Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞÚ GETUR EKKI FENGIÐ ALLT SEM ÞÚ VILT EN ÉG GET ÞAÐ VIÐ ÆTLUM AÐ GERA SVOLITLA TILRAUN KYLFINGURINN OKKAR HEFUR HANNAÐ NÝJAN ORKU- DRYKK SEM MUN KOMA Í VEG FYRIR ÓÞARFA VÖKVATAP FARIÐ Í RÖÐ. ÞIÐ FÁIÐ ÖLL EINN SOPA AF ÞESSUM UNDRADRYKK GETURÐU EKKI HAFT HANN AFTAST Í RÖÐINNI HÉRNA ER TVÖ HUNDRUÐ KALLINN ÞINN, KALVINN EINHVER KJAFTAÐI. EF ÉG KEMST AÐ ÞVÍ HVER ÞAÐ ER ÞÁ LÚBER ÉG HANN ÉG ÆTTI AÐ NOTA TVÖ HUNDRUÐ KALLINN MINN TIL AÐ HRINGJA Í TRYGGINGARNAR HVOR EYRNALOKKURINN FER BETUR VIÐ ÞENNAN KJÓL? SÁ BLEIKI ÞESSI ER RAUÐUR... ... OG ÞESSI ERGULUR ÉG ER ENGINN TÍSKU- SÉRFRÆÐINGUR GANG- BRAUT HVAÐ ERTU AÐ GERA? SETJA VASELÍN Í HÁRIÐ AF HVERJU? ÞVÍ ÉG VIL EKKI VERA VALINN TIL AÐ SITJA Í KVIÐDÓMNUM ÞANNIG AÐ ÞÚ ÆTLAR AÐ KLÆÐA ÞIG EINS OG ÓÞOKKI? ÉG MÁ EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ TAKA MÉR FRÍ FRÁ VINNUNNI HVAÐ MEÐ SJÁLFS- VIRÐINGUNA VONANDI ER ÉG EKKI BÚINN AÐ HENDA HAUSKÚPU- BOLNUM ÉG ÆTLA AÐ DRÍFA MIG MEÐ MYNDINA ERTU AÐ GLEYMA ÞVÍ AÐ ÉG TÓK HANA? EN EF ÞÚ VILT FÁ HEIÐURINN, ÞÁ... ÞETTA ER Í GÓÐU LAGI. ÉG VAR AÐ MUNA EFTIR TÖSKU SEM MIG LANGAR Í VIÐ FENGJUM MUN MINNA FYRIR HANA EF JAMESON VISSI AÐ ÞÚ HEFÐIR TEKIÐ HANA... Dagbók Í dag er miðvikudagur 14. september, 257. dagur árs- ins 2005 Víkverji hefur veriðað undra sig á því að hvorki hósti né stuna hefur heyrst í fjölmiðlum eftir tón- leika Gospelkórs Reykjavíkur og Páls Rósinkranz í Laug- ardalshöll á dögunum. Höllin var nánast troð- full og meðal hátt í þrjú þúsund gesta var Víkverji. Þetta var strax í kjölfar lands- leiks Íslendinga og Króata í Laug- ardalnum, þar sem litlu fleiri áhorfendur mættu. Þetta voru satt best að segja frá- bærir tónleikar. Litlu munaði að Vík- verji hreinlega frelsaðist, því hann hefur nú ekki verið viðstaddur tón- leika með þessum ágætu andans listamönnum fyrr, nema þá fyrir framan sjónvarpið á jólum. Kórinn, stjórnandinn Óskar Ein- arsson, stórsveitin og Páll fóru á kostum í Höllinni. Sér í lagi Óskar sem var algjör hamhleypa á sviðinu. Stökk oft hæð sína í loft upp. Og það er ekkert ofsögum sagt að stórsveitin er í heimsklassa. Þvílíkt og massað band! Páll er einnig í heimsklassa en hefði bara að mati Vík- verja mátt syngja meira, nógu kröft- uglega var hann klapp- aður upp, drengurinn. Fyrst Víkverji er á annað borð sestur tímabundið í sæti list- gagnrýnanda langar hann að koma á fram- færi smávegis at- hugasemdum til lista- manna og tónleika- haldara. Ekki veit Víkverji nákvæmlega af hverju hver einasti kórfélagi er með míkrafón í hendi en þegar kom að hæstu tónum flöttust þeir út og virkuðu hreinlega sem skrækur í eyrum Víkverja. Kannski voru græjurnar bara of hátt stilltar, enda kvörtuðu víst einhverjir tónleikagestir í hléinu yfir hávaða. Að öðru leyti skilaði ómþýður söngurinn sér mjög vel. Þá skilur Víkverji ekki hvernig hægt er að selja í pallana milli gólfs og stúku á hæsta verði því þar er þröngt og óþægilegt að sitja. Ágætt útsýni og tónlistarvíma spillist vegna óþæginda í afturenda og útlimum. Þetta mætti gjarnan hinn ötuli Einar Bárðarson hafa í huga, næst þegar hann fyllir Höllina. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is              Borgarleikhúsið | Barnaleikhúsmessa var haldin í Borgarleikhúsinu í gær. Á Nýja sviðinu voru sýnd atriði úr 14 leiksýningum sem eru fyrir börn og ung- linga. Yfir 20 leikverk voru kynnt, ýmist sem leikbrot á sviði eða í anddyri Borgarleikhússins. Þeir sem tóku þátt í barnaleikhúsmessunni eru allt at- vinnumenn í dans- og leiklist. Barnaleikhúsmessa er nýbreytniverkefni sem er ætlað tengiliðum í leiklist í leik- og grunnskólum í Reykjavík. Hún veitir áhorfendum tækifæri til að njóta fjölbreyttra sýningaratriða og um leið tækifæri til að velja sýningar fyrir sína skóla fyrir yfirstandandi skólaár. Morgunblaðið/Þorkell Barnaleikhúsmessa MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroð- ann. (Sálm. 57, 9.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.