Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 35
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats-
skyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati
á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/
2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Náma í Laugarfelli í Fljótsdalshreppi
Norðausturvegur, Arnarstaðir-Brekka í
Öxarfjarðarhreppi
Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær
er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn-
unar: www.skipulag.is .
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 12. októ-
ber 2005.
Skipulagsstofnun.
Efling-stéttarfélag
Fulltrúakjör til ársfundar Starfs-
greinasambands Íslands og ársfundar
Alþýðusambands Íslands
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör fulltrúa á ársfund Starfsgreinasambands
Íslands sem haldinn verður á Akureyri dagana
6.—7. október nk. og ársfund Alþýðusambands
Íslands, sem haldinn verður í Reykjavík dagana
20.—21. október nk.
Tillögur vegna ársfundar Starfsgreinasam-
bands Íslands með nöfnum 46 aðalfulltrúa og
jafnmörgum til vara, ásamt meðmælum 120
fullgildra félagsmanna, skulu hafa borist skrif-
stofu Eflingar-stéttarfélags fyrir kl. 16.00 mið-
vikudaginn 21. september nk.
Tillögur vegna ársfundar Alþýðusambands
Íslands með nöfnum 52 aðalfulltrúa og jafn-
mörgum til vara, ásamt meðmælum 120 full-
gildra félagsmanna, skulu hafa borist skrif-
stofu Eflingar fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn
28. september nk.
Kjörstjórn
Eflingar-stéttarfélags.
Vegur um Arnkötludal og
Gautsdal í Hólmavíkur-
hreppi og Reykhólahreppi
Mat á umhverfisáhrifum - úrskurður
Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif-
um. Fallist er á, með skilyrðum, lagningu
vegar um Arnkötludal og Gautsdal í Hólmavík-
urhreppi og Reykhólahreppi.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is .
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 14. októ-
ber 2005.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Raðauglýsingar 569 1100
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Atvinnuauglýsingar
augl@mbl.is
UM síðustu helgi fór fram At-
skákmót Íslands sem haldið var í
húsakynnum Taflfélags Reykjavík-
ur í Faxafeni 12. Teflt var með
breyttu sniði þannig að engin und-
ankeppni var haldin áður en komið
var að 16 manna úrslitum heldur
var mótið frá upphafi opið öllum.
Þrátt fyrir það var teflt eftir út-
sláttarfyrirkomulagi og skráði sig
alls 51 keppandi sig til leiks og
hófst taflið á föstudagskvöldið þar
sem þeir sem voru í stigahærri
hópnum samkvæmt íslenska at-
skákstigalistanum tefldu við þá
stigalægri. Óvæntustu úrslit
kvöldsins voru þau þegar Kristján
Örn Elíasson (1.875) sló út gamla
brýnið Ingvar Ásmundsson (2.235).
Þegar kom að annarri umferð voru
32 skákmenn eftir og bar þá helst
til tíðinda að Halldór Brynjar Hall-
dórsson (2.225) sló út alþjóðlega
meistarann Jón Viktor Gunnarsson
(2.460). Halldór Brynjar lét ekki
staðar numið þar því að í næstu um-
ferð vann hann Friðrik Ólafsson
(2.490) eftir bráðabana. Kollegi
Friðriks í stórmeistarastétt, Þröst-
ur Þórhallsson (2.480), datt einnig
út í sextán manna úrslitum þegar
hann þurfti að lúta í lægra haldi
fyrir alþjóðlega meistaranum
Braga Þorfinnssyni (2.295). Einnig
var það óvænt að Guðmundur
Kjartansson (2.040) vann Stefán
Kristjánsson (2.490) en í átta
manna úrslitum tapaði Guðmundur
fyrir höfundi þessara lína þegar
hann fékk hálfan vinning úr tveim
skákum. Halldór Brynjar byrjaði
átta manna úrslitin vel þegar hann
vann fyrri atskákina
gegn Henrik Daniel-
sen (2.511) en tapaði
svo einvíginu eftir
bráðabana. Í undan-
úrslitunum mættust
annars vegar Jóhann
Hjartarson (2.620)
og Henrik Danielsen
og hinsvegar Hannes
Hlífar (2.595) og
Helgi Áss (2.560).
Skemmst er frá því
að segja að Hannes
fékk yfirburðartafl
snemma tafls í fyrri
atskákinni gegn mér
en eigi að síður tókst
mér að halda lífi í stöðunni. Seigla
Hannesar bar mig að lokum ofurliði
svo að í næstu viðureign var að
duga eða drepast fyrir mig.
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Bg2 d5 4.
Rf3 Bg4
Í stuttu máli þá var fræðilegri
þekkingu minni á byrjuninni lokið
þegar hér var komið sögu. Mér til
huggunar vissi ég að andstæðing-
urinn væri ekki heldur vanur þess-
ari stöðu svo að ég vildi láta reyna á
þá hugmynd sem kviknaði yfir
borðinu og fólst í níunda leik hvíts.
5. Re5 Bf5 6. cxd5 cxd5 7. Da4+
Rbd7 8. Rc3 e6 9. g4!
Stöðulega gengur þessi leikur út
á það að ef svartur hörfar með bisk-
upinn á g6 að þá komi h2-h4 og
vegna hótunarinnar h4-h5 verði
svartur að leika h-peðinu sínu en þá
splundrast peðastaða hans eftir
Re5xg6. Svartur afréð því að leika
9. … Bc2
10. Rxf7!
Öflugasta framhaldið þar sem
eftir 10. … Bxa4 11. Rxd8 Hxd8 12.
Rxa4 Rxg4 13. Bh3 verður hvítur
óumflýjanlega peði yfir.
10. … Kxf7 11. Dxc2 Rxg4 12.
Rxd5!
Þessi leikur er áferðarfallegur
þar sem svartur má ekki taka
manninn sbr. t.d. 12. … exd5 13.
Bxd5 Kf6 14. De4 Rge5 15. d4 og
hvítur vinnur.
12. … Dh4 13. Dc7 Hd8??
Tölvuheili hefur bent á að 13. …
Ke8 hefði haldið spennu í stöðunni
þó að hvítur standi betur að vígi eft-
ir 14. Dxb7 Dxf2+ 15. Kd1 Hb8 16.
Dc6 exd5 17. De6+ Be7 18. Dxg4.
14. Df4+ og svartur gafst upp
enda staðan ófögur á að líta eftir 14.
… Kg8 15. h3.
Ég vona að vinur minn Hannes
fyrirgefi mér að ég birti skák þessa
en það verður ekki af honum tekið
að hann sýndi mikinn sigurvilja í
bráðabanaskákunum okkar þar sem
í fyrri skákinni var hann kominn í
umtalsverð vandræði en náði jafn-
tefli og í þeirri síðari stóð hann
einnig lakar þegar hann hristi úr
erminni fórn sem ég brást ekki rétt
við og í framhaldinu bar Hannes
sigur úr býtum. Meðan á skákum
okkar Hannesar stóð sigraði Jó-
hann Henrik Danielsen með einum
og hálfum vinningi gegn hálfum.
Því er það svo að rétt eins og á síð-
asta ári munu Jóhann Hjartarson
og Hannes Hlífar Stefánsson tefla
til úrslita um Íslandsmeistaratitil-
inn í atskák. Einvígið mun fara
fram í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins
og má þá hafa í huga hið fræga leik-
rit – á sama tíma að ári.
Rimaskóli lenti í
þriðja sæti á NM
Skáksveit Rimaskóla hafnaði í 3.
sæti á Norðurlandamóti barna-
skólasveita sem fram fór um
helgina í Ósló í Noregi. Lokastaða
keppninnar varð þessi:
1. Svíþjóð 14½ vinning af 20
mögulegum.
2. Noregur I 13 v.
3. Ísland, Rimaskóli 12½ v.
4. Noregur II 11 v.
5. Danmörk 7 v.
6. Finnland 2 v.
Varamaður Rimaskóla, Júlía
Guðmundsdóttir, tefldi enga skák á
mótinu en hinir fjórir sveitarmeð-
limirnir tefldu fimm skákir og var
árangur þeirra eftirfarandi:
1. borð: Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v.
2. borð: Hörður Aron Hauksson 3 v.
3. borð: Sverrir Ásbjörnsson 3 v.
4. borð: Júlía Rós Hafþórsdóttir 3½ v.
Nánari upplýsingar um keppnina
er að finna vefsíðunni www.skak.is.
Róbert lenti í 2.–4.
sæti í Ungverjalandi
Þegar tveim umferðum var ólokið
á alþjóðlegu móti í Ungverjalandi
þurfti Róbert Harðarson á tveim
sigrum á að halda til að ná áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli. Hann
fékk hins vegar aðeins hálfan vinn-
ing og lauk því keppni með 5½ vinn-
ing af 9 mögulegum og lenti í 2.–4.
sæti. Lokastaða mótsins varð ann-
ars þessi:
1. Zdenko Stupavski (2.337) 7 v.
2.-4. Róbert Harðarson (2.361), Evarth
Kahn (2.307), Gabor Pirisi (2.294) 5½ v.
5. Bela Lengyel (2.284) 5 v.
6.-7. Svetlana Vasilkova (2.308) og Juergen
Brustkern (2.250) 4½ v.
8. Sandor Farago (2.284) 4 v.
9. Dr. Freerk Bulthaupt (2.185) 2½ v.
10. Laszlo Mihok (2.201) 1 v.
Nánari upplýsingar um mótið er
að finna á heimasíðu þess, firstsat-
urday.freeweb.hu.
Á sama tíma að ári SKÁKSkáksamband ÍslandsATSKÁKMÓT ÍSLANDS
9.–11. september 2005
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
Jóhann
Hjartarson
Hannes Hlífar
Stefánsson
HÚSGAGNAHÖLLIN opnaði 23. júlí sl.
þriðju hæð verslunarinnar. Í tengslum við
opnunina var opnunarleikur á hverri hæð
sem stóð yfir í 3 vikur. Dregið hefur verið
í leiknum og á myndinni má sjá vinnings-
hafana. Talið frá vinstri er Birgir Frið-
jónsson, rekstrarstjóri Húsgagnahall-
arinnar, Kári Friðriksson og fjölskylda,
en hann vann vikuferð fyrir 4 til Flórída
með Icelandair ásamt gistingu og miðum í
Disney World og Guðríður Harðardóttir
og fjölskylda, en hún vann helgarferð til
Kaupmannahafnar með Icelandair ásamt
gistingu og miðum í Tívolí. Á myndina
vantar Guðbjörgu Helgadóttur sem vann
100.000 kr. inneign í Húsgagnahöllinni.
Vann ferð fyrir fjóra til Flórída
ALÞJÓÐAHÚSIÐ hefur opnað
nýja vefsíðu www.ahus.is. Á henni
má finna fjölbreyttar upplýsingar
um íslenskt samfélag: eyðublöð til
að panta túlk á Netinu, eyðublað
til að skrá sig í tungumálaskipti,
upplýsingar um menningar– og
trúfélög, upplýsingar um reglur
varðandi dvalar- og atvinnuleyfi,
eyðublöð til að skrá sig á tölvu-
póstlista og verða áskrifandi að
blaði Alþjóðahússins.
Vefsíðan er á íslensku og
ensku, einnig má finna upplýs-
ingar um starfsemi Alþjóðahúss á
10 tungumálum til viðbótar,
pólsku, spænsku, víetnömsku, taí-
lensku, arabísku, serbnesku, alb-
önsku, króatísku, rússnesku, og
frönsku.
Upplýsingar á
tólf tungumálum
Kynningarstjóri
norræna skálans
RANGT var farið með starfsheiti
Kristínar Ingvarsdóttur, starfs-
manns á heimssýningunni í Japan, í
blaðinu í gær. Hið rétta er að Kristín
er kynningarstjóri norræna skálans.
Beðist er velvirðingar á rangherm-
inu.
Leiðrétt