Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
LEITIN að Friðriki Ásgeiri Her-
mannssyni, sem saknað er eftir að
skemmtibáti hvolfdi á Viðeyjarsundi á
laugardag, bar ekki árangur í gær, og er
hann formlega talinn af. Að sögn Þor-
valdar Friðriks Hallssonar hjá svæð-
isstjórn björgunarsveita var leitað frá
morgni langt fram á kvöld.
Leitað var með sónartækjum, eða
botnsjám úr björgunarskipinu Baldri frá
Landhelgisgæslunni, auk þess sem notast
var við neðansjávarmyndavél úr björg-
unarbátnum Ásgrími S. Björnssyni. Alls
tóku um 30 manns þátt í leitinni.
Síðdegis í gær var farið yfir stöðuna og
metið hvernig leit skyldi háttað næstu
daga. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík,
segir að leit verði haldið áfram á morg-
un, en ef hún beri ekki árangur verði
væntanlega gert hlé á formlegri leit þar
til um helgina þegar viðamikil leit verði
sett í gang.
Í dag er ráðgert að hefja leit í fjörum
með litlum bátum kl. 9, auk þess sem Jón-
as segir trúlegt að vinir og ættingjar
Friðriks leiti hans áfram af landi. Hugs-
anlega verði beitt hægfara flugvél sem
ættingjarnir fá aðgang að.
Rannsókn lögreglunnar stendur enn
yfir og stóð til í gær eða í dag að taka
skýrslur af hjónunum sem komust lífs af
úr slysinu. Rannsókn lögreglu miðar m.a.
að því að upplýsa atburðarásina fyrir
slysið. Við rannsóknina verða sigl-
ingatæki bátsins skoðuð auk allra ann-
arra gagna sem komið geta að gagni við
rannsóknina.
Morgunblaðið/Kristinn
Leitað var frá björgunarskipinu Baldri
(nær) og Ásgrími S. Björnssyni með són-
artækjum og neðansjávarmyndavélum.
Árangurslaus
leit fram eftir
kvöldi á Við-
eyjarsundi
SÍÐASTI Íslendingurinn sem sakn-
að var eftir hamfarirnar í Bandaríkj-
unum, Rita Daudin, sem búsett var í
New Orleans, hefur nú látið vita af
sér. Ekkert amaði að henni enda flúði
hún borgina áður en fellibylurinn
skall á.
Þar með hafa allir Íslendingarnir
sem vitað var um að hefðu verið á
flóðasvæðunum í Bandaríkjunum
þegar hamfarirnar urðu látið vita af
sér og ljóst að enginn Íslendingur
lést eða slasaðist alvarlega, segir Pét-
ur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utan-
ríkisráðuneytinu. Hann segir að eng-
ar fregnir hafi borist af því að
Íslendingar hafi misst aleiguna í
hamförunum þótt einhverjir hafi
misst hús sín.
Allir Íslend-
ingarnir
hólpnir
FISKSÖLUFYRIRTÆKIÐ Atl-
antis Group undirritaði í gær samn-
ing við Daito Gyorui í Japan, sem er
stærsti fiskmarkaðurinn í Tókýó og
sá annar stærsti í heimi. Samning-
urinn snýst um kaup Japana á fiski
frá Atlantis næstu fimm árin, að-
allega eldisfiski eins og laxi og tún-
fiski. Nemur andvirði samningsins
um 40 milljörðum jena, eða rúmum
22 milljörðum króna, þannig að um
umfangsmikil viðskipti er að ræða.
Óli Valur Steindórsson, forstjóri
Atlantis Group, undirritaði samn-
inginn fyrir hönd fyrirtækisins en
viðstaddur var Davíð Oddsson ut-
anríkisráðherra og margir úr við-
skiptasendinefndinni sem nú er á
ferð um Japan. Gærdagurinn hófst
einmitt hjá nefndinni með heim-
sókn á fiskmarkaðinn í Tókýó.
Veltan fer í 16 milljarða
Atlantis er fjölþjóðlegt fiskeldis-
og fisksölufyrirtæki með starfs-
stöðvar í 14 löndum en höfuðstöðv-
ar eru á Íslandi. Fyrirtækið sér-
hæfir sig í eldi og sölu á laxi og
túnfiski. Það er að þriðjungi í eigu
Óla Vals Steindórssonar en aðrir
eigendur koma m.a. frá Japan og
Ástralíu. Þá á Íslandsbanki 15%
hlut, sem samkvæmt upplýsingum
blaðsins er tímabundin eign bank-
ans.
Atlantis hefur nýlega kynnt áætl-
anir um veltuaukningu úr 180 millj-
ónum Bandaríkjadala á þessu ári í
250 milljónir dollara á því næsta,
eða um 16 milljarða króna, og
tryggir samningurinn í Japan
stærstan hluta þeirrar veltuaukn-
ingar.
Að sögn Árna Páls Einarssonar,
sölustjóra Atlantis í Japan, kemur
eldisfiskurinn að mestu frá Króatíu,
Chile og Mexíkó. Ekki séu uppi
áform um að svo stöddu að flytja út
eldisfisk frá Íslandi, hvað sem síðar
gerist.
Stór áform í Asíu
Eins og kom fram í Kínaheim-
sókn Ólafs Ragnars Grímssonar sl.
vor þá hefur Atlantis uppi stór
áform um fisksölu í Asíu. Í þeirri
heimsókn var einmitt undirritaður
samningur um byggingu stærðar-
innar frystigeymslu í Kína sem á að
geta hýst um 50 þúsund tonn af
fiski í einu. Mun Samskip sjá um
rekstur geymslunnar fyrir Atlantis
og kínverskt fyrirtæki. Þaðan
stendur til að dreifa fiski til Japans,
Kína, Kóreu og Ástralíu.
Risasamningur Atlantis Group við einn stærsta fiskmarkað í heimi
Fisksölusamningur við
Japani upp á 22 milljarða
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÁKAFINN bætti stærðarmuninn upp í þessu annars óhefðbundna reiptogi sem fór fram í frímínútum í Laugarnesskóla í gær, þó að ekki fylgi sögunni
hver stóð uppi sem sigurvegari þegar bjallan hringdi. Kennarinn hafði þó að sjálfsögðu vökult auga með leiknum þar til kennslan hófst á ný.
Morgunblaðið/Ásdís
Reiptog með frjálsri aðferð í frímínútunum
SAKSÓKNARI í Baugsmálinu
krafðist þess fyrir dómi í gær að
ákæran í málinu yrði látin standa
óbreytt, verknaðarlýsingar sem þar
kæmu fram væru fullnægjandi og
því ekki ástæða til að vísa málinu frá
dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar sagði gallana á ákær-
unni aftur á móti svo mikla að mál-
inu ætti að vísa frá í heild sinni og að
ákæran bæri þess greinileg merki að
vera unnin í miklum flýti.
Úrskurður verður væntanlega
kveðinn upp á þriðjudaginn kemur.
Jón H. Snorrason, saksóknari og
yfirmaður efnahagsbrotadeildar rík-
islögreglustjóra, sagði m.a. að hægt
væri að lýsa fjárdrætti með ýmsum
hætti og í ákæru þyrfti ekki að fara
nákvæmlega eftir orðalagi í lögum.
Benti Jón dómurum á nokkra hér-
aðs- og hæstaréttardóma máli sínu
til stuðnings. Þá benti hann á að í
mörgum málum hefðu gallar í ákæru
ekki komið í veg fyrir að hægt væri
að kveða upp dóm, aðalatriðið væri
að sakborningar gerðu sér grein fyr-
ir þeim sökum sem bornar væru á
þá. Dómarar spurðu fárra spurninga
og í viðtali við fréttamenn að loknu
þinghaldi játaði Jón því að erfitt
hefði verið að gera grein fyrir mál-
inu og sagði að það væri óljóst hvaða
hugmyndir dómararnir hefðu.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar, sagðist telja
að slíkir annmarkar væru á málinu
að því yrði að vísa frá í heild sinni en
að hugsanlega gæti ákæruvaldið
höfðað mál vegna þeirra ákæruliða
sem ekki hefði verið gerðar athuga-
semdir við.
Saksóknari segir ekki annmarka á ákærunni í Baugsmálinu
Krefst þess að ákæran
í málinu verði óbreytt
Verjandi sagði gallana á ákærunni svo
mikla að vísa eigi málinu frá í heild
Verjandi vill/24