Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÞEGAR Guðrún Tyrfingsdóttir fór að kíkja undir kartöflugrösin hjá sér sá hún að uppskeran í ár er með mesta móti og kartöflurnar stórar svo ekki sé nú meira sagt. Hún hefur í meira en tuttugu ár sáð fyrir græn- meti og sett niður kartöflur við sum- arbústað sinn í Voðmúlastaðalandi í Austur-Landeyjum. Fyrstu árin voru þau í þessu saman, Guðrún og mað- urinn hennar Ólafur Haraldsson sem nú er látinn. Nú nýtur hún aðstoðar barna, barnabarna og tengdabarna. „Ég er alin upp við að rækta það sem þarf til heimilisnota og hef gert það sjálf frá því ég fékk aðstöðu til fyrir meira en tuttugu árum,“ segir Guðrún. Hún er með kartöflur og gul- rætur og svo allskonar grænmeti, mismunandi þó ár frá ári. „Ræktunin hefur alltaf gengið mjög vel þó að auðvitað sé uppskeran mismunandi eftir árferði. Ég held samt að þaramjölið sem ég nota og hænsnaskíturinn geri gæfumuninn. Ég strái hvorutveggja yfir um leið og ég set niður á vorin.“ Guðrún segist pota niður kartöflunum um miðjan maí en hún sáir fyrir gulrótunum í lok apríl eða byrjun maí. Svarta ekkjan í garðinum Hvernig geymir þú svo upp- skeruna? „Við erum með jarðhús í sum- arbústaðnum sem maðurinn minn útbjó á sínum tíma. Hann gróf inn í hól og byggði þar hús. Þarna geymast kartöflurnar vel fram á næsta sumar og grænmeti svona framundir ára- mótin.“ Ertu með uppskeru sem dugar þér fram á næsta sumar? Já, yfirleitt duga kartöflurnar allt árið. Við höfum verið með nokkur af- brigði, snemmsprottnar rauðar kart- öflur, rauðar venjulegar og gullauga og svo áskotnuðust mér fyrir nokkr- um árum nokkrar kartöflur af gerð- inni svarta ekkjan sem ég passa vel. Þetta er sænskt afbrigði og kartöfl- urnar eru eiginlega svartleitar þegar maður tekur þær upp og frekar sjald- séðar að sögn kunnugra.“ Guðrún segir að grænmetið dugi skemur en kartöflurnar enda séu barnabörnin sólgin í það. „Ég sýð líka grænmetið og frysti til að eiga í kjötsúpur og grænmet- isrétti.“ Fjölskyldan er með ýmiskon- ar salattegundir í garðinum og krydd og það dugar fram eftir hausti. „Svo erum við með rifsberjarunna og ef við pössum að vera á undan fuglunum fáum við fína uppskeru.“ Hvernig gengur þér að forðast brekkusnigla og maðk í garðinum? „Brekkusniglarnir eru dálítið skæðir þegar þeir komast í gulrófur og í ár nennti ég ekki að setja þær niður. Tengdadóttir mín setti niður hnúðkál í staðinn sem tókst frábær- lega vel að rækta. Ég hef annars ver- ið blessunarlega laus við maðk og snigla ef þetta er frá talið með róf- urnar.“  RÆKTUN | Kartöfluuppskeran hjá Guðrúnu Tyrfingsdóttur er að minnsta kosti tólfföld og kartöflurnar stórar Þaramjölið og hænsnaskíturinn gera gæfumuninn Morgunblaðið/Jim Smart Guðrún Tyrfingsdóttir með tvær vænar snemmsprottnar kartöflur úr garðinum sínum í Voðmúlastaðalandi í Austur-Landeyjum.gudbjorg@mbl.is HELGI Páll Þórisson hjá Línuskaut- um.is er sjaldan kyrr, ef marka má það hversu mikið af tíma hans fer í hreyfingu. Hann kennir á línuskauta á sumrin en á veturna er hann að leið- beina í íshokkí. „Íshokkítíminn er að skella á núna og ég fer á íshokkíæf- ingar þrisvar í viku. Yfir sumartím- ann þegar línuskautakennslan er í fullum gangi, þá fer ég fjórum til fimm sinnum í viku á línuskauta, lág- mark tvo tíma í einu. Svo koma topp- ar þar sem ég skauta kannski í fjóra til fimm klukkutíma samfleytt.“ En Helgi lætur þetta ekki duga, því hann fer auk þess í ræktina tvisvar í viku. Skautað frá Gljúfrasteini í Nauthólsvík Hann segir útiveruna vera stóran part af þeirri ánægju sem fæst við það að vera á línuskautum. „Ég skauta oftast tíu til fimmtán kíló- metra í einu og það er mjög frískandi. En stundum förum við í lengri túra og það er alveg meiriháttar, eins og til dæmis í sumar þegar við skaut- uðum frá Gljúfrasteini í Nauthólsvík- ina, en góður malbikaður göngustígur er alla þá leið.“ En er mjög ólíkt að vera á venju- legum ísskautum og línuskautum? „Það sem er fyrst og fremst ólíkt er að línuskautarnir eru með miklu stærri snertiflöt en ísskautar. Ís- skautar eru ekki með nema 6–8 cm snertiflöt en línuskautarnir með 25– 30 cm, en þetta fer auðvitað líka eftir skóstærð. Þeir sem eru vanir að vera á venjulegum skautum eru mjög fljót- ir að tileinka sér línuskautana og krakkar sem eru í góðu formi og kannski í öðrum íþróttum, þau til- einka sér mjög hratt rétta líkamsbeit- ingu á línuskautum.“ Ungar konur á línuskautum Helgi segir beitingu líkamans vera svipaða á línuskautum og ísskautum. „Að vera á skautum er mjög góð þjálfun fyrir rass, læri, maga og bak, það er að segja ef fólk skautar eins og á að skauta. En margir beita lík- amanum því miður rangt þegar þeir eru á línuskautum. Ef fólk stendur ekki rétt í skautana fær það bakverk. Ef fólk beygir til dæmis hnén ekki nægilega eða hallar sér of mikið fram, þá er það ávísun á verk í mjóbaki. Einmitt þess vegna höfum við hjá Línuskautum verið að bjóða upp á kennslu, svo fólki líði vel á skautunum og fái það sem vera ber út úr hreyf- ingunni.“ Helgi segir fólk á öllum aldri sækja kennslu hjá Línuskautum.is, en mest sé þó af konum á milli 25 og 35 ára. Hann leggur mikið upp úr örygg- isbúnaði þegar farið er á línuskauta. „Við höfum gert átak í því að fá alla til að nota hjálma, því höfuðmeiðsl eru mest hjá krökkum sem fara of hratt af stað. En við leggjum ekki síður áherslu á hjálmanotkun hjá full- orðnum, því þeir eru fyrirmynd barnanna.“ Helgi segir algera reglu hjá þeim að nota ávallt hlífar fyrir hné, olnboga og úlnliði, bæði á línu- skautum og í íshokkíinu.  ÁHUGAMÁLIÐ | Fer á línuskauta og stundar íshokkí Skauta aldrei hjálmlaus Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Helgi Páll Þórisson í fullum herklæðum, en hann er vel varinn þegar hann skautar og notar auðvitað hjálm og hlífar eins og vera ber. TRÚNAÐARSAMBAND við vini getur lengt líf þeirra sem þegar eru komnir yfir sjötugt um nokkur ár. Áströlsk rann- sókn á 1.500 manns yfir sjötugu leiðir þetta í ljós og greint er frá nið- urstöðunum á vef Berlingske Tidende. Til- gangur rann- sóknarinnar var að athuga samband eldri borgara við börnin sín, ættingja, vini og aðra. Í ljós kom að góðir vinir voru mikilvægari en fjölskyldan þegar kom að mögu- leikanum til lengra lífs. Þeir þátttakendur sem áttu marga vini og kunningja áttu töl- fræðilega meiri möguleika á að verða á lífi eftir áratug en fólk án vina. Fólkinu var fylgt eftir í meira en áratug. Niðurstöður áströlsku rann- sóknarinnar hafa verið staðfestar með danskri rannsókn en nið- urstöður rannsókna á fjórum kynslóðum voru nýlega birtar. Þar kom fram að vinátta hefur mikla þýðingu fyrir vellíðan, einnig hjá elstu kynslóðinni. Danska rannsóknin leiddi í ljós að karlar eiga yfirleitt færri vini en konur og Lisbeth Rasmussen, forsvarsmaður dönsku rann- sóknarinnar, segir að skoða þurfi þá stað- reynd nánar m.t.t. þeirra vandamála sem eru sérstök fyr- ir karla. Um 5% karlanna sem þátt tóku í dönsku rann- sókninni sögð- ust enga vini eiga og gilti það fyrir allar fjórar kynslóðirnar. Í Berlingske er vitnað í norsk- an heimspeking, Helge Svare, sem varar við því að vinátta sé einungis skilgreind af konum. „Margir karlar hafa tekið hjóna- bandið fram yfir vináttu- samband. Áður voru vinirnir í fyrsta sæti en nútímafeður eru svo trúir konum sínum og börn- um að þeir vanrækja vinina,“ segir Svare. Vinirnir lengja lífið  ALDRAÐIR Morgunblaðið/Ómar Góður og náinn vinskapur er dýrmætur og nú hefur komið í ljós að vináttan getur jafnvel lengt lífið um nokkur ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.