Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 248. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Engin dúkkudress Marc Jacobs sýnir nýjar fatalínur í New York | Menning Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Grindhoraður koli og lélegt fiskirí  Marorka verð- launuð fyrir Maren 2  Hlerarnir hrein bylting Íþróttir | Gunnar Heiðar gerir það gott í Svíþjóð  Real Madrid steinlá í Frakklandi Washington. AP. | Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær axla ábyrgð á því sem fór úrskeiðis þegar alríkisstjórnin brást hrapallega í aðgerðum við fellibylnum Katrínu 29. ágúst. Hann sagði ham- farirnar vekja spurningar um hvort stjórnin gæti brugðist sem skyldi við náttúruhamförum og stórfelldum hryðjuverkum. „Katrín afhjúpaði alvarleg vandamál á öllum stigum stjórnsýslunnar hvað varðar getu okkar til að bregðast við hamförum,“ sagði Bush. „Að svo miklu leyti sem alríkisstjórnin stóð sig ekki alveg sem skyldi, þá axla ég ábyrgð.“ Bush var spurður hvort fólk hefði ástæðu til að hafa áhyggjur af því að stjórnin gæti ef til vill ekki brugðist sem skyldi við stórfelldum hryðjuverkum í ljósi þess að yfirvöld brugðust seint og illa við náttúruhamförunum. „Erum við fær um að takast á við harða árás? Þetta er mjög mikilvæg spurning og það þjónar hags- munum þjóðarinnar að við göngum úr skugga um þetta til að geta brugðist við með betri hætti,“ svaraði forsetinn. Reuters „Katrín af- hjúpaði alvar- leg vandamál“ Hermenn rífa gólf barnaathvarfs sem skemmdist í fellibylnum í Mississippi. FORSVARSMENN FL Group kanna nú möguleika á kaupum samsteypunnar á nor- ræna lággjaldafélaginu Sterling Airways, sem er í eigu Fons, eignarhaldsfélags þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Krist- inssonar. Forsvarsmenn FL Group vildu síð- degis í gær ekki tjá sig um málið, þegar Morgunblaðið hafði samband við þá. Skömmu fyrir kl. hálfníu í gærkvöldi barst hins vegar eftirfarandi tilkynning til Morg- unblaðsins frá FL Group og tekið fram að hún hefði verið send til Kauphallar Íslands og fjölmiðla: „Viðræður FL Group og Fons: Stjórnir FL Group hf. og eignarhaldsfélags- ins Fons, sem á flugfélögin Sterling og Ma- ersk Air, hafa ákveðið að hefja viðræður um fjárfestingu og/eða kaup FL Group á Sterl- ing og Maersk. Viðræður hafa ekki enn haf- ist og því er óvíst á þessu stigi hver nið- urstaðan verður.“ Samkvæmt sumum heimildum Morgun- blaðsins hafa forsvarsmenn félaganna verið með slíkan möguleika til skoðunar í nokkurn tíma og áform eigenda Sterling Airways frá því fyrr í sumar um að hefja á næsta ári flug heimavelli. Hannes Smárason, stjórnarfor- maður FL Group, Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri félagsins, stjórnarmenn og lögfræð- ingar félagsins eru nú í Kaupmannahöfn, þar sem möguleikinn á kaupum FL Group á Sterling Airways er kannaður og viðræður fara fram. Formlega var gengið frá kaupum Sterling á Maersk í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Félagið mun hér eftir fljúga undir merkjum Sterling Airways. Ekki mun liggja fyrir, enn sem komið er, nákvæmlega hvaða hugmyndir menn gera sér um skiptingu eigna, samnýtingu flugvéla eða samnýtingu flugleiðakerfa félaganna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins komst mikill skriður á viðræðurnar síðdegis í gær, eftir að formleg kaup Sterling á Ma- ersk voru í höfn. Þegar Morgunblaðið náði tali af Pálma Haraldssyni, í Bretlandi í gær, kvaðst Pálmi ekkert vilja tjá sig um það hvort slíkar við- ræður stæðu yfir. „Það eina sem ég get sagt á þessari stundu,“ sagði Pálmi, „er að það hafa margir áhugasamir fjárfestar og flug- félög haft samband við okkur og sýnt Sterl- ing Airways áhuga, enda félagið fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu.“ vestur um haf, til Bandaríkjanna, með sér- stökum lágfargjöldum, munu m.a. að mati þessara heimildarmanna hafa haft áhrif á áhuga forsvarsmanna FL Group á kaupum á félaginu. Samkvæmt öðrum heimildum Morgun- blaðsins eru það hins vegar fyrirætlanir Ice- land Express um stóraukið flug milli Íslands og Evrópu frá og með næsta vori, sem jafn- vel hafi átt að byggjast á því að nýta flug- vélar Sterling yfir þann tíma sólarhringsins, sem þær hefðu ella ekki verið í notkun, sem hafi hrint þessum viðræðum af stað. Hörð samkeppni SAS og Sterling Flug Icelandair, dótturfyrirtækis FL Gro- up, milli Íslands og Norðurlanda hefur um nokkurt skeið farið fram í samstarfi við SAS, sem áður hafði tekið upp áætlunarflug til Íslands en hætti því eftir að samstarf tókst við Flugleiðir á sínum tíma. SAS hefur hins vegar á undanförnum vikum tekið upp harða samkeppni við Sterling og önnur lág- gjaldaflugfélög á Norðurlöndum og því óljóst hvaða áhrif það hefði á samstarf SAS og FL Group á flugleiðunum milli Íslands og Norðurlanda ef síðarnefnda félagið keypti Sterling og hæfi samkeppni við SAS á FL Group kannar kaup á Sterling  Forsvarsmenn FL Group komnir til Kaupmannahafnar  Margir hafa sýnt Sterling áhuga að sögn Pálma Haraldssonar Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is PALESTÍNSKUR piltur heldur á þjóðfána Palestínumanna á strönd við yfirgefna byggð gyðinga á Gaza-svæðinu. Palestínumenn þyrptust á ströndina í gær til að fagna brott- Hamas-samtökin héldu útifund í Gaza-borg í gær til að fagna brottför Ísraela og sögðust ætla að herða árásir sínar á Ísraela á Vestur- bakkanum. för Ísraela frá Gaza-svæðinu og margir þeirra höfðu aldrei áður fengið tækifæri til að synda í sjónum. Fimm manns drukknuðu í sjónum í fyrradag. Reuters Fá nú loks tækifæri til að synda BRESKA lögreglan hefur haft eftirlit með hundruðum róttækra íslamista í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði frá þessu í gær þegar hann svaraði spurningum þing- nefndar sem kannar viðbrögð yfirvalda við hryðjuverkunum í London 7. júlí. Günther Beckstein, innanríkisráðherra Bæj- aralands, óttast að hópar „íslamskra ofstæk- ismanna“ í Þýskalandi séu að undirbúa hryðju- verk. „Í Þýskalandi eru 3.000–5.000 slíkra íslamista sem eru tilbúnir að beita ofbeldi og víla ekki fyrir sér að gera sjálfsmorðsárásir,“ sagði Beckstein, sem talið er að verði innanrík- isráðherra Þýskalands sigri hægriflokkarnir í kosningunum á sunnudaginn kemur. Fylgst með hundr- uðum íslamista Sydney. AP. | Atvinnumaður í áströlskum ruðningi, Brett Backwell, kvaðst í gær ætla að láta taka af sér fingur í von um að það yrði til þess að hann stæði sig betur í íþrótt- inni. Backwell getur ekki notað höndina sem skyldi og hefur fundið fyrir verkjum frá því að baugfingur vinstri handar brotnaði fyrir þremur árum. Læknar lögðu til að beinin í fingrinum yrðu fest saman en hann vildi það ekki. Backwell kvaðst telja að hann yrði að fórna fingrinum til að geta haldið áfram að iðka ruðning. „Það er svolítið harkalegt að höggva fingur af, en ruðningur er mér svo kær og ég nýt þess að iðka íþróttina, þannig að ef þetta hjálpar mér að ná árangri þá verð ég bara að gera það.“ Allt fyrir íþróttina ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.