Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 35 MINNINGAR ✝ Guðbrandur Jó-hannsson fædd- ist á Svalbarðseyri 23. maí 1949. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 20. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sig- rún Guðbrandsdótt- ir, f. 1.1. 1917, og Jóhann Friðbergur Bergvinsson, f. 2.1. 1913, d. 7.11. 1974. Systkini Guðbrands eru Fjóla Kristín, f. 1937, d. 31.8. 1990, Reynir, f. 1940, Guðrún, f. 1944, Bergvin, f. 1947, og Freygarður, f. 1955. Hinn 26. desember 1971 kvænt- ist Guðbrandur Guðnýju Björns- dóttur, f. á Akureyri 3. janúar 1951. Faðir hennar er Björn Guð- mundsson, f. 26.7. 1919, búsettur á Akureyri, og móðir hennar er Guðmunda Krist- jánsdóttir, f. 3.9. 1915, d. 10.1. 1994. Börn Guðbrands og Guðnýjar eru: Jón Arnar Guðbrands- son, f. 16.8. 1970, maki hans er Ingi- björg Þorvaldsdótt- ir, sonur hennar er Natan. Synir Jóns Arnars eru Arnar Már og Andri. 2) Sigurður Einar Guðbrandsson, f. 9.12. 1972, kvæntur Hafrúnu Ástu Hafsteinsdóttur, synir þeirra eru Hafsteinn Vil- bergs og Heiðmar Máni. 3) Sigrún Guðbrandsdóttir, f. 18.1. 1986. Unnusti hennar er Ari Jón Ara- son. Útför Guðbrands verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Það eru svo margar yndislegar stundir sem rifjast upp þegar horft er til baka og maður byrjar að endur- upplifa allan þann tíma sem við höfum átt saman. Það er ekki hægt að skrifa neitt eða tala um þig, elsku pabbi minn, öðru vísi en að minnast á hversu mikið ljúfmenni þú varst. Þau þrjátíu og fimm ár og fjóra daga sem við höfum átt saman hef ég aldrei séð þig skipta skapi. Þú ert yndislegasti og besti pabbi, tengdapabbi og afi sem hægt er að hugsa sér. Þú hefur alltaf verið mín fyrirmynd á svo mörgum sviðum. Það uppeldi sem þú gafst okkur systkinunum var frá- bært, hvernig þú nálgaðist mann, tal- aðir við mann og sú ást sem þú sýndir okkur ætíð. Það að hafa fengið að alast upp við þá ást og vináttu sem var á milli þín og mömmu eru ólýsanleg forréttindi sem ég mun aldrei gleyma, það færir manni gleði í hjartað að hafa séð hvernig ástin blómstraði hjá ykkur og virtist bara vaxa með hverju árinu. Þegar horft er til baka þá koma upp í huga manns allar þær frábæru útilegur sem við fórum. Það var sama með hverjum við vorum í útilegu, allt- af var pabbi hrókur alls fagnaðar. Eins rólegur og pabbi var þá vantaði ekki fjörið og gleðina í kringum hann. Það eru eflaust ekki mörg tjald- svæði til á landinu þar sem þú og mamma hafið ekki verið. Þegar maður á jafn yndislegan föð- ur og þig eru svo margar yndislegar minningar sem maður geymir í huga sér og mun hugsa um út lífið og þú munt alltaf verða í huga okkar og vera með okkur hvar sem við erum. Það að fá að kveðja þig pabbi og fá að vera með þér þessa síðustu daga var erfitt en það gaf okkur öllum tíma til að rifja upp með þér okkar dýrmætu stundir. En í sorginni færir það okkur ró í hjarta að vita að það gæti enginn fengið betri móttökur en þú hjá guði. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Við kveðjum þig með stolti, hvíl í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar, saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Jón Arnar, Ingibjörg og Natan Smári. Elsku pabbi, nú þegar þjáningum þínum er lokið er samt erfitt að sætta sig við að svona ungur og hraustur maður sé horfinn frá okkur. Það fyrsta sem kemur í huga okkar þegar við lítum yfir liðnar stundir er hversu góður og rólyndur maður þú varst. Sama hvað bjátaði á, alltaf var hægt að leita til þín og treysta því að fá hlýju og ástúð. Minningar okkar eru margar en eitt eiga þær sameiginlegt, þær eru skemmtilegar og fullar af gleði og hlátri. Þú hélst fast í hefðirnar; það var til dæmis aldrei hægt að byrja á jóla- matnum fyrr en búið var að taka jóla- myndina með tímastillinum á mynda- vélinni, sem heppnaðist þó misvel þar sem þú gast verið rosalega lengi að stilla af myndavélina og öll munnvik voru orðin stíf af að halda brosinu. Rólegheit og nákvæmni einkenndu þig. Þegar það komu nýir hlutir á heimilið, til dæmis þegar þú fékkst hljómflutningstækið og við vildum hlusta á disk var það ekki hægt því þú þurftir að lesa allan bæklinginn áður en hægt var að setja græjurnar í sam- band. Þú varst alltaf mjög sterkur og heilbrigður einstaklingur. Meira að segja þegar veikindin herjuðu sem verst á þig léstu ekki á neinu bera og sagðir að allt væri í fínu lagi. Þú kvartaðir aldrei og hafðir alltaf meiri áhyggjur af okkur en þér sjálfum. Þótt við hefðum viljað að samveru- stundir okkar yrðu fleiri eru þær stundir sem við áttum ómetanlegar í huga okkar. Það hjálpar í sorginni að vita að þú ert á góðum stað og líður vel. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Guð geymi þig að eilífu, elsku besti pabbi okkar, og takk fyrir allt og allt. Sigurður og Hafrún, Sigrún og Ari Jón. Kæri afi minn, mikið á ég eftir að sakna þín en gott er að vita af henni ömmu minni þegar ég kem norður. Það verður skrítið að sjá þig ekki sitja í stólnum og segja ömmu að ég sé ekki litli strákurinn ykkar lengur. Svo hratt líður tíminn. Það góða er að það var alltaf gott að vera í kringum þig, elsku afi minn. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Þinn Arnar Már Jónsson. Elsku afi, við elskum þig og sökn- um þín mikið. Mest þó hversu gott var að tala við þig og gaman var að leika við þig. Það var alltaf jafngott að koma í heimsókn til ykkar ömmu. Við vitum að nú ert þú á góðum stað. Minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Afastrákarnir þínir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Guðbrandur eða Brandur eins og við kölluðum þig alltaf. Já, það er sko margs að minnast og margs að sakna. Okkur finnst svo skrýtin til- hugsun að þú sért farinn fyrir fullt og allt og að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur. En nú hefur þessi hræðilegi sjúkdómur lagt þig að velli á svo ótrú- lega skömmum tíma. Það er erfitt fyr- ir okkur að skilja hvernig hægt er að mæta sjúkdómnum og því að lífinu sé að ljúka af jafn mikilli yfirvegun og þú gerðir, eins og þín var von og vísa. Þú varst ákaflega geðgóður maður og minnumst við þess aldrei að hafa séð þig reiðan. Þegar við systurnar hugs- um til baka koma upp margar góðar minningar um þig. Þar ber auðvitað hæst af öllu þau ár sem þú og fjöl- skyldan þín, Guðný, Nonni, og Siggi, bjugguð í Áshóli og voruð í félagsbúi með pabba okkar (bróður þínum Bergvini) og mömmu okkar (Sillu í Ásholi). Þið bjugguð á neðri hæðinni og við á efri. Oft var mikið líf og fjör hjá okkur og þar sem Sigga og Nonni voru jafnaldrar vorum við mjög mikið saman ásamt Önnu og Sigga en þau voru líka jafnaldrar. Það er okkur systrum mjög minnisstætt hve gam- an var að spila saman fótbolta og ekki spillti það nú fyrir þegar þú og Bolli Pétur í Laufási bættust í hópinn. Oft var ójafnt í liði þar sem allir héldu með Liverpool nema þú og Siggi, þið héldu með Man. Utd. Árið 1977 fæðist Berglind, en þar sem Sigrún fæðist ekki fyrr en miklu síðar eða eftir að þið flytjið úr sveit- inni, þá var Berglind augasteinn ykk- ar Guðnýjar lengi og er það henni mjög minnisstætt hversu gott var að skreppa á neðri hæðina til ykkar. Þú varst einstaklega barngóður og hlýr maður. Einnig verðum við að minnast fjörugra hausta þar sem kartöfluver- tíð var í hámarki og fullt var af vinnu- fólki og líf og fjör í kartöflugarðinum. Þú og pabbi okkar hvor á sínum traktornum með upptökuvélar fullar af fólki og mikill metingur milli liða um hvor næði meira magni af kart- öflum upp yfir daginn. Berglindi er það svo minnisstætt að eitt skiptið þá varstu svo klókur að þú baðst hana, aðeins fimm ára að aldri, að koma á vélina til þín og fengi hún 200 krónur fyrir starfið og varð hún óskaplega stolt telpa. Árið 1985 fluttuð þið úr sveitinni og ári síðar fæðist Sigrún. Þá fóru leiðir okkar að liggja á Svalbarðströnd í heimsókn til ykkar. Ári seinna eign- uðumst við svo fjórðu systurina, hana Ásdísi Hönnu. Ásdís og Sigrún hafa alla tíð verið mjög samrýmdar og góð- ar vinkonur. Ásdís minnist þess alltaf hvað gaman var að gista hjá ykkur og er það henni alltaf mjög minnisstætt hversu góður þú varst að hugga hana þegar hún fékk heimþrá á kvöldin. Nú í seinni tíð er það Siggu, mjög minnisstætt, kæri Brandur,hversu vel strákunum hennar leið alltaf hjá ykkur Guðnýju þegar þeir fengu að gista og skemmtilegur tími okkar þegar þú komst í klippingu til hennar og ég fékk allar fréttirnar af Nonna hjá þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Guðný, Nonni, Siggi , Sigrún og fjölskyldur. Guð styrki ykkur og blessi á þessum erfiðu tímum. „Sorgin kennir okkur að meta það sem við áttum. Gefum meðan tími er til. Elskum meðan tími er til. Hlæjum meðan tími er til. Njótum meðan tími er til.“ Okkar bestu samúðarkveðjur. Systurnar frá Áshóli, Sigríður, Anna, Berglind og Ásdís Hanna Bergvinsdætur. Það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa minningargrein um svila minn Guðbrand Jóhannsson, þar sem erfitt er að trúa því að hann sé ekki lengur á meðal okkar. Það var mikið áfall þegar ég fékk þær fregnir til Færeyja um miðjan júní að hann hefði greinst með krabbamein sem væri það illvígt að ekkert væri hægt að gera og það væri bara spurning um hvað það tæki langan tíma að hafa hann undir. Það var þó ótrúlegt að fylgjast með því að hann lét ekki sjúkdóminn yf- irbuga sitt andlega atgervi. Æðru- leysið þessa tvo mánuði var mér óskiljanlegt en verður í minningunni styrkur þeim sem eftir lifa. Við ólumst upp sem nágrannar í Höfðahverfi. Hann var svolítið eldri en það var samt nokkur samgangur. Hann flutti svo í burtu og endurnýj- uðust kynnin þegar við urðum svilar. Síðan höfum við átt margar skemmti- legar stundir saman, ekki síst öll ferðalögin sem við höfum farið í og alltaf var hann til í að ferðast því fátt fannst honum skemmtilegra. Um verslunarmannahelgina fórst þú í þína síðustu útilegu og verða mér samræður okkar þar ógleymanlegar. Það er ljóst að hans verður sárt saknað í næstu fjölskylduútilegu en minningar um allar góðu stundirnar munu ylja okkur. Minningar um allan samganginn sem var á milli heimila okkar og allar þær góðu stundir sem við áttum saman munu lifa. Við ætl- uðum heldur betur að auka samgang- inn eftir að þau Bogga fluttu til Ak- ureyrar fyrir rúmu ári, en það fer ekki allt eins og ætlað er. Guðbrandur var mjög traustur vin- ur og félagi, hvorki margmáll né með hávaða eða læti heldur voru málin rædd og það var festa í því sem hann sagði. Í hans huga var fjölskyldan alltaf í fyrsta sæti, gekk fyrir öllu. Ég þekki ekki nokkurn mann sem lét sér eins annt um fjölskyldu sína. Það var mikil gæfa fyrir hann og Boggu að fá að vera saman og voru þau einstaklega samrýnd í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Var aðdá- unarvert að sjá þá ást og vináttu sem ríkti á heimili þeirra. Áfallið fyrir fjölskylduna er mikið, en allar góðu stundirnar munu lifa í minningunni. Elsku Guðný, Nonni, Siggi og Sig- rún. Við Magga færum ykkur og fjöl- skyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Snæbjörnsson. Guðbrandur Jóhannsson, móður- bróðir minn frá Áshóli í Grýtubakka- hreppi, er fallinn frá aðeins 56 ára gamall. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar mér bárust frétt- ir af veikindum Guðbrands og tæpum mánuði síðar andláti hans. Já, það var aldeilis að almættinu lá á að kalla hann yfir til annarra starfa. Það er sagt að þeir sem guðirnir elski deyi ungir. Það má segja að skammvinn veik- indi Guðbrands og snöggt andlát hafi ekki endurspeglað skapgerð hans í lifanda lífi því rólegur og yfirvegaður tók hann hlutunum eins og þeir komu fyrir í það og það sinnið. Ef upp komu vandamál var þeim mætt af festu og þess ávallt gætt að halla aldrei réttu máli gagnvart nokkrum manni. Guð- brandur er ein af þeim perlum sem ég kynntist í lífinu sem koma alltaf til með að skína skært í hjarta mínu. Í minningunni má segja að Áshóll hafi verið mitt annað heimili. Eftir skólalok ár hvert fór ég í sveitina til Sigrúnar ömmu og Jóhanns afa á Ás- hóli. Eftir fráfall afa urðu breytingar þar á. Amma flutti til Akureyrar og Guðbrandur og eiginkona hans, Guðný, tóku við búi. Það má segja að ég hafi fylgt með í kaupunum því ég hélt áfram að koma í Áshól því það kom aldrei neitt annað til greina í mínum huga. Ég undi hag mínum vel í sveitinni og voru Guðbrandur og Guðný ávallt tilbúin að taka á móti mér og hafa mig sem sinn son inni á heimilinu yfir sumarmánuðina. Ég átti margar góðar stundir með þeim og er mér minnisstætt þegar spilin voru dregin upp á kvöldin og spilaður kani fram eftir kvöldi. Sumarið 1978 var mitt síðasta sum- ar sem sveitadrengur á Áshóli. Eftir það skildu leiðir en þrátt fyrir það hafa Guðbrandur, Guðný og börn þeirra, Nonni, Siggi og Sigrún, alltaf átt stórt pláss í hjarta mínu og ég mun ávallt verða þakklátur fyrir þann góða tíma sem við áttum saman á heimili þeirra. Megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk til að tak- ast á við framtíðina. Jóhann F. Helgason. Sveitungi minn og vinur Guðbrand- ur Jóhannsson frá Áshóli er látinn. Hann er jarðsunginn í dag frá Akur- eyrarkirkju. Mér þykir leitt að geta ekki verið viðstödd athöfnina. Það er margs að minnast og ég kveð Guð- brand með þakklæti í huga. Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan meinið sem tók völdin gerði vart við sig og það varð ekki við neitt ráðið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi óboðni gestur ber að dyrum í Áshólsfjöl- skyldunni. Öldruð móðir, Sigrún í Ás- hóli, hefur mátt sjá á bak eiginmanni og elstu dótturinni Fjólu af völdum þessa vágests. Það var á sjötta áratugnum sem Jóhann og Sigrún byggðu nýbýlið Ás- hól í landi Laufáss við Eyjafjörð. Sveitungarnir fylgdust með laglegu húsi rísa á hólnum og allt var úthugs- að og snyrtilegt. Þannig hefur það alltaf verið í Áshóli. Þar er einfaldlega allt svo fallegt. Fjölskyldan flutti síð- an í húsið á hólnum og fór að rækta land. Jóhann gerðist stórtækur kart- öfluræktandi og var frumkvöðull á því sviði, m.a. með því að kaupa niður- setningarvél. Þetta var svo bylting- arkennd framför að vélin var notuð allan sólarhringinn. Aðrir bændur í sveitinni fengu afnot af henni á kvöld- in og nóttunni þegar Jóhann var ekki að nota hana sjálfur. Ég man að mað- ur var orðinn nokkuð framlágur undir morgun við slíkar aðstæður. Ég minnist þess líka að fyrstu krónurnar sem ég vann mér inn á lífs- leiðinni var þegar ég setti niður kart- öflur í Áshóli, ásamt Guðbrandi. Mér fannst Jóhann borga vel. Annað atvik vil ég nefna sem teng- ist Jóhanni og mér er ofarlega í minni. Þannig var að um svipað leyti og þessi ágæta fjölskylda flutti í sveitina feng- um við rafmagn. Jóhann hafði það hlutverk að lesa af mælum. Einhverju sinni kom hann í Lómatjörn á Þor- láksmessu til að lesa af og þá gerði svo vont veður að hann varð veður- tepptur hjá okkur yfir jólin. Þetta þótti ekkert stórmál enda var Jóhann hvers manns hugljúfi. Fyrst man ég eftir Guðbrandi að vorlagi þegar sundnámskeið stóð yfir í Gljúfurárgili. Þá var hjólað í sundið og kom hann þá við á Lómatjörn og urðum við samferða út eftir. Svona gekk þetta dag eftir dag og urðum við góðir vinir. Sú vinátta styrktist enn frekar þegar við nálguðumst fullorð- insárin og var ég þá heimagangur í Áshóli. Mér er eftirminnilegt hvað þau Sig- rún og Jóhann voru jákvæð gagnvart því að við unga fólkið skemmtum okk- ur. Þá þótti líka alveg sjálfsagt að heimilisbíllinn væri notaður til að keyra á sveitaböllin. Það var því oft fjörugt í „Gipsy“-jeppanum í Áshóli og þétt setinn bekkurinn. Allar þessar minningar eru mér mikils virði og ég þakka fyrir sam- verustundirnar. Guðbrandur átti hamingjuríkt einkalíf. Ég votta eiginkonunni Guð- nýju, börnunum Jóni Arnari, Sigurði og Sigrúnu, móður hans og fjölskyld- unni allri, dýpstu samúð á erfiðum tímum. Minningin um góðan dreng lifir. Með vinsemd og virðingu. Valgerður Sverrisdóttir. GUÐBRANDUR JÓHANNSSON  Fleiri minningargreinar um Guð- brand Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hlynur Björn Pálma- son og fjölskylda; Kristín, Kristinn, Ragnheiður, Ívar, Anna Soffía, Sturla, Ólöf, Eyþór, Valdís, Sigþór, Björg og fjölskyldur; Sigurlaug Kristjáns. (Silla); Gréta, Inga, Jó- hann, Eyþór Snær og fjölskyldur. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.