Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 45 DAGBÓK Ferðafélagið Útivist heldur upp á 30 áraafmæli sitt í Básum í Þórsmörk ámorgun. Félagið stendur árlega fyrirfjölda viðburða, allt frá stuttum kvöld- göngum upp í nokkurra daga ferðir um óbyggðir landsins. Þátttakendur verða æ fleiri og skipta orðið þúsundum. – Hefur félagið breyst mikið í gegnum tíðina? „Já, það hefur stækkað verulega og ferðir og ferðatilhögun breyst mikið. Við höfum borið gæfu til að aðlagast breyttum aðstæðum. Fleiri horfa til okkar en áður. Það er einnig merki um breyttan tíðaranda, að stunda útivist er einfald- lega orðið hluti af lífi fólks. Fyrir um tíu árum undirgengumst við tölu- verðar breytingar og gerðum jeppamennsku hluta af okkar starfi. Við ákváðum að ekki skipti máli hvernig menn ferðuðust heldur fyrst og fremst að þeir ferðuðust saman og gerðu það með svipuðum hætti. Á síðustu árum hefur því verið starfrækt jeppadeild innan félagsins, þar sem þátttakendur ferðast á eigin jeppum og flétta saman akstri um hálendið og styttri göngu- ferðum. Við tókum einnig upp á því að ganga rösklega um Reykjavík, í klukkutíma tvö kvöld í viku. Eitt kvöld í viku er síðan farið á eitthvert fjall. Kvöld- göngurnar eru ókeypis, ekki þarf að skrá sig og allir geta komið. Annað sem við gerðum var að búa til nýja nokkurra daga gönguleið. Við völdum okkur Skaftárhrepp sem þemasvæði og bjuggum til gönguleiðina Sveinstind-Skælinga sem er þriggja nátta ferð. Við tókum sömuleiðis upp trússferðir, sem þykir eðlilegt í dag en var ný- breytni á þessum tíma. Þá er farangur fluttur fyrir fólk á milli náttstaða. Þetta opnaði nýjar víddir, fleiri gátu farið og ekki þurfti jafn- viðamikinn búnað. Menn gátu þá líka gert betur við sig og ferðin varð meira frí og ánægja en ekki harðræði og streð.“ – Hvað hefur verið vinsælast hjá ykkur? „Af einstökum gönguferðum ber næturgangan yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessu höfuð og herðar yfir aðra atburði. Jónsmessuferðin er í raun nokkurs konar árshátíð þar sem um þrjú hundruð manns taka þátt. Þá er glaumur og gleði, eins og reyndar alltaf hjá okkur. Ein af grunnreglunum okkar er að brosa og ferðast til ánægju. Við tökum okkur ekki of hátíðlega.“ – Hvernig ætlið þið að halda upp á afmælið? „Við bjóðum alla sem vilja fagna með okkur velkomna í veislu í Básum. Eins og í klassískum og góðum afmælum verður boðið upp á kaffi og kökur og það klukkan fjögur. Í tilefni afmælisins verður líka ókeypis að tjalda hjá okkur á tjald- stæðinu um helgina. Allir eru velkomnir.“ Afmæli | Ferðafélagið Útivist heldur upp á 30 ára afmæli sitt á morgun Kökur og afmæliskaffi í Básum  Árni Jóhannsson er formaður Útivistar. Hann hefur verið í stjórn félagsins í ára- tug og formaður þess síðustu fjögur ár. Árni er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Ála- borg og starfar hjá Samtökum iðnaðarins. Hann er fæddur og upp- alinn í Reykjavík, er giftur Theódóru Þór- arinsdóttur og á fjögur börn. Árni rekur ferða- áhuga sinn til unglingsáranna þegar hann var skáti og stundaði útilegur og gönguferðir á Hellisheiði. Eftir að hann kynntist Útivist hef- ur félagið átt hug hans allan. Stóru orðin. Norður ♠D863 ♥8753 V/Allir ♦DG65 ♣9 Vestur Austur ♠G74 ♠10952 ♥KG10964 ♥2 ♦Á4 ♦K109872 ♣42 ♣53 Suður ♠ÁK ♥ÁD ♦3 ♣ÁKDG10876 Vestur Norður Austur Suður 2 hjörtu Pass Pass 6 lauf Pass Pass Pass Það er svolítið eins og að vinna í happdrætti að fá góð spil. Þess vegna skulum við ekki dæma suður of hart fyrir stökkið í sex lauf – hann er að slá um sig og bjóða heiminum birg- inn. En suður á eftir að standa við stóru orðin. Hvernig á að ná í tólf slagi með trompi út? Án sagna hefði verið best að eiga slaginn í borði og svína í hjartanu. En nú kemur það ekki til greina og besti möguleiki sagnhafa er að spila lauf- unum til enda. Og taka svo ÁK í spaða þegar því verki er lokið. Þetta er líkleg endastaða: Norður ♠D ♥ – ♦DG ♣ – Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥KG ♥2 ♦Á ♦K10 ♣ – ♣ – Suður ♠ – ♥ÁD ♦3 ♣ – Suður spilar tígli og fær sendingu upp í ÁD í hjarta í lokin. E.s. Segjum að vestur hafi losað sig við tígulás. Þá tekur suður á hjartaás (til að ná hjartanu af austri) og spilar tígli. Margar aðrar stöður gætu mynd- ast, en sagnhafi ætti alltaf að hafa betur ef vestur á tígulás og austur kónginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 d6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Bd7 7. Bxc6 bxc6 8. 0-0 Be7 9. Df3 0-0 10. h3 c5 11. Rf5 Bxf5 12. Dxf5 c6 13. e5 g6 14. Df3 dxe5 15. Dxc6 Db6 16. Dxb6 axb6 17. He1 Rd7 18. Bh6 Hfe8 19. Had1 Hed8 20. Rd5 Bf8 21. Bg5 Hdc8 22. a3 Kg7 23. Re3 Ha7 24. Rc4 f6 Staðan kom upp í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Háskólanum í Reykjavík. Tómas Björnsson (2.227) hafði hvítt gegn Haraldi Baldurssyni (2.033). 25. Hxd7+! Hxd7 26. Rxb6 Hb7 27. Rxc8 fxg5 28. b3 hvítur er nú í senn peði yfir og með betra tafl. 28. ...Hd7 29. Rb6 Hd2 30. Hc1 e4 31. Rc4 Hd4 32. Kf1 Kf7 33. a4 Ke6 34. Ke2 Hd7 35. Ha1 Bg7 36. Hd1 Hf7 37. Hd6+ Ke7 38. Hc6 Hf5 39. Hc7+ Kf8 40. a5 Bd4 41. Re3 Hf6 42. Ha7 Bxe3 43. Kxe3 h5 44. a6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Til borgarstjórnar Reykjavíkur ÉG vil þakka fyrir breytingar sem unnar voru í sumar við Hlemm og ofanverðan Laugaveg. Þar var stað- ið vel að verki, allt er orðið miklu fal- legra og betra, á ekki lengri tíma. (Sennilega úrvalsverktakar og -hönnuðir). Ég vil einnig koma á framfæri spurningar til Bjarkar Vilhelms- dóttur, stjórnarformanns Strætós bs.: Hvað á það að þýða að loka karlaklósettinu á Hlemmi? Þetta kemur sér mjög illa, svo ekki sé meira sagt. Svar óskast. Björn J. Óskarsson, Laugavegi 149. Vantar salernisaðstöðu ÉG var að versla í Bernhöftsbakaríi í Bergstaðastræti. Mjög gott bakarí og þar er líka aðstaða til að fá sér kaffi og með því og hægt er að kíkja í dagblað jafnframt því sem maður verslar. Svo bar svo við að ég þurfti að komast á salerni og bað stúlkuna að leyfa mér að skreppa í 2 mínútur. Stúlkan varð vandræðaleg og þurfti að spyrja yfirmann sinn um leyfi. Hún kom aftur og sagði því miður, við lánum ekki aðgang að salerni. Ég spyr: Er þetta leyfilegt? Þurfa ekki allir að hafa salernisaðstöðu sem selja veitingar? Ólafur Þór Friðriksson. Góð þjónusta hjá Esso ÉG vil koma á framfæri þakklæti til Kjartans hjá Esso við Stóragerði sem aðstoðaði mig. Ég bý í nágrenni stöðvarinnar og sá að einhver hafði ætlað að stela dekkjum undan bíln- um mínum og lágu rærnar við hlið bílsins. Fór ég með rærnar til Kjart- ans og bað hann að athuga þetta fyr- ir mig sem hann gerði og festi hann fyrir mig dekkið og fór yfir hin dekk- in. Vil ég þakka fyrir þessa góðu þjónustu hjá Esso. Björg Randversdóttir. Lausaganga hunda í Heiðmörkinni ÉG var á göngu í Heiðmörkinni sl. mánudag og á móti mér komu tveir stórir schäeferhundar. Hljóp annar þeirra að mér og var það frekar ógn- vekjandi. Með hundana voru tvær stúlkur og þóttust þær ekki vita að það væri bannað að hafa hunda lausa í Heiðmörkinni. Ég kem reglulega í Heiðmörkina og hef lent í þessu áður og finnst mér þetta vera að aukast. Vil ég benda hundaeigend- um á að lausaganga hunda í Heið- mörkinni er stranglega bönnuð. Samúel Gústafsson. Dísarfuglinn Rómeó er týndur DÍSARFUGLINN Rómeó týndist frá Langholtsvegi 51 föstudaginn 19. ágúst sl. Hann er grár með appels- ínugular kinnar. Kærastan varð eft- ir. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 692 1695 eða 661 3616. Snotra er enn týnd SNOTRA týndist frá Logafold í Grafarvogi 13. ágúst sl. Hún er inni- kisa og óvön því að vera úti. Hún er hvít með svörtum dílum, vel merkt, bæði í eyra og á hálsól. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hana vinsamlegast hafið samband í síma 820 2033. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Þessar ungu dugmiklu dömur úr Ólafsvík, þær Þórhildur, Sigur- björg Metta, Valgerður og Line, héldu flóamarkað til styrktar barnadeild Hrings- ins við innganginn á versluninni Kassanum. Voru stelpurnar með gott úrval af vörum sem þær höfðu safnað sjálfar og fengið gefins hjá vinum og ættingjum. Verðinu var stillt í hóf hjá þeim og mátti fá góðar vörur frá 5 kr. upp í 500 kr. Voru þær ánægðar að söludegi loknum og seldu fyrir 8.600 kr., sem verða afhentar barnadeild Hringsins. Morgunblaðið/Alfons Hlutavelta | Þessir duglegu 11 ára drengir, Kolbjörn Björgvinsson og Alexander Freyr Sveinsson, efndu til hlutaveltu við Glæsibæ til styrktar BUGL. Ágóðinn var 2.200 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.