Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STJÓRNARSKIPTI Í NOREGI Þegar horft er á stöðu efnahags-mála og almenna velferð í Nor-egi er lítil ástæða til að ætla að sitjandi ríkisstjórn þurfi að hafa miklar áhyggjur af kosningum. En það var öðru nær. Norskir kjósendur eru óþolinmóðir og þeir veittu stjórn- arflokkunum ráðningu þegar þeir gengu að kjörborðinu í fyrradag og tilkynnti Kjell Magne Bondevik for- sætisráðherra afsögn sína í gær. Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hóf stjórnarmyndunarvið- ræður við Sósíalíska verkamanna- flokkinn og Miðflokkinn, sem höfðu myndað rauð-grænt kosningabanda- lag. Flokkarnir þrír fengu meirihluta sæta á Norska stórþinginu og stefnir því allt í það að í fyrsta skipti í 20 ár setjist meirihlutastjórn að völdum í landinu. Norðmenn búa um þessar mundir við meiri velmegun en nokkru sinni áður og á lista frá einni stofnun Sam- einuðu þjóðanna hefur Noregur meira að segja í fimm ár í röð verið sagður það land, sem best er að búa í. Stjórn Hægriflokksins, Kristilega þjóðarflokksins (flokks Bondeviks) og Venstre hafði setið í fjögur ár í skjóli Framfaraflokks Carls I. Hag- ens. Tveir stjórnarflokkanna guldu afhroð í kosningunum. Hægriflokk- urinn missti 14 menn og er nú aðeins þriðji stærsti flokkur landsins og Kristilegi þjóðarflokkurinn missti helming þingsæta sinna. Aðeins Venstre bætti við sig. Í kosningabaráttunni lagði Bonde- vik áherslu á skattalækkanir. Stjórn- arandstöðuflokkarnir hömruðu hins vegar á því að þeir hygðust bæta vel- ferðarkerfið, gera umbætur í skóla- málum og jafnvel hækka skatta á þá, sem hafa hæstu launin, en draga úr skattbyrði þeirra lægst launuðu. Að- ild að Evrópusambandinu var vart til umræðu í kosningabaráttunni. Verkamannaflokkurinn hefur reynd- ar inngöngu á stefnuskrá sinni, en væntanlegir samstarfsflokkar, Sósí- alíski vinstriflokkurinn og Miðflokk- urinn, eru því andvígir og því má telja víst að aðild verði ekki á dagskrá á meðan ný stjórn situr. Fréttaskýrendur veltu í gær vöng- um yfir því hvers vegna kjósendur hefðu kosið að fella stjórn Bondeviks. Þrátt fyrir velferðina komast aldrað- ir ekki að á elliheimilum, það eru bið- listar á sjúkrahúsunum, kennara skortir og skólakerfið er gagnrýnt og sagt þurfa á umbótum að halda. Stjórn Bondeviks hefur aukið útgjöld til velferðarmála, en vildi þó fara var- lega til þess að valda ekki ofhitnun í efnahagslífinu og halda áfram að safna í olíusjóð Norðmanna, sem nú nemur tæplega 12 þúsund milljörðum íslenskra króna, og þá sérstaklega með eftirlaunamál framtíðarinnar í huga. Í kosningabaráttunni var hins vegar auknum útgjöldum lofað á báða bóga, þótt Verkamannaflokkurinn vilji reyndar fara mun varlegar í þeim efnum en hinir flokkarnir tveir. Stjórnin þurfti ekki aðeins að bregð- ast við gagnrýni og loforðum af vinstri vængnum, heldur einnig af þeim hægri því að Framfaraflokkur- inn hét því að hann myndi nota olíu- sjóðinn til fjárfestinga erlendis á þeirri forsendu að það leiddi ekki til þenslu í norsku efnahagslífi. Þótt rauð-græna kosningabanda- lagið hefji nú stjórnarmyndun er ekki hægt að horfa fram hjá árangri Hag- ens og Framfaraflokksins, sem bætti við sig 11 þingsætum og hefur nú 37 sæti. Í dagblaðinu Aftenposten sagði að freistandi væri að lýsa Framfara- flokkinn stóra sigurvegarann í kosn- ingunum. Enginn vill þó stjórna með flokknum og þrátt fyrir aukið vægi á þingi mun hann hafa minni áhrif nú, en hann hafði áður þegar hann studdi minnihlutastjórn Bondeviks. Flokk- urinn kann því að hafa grætt fylgi á því að hafa snúið baki við Bondevik, en fyrir vikið er hann nú einangraðri en áður. Noregur er þriðja stærsta olíuút- flutningsríki heims á eftir Sádi-Arab- íu og Rússlandi. Greinilegt er á úr- slitum kosninganna um helgina að norskir kjósendur vilja fremur auka framlög til velferðarmála en að lækka skattbyrði sína. Búast má við því að nú verði sleginn nýr tónn í norskum stjórnmálum, en það á eftir að koma í ljós hvort aukin framlög til velferð- armála á forsendum vinstri flokk- anna munu skila sér í styttingu bið- lista og betri þjónustu. Það kom í ljós um helgina að norskir kjósendur eru óþolinmóðir og það er allsendis óvíst að þeir muni sýna nýrri stjórn meiri þolinmæði en þeirri, sem nú fer frá. MERKILEGT STARF GÍDEON-FÉLAGSINS Í Morgunblaðinu í gær varskemmtileg frétt um það að Þor- kell G. Sigurbjörnsson, einn af stofn- endum Gídeon-félagsins á Íslandi fyrir sextíu árum, afhenti Páli Stein- ari Sigurbjörnssyni sonarsyni sínum Nýja testamentið í Laugarnesskóla. Þorkell var fyrsti formaður félagsins og í hópi Gídeon-manna, sem hófu dreifingu Nýja testamentisins til skólabarna árið 1954, en þá var Laugarnesskóli einmitt fyrsti skólinn sem var heimsóttur. Þorkell afhenti syni sínum og fyrrverandi forseta Gídeon-félagsins, Sigurbirni, einnig Nýja testamentið í Laugarnesskóla á sínum tíma. Þannig endurspeglast innan sömu fjölskyldu sú langa hefð sem er fyrir því að dreifa heilagri ritningu á vegum félagsins og það mikla starf sem félagsmenn hafa unnið. Gídeon-félagið dreifir Nýja testa- mentinu á hótel, sjúkrahús og elli- heimili, í fangelsi og skip og til hjúkrunarfólks, barnaskólanemenda og fleiri. Tilgangurinn er, eins og Þorkell Sigurbjörnsson orðar það, að fólk hafi „auðveldan aðgang að Guðs orði, sjálfu sér og öðrum til sálu- hjálpar og blessunar.“ Á rúmlega hálfri öld hefur félagið dreift um 325.000 eintökum af hinni helgu bók á Íslandi. Nálega allir Ís- lendingar hafa fengið Nýja testa- mentið að gjöf frá Gídeon-fólki, enda er henni dreift til allra skólabarna. Það er ekki víst að allir viðtak- endur bókarinnar eigi hana lengur. Og margir hafa vísast aldrei svo mik- ið sem blaðað í henni. En það getur verið gott að eiga hana á vísum stað. Margir grípa í Nýja testamentið á ögurstundu. Margir finna það, sem þeir leita að, huggun og styrk, jafn- vel nýja framtíð. F yrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær tjáðu saksóknari og verjend- ur í Baugsmálinu sig um bréf sem Pétur Guðgeirsson, dómsformað- ur í Baugsmálinu, sendi þeim hinn 26. ágúst sl. Í bréfinu vakti hann athygli á því að dómarar málsins teldu að slíkir agnúar kynnu að vera á ákærunni að þeir yrðu ekki sniðnir af þegar málið yrði flutt og því ekki hægt að kveða upp dóm í málinu. Taldi hann upp annmarka á 18 ákæruliðum af 40. Áður en hægt er að taka ákvörðun um hvort málinu verði vísað frá verður, samkvæmt lög- um um meðferð opinberra mála, að gefa sak- flytjendum kost á því að „tjá sig um málefnið“. Ekki fór því fram eiginlegur málflutningur líkt og verið væri að fjalla um frávísunarkröfu frá sakborningum, svo dæmi sé tekið. Skiptir ekki máli þó að fé sé skilað Auk Péturs Guðgeirssonar sitja Arngrímur Ísberg og Garðar Valdimarsson hæstaréttar- lögmaður og löggiltur endurskoðandi í dómi. Hvorugur hinna síðarnefndu tók til máls í gær en Pétur beindi orðum sínum nokkrum sinn- um að saksóknaranum, þó ekki oft, og sjaldn- ar en margir höfðu ætlað. Pétur nefndi þó m.a. að í þeim ákæruliðum þar sem ákært væri fyr- ir fjárdrátt væri ekki tekið fram að hinir ákærðu hefðu dregið sér fé. Áður en Jón H. Snorrason, saksóknari rík- islögreglustjóra og yfirmaður efnahagsbrota- deildar, ræddi um einstaka ákæruliði, taldi hann nauðsynlegt að fjalla um hvaða skilyrði yrðu að vera fyrir hendi til að hægt væri að dæma fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Hann benti á að það teldist vera fjárdráttur um leið og viðkomandi hefði með ólögmætum hætti tileinkað sér fjármuni og það skipti engu máli þó að verðmætunum væri skilað aftur eða tveir me til fuglav átt að ve fuglaveið hefðu dó marka á hefðu fy þeir vær gallarnir Slíkir dó héraði og hann teld gölluð og hún yrði annarri n urinn yrð vera tilb dómaran Dó Gestur Jóhanne urinn hef annmörk um slíkt taldi að hefði ver væru á þ væru á á úr þeim o Gestur sammála að verkn raunar v í bréfi dó unnar væ ekki. Nefndi hann nokkur dæmi um þetta og benti á dóma sem hefðu fallið í slíkum málum. Pétur Guðgeirsson dómsformaður sá þá ástæðu til að stöðva ræðu hans og bað sak- sóknara um að vinda sér í málefnið sem fyrir lægi, þ.e. hvort ákæran væri nægilega skýr. Hægt að lýsa með ýmsum hætti Jón benti þvínæst á að hægt væri að lýsa verknaði í fjárdráttarmálum með ýmsum hætti. Ákvæðið í almennum hegningarlögum sem fjallar um fjárdrátt hefst með þessum orðum: „Dragi maður sér fjármuni …“ en Jón sagði ekki nauðsynlegt að „taka frasa“ upp úr lagaákvæðinu heldur dygði í ákæru að lýsa þeirri háttsemi sem talin væri brotleg. Jón benti á nokkra dóma sem hefðu fallið bæði í héraði og Hæstarétti þar sem fjárdráttarbrot- um væri lýst með ýmsum hætti, m.a. í Lands- símamálinu og í máli Árna Johnsen og í dóm- unum hefðu ýmist engar athugasemdir verið gerðar við slíkt eða að dómarar hefðu hnýtt í verknaðarlýsingar en engu að síður sakfellt fyrir brotin. Jón fór yfir flesta þá ákæruliði sem dóm- ararnir höfðu gert athugasemdir við og rök- studdi hvers vegna hann teldi að verknaðar- lýsingin væri nægilega skýr. Einnig nefndi Jón H. Snorrason nokkur sakamál þar sem verknaðarlýsingar í ákæru hefðu augljóslega verið gallaðar en sektar- dómar engu að síður verið kveðnir upp. Meðal þeirra dæma sem hann nefndi var mál sem var höfðað gegn manni fyrir ölvunarakstur þegar hann hefði í raun og veru ekið bifreið sem var dregin af annarri. Í öðru máli hefðu Úrskurður um hugsanlega frávísun í Baugs Verjandi vill verði vísað f sinnMun Baugsmáliðmálið haldaáfram sína hefbundnu leið ídómskerfinu eða er árangur af þriggja ára rannsókn rík- islögreglustjóra í uppnámi? Verður málinu vísað frá í hluta eða heild? Um þetta var tekist í milliþinghaldi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Rúnar Pálmason hlýddi á. Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannesson verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Héraðsdómi Reykjaví DÓMARAR gerðu athugasemdir við 18 af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. Ekki voru taldi annmarkar af 22 ákæruliðum sem hér eru stuttlega reifaðir: Í kafla I. er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Jóhannesi Jónssyni og Kristínu Jóhannsdóttur gefinn að sök fjárdráttur í eftirgreindum tilfellum: 1. liður: Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa dregið sér og öðrum rúmlega 40 milljónir, þegar þeir létu, með vitund og liðsinni meðákærðu Jóhannesar og Kristínar, Baug hf. greiða 34 reikninga sem voru gefnir út af félaginu Nordica Inc. vegna skemmtibátsins Thee Viking. 2. liður: Jóni Ásgeiri og Jóhannesi með því að hafa dregið sér um 440.000 vegna bankaábyrgðar í tengslum við kaup ákærðu og Jóns Geralds Sullenberger á skemmtibátnum Icelandic Viking. 3. liður: Tryggva með því að hafa dregið sér um 1,3 milljónir með því að láta Baug greiða reikninga sem voru fyrirtækinu óviðkomandi. 4. liður: Tryggva með því að hafa dregið sér samtals um 99.000 þegar hann lét Baug greiða tolla og aðflutningsgjöld vegna sláttuvélartraktors. Í kafla II. er ákært fyrir umboðssvik: 7. liður: Jóni Ásgeiri og Jóhannesi eru gefin að sök umboðss- vik með því að hafa í nóvember 1998, við yfirtöku Baugs hf. á Bónus sf., misnotað aðstöðu sína hjá Baugi, til þess að binda það við erlenda bankaábyrgð í SPRON, að andvirði um 12,2 milljónir vegna kaupa á skemmtibátnum Icelandic Viking. Í kafla V. Jóni Ásgeir og Tryggva báðum gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um hlutafélög í eftirgreindum tilvik- um: 24. liður: Með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans, lán vegna tveggja reikninga frá Baugi, samtals að fjárhæð 400.000. 25. liður: Með því að hafa veitt Gaum reikninga frá Baugi, samtals að fjárhæð u 26. liður: Með því að hafa veitt Gaum reikninga frá Baugi, samtals um 6,2 milljó 27. liður: Með því að hafa veitt Gaumi reikninga Baugs, samtals um 70 milljónir. 28. liður: Með því að hafa veitt Gaumi reikninga Baugs samtals um 1,3 milljónir. Í kafla VI. er Jóni Ásgeiri og Tryggva g mennum hegningarlögum, lögum um bók reikninga og lögum um hlutafélög í eftirgr 29. liður: Jóni Ásgeiri og Tryggva með ingu fært og/eða látið færa til tekna í bók júní 2001, tvo tilhæfulausa reikninga, sem skiptum félagsins, annars vegar frá fære inu SMS að fjárhæð um 46,7 milljónir og dica Inc. að fjárhæð um 62 milljónir. M rangfært eða oftalið tekjur Baugs sem þes 30. liður: Jóni Ásgeiri og Tryggva með eða látið færa rangar og tilhæfulausar fæ notkun fjármuna í bókhald Baugs hf., þeg in hlutabréf í hlutafélaginu, á bókfærðu v ónir til vörslu hjá Kaupthing Bank Luxe sölu hlutabréfanna væri að ræða en á sam enn í eigu Baugs hf. 31. liður: Jóni Ásgeir og Tryggva með látið færa rangar og tilhæfulausar færs þegar þeir létu færa 38 milljónir kr. til eig 32. liður: Jóni Ásgeiri og Tryggva með eða látið færa rangar og tilhæfulausar fær hf., um viðskipti og notkun fjármuna þega á 3,1 milljón hluta í Arcadia Plc. til Ka embourg fyrir kr. 332 milljónir. Með því tilhæfulausa 212 milljóna króna skuld. Ekki voru gerðar athugasem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.