Þess er vænst að mál- þingið verði í senn áhugavert og skemmtilegt, en það er opið öllum þeim sem áhuga hafa. Skráning fer fram á vef Námsgagnastofn- unar og á tölvupóstfanginu gesta- mottakan@yourhost.is. ’Hlutverk stofnunar-innar nú er að annast gerð og útgáfu hvers konar námsgagna handa grunnskólum og dreifa þeim, nemendum að kostnaðarlausu.‘ Höfundur er settur forstjóri Námsgagnastofnunar. þessum tilgangi. Í lok 8. áratug- arins hafði kristallast hugmynd um svokallað Náttúruhús á Háskólalóðinni, sem yrði sjálfs- eignarstofnun í eigu ríkis, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Árið 1990 var skipaður samstarfshópur þessara aðila um byggingu Náttúruhúss í Reykja- vík. Hópurinn skilaði vandaðri skýrslu í nóvember 1991, en ekk- ert varð úr framkvæmdum. Enn er þó gert ráð fyrir húsinu á Há- skólalóðinni milli Öskju og húss Íslenskrar erfðagreiningar. Nú er lag að láta þennan gamla draum rætast. Miklar vonir eru því bundnar við nefnd sem menntamálaráðherra skipaði árið 2002 til þess að semja frumvarp um Náttúruminjasafn Íslands, sbr. bráðabirgðaákvæði í safna- lögum. Á undanförnum árum hefur fjöldi safna, setra og sýninga risið víðsvegar um landið og þar á meðal mörg sem sérhæfa sig í kynningu á náttúru Íslands. Af nýlegum sýningum/sérsöfnum má nefna Jöklasýninguna á Höfn, Hvalmiðstöðina á Húsavík og jarðfræðisýninguna í Gjánni í Svartsengi. Alþingi samþykkti vorið 2004 að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggja veglegt sæ- dýrasafn. Spyrja má hvort enn sé þörf fyrir sameiginlegt höfuðsafn um náttúru landsins í eigu rík- isins? Er ekki nær að styrkja þau sérsöfn og sýningar sem nú þegar hefur verið komið á fót með ærn- um tilkostnaði og oft á tíðum mik- illi fórnfýsi aðstandenda? Því er til að svara að menningarþjóð, sem byggir af- komu sína og auðlegð á nátt- úruauðlindum og gerir út á villta náttúru landsins í vaxandi ferða- þjónustu, þarf að geta kynnt „Ís- lands aðskiljanlegu náttúrur“ í nútímalegu safni. Náttúruminja- safn Íslands er því menningarleg höfuðnauðsyn. Eðlilegt er að safn- ið verði í eigu ríkisins og leitað til öflugra fyrirtækja um stuðning við byggingu þess og rekstur, sbr. liðveislu Landsvirkjunar o.fl. fyr- irtækja við Þjóðminjasafnið. Höf- uðsafn á sviði náttúrufræða gref- ur á engan hátt undan minni sérhæfðari söfnum og sýningum, en þvert á móti eflir almennan áhuga á náttúru landsins og fræðslu um hana. Eðlilegt er að safnið rísi í Reykjavík, á Há- skólareitnum eða annars staðar í Kvosinni, í nálægð við hin höf- uðsöfnin þrjú, aðgengilegt öllum landsmönnum og ferðafólki. Fáum þjóðum er það jafnmikils virði og Íslendingum að fræðast um náttúru eigin lands, þekkja hana, skilja og virða. Þjóðartekjur okkar hafa til skamms tíma byggst á sölu sjávarfangs, sölu landslags og náttúru og sölu á orku fallvatna. Við búum á úthafs- eyju sem er að rifna í sundur af eldsumbrotum, þar sem jöklar rísa við himinn, jökulár drynja í gljúfrum, melgresi sigrar fok- sanda, þaraskógar bylgjast við strendur og milljónir sjófugla sýsla í björgum. Öll þessi undur má sýna á áhugaverðan hátt í nú- tímalegu náttúru- og vísindasafni sem lítur heildstætt á náttúru landsins, útskýrir þau öfl sem knýja hana og móta, og veitir inn- sýn í sambúð manns og náttúru. Svona safn þurfum við sem allra fyrst og það kostar ekki nema lít- ið brot af Símahagnaðinum. Hvað segið þið menntamálaráðherra og umhverfisráðherra? Hvað segið þið eigendur stórfyrirtækja? ’Þrátt fyrir háan aldur,merka sögu og virðu- legan sess sem eitt höf- uðsafn landsins hefur það verið á hrakhólum alla tíð …‘ Höfundar starfa á Náttúrufræði- stofnun Íslands, Álfheiður sem kynn- ingar- og útgáfustjóri og Snorri sem aðstoðarforstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.