Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða aukaflugi til
Kraká í nóvember. Þriggja og
fjögurra nátta helgarferðir í boði. Nú
getur þú kynnst þessari einstöku
borg sem slegið hefur í gegn hjá
Íslendingum. Úrval góðra hótel í
hjarta Kraká.
Kraká
3. og 10. nóv.
frá kr. 51.390
Verð kr. 51.390
Netverð á mann. Flug, skattar, sérstakt
eldsneytisgjald, gisting með
morgunverði í 3 nætur á Hotel Eljot og
íslensk fararstjórn, 3. nóvember.
20. okt. - Uppselt
3. nóv. - Uppselt
3. nóv. - Aukaflug
laus sæti (3 nætur)
10. nóv. - Aukaflug
laus sæti (4 nætur)
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Fegursta borg Póllands
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
SÍMINN og Neyðarlínan sendu
frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í
gær: „Síminn og Neyðarlínan
kynntu þann 17.04. 2002 samstarf
sem ætlað er til að auka öryggi
borgara sem hringja í Neyðarlín-
una úr farsímum.
Neyðarlínan, Síminn og Hnit
þróuðu kerfið sem felst í því að
Neyðarlínan fær aðgang að upp-
lýsingum úr kerfi Símans. Með
tækninni er mögulegt að stað-
setja þann sem hringir í Neyð-
arlínuna með nokkurri ná-
kvæmni. Þetta eykur öryggi og
getur stytt þann tíma sem það
tekur að greina erindi innhringj-
anda og koma viðkomandi til
hjálpar. Með þessu kerfi tóku Ís-
lendingar forystu í að nýta stað-
setningartækni fyrir viðbragðs-
aðila og var Ísland með fyrstu
þjóðum til þess að taka í notkun
staðsetningartækni í neyðarþjón-
ustu.
Síminn hefur rekið kerfið frá
árinu 2002 og hefur öðrum síma-
fyrirtækjum staðið til boða að fá
aðgang að því. Það er því ekki
rétt sem haft er eftir Dóru Sif
Tynes, lögfræðingi Og Vodafone,
bæði í Morgunblaðinu og í
Blaðinu 13. september, að Síminn
hafi hindrað aðgang þeirra að
staðsetningarþjónustunni sem
Síminn, Neyðarlínan og Hnit
þróuðu.
Ekkert hefur verið því til fyr-
irstöðu af hálfu Símans að Og
Vodafone fái aðgang að kerfinu.
Það er bæði Neyðarlínunni og
Símanum kappsmál að öryggi
allra borgara verði tryggara,
óháð því við hvaða símafyrirtæki
þeir skipta.“
Yfirlýsing frá
Símanum og
Neyðarlínunni
FORSTJÓRI Og Vodafone vonast
eftir því að lausn finnist á næstu dög-
um á því hvernig fyrirtækið geti kom-
ið upplýsingum um staðsetningu far-
síma sem hringt er úr til
Neyðarlínunnar sjálfkrafa til Neyðar-
línunnar, en Síminn hefur veitt slíka
þjónustu frá apríl 2002.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og
Vodafone, segir að ósamkomulag hafi
verið um hvaða aðferð eigi að nota, Og
Vodafone hafi viljað tengjast kerfi
Neyðarlínunnar beint, eins og Síminn
gerir, til að koma upplýsingunum
áleiðis. Neyðarlínan hafi hins vegar
frekar kosið að Og Vodafone sendi
upplýsingarnar inn í kerfi Símans,
sem komi þeim svo sjálfkrafa til
Neyðarlínunnar. Árni fundaði með
fulltrúum Neyðarlínunnar í gær, og
segir lausn á næsta leiti.
„Við hefðum auðvitað helst viljað
að Neyðarlínan tengdist okkar kerfi
líka, eins og hún tengist kerfi Símans.
Við teljum að í því felist meira öryggi
fyrir alla,“ segir Árni. Hann segir
meira öryggi í því að hafa tvö aðskilin
kerfi ef eitthvað bilar því þá verði
a.m.k. annað starfandi þó hitt bili.
Deilt um hver borgar brúsann
Upplýsingar frá Og Vodafone eru í
dag sendar inn á kerfi Símans, en ekki
er unnið úr þeim hjá Símanum þar
sem kerfi Símans hefur ekki verið
lagað að kerfi Og Vodafone. Árni seg-
ir að viðræður um lausn á vanda-
málinu hafi verið í gangi fyrir nokkru.
„Síminn taldi það eðlilegt þegar slík
vinna færi fram að Og Vodafone
greiddi fyrir hana. Það finnst okkur
undarlegt, þar sem þá er verið að laga
þeirra kerfi og sníða af því vankanta.“
Hann segir kostnaðinn hlaupa á ein-
hverjum milljónum króna.
Árni segist reikna með því að allir
aðilar komi að málinu aftur nú í ljósi
hörmulegra atburða á Viðeyjarsundi.
Ef Neyðarlínan er tilbúin til að semja
við Og Vodafone um að tengjast
þeirra kerfi á sama hátt og þeir tengj-
ast kerfi Símans segir hann að strax
verði farið í vinnu við að tengjast.
Hann segir þá lausn dýrari, en heppi-
legri öryggisins vegna. Spurður hvort
til greina komi að Og Vodafone greiði
Símanum fyrir að aðlaga kerfi sitt,
svo að viðskiptavinum Og Vodafone
verði tryggt aukið öryggi segir Árni:
„Auðvitað kemur það til greina og við
værum til í að skoða það. Manni finnst
bara súrt í brotið að Neyðarlínan sé í
raun og veru að neyða okkur til að
senda þessi merki inn til keppinautar
okkar, sem er ekki tæknilega tilbúinn
til að senda þetta áfram.“
Strandar ekki á Símanum
Ekkert er því til fyrirstöðu að Og
Vodafone fái aðgang að kerfi Símans
sem gerir Neyðarlínu kleift að stað-
setja farsíma sem hringt er úr um leið
og símtal berst, segir Eva Magnús-
dóttir, upplýsingafulltrúi Símans.
Hún segir að sá tími sem það geti
tekið tæknimenn að laga kerfið að
símkerfi Og Vodafone fari eftir verk-
efnastöðu, en gæti verið um tveir
mánuðir. Spurð hver kostnaðurinn
við það sé segir hún hann óverulegan.
Enn sem komið er segir Eva að Og
Vodafone hafi aldrei óskað eftir því
beint við Símann að fá aðgengi að
kerfinu, þó að einhverjar viðræður
hafi átt sér stað milli Og Vodafone og
Neyðarlínunnar. Eva segir að Síman-
um sé kappsmál að öryggi allra borg-
ara verði tryggara, óháð því við hvaða
símafyrirtæki þeir skipta.
Upplýsingar Og Vodafone um staðsetningar
Lausn á næstu dög-
um segir forstjóri
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Árni Pétur Jónsson
„ÉG kann bara pínulítið í íslensku
en við erum að læra málið,“ segir
María Reina de los Cielos, nunna
frá Argentínu, sem leggur stund á
íslenskunám við Háskóla Íslands
ásamt sjö trúfélögum sínum frá
Argentínu, Brasilíu og Tékklandi.
Bekkurinn er þétt skipaður í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta við
Háskóla Íslands. Þar á meðal eru
fjórar nunnur, María Beina de los
Cielos og María de Pentre Costés
frá Argentínu, Mary of Ass-
umption frá Filippseyjum og
Maria Mae de Deus frá Brasilíu,
tveir argentínskir prestar, Lucio
Ballester og Gabriel M. Grosso, og
munkarnir David Tencer og Anton
Majercal frá Tékklandi. Þau eru
hingað komin til þess að starfa
fyrir kaþólsku kirkjuna á Íslandi
en segjast þurfa að læra málið
fyrst.
„Kaþólski biskupinn á Íslandi
bauð okkur að koma hingað og
vinna fyrir kaþólsku kirkjuna,“
segir David Tencer, spurður um
ástæðu íslenskunámsins.
Mary of Assumption segist hafa
óskað eftir því að starfa í Súdan
eftir að hafa verið í Bandaríkj-
unum, en ástandið í Afríku hafi
verið talið ótryggt og því hafi hún
verið tilbúin að fara til Íslands
þegar hún hafi heyrt af möguleik-
unum hér.
Lucio Ballester segist hafa
starfað á Ítalíu undanfarin fjögur
ár og hafi þekkst boð biskupsins
um að starfa á Íslandi. Maria Mae
de Deus, nunna, er í sama söfnuði
og segist fara þangað sem óskað
sé eftir sér. Þau hafa verið hér
mislengi, sum í um ár og önnur
skemur, og eru því komin mis-
langt í íslenskunáminu. En þau
láta á það reyna eins mikið og þau
geta. „Við komum hingað þrjár
nunnur fyrir um ári og fundum
strax fyrir því að málið var helsta
hindrunin,“ segir Mary of Ass-
umption. „Við byrjuðum á því að
fara í kvöldskóla í Hafnarfirði í
fyrra en hófum öll saman nám við
Háskóla Íslands nú í haust.“
Lucio Ballester segir að ís-
lenskunámið þurfi sinn tíma. „Við
þurfum að minnsta kosti tvö ár til
þess að læra málið og í okkar
starfi skiptir mjög miklu máli að
kunna tungumál þess lands sem
við störfum í hverju sinni til þess
að geta sett okkur inn í menn-
inguna og kynnst fólki betur,“
segir hann. Þau skera sig úr
vegna klæðaburðarins, nunnurnar
með slæður að hætti kaþólskra
nunna, munkarnir í kuflum og
prestarnir í prestsskyrtum, en þau
segja að þau verði ekki fyrir neinu
áreiti vegna þessa. „Nemendur við
Háskóla Íslands eru vel að sér,
gera sér grein fyrir hvers vegna
við erum hérna og virða það eins
og hvað annað,“ segir Lucio
Ballester.
Morgunblaðið/Þorkell
Þau starfa fyrir kaþólsku kirkjuna en vilja læra málið fyrst. Nunnurnar María de Pentre costes og Mary of Assumption komust ekki í skólann í gær vegna
veikinda en María Beina de los Cielos, Maria Mae de Deus, Gabriel M. Grosso, Lucio Ballester, David Tencer og Anton Majercal sóttu íslenskutíma.
Kunna bara pínulítið í íslensku
STEFNUR Skeljungs og Olís á
hendur Samkeppniseftirlitinu og ís-
lenska ríkinu voru þingfestar í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Líkt og
Olíufélagið Esso, sem áður hafði
fengið stefnu sína þingfesta, krefj-
ast hin olíufélögin ógildingar á úr-
skurði áfrýjunarnefndar samkeppn-
ismála um verðsamráð félaganna.
Til vara krefjast félögin þess að
sektir sem á þau voru lagðar verði
felldar niður. Alls hljóðuðu sekt-
irnar upp á rúmar 1.500 milljónir
króna, þar af var sekt Olís upp á
560 milljónir, 495 milljónir á Esso
og 450 milljónir á Skeljung.
Reiknað er með að mál olíufélag-
anna þriggja verði rekin samhliða í
héraðsdómi. Samkeppnisyfirvöld
hafa nú átta vikna frest til að skila
inn greinargerð um kröfugerð olíu-
félaganna.
Þegar greint var frá stefnu Esso
í Morgunblaðinu í sumar kom m.a.
fram að félögin færðu þau rök fyrir
kröfum sínum að málsmeðferðar-
reglur hefðu verið brotnar og
mannréttindi félaganna og starfs-
manna þeirra ekki virt. Þá var því
einnig haldið fram að þrátt fyrir
„mikið samneyti“ olíufélaganna
hefðu þau ekki hagnast af því og
viðskiptavinir að sama skapi ekki
orðið fyrir tjóni.
Krefjast
ógildingar
úrskurðar
Stefnur Olís og Skelj-
ungs þingfestar í héraði
Eva Magnúsdóttir