Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 18
Langanes | Leiðin er löng þvert yfir
landið, frá Reykjanestá að Langa-
nesfonti en virðist freista margra
sem unna útiveru, hvort sem er
gangandi, hjólandi eða á hestum.
Fjórir félagar í Vélhjóla-
íþróttaklúbbnum Vík fóru þessa leið
fyrstu vikuna í september og voru
fimm daga á leiðinni. Lagt var upp
frá Reykjanesvita á sunnudegi og á
fimmtudegi komu þeir á Langanes-
ið. Þeir voru allir á torfæruhjólum
og fóru utan alfaraleiða yfir hálendið
en komu aldrei á þjóðveg 1.
Leiðin lá um Biskupstungur, Jök-
ulheima, um Bárðargötu í Von-
arskarð, Gæsavatnaleið og áfram og
gist var ýmis á sveitabæjum eða há-
lendisskálum og eina nótt í Gríms-
tungu.
Kveikjan að ferðalaginu var 100
ára afmæli hjá Vík og þeir hófu und-
irbúning í sumar. Þá komu þeir m.a.
fyrir bæði bensíni og matvælum á
leiðinni sem þeir staðsettu með
GPS-punktum og gengu svo að því á
leiðinni. Ferðalangarnir voru vel út-
búnir, bæði með gervihnattasíma,
NMT-farsíma og þrjú GPS-tæki.
Ferð þeirra gekk alveg samkvæmt
áætlun og ekkert fór úrskeiðis. „Það
var kalt á hálendinu,“ sögðu fé-
lagarnir sem lentu líka í snjókomu
og alls kyns erfiðu ökufæri en leið
þeirra var alls 960 kílómetrar.
Heimferðin tekur styttri tíma því
hjólin verða þá sett á kerru og ekið á
bíl aftur á Suðurlandið.
Hjólakapparnir Jakob, Björn, Hrólfur Ingi og Sveinn.
Á torfæruhjólum þvert yfir landið
Eftir Líneyju Sigurðardóttur
18 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Til sölu er fasteignin
Sindragata 7, Ísafirði.
Um er að ræða samtals
1.730 fm steinsteypt
atvinnuhúsnæði
á tveimur hæðum.
Tilboð óskast í eignina.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu minni.
Fasteignasala TG
Tryggvi Guðmundsson hdl.
Hafnarstræti 1 • 400 Ísafirði • S. 456 3244
www.tg.is • eignir@tg.is
Atvinnuhúsnæði
til sölu á Ísafirði
Samvera eldri borgara
fimmtudaginn 15. september kl. 15.00
Gestur samverunnar verður
Séra Sigríður Munda Jónsdóttir
Örn Viðar Birgisson og Stefán Birgisson syngja,
Arnór Brynjar Vilbergsson leikur með á píanó.
Helgistund.
Kaffiveitingar og spjall að venju. Allir velkomnir.
Glerárkirkja
GLERÁRKIRKJA
SUÐURNES
LANDIÐ
Reykjanesbær | Bókasafn Reykja-
nesbæjar er sú bæjarstofnun sem
þótt hefur skara fram úr í fjöl-
skyldumálum á árinu og Sparisjóð-
urinn í Keflavík fékk samskonar
viðurkenningu meðal fyrirtækja í
bænum. Þetta tilkynntu bæjaryf-
irvöld í Listasafni Reykjanesbæjar
fyrir skömmu, ásamt því að velja
tvö fyrirtæki sem lagt hafa alúð í
umhverfisvernd.
Þetta er í annað sinn sem
Reykjanesbær stendur að þessu
vali á fjölskylduvænustu fyrirtækj-
unum í bænum og eru það starfs-
mennirnir sjálfir sem benda fé-
lagsþjónustu bæjarins á kosti síns
vinnustaðar.
Bæði Bókasafn Reykjanesbæjar
og Sparisjóðurinn í Keflavík hafa
haft að leiðarljósi að taka tillit til
þess starfsfólks sem þarf að sinna
fjölskyldustörfum og hliðra til svo
starfsfólk gefist kostur á að sinna
fjölskyldum sínum. Þessu er mætt
með sveigjanlegum vinnutíma og
hlutastörfum auk þess sem tekið er
tillit til sumarleyfa maka og barna.
Frumkvæði í umhverfismálum
Við sömu athöfn veitti umhverf-
is- og skipulagssvið Reykjanes-
bæjar tveimur fyrirtækjum við-
urkenningu á sviði umhverfismála.
Komu verðlaunin í hlut Ung-
mennafélags Íslands sem hefur oft-
sinnis horft til Reykjanesbæjar
þegar kemur að umhverfismálum,
nú síðast þegar félagið veitti Bláa
hernum frá Reykjanesbæ við-
urkenningu í samvinnu við Poka-
sjóð.
Þá fékk verslunin Persóna í
Reykjanesbæ viðurkenningu fyrir
frumkvæði í umhverfismálum og
fyrir að vera leiðandi afl í um-
gengni við Hafnargötu.
Fyrirtæki verðlaunuð fyrir fjöl-
skyldustefnu og umhverfisvernd
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Fjölskylduvæn fyrirtæki Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður Bóka-
safns Reykjanesbæjar, tekur við viðurkenningunni úr hendi Árna Sigfús-
sonar bæjarstjóra. Hjá stendur Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri
með viðurkenningu bankans.
NÚ ER tími uppskeru af mörgu
tagi. Hér er fólk úr Baldursheimi í
garði sínum í Bjarnarflagi að taka
upp kartöflur og segir Þórunn hús-
freyja að uppskeran sé ágæt. Berja-
spretta er nokkur en tilfinnanlega
vantar sól til að berin nái fullum
þroska.
Morgunblaðið/BFH
Tími uppskeru
í Bjarnarflagi
ÁFRAM, hagsmunasamtök íbúa í
Dalvíkurbyggð, lýsir í ályktun fund-
ar síns um helgina, vanþóknun á því
að félagsmálaráðherra geti leyft sér
að hafna eindreginni kröfu íbúa fyrr-
verandi Svarfaðardalshrepps um að
endurheimta sjálfstæði sitt, slíta
sambandi við Dalvíkurbyggð.
Íbúar Svarfaðardalshrepps sam-
einuðust Árskógshreppi og Dalvík-
urbæ árið 1998. „Var það gert í góðri
trú um að það myndi verða til að
styrkja byggðina okkar, auk þess
sem þessu fylgdu fyrirheit um að
þessi sameining kæmi ekki niður á
skólahaldi á Húsabakka,“ segir í
ályktun samtakanna. Einnig að þrátt
fyrir fyrirheit og ítrekuð loforð hefði
Húsabakkaskóla nú verið lokað, sjö
árum eftir sameininguna og þrátt
fyrir hávær mótmæli. „Og enn hafa
bæjaryfirvöld þverskallast við að
uppýsa okkur um það hversu mikið
muni í raun og veru sparast, hvort
nokkuð sparast, vegna þessa gjörn-
ings. Aðfarir þær sem viðhafðar voru
af hálfu bæjaryfirvalda tilheyra vart
lýðræðissamfélagi, enda mátti kenna
þar hrein brot á landslögum,“ segir í
ályktun samtakanna.
Um 85% íbúa hins gamla Svarf-
aðardalshrepps undirrituðu í vor
kröfu um að sveitarfélagið öðlaðist
sjálfstæði á ný, en ráðherra kvaðst
ekki munu beita sér fyrir að af slíku
yrði. Ljóst sé, segja Svarfdælingar,
„að við erum einfaldlega föst, enda
eru sveitarstjórnarlögin þannig úr
garði gerð að aðeins er heimilt að
sameina sveitarfélög, en ekki slíta
þau í sundur“.
Fundurinn segir að í aðdraganda
kosninga um sameiningu sveitarfé-
laga sem verða í næsta mánuði, hafi
yfirvöld ekkert gert til að tryggja
hag smærri sveitarfélaga. Þess í stað
sé rekinn einhliða áróður um ágæti
sameiningar og reynt að fegra hana
sem kostur er. „Við skorum því á alla
væntanlega kjósendur að láta ekki
bjóða sér þetta að óbreyttu heldur
fella þessa sameiningu. Með því
sendum við stjórnvöldum þá kröfu
að sveitarstjórnarlögum verði breytt
þannig að sameining geti orðið fýsi-
legri kostur, ekki síst fyrir hin
smærri sveitarfélög. Völ á útgöngu-
leið á ný er hér alger nauðsyn, því
aðeins með þá tryggingu í farteskinu
geta lítil sveitarfélög gætt sinna
hagsmuna eftir sameiningu við önn-
ur og stærri.“
Vonast Svarfdælingar til að Al-
þingi bregðist betur við kröfu þeirra,
en raunin varð á með félagsmálaráð-
herra.
Hagsmunasamtök íbúa í Dalvíkurbyggð um sameiningu
Ný útgönguleið nauðsyn