Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðræður eru í gangium dreifingu ásjónvarpsstöðinni Enska boltanum á fleiri fjarskiptakerfum en ADSL- og breiðbands- kerfi Símans en Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rek- ur stöðina, hefur skv. úr- skurði Samkeppniseftir- litsins verið skikkað til að afhenda sjónvarpsmerkið til þeirra fyrirtækja sem þess óska. Tvö fjarskipta- fyrirtæki, Tengir og Ís- landsmiðill, hafa óskað eftir dreifingu stöðvarinn- ar og segja forsvarsmenn fyrir- tækjanna þau í stakk búin til að veita notendum jafngóða þjónustu og Síminn gerir nú. Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis, sem staðsett er á Akureyri, er sáttur við úrskurð Samkeppniseftirlits- ins og segir fyrirtækið eiga eftir að auka umsvif sín í kjölfarið. Nú hafi um tvö hundruð heimili að- gang að ljósleiðaratengingu en þar sem sjónvarpsefnið hafi ekki verið til staðar var hægt á upp- byggingu kerfisins. Í framhaldi af því að Tengir fái sjónvarpsefnið inn á kerfi sitt, ásamt efni frá öðr- um sjónvarpsfyrirtækjum, er gert ráð fyrir því að um eitt þúsund heimili fái aðgang að ljósleiðara- kerfinu á næstu árum. Gunnar segir fjarskiptakerfi Tengis sam- hæft Símans og hægt væri að virkja fyrsta myndlykilinn nær samstundis. „Ég er búinn að ræða við menn á tæknideild Símans og á gagnaflutningsdeildinni og viðra hugmynd að tæknilegri útfærslu á samtengingunni, eins og ég sé hana. Hins vegar er ekki þar með sagt að þeir vilji nota þá leið og gætu í stað komið með tæknilegar útfærslur sem væru gríðarlega kostnaðarsamar. Ef það á að kosta tugi milljóna að tengja fyrir þessi fáu heimili sem hafa aðgang hjá mér í dag er það sjálfgert að það verði allt stopp. En það er ekkert því til fyrirstöðu að við gætum tengst þeim í dag, tengt ljósleiðaranetið inn á fæðinguna hjá Símanum sem gæti þá fætt til notendanna í gegnum ljósleiðar- anetið á sama hátt og þeir eru að gera í gegnum ADSL-kerfið. Not- andinn getur notað sama mynd- lykil og er til staðar og það er því hægt að nota núverandi aðgangs- stýrikerfi,“ segir Gunnar Björn en býst ekki við því að málin gangi svo greiðlega fyrir sig enda hægir viðskiptalega hliðin á ferlinu. Mun hægja á upptöku á gagnvirku sjónvarpi Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska sjónvarps- félagsins, segir málið ekki ein- göngu snúast um að tengja saman víra, taka verði inn í reikninginn rekstur á þjónustukerfum, inn- heimtu og annað sem snýr að við- skiptalegum þáttum, þau mál séu óleyst og geti dregist lengi. Hann er jafnframt ósáttur með úrskurð Samkeppniseftirlitsins. „Það er búið að segja mér að afhenda þessu fólki þessi verðmæti en ekk- ert hefur verið rætt um það hvað ég fæ fyrir minn snúð eða hvað þeir eiga að fá í sinn hlut. Einnig er ekki útséð hvort Síminn verði rekinn í þetta heildsöluhlutverk sem verið er að setja mig í.“ Spurður út í áhuga Digital Ís- lands á dreifingu Enska boltans segir Magnús engar fyrirspurnir hafa borist frá þeim en ljóst sé að kerfi þeirra gæti verið nýtt til dreifingarnar. „Segjum sem svo að Digital Ísland biðji um sjón- varpsmerkið en þeir eru með um 70 þúsund myndlykla úti í dag á meðan við erum með um 10 þús- und myndlykla úti, því er augljóst að það myndi styrkja Digital Ís- land í sessi á kostnað okkar og verið að gera okkur mjög erfitt fyrir. Leiðinlegu áhrifin af því eru þau að Digital Ísland er kannski með nægilega gott kerfi en þetta mun hægja á upptöku á gagnvirku sjónvarpi, þeir senda út á örbylg- jutíðni og eru aðeins með ein- stefnudreifingu.“ Sama gangi yfir alla „Ég fagna þessum úrskurði Samkeppniseftirlitsins og tel hann vera sigur fyrir neytendur. Nú geta áhorfendur valið þær flutningsleiðir, eða fjarskiptaleið, fyrir það efni sem sóst er eftir án þess að það sé bundið einu fyr- irtæki,“ segir Njörður Tómasson, framkvæmdastjóri Íslandsmiðils, og bætir við að engir tæknilegir örðugleikar standi í vegi fyrir samtengingu fjarskiptakerfanna en fyrirtækið rekur þráðlaust stafrænt dreifikerfi. Njörður tel- ur ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins vera mikilvægan þátt í því að ná jafnræði á fjölmiðlamarkaðn- um en sama verði að ganga yfir alla og enn hafi hann engin við- brögð fengið við beiðni sem send var 365 ljósvakamiðlum í sumar. Hann segir ennfremur virða Ís- lenska sjónvarpsfélagið fyrir að hafa unnið að heilindum í sam- starfi við Íslandsmiðil. Njörður vonast jafnframt til þess að Samkeppniseftirlitið sjái til þess að hvorki tæknilegar né viðskiptahindranir komi í veg fyr- ir að málið verði dregið á langinn og Íslandsmiðill fái að dreifa Enska boltanum, Stöð 2, Sýn, Bíó- rásinni og Sirkus sem fyrst. Fréttaskýring | Bitist um Enska boltan Ekkert til fyrirstöðu Íslenska sjónvarpsfélagið skikkað til afhendingar merkis Enska boltans Enski boltinn er vinsæll að vanda. Tengir og Íslandsmiðill í stakk búin til dreifingar  Forsvarsmenn fjarskiptafyrir- tækjanna Tengis og Íslandsmið- ils, sem beðið hafa um að dreifa merki Enska boltans í gegnum fjarskiptakerfi sín, segja ekkert því til fyrirstöðu að þau sendi út efni Íslenska sjónvarpsfélagsins og vonandi sé aðeins tímaspurs- mál hvenær slík dreifing hefst. Jafnframt benda þeir á að sama verði að ganga yfir alla og dreif- ing á efni 365 miðla verði einnig að vera tryggð. Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞEIR sem leið hafa átt um portið fyrir framan menntamálaráðu- neytið í hádeginu síðustu daga hafa vafalítið rekið upp stór augu því þar hefur gefið að líta dansandi verur. Um er að ræða nemendur fram- haldsdeildar Listdansskóla Íslands sem dansa mótmæladans. „Við höfum verið með innsetn- ingar í portinu og viljum með því mótmæla þeirri ákvörðun mennta- málaráðherra að loka skólanum að loknu nýhöfnu skólaári,“ segir Mel- korka Sigríður Magnúsdóttir, nem- andi á síðasta ári í framhaldsdeild Listadansskóla Íslands, en alls leggja um fimmtíu nemendur stund á dansnám við framhaldsdeildina. Spurð hvernig andinn sé meðal nemenda skólans út af ákvörðun ráðherra segir Melkorka nema furðu lostna. „Hér eru allir afar undrandi yfir þessari ákvörðun menntamálaráðherra, ekki síst þar sem hún tók þessa ákvörðun án nokkurs samráðs við fagaðila. Þannig að þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta er því al- gjört áfall fyrir nemendur sem eru búnir að vera hér kannski árum saman að fá allt í einu þennan skell,“ segir Melkorka. Skorum á ráðherra að kíkja á okkur Að sögn Melkorku er búið að gefa það út að Menntaskólinn við Hamra- hlíð eigi að taka við náminu á fram- haldsstigi. „Okkur er tjáð að það eigi að flytja framhaldsdeildina yfir í MH og að námið eigi að fara fram í íþróttahúsi skólans, sem er reyndar enn óbyggt. Einnig hefur komið fram að sveitarfélögin eigi að taka við rekstri grunnskóladeildarinnar, þannig að við sjáum fram á það að grunnskóladeildin verði rifin í sund- ur og færð inn í einkareknu skólana,“ segir Melkorka. Aðspurð hvort og hvaða viðbrögð nemarnir hafi fengið við mótmæla- dansi sínum segir Melkorka það vera allt frá því að fólk klappi fyrir þeim til þess að fólk látist ekki sjá þær eða láti sig snarlega hverfa bak við gluggatjöld hússins. Spurð hvort þær hafi rekist á mennta- málaráðherra í portinu svarar Mel- korka: „Nei, því miður. Við skorum bara á hana að labba þarna framhjá eða kíkja á okkur einhvern tímann á næstunni.“ Mótmæladansinn hófst sl. föstu- dag og verður áfram daglega milli kl. 11.45 og 12.30 fram til 23. sept- ember. Morgunblaðið/GolliInnsetningar dansnemenda hafa vakið nokkra athygli vegfaranda. „Áfall fyrir nemendur skólans“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Mótmæladans fyrir framan menntamálaráðuneytið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.