Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 21
MENNING
B
rynjólfur Sveinsson var
biskup í Skálholti 35 ár.
Hann var lærdóms-
maður, og latínuskáld,
athugasamur embætt-
ismaður, fastheldinn fjárgæslumað-
ur, stórauðugur jarðeigandi og
ættgöfugur. Að langfeðgatali var
hann kominn af Sigurði Fáfnisbana
og Völsungum sem frá segir í Eddu-
kvæðum. Brynjólfur hafði mætur á
þeim kveðskap og á efri árum sendi
hann konungi sínum, Friðriki þriðja,
litla kálfskinnsbók sem er eitt mesta
djásn íslenskra menningarverðmæta
og kallast Konungsbók Eddukvæða,
nú til sýnis í Þjóðmenningarhúsi.
Brynjólfur fæddist í Holti í Ön-
undarfirði 14. september 1605, yngri
sonur prestshjónanna þar, Sveins
Símonarsonar og Ragnheiðar, dóttur
Staðarhóls-Páls Jónssonar og Helgu,
dóttur Ara lögmanns Jónssonar Ara-
sonar Hólabiskups. Brynjólfur nam
latínu og lútersk fræði við Skálholts-
skóla. Hann sigldi um tvítugt til
Kaupmannahafnar og las guðfræði
og klassísk fræði við háskólann þar á
árunum 1624–1632. Hann varð að-
stoðarskólameistari við latínuskól-
ann í Hróarskeldu árið 1632 fyrir til-
stilli kennara síns, P.H. Resens
Sjálandsbiskups, og gegndi því emb-
ætti til 1638. Þá ætlaði hann að leita
sér frama sunnar í Evrópu en fór
fyrst heim til Íslands. Þetta sumar
andaðist Gísli Oddsson Skálholts-
biskup í kór Þingvallakirkju á Öx-
arárþingi. Þar var Brynjólfur stadd-
ur. Eftir jarðarför Gísla var
Brynjólfur kjörinn biskup fyrir for-
göngu Árna lögmanns Oddssonar,
bróður Gísla. Brynjólfur færðist
undan með löngu afsökunarbréfi á
latínu til kanslara konungs en hlaut
að taka við embætti eftir úrskurði
háskólaráðs. Hann var vígður Skál-
holtsbiskup 5. maí 1639 og þjónaði
embættinu uns hann afhenti Skál-
holtsstað og Skálholtsstifti eft-
irmanni sínum, Þórði Þorlákssyni,
árið 1674.
Vandaði val dómkirkjupresta
Á námsárum hafði Brynjólfur
hlýtt á fyrirlestra Ole Worm læknis-
fræðiprófessors og fornfræðings og
fleiri hálærðra manna. Vinur hans á
þeim tíma varð danski sagnaritarinn
Stephanius J. Stephanius. Heim-
kominn til Íslands átti Brynjólfur
fræðileg bréfaskipti við þá báða og
sendi þeim gagnlegar skýringar sín-
ar við fornfræðirit og Stephaniusi
gaf hann eddukvæðahandrit. Brynj-
ólfur vandaði val dómkirkjupresta og
kennara við latínuskólann í Skálholti,
valdi helst siglda menn og galt þeim
rífleg laun, stöðurnar voru því eft-
irsóttar. Hann kenndi sjálfur fyrstu
árin rökfræði og hebresku. Hann
kom til manns mörgum efnilegum,
fátækum piltum og greiddi fyrir
flestum sem sigldu úr Skálholtsskóla
til háskólanáms. Áhugi Brynjólfs
beindist mjög að fornum fræðum,
einkum framan af ævi. Hann leitaði
eftir leyfi konungs til þess að fá
prentsmiðju í Skálholt og hugsaði
sér að láta m.a. prenta íslensk forn-
rit, frumtexta ásamt latneskum þýð-
ingum og skýringum, til þess að
koma ritunum á framfæri við lærða
menn utanlands. Leyfi fékk hann þó
ekki. Brynjólfur hafði íslenska fræði-
menn undir sínum verndarvæng,
meðal þeirra var Jón Guðmundsson
lærði sem samdi fræðirit að beiðni
Brynjólfs biskups, m.a. Tíðfordríf
1644 sem Jón tileinkaði biskupi.
Brynjólfur lagði kapp á að safna ís-
lenskum fornbókum á skinni og átti
gott bókasafn sem hann geymdi í
Norðurstúku dómkirkjunnar. Hann
lét vandvirka skrifara gera eftirrit
fornra handrita á pappír sem síðar
æxluðust og blómguðu lærdóms-
menntir landsmanna. Nafnkenndasti
skrifari Brynjólfs var séra Jón Er-
lendsson í Villingaholti sem meðal
annars skrifaði upp Íslendingabók
og Landnámu að hvötum Brynjólfs
og barg svo þessum textum frá glöt-
un. Friðrik þriðji Danakonungur bað
Brynjólf útvega sér í bókasafn sitt
sögur og skjöl í handritum af Íslandi.
Brynjólfur sendi honum mörg dýr-
mæti, 1656 og 1662, letruð á kálf-
skinn: m.a. fyrrnefnd Eddukvæði,
Snorra-Eddu, konungasagnahand-
ritin Flateyjarbók og Morkinskinnu,
Brennu-Njáls sögu, Völsunga sögu
og þjóðveldislögin á fagurri skinnbók
sem nú kallast Konungsbók Grágás-
ar.
Bréfabækur, vísitasíubækur og
prestastefnubók Brynjólfs biskups
eru helstu heimildir um bisk-
upsstjórn hans og persónuhagi. Á
Árnastofnun eru varðveitt 14 bindi
bréfabóka hans, um það bil 7.000
blaðsíður í stóru broti, en fyrstu sex
fyrstu bindin eru glötuð. Vísitas-
íubækur og prestastefnubók Brynj-
ólfs eru varðveittar á Þjóð-
skjalasafni. Nær allt í bókunum er
skrifað af skrifurum biskups sem
skólaðir voru í Skálholti og þjónuðu
biskupi ungir og fengu í fyllingu tím-
ans prestsembætti á vildarjörðum. Í
bréfabókunum er margskyns vitn-
eskja um staðarhald og búrekstur í
Skálholti á tíð Bynjólfs. Skálholts-
dómkirkja átti þá rétt um 300 jarðir,
rak útgerð suður með sjó og mannaði
skipin með landsetum sínum. Næst-
ur biskupi að tign, valdi og launum á
staðnum var staðarráðsmaður. Hann
og umboðsmenn jarðeigna stólsins
sáu um innheimtur landskulda af
landsetum og skyldu láta jarðaávöxt-
inn ganga staðnum í hag en biskup
bar ábyrgð og yfirumsjón á öllu því
góssi. Heimilisfólk í Skálholti á tíð
Brynjólfs var um 110 manns að
skólapiltum meðtöldum sem jafnan
voru um eða yfir 30.
Lét uppbyggja Skálholtsstað
Brynjólfur tók við hrörlegum
Skálholtsstað en lét uppbyggja stað-
inn af sterkum viðum og reisa nýja
dómkirkju með ærnum kostnaði. Yf-
irsmiður var Guðmundur Guð-
mundsson frá Bæ í Borgarfirði sem
lært hafði handverk í Kaupmanna-
höfn. Kirkjan var reist af rekatrjám
og innfluttum grenivið, rammbyggt
guðshús. Þar hélt biskup lærdóms-
ríkar predikanir og átti einræður við
guð í Maríustúku, segir í ævisögu
Brynjólfs eftir bróðurson hans,
dyggan vin og aðalerfingja, séra
Torfa Jónsson í Gaulverjabæ. Hann
segir um háttu Brynjólfs heima: „Í
mat og drykk og daglegu borðhaldi
var hann ei kræsinn, heldur hélt sig
lengstum við hreinlega, almennilega,
kristilega fæðu eftir góðri og gamalli
landsins vísu með því hann var á
yngri árum hreystimaður til karl-
mennsku og afburða, en að ásýndum
hinn sómasamlegasti sem oss flest-
um er kunnugt. Í klæðnaðinum var
hann mjög spar og hófsamur svo vér
sem voru hans þénarar átöldum
hann þar um heimuglega. Svaraði
hann svo: úr því guði hefði þóknast
að láta sig fæðast í því landi sem sau-
ðaull tíðkaðist, af hverri klæðnaður-
inn mætti vinnast og vefast hrein-
lega, en ekki því landi sem silki og
bómull til þarfa yxi, þá vildi hann
ljúflega blífa við það sem hans föð-
urland af sér gæfi.“ (Biskupasögur
Jóns Halldórssonar II, bls. 358–359.)
Og Jón Halldórsson sem síðar skrif-
aði ævisögu biskups segir um dag-
lega umgengni við hann: „Við vini
sína og presta sem honum þóknuðust
var hann trúfastur, einlægur, sléttur
og metnaðarlaus; við sér minni menn
lítillátur og ávarpsgóður; þótti oft
gaman að tala við skynuga og skil-
góða bændur um búnaðarháttu og
sveitanna tilstand. Við þóttamikla og
yfirlætisspreytinga var hann oft
smáglettinn.“ (Biskupasögur Jóns
Halldórssonar I, bls. 283–284.)
Á sínum langa biskupsferli vísiter-
aði Brynjólfur árlega einhvern hluta
hins víðlenda Skálholtsbisk-
upsdæmis sem náði austan af Langa-
nesi og suður og vestur um land allt
norður að Hrútafjarðará. Vísitas-
íuferðir fór hann jafnan í fylgd 6–10
úrræðagóðra manna og voru sumir
hraustmenni. Hann hafði jafnan með
sér lærða menn: skrifara, presta,
heyrara og ennfremur tjaldmann og
hestasveina. Í Austfjarða- og Vest-
fjarðavísitasíum höfðu þeir jafnan
um tveggja mánaða útivist frá því í
júlílok og til septemberloka. Til ferð-
ar voru hafðir 15–20 úrvalshestar á
járnum og þar sem svo hagaði til var
róið með biskup yfir fjörð eða vík. Í
yfirreiðum gekk biskup fast eftir því
að kirknaeignir rýrnuðu hvergi, að
kirkjubyggingum væri vel við haldið
og að prestar og söfnuðir væru í sátt
og allir hefðu réttan skilning á guðs-
orði. Vísitasíubækur Brynjólfs eru
afar nákvæmar, gerðar eftir fyr-
irmælum Pros Mundt höfuðsmanns
sem skipaði fyrir um gerð slíkra
bóka á fyrsta biskupsári Brynjólfs.
Vísitasíubækur hans eru skýrasti
menjagripur um strangt eftirlit hans
með kirknaeignum og urðu fyr-
irmyndir eftirmanna hans í bisk-
upssæti. Þær eru gullvægar heim-
ildir um kirknaeignir og kristnihald í
landinu á 17. öld.
Örlögin yrkisefni skálda
Brynjólfur kvæntist Margréti
Halldórsdóttur lögmanns Ólafssonar
árið 1640. Þeim fæddust sjö börn.
Flest dóu í æsku en tvö komust á
manndómsár. Ragnheiður, heitin
eftir föðurmóður sinni, var elst, fædd
8. september 1641 þegar biskup var
á yfirreið um Austfirðingafjórðung.
Árið eftir, 8. desember, fæddust
þeim hjónum tvíburar og lifði annar,
Halldór, heitinn eftir móðurföður
sínum. Ragnheiður ól son 15. febrúar
1662 í Bræðratungu en hafði um það
bil níu mánuðum fyrr svarið sig
óspillta mey með eiði í Skálholts-
dómkirkju. Drenginn kenndi hún
kennara sínum og þjónustumanni
biskups, Daða Halldórssyni í Hruna.
Ragnheiður lést rúmu ári eftir
barnsburðinn á 22. ári, en biskup
fékk skömmu síðar kóngsbréf upp á
uppreisn hennar sem gerði hennar
ráð sem óspjallaðrar meyjar. Nokkr-
um árum síðar andaðist Halldór
bróðir hennar á Englandi. Þá höfðu
biskupshjónin í Skálholti misst öll
börn sín og tóku nú að sér og arf-
leiddu Þórð Ragnheiðarson dótt-
urbarn sitt sem alinn hafði verið upp
hjá föðurfóllki sínu í Hruna. Margrét
andaðist 1670 og þremur árum síðar
dó Þórður úr berklum á tólfta ári.
Örlög Brynjólfs biskups, Ragnheiðar
dóttur hans og skyldmenna þeirra
urðu skáldum yrkisefni. Þorsteinn
Erlingsson orti kvæðaflokkinn Eið-
urinn sem birtist 1913. Torfhildur
Hólm samdi skáldsöguna Brynjólfur
Sveinsson biskup sem kom út í
Reykjavík 1882. Guðmundur Kamb-
an samdi söguna Skálholt í fjórum
hlutum sem kom fyrst út á árunum
1930–1935. Guðmundur kannaði
rækilega frumgögn um fólk og at-
burði og birti árangur rannsókna
sinna í grein í Skírni 1929.
Brynjólfur lést 5. ágúst 1675.
Hann arfleiddi séra Torfa í Gaul-
verjabæ að miklu aflafé sínu í lausum
aurum og um 40 jörðum sem hann
átti á Austurlandi. Bræður biskups
fengu erfðafé hans fast og laust.
Ungum syni Jóhanns Klein, fógeta á
Bessastöðum, gaf Brynjólfur útlend-
ar bækur sínar en íslenskar bækur
og handrit gaf hann sinn helming
hvorri, frændkonu sinni Helgu
Magnúsdóttur í Bræðratungu og
Sigríði Halldórsdóttur mágkonu
sinni sem gift var séra Torfa í Gaul-
verjabæ. Árni Magnússon náði síðar
í safn sitt merkum handritum úr eigu
Brynjólfs. Auðkenni sumra eru tvö
samlímd L, lesin loricatus lupus og
merkja nafn hans á latínu, brynjaður
úlfur. Hann var sagður þrekinn mað-
ur, rauðskeggjaður og stóð flestum
af honum ótti.
Frumkvöðullinn Brynjólfur biskup
Í dag eru fjórar aldir
liðnar frá fæðingu
Brynjólfs Sveinssonar
biskups í Skálholti.
Hann gegndi mikilvægu
hlutverki í sögu Íslands,
sem leiðtogi kirkjunnar,
veraldlegur höfðingi,
heimspekingur, fræði-
maður og frumkvöðull á
sviði mennta og kirkju-
stjórnar. Guðrún Ása
Grímsdóttir segir frá
Brynjólfi.
Brynjólfur Sveinsson biskup, fæddur 1605, látinn 1675.
Höfundur er fastráðinn við
fræðistörf á Árnastofnun.
HUGVÍSINDASTOFNUN efnir, í
samstarfi við ýmsar stofnanir, til
ráðstefnu í Þjóðarbókhlöðunni og
í Skálholti 16. til 18. september til
að vekja athygli á Brynjólfi bisk-
upi og hans samtíð. Enn fremur
verður sett upp sýning í Þjóð-
arbókhlöðunni um Brynjólf og
samtíð hans og verður hún vígð á
föstudaginn. kl. 17. Sýningin
verður jafnframt sett upp úti á
landi og efnt til ýmissa viðburða
af þessu tilefni, tónleikar, fyr-
irlestrar, leiksýningar, allt fram
til 14. september 2006. Í tilefni
dagsins opnar Karl Sigurbjörns-
son biskup heimasíðu um Brynjólf
í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 3.
Ráðstefna um Brynjólf
http://www.hugvis.hi.is/
Styrktarsjóður
Svavars Guðnasonar listmálara
og Ástu Eiríksdóttur
Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur
óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum.
Styrkirnir eru tveir að upphæð kr. 250.000 hvor
og veitist tveimur ungum, efnilegum myndlistarmönnum.
Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsóknum:
Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer,
þrjár til fimm ljósmyndir eða litskyggnur af verkum
umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli.
Umsóknir merktar: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og
Ástu Eiríksdóttur, sendist fyrir 1. nóvember 2005 til
Listasafns Íslands,
Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Í dómnefnd sitja:
Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, s. 515 9600,
Björg Atla, myndlistarmaður, SÍM, s. 551 7706 og
Halldór Björn Runólfsson, lektor, LHÍ, s. 552 4000.