Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gísli SigurðurBergvin Krist- insson málarameist- ari fæddist í Hafn- arfirði hinn 27. ágúst 1922. Hann lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði hinn 4. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru þau Kristinn Jóel Magnússon málara- meistari, f. 25.2. 1893, d. 28.12. 1981 og María Alberts- dóttir, f. 9.11. 1893, d. 29.5. 1979. Systkini Sigurðar eru Magnús Sigursteinn, f. 18.2. 1917, d. 14.3. 1991, Bertha Helga, f. 29.2. 1920, d. 23.3. 1997, Kristjana Ósk, f. 3.6. 1921, Sigurbjörn Óskar, f. 5.3. 1924, Albert Júlíus, f. 4.6. 1926, og Þórdís, f. 23.10. 1930. Sigurður kvæntist hinn 9. nóv- ember 1946 Önnu Dagmar Daní- elsdóttur frá Kolmúla í Reyðar- firði, f. 4.12. 1925. Foreldrar hennar voru Daníel Sigurðsson bóndi á Kolmúla, f. 11.2. 1882, d. 13.3. 1960 og Guðný Jónsdóttir, f. 8.5. 1886, d. 26.5. 1964. Börn Sig- urðar og Önnu eru sjö, þau eru: 1) María Kristín, f. 8. feb. 1947, maki Kristinn G. Garðarsson, f. 4.5. 1946. Synir þeirra eru Sig- urður Garðar, f. 6.8. 1969, maki Ólafía Ása Jóhannesdóttir, þau eiga þrjú börn, og Þröstur, f. 28.8. 1975, sambýliskona Erna Ingvarsdóttir. 2 ) Dagný Berg- vins, f. 1. júní 1948, maki Guð- mundur Þórarinsson, f. 7.3. 1945. Börn þeirra eru Sigurður Þór, f. 4.8. 1967, sambýliskona Unnur Jónsdóttir, þau eiga þrjú börn, Elín Margrét, f. 25.4. 1969, maki Hálfdán Karl Þórðarson, þau eiga tvö börn, Anna Mjöll, f. 10.11. 1975, sambýlismaður Hall- dór Magnússon, og Elva Dögg, f. 10.11. 1975 maki Atli Ágústsson, þau eiga einn son. 3) Kolbrún Jó- hanna, f. 20. des. 1949, maki Elí- as Rúnar Elíasson, f. 9.2. 1949. Börn þeirra eru Guðmundur Arn- ar, f. 31.12. 1968, maki Guðrún Árnadóttir, hann á eina dóttur og tvö fósturbörn, Anna María, f. 11.1. 1970, maki Kjartan Sveins- trúnaðarstörfum og starfaði að málefnum iðnaðarins um ára- tugaskeið. Sat m.a. í stjórn Mál- arafélags Hafnarfjarðar, stjórn Iðnráðs Hafnarfjarðar, og í stjórn Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarð- ar og var formaður þess í mörg ár, hann var gerður heiðursfélagi þess 1988. Sigurður sat í skóla- nefnd Iðnskólans í Hafnarfirði frá 1962–1970. Hann var einn af mörgum stofnendum Iðnaðar- banka Íslands hf., og sat í banka- ráði og síðar í stjórn Eignar- haldsfélags Iðnaðarbankans hf. Hann var formaður Iðnfræðslu- ráðs frá 1978–1990. Sigurður sat í stjórn Landssambands iðnaðar- manna frá 1961 og var forseti sambandsins í 12 ár eða frá 1973–1985, hann var heiðurs- félagi Landssambandsins og var sæmdur gullorðu þess 1978. Sig- urður sat í stjórn norræna Iðn- ráðsins árin 1973–1985 og var formaður þess í þrjú ár og var sæmdur heiðursmerkjum allra aðildarsamtakanna. Hann var fulltrúi Norræna byggingardags- ins frá 1974 og í stjórn frá 1984. Hann var sæmdur gullkringlu Landssambands bakarameistara 1984 og heiðursmerki Málara- félags Reykjavíkur 1988. Sigurð- ur var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að iðnaðarmálum. Sigurður lét sig margvísleg önnur félagsmál varða og var m.a. í Lúðrasveitinni Svani á ár- unum 1944–50 og í Leikfélagi Hafnarfjarðar frá 1940. Einnig lék hann með Leikfélagi Reykja- víkur og sat í stjórn Bandalags ísl. leikfélaga og var formaður þess um tíma. Sigurður var rit- stjóri Hamars um skeið og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafn- arfirði. Hann var félagi í Rotary- klúbbi Hafnarfjarðar, sæmdur Poul Harris-orðunni 1990. Hann var félagi í Karlakórnum Þröst- um frá 1944–48 og 1965–1980. Sigurður sat í safnaðarstjórn Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði og var formaður hennar um tíma, auk þess var hann í kirkjukórnum í fjölda ára. Sigurður vann hjá Íslands- banka hin síðari ár eða til ársins 2002. Útför Sigurðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. son, þau eiga tvær dætur, og Daníel Viðar, f. 17.6. 1975, sambýliskona Magn- ea Kristín Þorvalds- dóttir, þau eiga eina dóttur. 4) Albert Júl- íus, f. 5. maí 1951, maki Vilhelmína Ólafsdóttir, f. 8.7. 1951. Þau skildu. Börn þeirra eru Davíð Freyr, f. 18.9. 1973, sambýliskona Tinna Þorvaldsdótt- ir, þau eiga eina dóttur, og María, f. 16.6. 1978, sambýlismaður Ólafur Ragnar Guðbjörnsson, þau eiga tvær dæt- ur. 5) Daníel, f. 18. júlí 1952, maki Ethel Brynja Sigurvinsdótt- ir, f. 29.5. 1956. Börn þeirra eru Anna Dagmar, f. 29.10. 1976, sambýlismaður Jón Haukdal Þor- geirsson, Svanur, f. 12.5. 1981, sambýliskona Elín Björg Björns- dóttir, Tinna Sif, f. 3.3. 1987, unnusti Bjarni Þór Jensson, og Aron Örn, f. 8.11. 1992. 6) Hafdís, f. 9. október 1954, maki Pálmi Helgason, f. 25.9. 1953. Börn þeirra eru Helgi, f. 22.2. 1977, maki Þórey Björk Hjaltadóttir, þau eiga einn son, Rakel, f. 25.4. 1984, og Sara, f. 25.4. 1984, sam- býlismaður Einar Kristjánsson. 7) Hjördís Anna, f. 10. ágúst 1959, maki Vilhelm Pétur Pétursson, f. 31.12. 1958. Börn þeirra eru Óm- ar, f. 16.12. 1982, unnusta Stein- unn Heba Erlingsdóttir, Dagný, f. 2.8. 1988, og Hildur, f. 3.7. 1990. Sigurður ólst upp á Urðarstíg 3 í Hafnarfirði. Að loknu barna- skólanámi fór hann í sveit á Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi og var þar í 1½ ár, fór síðan í Flens- borgarskólann í 2 vetur, en hóf síðan haustið 1940 nám í mál- araiðn hjá föður sínum og vann hjá honum þar til hann hóf sjálf- stæðan rekstur 1964. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Hafnar- firði 1943 og fékk meistarabréf árið 1950. Sigurður og Anna hófu búskap á Sæfelli á Seltjarnarnesi. Þau fluttu síðan á Hringbraut 9 í Hafnarfirði árið 1948 og hafa bú- ið þar síðan. Sigurður gegndi fjölmörgum „Nú skal ég vera forsetinn!“ Þrír dökkhærðir frændur sitja á forsetaskrifstofunni og koma sér saman um hver skuli leiða leyni- félagið SAS þann daginn. Hver fái að sitja í forsetastólnum og vélrita skýrslurnar. Lagt er á ráðin um hvern eigi að njósna og hvernig sjóðnum skuli ráðstafað. Þetta eru stór verkefni og þeim fylgir mikil svengd. Í eldhúsinu mætum við afa sem eins og við elskar heimabak- aða rúgbrauðið, síldina, ískalda mjólkina og rifsberjasultuna henn- ar ömmu. Ferðirnar upp á Hringbraut voru daglegur viðburður og ef enginn var heima treysti afi Siggi okkur fyrir lyklinum. Það var mik- ið traust, enda voru þetta lyklarnir að ævintýrum æsku minnar, með Hamarinn, súðina, leynihólfin að ógleymdum langafa Kristni sem sat þarna við gluggann. Sögurnar hans afa Sigga opnuðu svo fyrir mér aðra veröld. Þetta voru dagsannar sögur af honum þegar hann var lítill drengur, uppátækjum hans og ævintýrum úr sveitinni. Hann stökk út í hólma á ísilagðri Þjórsá, reið á hestum um héruð og fann alvöru haus- kúpu. Hann var enginn venjulegur afi. Hann var stórmenni og ég gleymi aldrei þegar afi Siggi fór á fund því þá fór hann í jakkann klyfjaður orðum og heiðursmerkj- um og ég fann fyrir stolti. Ég er stoltur að bera nafnið hans, ég er stoltur að hafa fetað í fótspor hans og orðið málarameistari en það sem er mér kærast var að finna hversu stoltur hann var af mér. Þegar ég minnist afa sé ég hann fyrir mér taka á móti manni heima á Hringbraut með opinn arm, ást og hlýju. Guð blessi minningu afa Sigga. Sigurður G. Kristinsson. Sigurður Kristinsson málara- meistari lést sunnudaginn 4. sept- ember síðastliðinn. Sigurður var félagslyndur með afbrigðum, tók þátt í félagsstarfi fjölda félaga og sinnti því af ein- skærum áhuga. Valdist hann oftar en ekki af þeim sökum til forystu og var sannarlega þess trausts verður. Svo var einnig í karlakórn- um Þröstum. Sigurður var félagi í kórnum um árabil, starfaði þar í nefndum og ráðum, gegndi meðal annars formannsembætti um nokkurt skeið. Öll þau störf sem honum voru falin vann hann af ákveðni og festu, en gaf sér ævinlega tíma til að rökræða annarra skoðanir og var sanngjarn í ákvörðunum. Þetta var á þeim árum þegar kórinn hafði ekki fastan samastað. Ófáir stjórnarfundir voru haldnir á heimili þeirra hjóna, meðan hann gegndi formannsembætti, með til- heyrandi köku- og kaffiveitingum af hálfu Önnu, eiginkonu Sigurðar, sem studdi ætíð við bakið á hon- um. En þrátt fyrir dökkt og valds- mannslegt yfirbragð var stutt í glensið og á skemmti- og vina- fundum lék hann við hvern sinn fingur. Við stofnun Kórs eldri Þrasta var hann meðal stofnfélaga og söng þar meðan heilsa leyfði. Við minnumst Sigurðar með hlý- hug og viljum með þessari stuttu upprifjun þakka honum áralangt óeigingjarnt starf í þágu Þrasta. Önnu Daníelsdóttur og fjöl- skyldu færum við okkar dýpstu samúð. F.h. karlakórsins Þrasta Helgi S. Þórðarson. Þetta ár er frá oss farið fæst ei aftur liðin tíð. Hvernig höfum vér því varið? Vægi oss Drottins náðin blíð. Ævin liðin árum með, ei við getum fyrirséð, hvort við önnur árslok sjáum, að oss því í tíma gáum. ( Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.) Kær bróðir hefur kvatt og lagt upp í sína hinstu för. Það er margs að minnast eftir langa vegferð sem alltaf var skemmtileg í nærveru hans. Hann hafði einstakan hæfi- leika til að segja skemmtilega frá og var því ávallt hrókur alls fagn- aðar í systkinahópnum og tíminn leið hratt í nærveru hans. Allar sögurnar úr sveitinni þar sem hann var mörg sumrin sem ung- lingur oftast á Minna Núpi voru skemmtilegar og alltaf vildum við fá meira að heyra. Ævintýrin virt- ust vera við hvert fótmál og oftast minntist hann veru sinnar á Minna-Núpi þar sem hann var nánast eins og heima hjá sér. Minningar frá þeim bæ kalla á sálm eftir Brynjólf Jónsson, en þar í brekku er bautasteinn til minn- ingar um skáldið. Í hvolnum þar fékk ég að leika mér að leggjum og tilheyrandi bústofni þegar ég ásamt móður okkar dvaldi nokkur sumur í vikutíma, en þar kom til heimboð þeirra gestrisnu hjóna sem þar bjuggu. Ef til vill er það þess vegna sem ég fékk aldrei SIGURÐUR KRISTINSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BESSI BJARNASON leikari, Hlunnavogi 13, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 12. september. Útför verður auglýst síðar. Margrét Guðmundsdóttir, Kolbrún Bessadóttir, Pétur Jóhannesson, Bjarni Bessason, Guðrún E. Baldvinsdóttir, Ivon S. Cilia, Kristín B. Jóhannsdóttir, Victor G. Cilia, Solveig Óladóttir, María Dís Cilia, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI BERGHOLT LÚTHERSSON húsvörður, Ásbraut 21, Kópavogi, lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 12. september. Jarðarförin auglýst síðar. Svana Svanþórsdóttir, Ragna Óladóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Kristín Th. Óladóttir, Óli Sævar Laxdal, Ásdís Óladóttir, Lúther Ólason, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BALDUR GUNNARSSON, Móabarði 10, Hafnarfirði, lést laugardaginn 10. september. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 19. september kl. 15.00. Alda Traustadóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Björgvin Björgvinsson, Dagbjörg Baldursdóttir, Tómas Frosti Sæmundsson, Trausti Baldursson, Gunnhildur Pálsdóttir, Gunnur Baldursdóttir, Svavar Ellertsson, Alda Baldursdóttir, Þorsteinn Jónsson, Þórdís Kristjánsdóttir, Magnús Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÍKEY KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Mánagötu 18, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstu- daginn 9. september, verður jarðsungin frá Ás- kirkju föstudaginn 16. september kl. 15:00. Guðrún Steingrímsdóttir, María Steingrímsdóttir, Magney Steingrímsdóttir, Bragi Steingrímsson, Elín Magnúsdóttir, Magnús Steingrímsson, Lilja Pálsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÁRMANN HÖSKULDSSON múrarameistari, Blikahólum 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. september kl. 15.00. Elísabet Sigurðardóttir, Málmfríður Sigurðardóttir, Þorkell Árnason, Kjartan Tómasson, Soffía Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.