Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Vesti - Ný sending
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
Námskeið á haustönn
byrja 26. og 28. september
Byrjendur:
Hefst 26. september, 10 mánudagskvöld.
Framhald:
Hefst 28. september, 10 miðvikudagskvöld.
Upplýsingar og innritun
í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 daglega.
BRIDSSKÓLINN
Pils og bolir
Opið virka daga frá kl. 11-18,
laugardaga 11-15
Hlíðasmára 11 • Kópavogi
sími 517 6460 • fax 517 6565
www.belladonna.is
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til
Króatíu 22. september. Króatía hefur svo
sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum.
Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum
fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Króatíu
22. september
frá kr. 29.990
Síðustu sætin
Verð kr. 29.990 í viku
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
í íbúð í viku.
Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Verð kr. 34.990 í viku
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í
viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
FYRIR smámynt frá íslenskum
kaffihúsagestum á 28 kaffihúsum,
alls um 400 þúsund krónur, hafa
verið gerðir fjórir vatnsbrunnar í
Mósambík. „Fyrir utan að umbylta
heilsufari íbúa þurfa konur og
stúlkur að verja minni tíma í að
sækja vatn langar leiðir og konur
fá meiri tíma til að hugsa um börn
sín og stúlkur geta sótt skóla,“ seg-
ir Anna M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslu-
og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs
kirkjunnar, um þessa sérstöku
söfnunarherferð sem hún segir að
hafi farið hljótt hérlendis en vakið
því meiri fagnaðarlæti hjá þiggj-
endum.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur
samvinnu við Lútherska heims-
sambandið í Mósambík og sam-
kvæmt upplýsingum frá Önnu er
um leið lögð áhersla á að virkja alla
íbúa til þátttöku, að meta stöðuna
og koma með tillögur um hvað sé
brýnast.
Fólkið leggur fram vinnu og í
þessu tilviki er greitt með íslenska
söfnunarfénu fyrir ráðgjöf, sement,
steypumót, dælu varðandi brunn-
gerðina og síðan þjálfun og
fræðslu.
Kaffitár reið á vaðið og hefur frá
því í desember 2002 verið safnað
smámynt í bauka sem starfsfólk
kaffihúsanna kemur síðan í banka.
Gestir Kaffitárs hafa frá árinu
2003 safnað fyrir tveimur brunnum
og smám saman hafa fleiri kaffihús
bæst við. Segir Anna þessa söfn-
unaraðferð ákaflega ódýra og hent-
uga, ekki þurfi að gera annað en
koma framlögunum inn á reikning
Hjálparstarfsins sem síðan sendir
þau áfram til Mósambík.
Fyrir smámynt frá kaffihúsagestum á Íslandi hefur Hjálparstarf kirkj-
unnar látið útbúa vatnsbrunna í Mósambík.
Brunnar í Mósambík
fyrir smámynt frá Íslandi
METVEIÐI var í Haffjarðará í
sumar og er Einar Sigfússon, annar
eigenda árinnar, afar ánægður með
útkomuna. „Í ánni veiddust fast að
1.300 laxar. Það er búið að loka hús-
inu en við eigendurnir eigum eftir að
veiða í einn, tvo daga þannig að ein-
hverjir fiskar gætu veiðst til við-
bótar,“ sagði Einar.
„Skilyrðin síðustu vikurnar voru
erfið, býsna kalt, en samt veiddist
umfram væntingar. Þetta var met-
sumar og mikið af fiski í ánni.
Stærðardreifingin var líka góð,
stærsti laxinn var 19 pund og tals-
vert af fiski átta til fimmtán pund.
Það var þó ekki alveg eins mikið af
tveggja ára fiski og við höfðum gert
okkur vonir um, en samt betra en
víða annars staðar. Það ber að hafa í
huga að þetta er algjörlega gamli
náttúrulegi stofninn í ánni og í hana
er aldrei sleppt seiðum.“
Góð sjóbirtingsskot
Sjóbirtingurinn er að ganga í ár í
Skaftafellssýslum, fréttir hafa verið
að berast af góðri veiði í síðustu holl-
um í Geirlandsá, Tungufljóti og
Vatnamótunum. Síðasta holl í Geir-
landsá mun hafa fengið yfir 20 birt-
inga og samkvæmt fréttavef SVFR
náðu veiðimenn í síðasta holli í
Tungufljóti 13. Voru þetta vænir
fiskar eins og vant er á þeim slóðum,
frá hálfu sjötta pundi að tíu pundum.
Veiddust flestir við Syðri-Hólma og í
Breiðufor. Lítið hafði sést af fiski
dagana á undan.
Að sögn Ragnars Johansens á
Hörgslandi er mikið af fiski í Vatna-
mótunum. „Veiðimenn hafa samt
verið misheppnir, sumir eru of dug-
legir með stóru spúnana finnst mér.
Síðasta holl náði ellefu fiskum á ein-
um og hálfum degi, þar af voru tveir
níu punda.“ Þá sagði Ragnar einnig
ágæta veiði í Hörgsánni en veiði-
maður sem var þar í fyrradag náði
þremur vænum fiskum. Sagði hann
stefna í töluvert meiri veiði en í
fyrra, ef veður helst skaplegt.
Kajakræðarar í hylnum
Og birtingurinn veiðist víða þessa
dagana. Á laugardaginn var hófust
svokallaðir sjóbirtingsdagar í Laxá í
Kjós. Mikið vatn var í ánni um morg-
uninn en þegar sjatnaði í henni tók
fiskurinn að taka. Kristinn Á. Ing-
ólfsson veiddi þá á stuttum tíma í
Pokahyl fallegan 10 punda sjóbirt-
ing og tvo laxa sem voru rétt tæp sjö
pund. Þá missti hann tvo fiska til.
Félagar hans voru einnig í góðum
málum, settu í talsvert marga fiska
en misstu þó flesta, því þeir tóku
grannt.
Veiðimaður sem veiddi í Varmá
um helgina sagði nokkuð af fiski í
ánni, og greinilega nýgenginn því
fiskar sem hann fékk í Stöðvarhyl og
þar fyrir neðan voru lúsugir. En
minna varð af veiði við Reykjarfoss,
því þegar hann var að kasta þar birt-
ust tveir kajakmenn á fossbrúninni
og skelltu sér niður fossinn, ekki
einu sinni heldur tvisvar. „Þeir fóru
þegar ég bað þá um það og sigldu á
næstu veiðimenn sem voru ekki
langt frá.“ Ekki þarf að taka fram að
fiskar voru ekki tökuglaðir eftir
þennan gusugang í hylnum.
Veiðimenn hafa talað mikið um
aflabrest á sjóbleikju í ár en Gufu-
dalsá í A-Barðastrandarsýslu rétti
þó heldur úr kútnum ef veiðin í ár er
borin saman við sumarið 2004. Þeg-
ar veiði lauk um helgina höfðu veiðst
tæplega 900 bleikjur, sem er veiði-
aukning um 200 fiska. Þá veiddust
19 laxar í Gufudalsá.
Metveiði í Haffjarðará
Brynjar Svansson með 12 punda sjóbirting sem hann veiddi í Vatnamótum.
veidar@mbl.is
STANGVEIÐI
HEILDARÚTGJÖLD Íslendinga til
menntamála námu 7,4% af vergri
landsframleiðslu árið 2002 og er Ís-
land komið í efsta sæti meðal OECD
ríkja hvað þessi útgjöld varðar.
Næst koma Bandaríkin með 7,2%.
Meðaltal OECD-ríkja árið 2002 er
5,8%. Þetta kemur fram í nýút-
komnu riti OECD um menntunar-
mál er nefnist Education at a Glance.
Útgjöld og góður árangur
fara ekki saman
Að því er fram kemur í ritinu hafa
heildarútgjöld Íslendinga til
menntamála aukist úr 6,7% af vergri
landsframleiðslu árið 2001. Ef ein-
göngu eru skoðuð opinber útgjöld til
menntunar er Ísland í 5. sæti meðal
OECD ríkja og fara 15,6% opinberra
útgjalda til menntunar hér á landi.
Þegar útgjöld á nemanda frá grunn-
skóla til háskóla eru skoðuð er Ís-
land í 9. sæti OECD ríkja með 7.548
bandaríkjadali á hvern nemanda í
fullu námi en meðaltal OECD ríkja
er 6.687 bandaríkjadalir. Ísland ver
talsvert yfir meðaltali OECD ríkja
til menntunar á grunnskólastiginu
en er rétt undir meðaltali hvað varð-
ar útgjöld á nemanda á framhalds-
skólastigi, þ.e. í 14. sæti. Ísland ver
8.251 bandaríkjadölum á nemanda á
háskólastigi sem er um 2.400 banda-
ríkjadölum undir meðaltali OECD
ríkja og er þar með í 17. sæti.
Fram kemur í ritinu að í mörgum
OECD löndum er fjármögnun
menntunar að breytast. Þannig
treysta margir háskólar nú meira á
einkafjármagn en áður, t.d. með inn-
heimtu skólagjalda. Einnig bendir
OECD á að útgjöld og góður árang-
ur nemenda fari ekki alltaf saman.
Þannig eyða t.d. Finnland, Holland,
Japan og Kórea nálægt meðaltali
OECD ríkja til grunnskólans en
samt sýna nemendur þeirra mjög
góðan árangur í PISA rannsókninni
sem framkvæmd er á 15 ára nem-
endum.
Útgjöld til menntamála aukast