Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 43
TÓNLIST
Erlendar plötur
Chaos and Creation in the
Backyard – Paul McCartney
Nýjasta plata fyrrverandi bassaleikara
hljómsveitarinnar The Beatles. McCart-
ney spilar sjálfur á flest hljóðfæri og
upptökustjóri er Nigel Godrich.
Í LOK heimildarmyndar um gerð
Chaos and Creation in the Backy-
ard segir Paul McCartney að laga-
smíðar séu eins og að baka virki-
lega góða köku. Höfundurinn
setjist niður án þess að hafa nokk-
uð í höndunum, en klukkutíma síð-
ar sé komið lag. Úr engu.
Chaos and Creation in the
Backyard er fyrsta plata McCart-
neys í fjögur ár, eða síðan hann
sendi frá sér Driving Rain árið
2001. Á þeirri plötu átti hann frá-
bæra spretti, m.a. í laginu „From a
Lover to a Friend“, sem hreinlega
verður að flokka með hans bestu. Í
laginu gætir ákveðinnar dýptar og
tilfinningar, sem oft hefur skort á í
listsköpun McCartneys, en ekki á
nýju plötunni.
Á Chaos fékk hann til liðs við sig
upptökustjórann Nigel Godrich,
sem lyft hefur grettistaki með
hljómsveitinni Radiohead og tón-
listarmanninum Beck Hansen. Go-
drich stýrði upptökum á höf-
uðverkum listamannanna; OK
Computer með Radiohead og Sea
Change með Beck. Þessi ákvörðun
reyndist heillaskref.
Godrich er nefnilega með bein í
nefinu. Ef McCartney gerðist svo
ósvífinn að færa honum lag sem
honum líkaði ekki fékk karlinn að
heyra sannleikann. Sjálfur Paul
McCartney, sem var í The Beatles
og hefur samið tónlist sem selst
hefur í hundruðum milljóna ein-
taka, þurfti að þola að unglingur á
fertugsaldri ybbaði gogg. Það hafði
hann aldrei þurft að þola áður.
Mesti galli McCartneys hingað
til hefur verið krónískur dóm-
greindarbrestur. Hann hefur
reynst afar slakur dómari í eigin
málum og þess vegna sjaldan sent
frá sér plötu sem hæfir manni með
snilligáfu eins og hans. Þarna var
dómgreindin sem þurfti komin;
holdbirtist í Nigel Godrich, fertug-
um karlmanni sem aðeins var far-
inn að missa hárið, ólíkt McCart-
ney sjálfum.
Godrich hélt járnaga á karlinum.
Hann leyfði honum ekki að koma
með hljómsveitina, sem fylgt hefur
honum á tónleikaferð síðustu ára, í
hljóðverið. McCartney varð að
gjöra svo vel og spila á flest hljóð-
færin sjálfur, en eins og flestir tón-
alltaf til staðar: „Sigh as you think
about tomorrow / Make a vow that
you’re going to be happy again“.
Góð lífspeki hjá karlinum, að mað-
ur hafi hamingju sína að miklu leyti
í eigin höndum.
McCartney hefur löngum haft
dálæti á latínóskotnum ballöðum,
sem oftast hafa farið í taugarnar á
undirrituðum. „A Certain Soft-
ness“ er svo sannarlega enn ein
slík, en enn og aftur vex það við
hverja hlustun, enda þrungið af
melódíu.
Myrkasta lagið á Chaos er án efa
„Riding to Vanity Fair“. Þar „heyr-
ist“ handbragð Godrich einna best,
því lagið hefði sómt sér vel á fyrr-
nefndri Sea Change með Beck. Ef
til vill besta lagið á plötunni; að
minnsta kosti með þeim bestu.
„Follow Me“ er algjör perla. Ást-
arsöngur eins og þeir gerast bestir.
Maðurinn veit hvað hann syngur og
meinar það.
„Looking through the backyard
of my life / Time to sweep the fallen
leaves away“ eru orð lífsreynds 63
ára manns. Lagið „Promise to You
Girl“ hefst og endar á þessari gríp-
andi hendingu, en á milli eru radd-
aður millikafli og rokkaður að-
alkafli, með sólói sem minnir
óneitanlega á plötuna Red Rose
Speedway, eða að minnsta kosti
það tímabil á ferli McCartneys,
miðjan áttunda áratuginn, þegar
hann var með Denny Laine og
Lindu í Wings.
„This Never Happened Before“
er ballaða sem minnir mann líka á
verk McCartneys á áttunda ára-
tugnum. „My Love“ kemur upp í
hugann. Virkar einfalt við fyrstu
hlustun, en festir svo rætur í sinni
manns eins og vellyktandi garðjurt.
Lokalagið er „Anyway“. Barns-
lega einföld byrjun og óhemju
ófrumleg, en að henni lokinni tekur
treginn við. Kannski sísta lagið á
plötunni, en engu að síður ágætt.
Með Chaos and Creation in the
Backyard hefur Paul McCartney
loksins gert þá plötu sem hann hef-
ur hæfileika til. Dómgreind-
arskortur hans síðustu áratugi hef-
ur leitt til þess að hann hefur verið
litinn hornauga af öðrum tónlist-
armönnum og gagnrýnendum,
enda hefur hann að margra mati
ekki gert nægar kröfur til sjálfs sín
og gjarnan reynt að sníða tónlist
sína að ímynduðum kröfum ann-
arra. Núna hefur McCartney, svo
notuð sé líking hans sjálfs, bakað
köku eftir eigin höfði (með smáað-
stoð frá aðstoðarbakaranum Nigel
Godrich). Og hvílík kaka.
Ívar Páll Jónsson
Hvílík kaka!
listaráhugamenn vita er hann góð-
ur trommuleikari og slarkfær á
flest önnur hljóðfæri sem notuð eru
í popptónlist (auk þess auðvitað að
vera snillingur á bassagítarinn).
McCartney hafði ekki gegnt svo
veigamiklu hlutverki í hljóðverinu
síðan hann gerði McCartney II árið
1980, en þar á undan hafði hann
verið allt í öllu á snilldarverkinu
Ram frá 1971 og fyrstu sólóplöt-
unni, McCartney, sem kom út
1970.
Lögin á Chaos and Crea-
tion in the Backyard virka
frekar einföld, við fyrstu
hlustun. Þau eru þó frá-
brugðin því efni sem McCart-
ney hefur sent frá sér síðustu
tvo áratugina að því leyti að
þau leyna á sér svo um munar.
Platan snarbatnar við hverja
hlustun og á endanum er manni
ljóst að um meistaraverk er að
ræða. McCartney einbeitir sér að
lagasmíðinni og er ekki að reyna
að setja sig í þær stellingar
sem hann telur að búist sé við
af honum.
Reyndar vil ég ganga svo langt
að fullyrða að sum lögin jafnist á
við þau bestu sem hann hefur sam-
ið á ferlinum. Það er auðvitað eng-
in smá yfirlýsing, þegar í hlut á
maðurinn sem samdi „Golden
Slumbers“, „The Long and
Winding Road“, „Penny
Lane“, „Hey Jude“ og „Elean-
or Rigby“, svo örfá lög séu
nefnd. Sannleikurinn er hins
vegar sá að McCartney hef-
ur endurheimt sköp-
unargleðina, frumleikann
og kraftinn sem
einkenndi störf
hans með The
Beatles. Hin
mennska insúl-
ínsprauta, Nigel
Godrich, hefur
slegið á einkenni
hinnar tónlistarlegu
sykursýki sem
hrjáð hefur
McCartney síð-
ustu ár.
Platan
byrjar á
laginu
„Fine
Line“,
sem einn-
ig er á
fyrstu
smáskíf-
unni. Þetta
rokklag
lætur lítið yf-
ir sér en býr
yfir óumdeil-
anlegum sjarma sem
erfitt er að hrista af sér. Lagið hef-
ur ekkert eiginlegt viðlag, en kafl-
inn á eftir brúnni ljær því óvenju-
legan blæ og gerir að verkum að
það er ekki jafn blátt áfram og
heyrist í fyrstu.
„How Kind of You“ er hreint frá-
bær akústískur ástarsöngur sem
skiptir úr dimmum hljómum í
bjartan, þannig að það lifnar yfir
hlustandanum. Alls ólíkt fyrri verk-
um McCartneys.
Það er „Jenny Wren“ hins vegar
ekki. Og þó. Hann plokkar gítarinn
líkt og í höfuðverkinu „Blackbird“,
en skiptir á mjög skemmtilegan
hátt í moll-hljóm þegar síst skyldi
og síðan yfir í tregaþrungið viðlag
sem hreyfir við manni. Í þessu lagi
speglast snilligáfa þessa manns. Í
því er melódía sem á sér engan sinn
líka. Þvílíkir syngjandi hæfileikar!
Aðalstef „At the Mercy“ er ein-
falt: „At the mercy of a busy road /
Who could handle such a heavy
load?“ Lagið einkennir hið sama og
mörg önnur lög á plötunni; eftir til-
tölulega dimma hljóma skiptir höf-
undurinn yfir í bjarta og fallega
kafla. Yfir hlustandann
hellist bjartsýni og
von.
McCartney
samdi „Friends
to Go“ í anda
vinar síns
George Harr-
isons, enda ber
hljómagang-
urinn í upphafi
þess greinileg
merki. Gott
lag, þótt það sé
ekki í hópi
þeirra bestu á
plötunni.
„English Tea“
er líklega mest
blátt-áfram lag-
ið á plötunni.
Tónlistin er í
sama stíl og heiti
lagsins; eins enskt
og það getur orð-
ið, með lækkandi
bassalínu, kamm-
erskotnum píanó-
leik og léttleik-
andi strengja-
sveit.
„Too Much
Rain“ einkennist
af angurværð og
trega, enda fjallar
það um þau tíma-
bil sem koma í lífi
okkar allra, þegar
hvert óhappið
virðist reka
annað. Bjart-
sýnin er þó
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu
kl. 8 og 10.20 B.i 10 ára
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20
O.H.H. / DV. . . /
H.J. / Mbl.. . / l.
kvikmyndir.comkvik yndir.co
Sýnd kl. 6 ísl tal kl. 10.30 síðustu sýn kl. 8 síðustu sýnSýnd kl. 6 Í þrívídd
Frábærtævintýri
fyrir alla fjölskylduna!
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Miðasala opnar kl. 17.15
Sími 551 9000
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.30 b.i. 14 ára
Sýnd kl. 8 og 10.15
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
Sýnd kl. 6 ísl tal
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
553 2075☎
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i 16 ára
ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í
HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA
UM JÖRÐINA
TOPPFIMM.IS
DV
KVIKMYNDIR.IS
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
MEISTARI
HROLLVEKJUNNA
R SNÝR AFTUR
TIL AÐ HRÆÐA
ÚR OKKUR
LÍFTÓRUNA
BESTA GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
Frábærtævintýri
fyrir alla fjölskylduna!
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 43
„McCartney hefur end-
urheimt sköpunargleð-
ina, frumleikann og
kraftinn sem einkenndi
störf hans með The
Beatles,“ segir gagnrýn-
andi.
Ljósmynd/Bill Bernstein