Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurBenediktsson fæddist á Húsavík 13. ágúst 1924. Hann lést á Land- spítalanum – há- skólasjúkrahúsi 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Björnsson, skóla- stjóri á Húsavík, f. 1879, og Margrét Ásmundsdóttir, f. 1881. Systkini Guð- mundar eru: Ragn- heiður Hrefna, f. 1907, d. 1941, Sólveig Kristbjörg, f. 1912, Ás- björn, f. 1914, d. 1934, Jóhann Gunnar, f. 1916, Ólafur, f. 1917, d. 2000, og Sigurður, f. 1919, d. 1967. Hinn 16. ágúst 1950 kvæntist Guðmundur Kristínu Önnu Egg- ertsdóttur Claessen, f. 1. október 1926, og var heimili þeirra alla tíð að Reynistað í Skerjafirði. For- eldrar Kristínar voru Jean Eggert Claessen, f. 1877, og Soffía Jóns- dóttir Claessen, f. 1885. Börn Guð- mundar og Kristínar eru fjögur: 1) Ragnheiður Margrét, íslensku- kennari, f. 1953. Dætur hennar og Björns Ragnarssonar eru: Birna Anna, f. 1975, gift Valdimar Tryggva Hafstein, f. 1972, og Lára Björg, f. 1977, sonur hennar og Oddgeirs Hanssonar er Björn Óttar, f. 2001. 2) Soffía Ingibjörg, launafulltrúi, f. 1955, gift Þor- fulltrúi á málflutningsskrifstofu Eggerts Claessen og Gústafs A. Sveinssonar 1951–1958, fram- kvæmdastjóri Meistarasambands byggingarmanna 1959 til 1960 og fulltrúi hjá Verslunarráði Íslands 1961. Hann var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1962– 1964, deildarstjóri í forsætisráðu- neytinu 1964–1970 og ráðuneyt- isstjóri þar 1970–1992. Allt frá stofnun Norrænu ráðherra nefndarinnar árið 1972 og fram til ársins 1984 gegndi Guðmundur samhliðaráðuneytisstjóraembætt- inu starfi staðgengils samstarfs- ráðherra Norðurlanda. Meðal annarra starfa Guðmund- ar má nefna að hann var formað- ur Stúdentafélags Háskóla Íslands 1948–1949 og formaður Stúdenta- félags Reykjavíkur 1954–1955. Hann var endurskoðandi Verslun- arsparisjóðsins frá stofnun 1956– 1960 og Verslunarbanka Íslands 1960–1962. Guðmundur sat í nefnd sem var skipuð af dóms- og kirkjumálaráðherra til að annast undirbúning vígslu Skálholts- kirkju 1963. Hann var ritari stjórnarskrárnefnda frá 1978. Þá var hann varaformaður stjórnar Þróunarfélags Reykjavíkur. Guð- mundur hlaut fjölda viðurkenn- inga, hann var Stórriddari af Hinni íslensku fálkaorðu og hlaut heiðurspening til minningar um vígslu Skálholtskirkju 1963. Þá hlaut hann Stórkross sænsku Norðstjörnunnar, finnsku Ljóns- orðunnar og National du Mérite og British Empire-orðuna auk fleiri viðurkenninga. Guðmundur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 11. steini Einarssyni, starfsmannastjóra, f. 1952. Börn þeirra eru: Kristín Soffía, f. 1974, gift Ólafi I. Stefánssyni, f. 1973. Börn Kristínar Soffíu og Ólafs eru Helga Soffía, f. 1999, og Einar Þorsteinn, f. 2001. Einar, f. 1978, í sambúð með Helgu Kristínu Auð- unsdóttur, f. 1980. Guðmundur Bene- dikt, f. 1983. Halldór Þorsteinn, f. 1985. 3) Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, f. 1956, gift sr. Gylfa Jónssyni, héraðspresti, f. 1945. Börn Sol- veigar Láru og Hermanns Svein- björnssonar eru Benedikt Her- mann, f. 1980, kvæntur Auði Jörundsdóttur, f. 1980, Kristín Anna, f. 1988, og Vigdís María, f. 1990. 4) Eggert Benedikt, for- stjóri, f. 1963, kvæntur Jónínu Lýðsdóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 1969. Börn þeirra eru: Unnur, f. 1992, og Jakob, f. 1998. Sonur Eggerts Benedikts er Hallgrímur, f. 1989. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1945. Skólaárið 1945–1946 kenndi hann við Gagnfræðaskól- ann á Siglufirði. Hann lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands 1951 og varð héraðsdómslögmað- ur ári síðar. Guðmundur var „Pabbi, afi Guðmundur er veikur.“ Þannig hljómuðu döpur orð eldri dóttur minnar þegar hún vakti mig snemma að morgni Menningarnæt- ur. Sporin upp á Landspítala þennan morgun voru þung og við komuna þangað var mér strax ljóst að ég stæði við banabeð þessa mæta manns. Dagurinn leið með alla nán- ustu fjölskyldu Guðmundar, sem var hérlendis, við hlið hans en hann lést undir kvöld. Það fór ekki hjá því að ég hugleiddi afa Guðmund og okkar kynni þennan langa, erfiða en jafn- framt fallega dag, þar sem fjölskyld- an kvaddi hann með gráti, en líka ör- litlum hlátri og söng. Afa Guðmund hef ég þekkt í vel rúmlega þrjátíu ár eða frá því áður en hann varð afi, en dætur mínar og önnur barnabörn kölluðu hann alltaf afa Guðmund og það gerði ég iðulega ósjálfrátt líka. Við kynntumst fyrst þegar ég fór að venja komur mínar á heimili hans og Kristínar konu hans á Reynistað í Skerjafirði til að heim- sækja dóttur þeirra Ragnheiði Mar- gréti. Í fyrstu stóð mér örlítill stugg- ur af þessum háa myndarlega manni sem horfði fast á mig og var, að ég taldi víst, að gera upp við sig hvort ég væri samboðinn frumburði sínum eð- ur ei. En þetta varði jafnlengi og gott veður í Reykjavík að jafnaði og höf- um við ávallt verið mestu mátar. Afi Guðmundur var stórmerkur maður. Mun ég ekki tíunda störf hans fyrir land og þjóð sem einn af æðstu embættismönnum landsins í áratugi. Læt ég aðra um það. Ég þekkti hann bara innan fjölskyldunn- ar. Guðmundur var ótrúlega víðles- inn og margfróður. Kunni hann ljóð og jafnvel sum verk í óbundnu máli utanbókar. Var hann alltaf með bæk- ur á kontórnum og við rúmið sem hann var að lesa og margar ekki í fyrsta sinn. Hann talaði íslenska tungu betur en flestir og var ritfær svo að af bar. Frásagnargáfa var honum í blóð borin og þegar hann fór á flug sat maður hugfanginn og hlæj- andi yfir lýsingum hans á mönnum, málefnum og atburðum, sumum nýj- um en öðrum frá löngu liðnum tíma. Það er lýsandi fyrir frásagnargáfu hans að þegar undirritaður reyndi stundum að endursegja frásögn Guð- mundar á öðrum stað og annarri stundu þá vantaði eitthvað; þetta var ekki eins skemmtilegt, ekki eins fyndið. Að lokum vil ég minnast afa Guð- mundar í hlutverki þessa viðurnefn- is,en hann stóð í barnabarneignum í um það bil 25 ár og urðu þau að lok- um alls 12 og reyndar hafa bæst við þrjú barnabarnabörn síðustu ár. Hann var mikil barnagæla og náði á einstakan hátt til barnabarna sinna. Síðasta kvöldið sem hann lifði voru fjögur þeirra í gistingu hjá afa og ömmu. Afi Guðmundur var hrókur alls fagnaðar og er mér tjáð að þá hafi hann heldur betur farið á flug við kvöldverðarborðið fyrir börnin. Dag- inn eftir var hann allur. Er hægt að kveðja betur? Björn Ragnarsson. Genginn er sá maður sem í mínum huga er mesti karakter meðal ís- lenskra embættismanna í hartnær hálfa öld. Guðmundur Benediktsson trónaði með mikilli sæmd sem æðsti merkisberi embættismanna íslenska ríkisins á þriðja áratug. Guðmundur bar mikla skaphöfn og einstakt fas auk þess að vera sérstakt glæsimenni á velli. Hann var því glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar sem æðsti embættismaður forsætisráðuneytis- ins. En dýpstu og mestu lífshamingju sína fann Guðmundur í hlutverki sínu sem eiginmaður, fjölskyldufaðir, tengdafaðir, afi og langafi. Hann var ætíð hinn stóri og styrki og ástríki faðir sem blés sannri gleði í alla nær- veru þannig að hver samverustund varð eftirminnileg upplifun. Guð- mundur Benediktsson er í mínum huga sá mesti gestgjafi sem uppi hef- ur verið á Íslandi um langa hríð. Um langt árabil lagði hann línur og stýrði undirbúningi fyrir kóngaveislur og aðrar stórathafnir á vegum ríkis- stjórnarinnar. En á þessu sviði var gleði og innlifun Guðmundar einnig mest þegar hann sá um undirbúning veitinga á heimilinu fyrir stórfjöl- skylduna, og þá gjarnan í fullum kokkaskrúða. Fyrir um það bil 20 ár- um endurskópu þau Guðmundur og Kristín í veislu að heimili sínu, skv. skráðum heimildum, matseðil og alla umgjörð borðhalds sem viðhaft hafði verið af hálfu yfirvalda í viðhafnar- veislu sem haldin var í Reykjavík árið 1907 til heiðurs Friðriki 8. Danakon- ungi. Samkvæmt heimildum mun konungsheimsóknin árið 1907 hafa kostað hálf fjárlög þess árs á Íslandi. Þetta borðhald með slíkri fullkomn- un, fágun og glæsileika, ásamt djúpri virðingu fyrir sögunni, lýsti lífsstíl og einstökum persónuleika Guðmundar Benediktssonar betur en nokkur orð. Hann var sannur lífskúnstner í þess orðs bestu og fyllstu merkingu. Fyrir rúmum aldarfjórðungi varð ég hluti af Reynistaðafjölskyldunni sem tengdasonur. Ég hef alltaf verið áfram tengdasonur Guðmundar og Kristínar og ætíð notið sömu ástúðar, umhyggju og takmarkalausrar gest- risni þeirra þó að fjölskylduaðstæður hafi breyst á síðari árum. Samband okkar Guðmundar var ætíð innilegt og kærleiksríkt og fannst mér ég ætíð koma betri maður af hans fundi. Aðstæður höguðu því þannig að nú í sumar átti ég óvenju margar og eft- irminnilegar samverustundir með honum, sem ég nú horfi til og minnist af hrærðum huga með söknuði og þakklæti. Ég þakka samfylgdina, gleðina og leiðsögnina sem ég hlaut í samvistum við kæran og ógleymanlegan vin og ástríkan og elskaðan tengdaföður og afa. Megi andi og reisn Guðmundar Benediktssonar lifa að eilífu. Hermann Sveinbjörnsson. Æskuminningar okkar um afa eru samofnar fjölskyldulífinu á Reyni- stað. Amma og afi voru eitt, órjúf- anlegur hluti hvort af öðru, hjón í 55 ár. Í lífi okkar krakkana þar sem allt var svo hverfult og hratt voru þau öruggur og óbreytanlegur þáttur sem allaf var til staðar, afi og amma á Reynistað. Heimilið þeirra var svo rólegt og notalegt. Það andaði af menningu og sögu. En þar voru líka skemmtilegustu boðin haldin, besti maturinn og félagsskapurinn. Afi var höfðingi heim að sækja, hafði ein- staklega gaman af því að halda mannmörg boð, bjóða skemmtilegu fólki og enginn veitti eins vel og hann. Þá var sungið, hlegið og sagðar sög- ur. Sögur sem höfðu allskonar boð- skap og áttu erindi við unga sem aldna. Afi gat alltaf bætt einhverju við umræðuefnið hvort sem það var saga eða vísa, hann var hrókur alls fagnaðar. Afi átti stærsta, flottasta og best ilmandi kjallara í bænum. Þar var líka óþrjótandi nammisafn sem við fengum vel að njóta. Svo vel að for- eldrum okkar fannst stundum nóg um. En þá var afi í essinu sínu, þegar hann gladdi smáfólkið. Hann var göldróttur og dró sælgætið út úr eyr- unum á okkur, okkur til óendanlegr- ar ánægju. Afi okkar vann í flottasta húsi bæjarins, með styttum og dyra- verði, átti fínustu og allra stærstu skrifstofuna og hann var afinn sem við amma sóttum í vinnuna. Okkur fannst hann hlyti að vinna skemmti- legustu vinnu heims. Hann fékk að ferðast um öll heimsins lönd og oft með ömmu með sér. Þau hittu kónga og drottningar, prinsa og prinsessur og okkur fannst heimurinn þeirra búa yfir endalausri fegurð og skemmtilegheitum. Hluti af ánægju afa af því að veita öðrum var að búa til matinn sjálfur. Hún gleymist aldrei minningin um afa með hvíta svuntu og kokkahúfu á stórhátíðum. Þá var hann búinn að búa til bestu kæfu í heimi, sem síðar var send barnabörnum út um víða veröld, eða jólasíld sem atti kappi við síldina hennar ömmu á veisluborðinu. Okkur fannst hann vera eini afinn í heimi sem kunni að búa til svona góð- an mat. En afi átti líka fallegustu kjólföt heims, öll skreytt orðum sem hann hafið unnið til í lífsins ólgusjó og þannig búinn var hann svo fínn og fal- legur með drottninguna sína sér við hlið. Æska okkar með afa og ömmu var yndislegt ævintýri. Svo seinna meir, þegar hann var hættur að vinna, sat hann oftast heima í stólnum sínum með útsýnið yfir sjóinn og bókasafnið í kringum sig. Að lesa. Í fallega jakk- anum með fína hringinn sem amma hafði gefið honum. Með árunum fundum við áhuga hans á því hvað við ætluðum að gera við lífið okkar aukast jafnt og þétt. Hann gladdist með okkur við hvern áfanga sem við náðum og stóð með okkur í ákvörð- unum okkar. Nýja unga kynslóðin naut hans líka. Hann var alltaf glaður að sjá okkur og tilbúinn að leika við barnabarnabörnin sín, pota í þau með stafnum sínum, segja sögur og spyrja stelpuna sína litlu: „Erum við ekki vinkonur?“ Afi okkar, glaður og góð- ur, er órjúfanlegur hluti af lífi okkar systkinanna og mun verða það um ókomna tíð. Það eru okkur forrétt- indi að eiga minninguna um hann. Við viljum kveðja hann með þessu vísubroti sem hann fór með skömmu áður en hann dó. Því sá, sem hræðist fjöllin og einlægt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu: hvað hinumegin býr. En þeim, sem eina lífið er bjarta brúðar myndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tindinn. (Þorsteinn Erlingsson.) Guð blessi minningu Guðmundar afa. Kristín Soffía, Guðmundur Benedikt og Halldór Þorsteinn Þorsteinsbörn. Það er siður á heimili afa Guð- mundar og ömmu Kristínar, Reyni- stað í Skerjafirði, að draga fánann að húni í hvert sinn sem nýtt barn í fjöl- skyldunni kemur þangað í fyrsta sinn. Þessi siður segir mikið um afa og ömmu, væntumþykju þeirra í garð barnahópsins síns og einnig hvað þau voru alltaf dugleg að halda upp á lífið. Amma og afi kynntust ung og hófu búskap sinn á Reynistað um miðja síðustu öld. Þar hafa þau búið síðan og hefur heimilið alla tíð verið þunga- miðja og kjölfesta í tilveru fjölskyld- unnar allrar. Afi Guðmundur var mikill vinur barnabarna sinna og átti einstaka vináttu við hvert okkar. Það var ekki síst vegna þess að hann sýndi ein- kennum og sérkennum hvers og eins svo mikla athygli. Hann sýndi mikinn og einlægan áhuga á því sem við vor- um að velta fyrir okkur og hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur á öllum aldurskeiðum, jafnvel þó að þetta hafi verið hlutir sem við vitum nú að voru ekki endilega innan hans áhugasviðs. Á síðustu árum hafa þrjú barnabarnabörn bæst í hópinn og þá sáum við svo skýrt hvað hann mat hvert barn mikils. Sem tiltölulega fullorðnar konur fylgdumst við með afa, sem nú var orðinn langafi, mynda tengsl við barnabarnabörnin sín eftir persónuleika hvers og eins þeirra. Og bara nú á allra síðustu mánuðum bjó hann til nýjan boltaleik með fjögurra ára dótturdóttursyni sínum sem að- eins þeir tveir áttu og enginn annar. Húmorinn hans afa var algjörlega óviðjafnanlegur. Við teljum óhætt að fullyrða þetta þó að hann hafi verið afi okkar og við því væntanlega hlut- drægar. Við lærðum ungar inn á þennan snarpa og oft svarta húmor sem afi brá fyrir sig við hvert tæki- færi. Kannski er það eitt skýrasta merkið um þá virðingu sem hann bar fyrir börnum að hann útvatnaði aldr- ei húmorinn sinn í samskiptum við okkur þegar við vorum lítil. Hann kom alltaf fram við börn eins og jafn- ingja og grínaðist þannig við okkur að stundum reyndi ansi mikið á kurt- eisina og háttvísina sem hann inn- rætti okkur einnig mjög sterkt. Í boðum átti hann það iðulega til að hvísla einhverju að okkur börnunum og unglingunum um hinn og þennan sem var þar viðstaddur. Svo kom hann kannski með viðkomandi til okkar, raðaði okkur upp stoltur á svip og kynnti barnahópinn form- lega. Þá þurftum við oft að bíta á jaxl- inn og hugsa um sorglega hluti til að fara ekki að skellihlæja þegar við réttum fram höndina og sögðum til nafns. Afi stóð þá jafnan við hlið okk- ar fullkomlega alvarlegur á svip en blikið í augunum sáum við langar leiðir og varð til þess að við þurftum að bíta enn fastar. Þetta blik er okkur svo minnisstætt og hvernig hann frá fyrstu tíð deildi með okkur krökkun- um þeirri húmorísku sýn sem hann hafði á mannfólkið og tilveruna. Við erum lánsamar að hafa átt afa Guðmund og að hafa fengið að njóta alls sem hann kenndi okkur, gaf og var okkur. Allt frá því að við komum fyrst á Reynistað í burðarrúmum og afi dró fánann að húni, þar til við kvöddum hann fyrir nokkrum dögum með sárri sorg í hjarta, en líka gleði yfir þeim forréttindum að hafa átt slíkan afa. Guð blessi minningu hans. Birna Anna og Lára Björg Björnsdætur. Ekki gráta unginn minn amma kveður við drenginn sinn, gullinhærðan glókoll þinn geymdu í faðmi mínum, elsku litli ljúfurinn, líkur afa sínum. Afi þinn á Barði bjó, bændaprýði, ríkur nóg. Við mér ungri heimur hló. Ég hrasaði fyrr en varði. Ætli ég muni ekki þó árið mitt á Barði. Man ég víst hve hlýtt hann hló, hversu augað geislum sló og hversu brosið bað og dró, blendin svör og fyndin. Ég lést ei vita en vissi þó að vofði yfir mér syndin. Dýrt var mér það eina ár. Afi þinn er löngu nár. Öll mín bros og öll mín tár eru þaðan runnin, gleðin ljúf og sorgin sár af sama toga spunnin. Elsku litli ljúfur minn leiki við þig heimurinn. Ástin gefi þér ylinn sinn þótt einhver fyrir það líði. Vertu eins og afi þinn allra bænda prýði. (Örn Arnarson.) Þetta kvæði fór afi með fyrir okkur kvöldið áður en hann dó. Ég þakka fyrir að hafa átt eins yndislegan afa og afa Guðmund. Kristín Anna Hermannsdóttir. Mig langar að minnast Guðmundar afa míns í nokkrum orðum. Að hafa fengið að kynnast afa og þekkt hann sem fullorðinn maður er mér ákaf- lega mikilvægt. Afi var umfram allt góður, og galsinn í bakarasveininum frá Húsavík var aldrei langt undan eins og ein fyrsta minningin mín af samskiptum við hann ber vitni um. Það var þegar hann fór með mig í vinnuna sína upp í ráðuneyti og sýndi mér í hvern krók og kima og fann fyr- ir mig góða leynistaði. Afi var nefni- lega einn fyndnasti maður sem ég hef kynnst. Fyndnastar voru athuga- semdirnar sem hann gerði þegar enginn átti von á, við matarborðið eða inní stofu þar sem hann sat í stólnum sínum og hélt um stólarmana og ræddi við fjölskylduna. Í raun er þessi mynd af afa greipt í huga minn, GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.