Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 15
ERLENT
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
29
46
4
09
/2
00
5
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070
Við viljum bjóða þér meira
en þú hefur látið þig
dreyma um
Heilsársdekk Krómgrind
á afturljós
Vindskeið Aurhlífar Dráttarbeisli
Í samstarfi við
RAV4 aukahlutapakki að andvirði 185.000 kr. fylgir með
Nú færð þú glæsilegan RAV4 með veglegum aukahlutapakka að andvirði
185.000 kr., heilsársdekk, dráttarbeisli, vindskeið, aurhlífar og krómgrind á
afturljós. Komdu, prófaðu RAV4 og upplifðu meira en þú hafðir látið þig
dreyma um. Þú gerir ekki betri kaup fyrir veturinn!
Verð frá 2.690.000 kr.
Mánaðarleg greiðsla frá 35.990 kr.*
50% afsláttur af lántökugjaldi.
* m.v. 10% útborgun og 84 mánaða bílasamning hjá Glitni.
Sameinuðu þjóðunum. AFP. | George
W. Bush, forseti Bandaríkjanna,
mun ávarpa allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna í dag en fréttaskýrend-
ur segja, að það verði í raun ekki sá
sami Bush og ávarpaði það fyrir
þremur árum.
Fyrir þremur árum þegar reiðin
ólgaði enn og sauð í Bandaríkja-
mönnum vegna hryðjuverkanna 11.
september 2001 boðaði Bush innrás í
Írak og skoraði á SÞ að styðja hann í
því. „Þjóðir heims standa frammi
fyrir mikilli prófraun og Sameinuðu
þjóðirnar eru á tímamótum. Munu
þær reynast tilgangi sínum trúar eða
verður farið að líta svo á, að þær
skipti ekki máli?“ sagði Bush í ræðu
sinni á allsherjarþinginu 12. septem-
ber 2002.
Síðan hefur mikið vatn til sjávar
runnið. Íraksstríðið verður æ óvin-
sælla í Bandaríkjunum og efasemdir
um leiðtogahæfileika Bush hafa
vaknað vegna viðbragða hans og al-
ríkisstjórnarinnar við afleiðingum
fellibylsins Katrínar. Fyrir þremur
árum var hann í „stríðshug“ en er nú
að reyna að finna „útgönguleið“ fyrir
138.000 bandaríska hermenn í Írak.
Eftir ræðuna fyrir þremur árum
naut Bush stuðnings 70% Banda-
ríkjamanna en nú er stuðningurinn
kominn niður í 38%.
Margt fleira hefur breyst og þá
ekki síst áherslurnar í utanríkismál-
um. Ríkisstjórnin er ekki jafnherská
í orðum og áður og í hryðjuverkastr-
íðinu er áherslan á frelsi og á að
sigra hryðjuverkamenn, ekki aðeins
á vígvellinum, heldur ekki síður á
hinum hugmyndafræðilega vett-
vangi.
Hefur reynt að bæta
samskiptin við Evrópu
Bush var einu sinni líkt við kú-
reka, sem hefði það að einkunnar-
orðum, að „sá, sem ekki með mér, er
á móti mér“, en að undanförnu hefur
hann lagt sig fram um að bæta sam-
skiptin við Evrópuríkin, græða þau
sár, sem Íraksstríðið olli, og Banda-
ríkjastjórn hefur tekið upp samstarf
við önnur ríki gagnvart Norður-Kór-
eu og Íran.
Bush skipaði að vísu John Bolton
sem sendiherra sinn hjá SÞ, mann,
sem líklega hefur sýnt stofnuninni
meiri fyrirlitningu en nokkur annar,
en hjá honum sjálfum er farið að
kveða við annan tón. „Ég tel Samein-
uðu þjóðirnar ákaflega mikilvægar,“
sagði Bush fyrr á árinu en bætti við,
að nauðsynlegt væri að komast fyrir
ýmsan vanda þar á bæ. Síðustu tvær
ræður Bush á þinginu snerust mikið
um Írak en búist er við, að ræða hans
í dag verði öllu almennari. Scott
McClellan, talsmaður hans, sagði í
gær, að hún myndi snúast um „al-
þjóðamál í víðum skilningi og um þau
tengsl, sem eru með frelsi, lýðræði,
viðskiptum, þróun og öryggismál-
um“.
Búist við breyttum
áherslum hjá Bush
Belfast. AFP. | Óeirðir halda áfram í
Belfast á Norður-Írlandi, tíu lög-
reglumenn særðust í átökum við
hundruð mótmælenda í miðborg-
inni aðfaranótt þriðjudags. Bresk
stjórnvöld hyggjast lýsa því yfir að
vopnahléð á Norður-Írlandi hafi
verið rofið, að sögn Sky-sjónvarps-
stöðvarinnar í gær.
Um 60 lögreglumenn hafa særst í
óeirðunum í borginni sem blossuðu
upp um helgina eftir að félagar í
Óraníureglunni, helstu samtökum
mótmælenda á N-Írlandi, fengu
ekki að efna til árlegrar fjölda-
göngu um hverfi kaþólskra í Bel-
fast. Gangan hefur áður orðið
kveikja að átökum og var hún því
bönnuð.
Átökin í fyrrakvöld voru þó ekki
eins hörð og fyrri tvö kvöld og
beitti lögregla aðeins einni vatns-
byssu gegn óreiðaseggjunum, sem
köstuðu bensínsprengjum og öðr-
um hlutum og skutu flugeldum á
lögreglu.
Kveikt var í nokkrum bílum og
mótmælendur lokuðu helstu vegum
út úr borginni á mesta umferðar-
tímanum. Nokkur þúsund lögreglu-
menn og um 1.200 hermenn hafa
verið sendir til Belfast til að halda
uppi lögum og reglu.
Ofbeldisaldan nú virðist endur-
spegla mikla óánægju meðal her-
skárra sambandssinna á N-Írlandi
með friðarsamkomulagið sem gert
var árið 1998 en það er kennt við
föstudaginn langa. Samkomulaginu
var ætlað að binda enda á vopnuð
átök milli sambandssinna, sem vilja
áframhaldandi samband við Bret-
land, og Írska lýðveldishersins
(IRA), helstu samtaka herskárra
kaþólikka. Þeir vilja að N-Írland
sameinist Írska lýðveldinu.
AP
Kona í Belfast á leið fram hjá brunnum strætisvagni í gær. Tugir manna
hafa særst í óeirðunum síðustu daga og eignatjón er mikið.
Átök í Belfast
Lucknow, Kathmandu. AFP. | Talið er
að minnst 675 manns látist í heilaból-
gufaraldri sem geisar á Norður-Ind-
landi, en tilkynnt var um 11 dauðsföll
í gær. Indversk heilbrigðisyfirvöld
segja þó að búið sé að ná tökum á
sjúkdómnum og greinilega farið að
hægja á útbreiðslu veikinnar sem
berst með moskítóflugum úr svínum
í menn. Að auki hafa 204 manns látið
lífið af völdum sjúkdómsins í grann-
ríki Indlands í Himalajafjöllum,
Nepal.
Heilabólgufaraldur er árviss í
sunnanverðu Nepal á regntímanum
en þá fjölgar moskítóflugum ört.
Mörg börn eru ávallt meðal fórnar-
lambanna. Héraðið þar sem farald-
urinn geisar í Indlandi, Uttar Pra-
desh, er það fjölmennasta á Indlandi
og jafnframt það fátækasta. Íbúar
þar eru um 180 milljónir.
Heilabólga er landlæg í Uttar Pra-
desh og segja heilbrigðisstarfsmenn
þar að skortur á forvörnum, eins og
til dæmis bólusetningu, sé orsök
þess hve margir hafa látist. Oft koma
foreldrar ekki með börnin fyrr en
þau eru orðin mikið veik, jafnvel
meðvitundarlaus en þá er mjög erfitt
að bjarga lífi þeirra. Læknar segja
einnig að mikill skortur sé á starfs-
fólki, lyfjum og og öðrum búnaði.
Hundruð deyja úr heilabólgu