Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 39
DAGBÓK
Yfirbót.
Norður
♠G762
♥G9 N/Enginn
♦K543
♣Á62
Vestur
♠ÁK104
♥K6
♦G87
♣9753
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass Pass 1 hjarta
1 spaði 1 grand Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Lesandinn er í vestur og drýgir þá
synd að koma inn á spaðasögn á fjórlit.
Það er brot á trausti, því félagi býst við
fimmlit a.m.k.
En svo er að sjá sem vestur komist
upp með glæpinn. Hann hefur reyndar
ekkert grætt á sögninni, en heldur
engu tapað. Að því er virðist.
Þú spilar út spaðaás og makker vísar
frá með níunni (lág-há köll). Þú skiptir
því yfir í lauf og sagnhafi tekur á ásinn í
borði, en makker kallar með fjarkanum
og suður fylgir með tíu. Sagnhafi lætur
næst hjartagosann svífa yfir til þín.
Hvernig viltu nú verjast?
Allt lítur þetta nokkuð vel út, en í öll-
um bænum, láttu þér ekki detta í hug
að spila strax laufi:
Norður
♠G762
♥G9
♦K543
♣Á62
Vestur Austur
♠ÁK104 ♠983
♥K6 ♥875
♦G87 ♦962
♣9753 ♣KD84
Suður
♠D5
♥ÁD10432
♦ÁD10
♣G10
Ef þú gerir það, mun makker vafalít-
ið reyna að taka tvo slagi á lauf – frá
hans bæjardyrum er tilgangslaust að
spila spaða, því hann „veit“ eftir inná-
komu þína að suður er með einspil í
spaða. Verði það raunin, getur sagnhafi
trompað, tekið trompin og hent spaða
niður í þrettánda tígulinn.
Fyrir syndir í sögnum er oft refsað í
vörninni. Í þessu tilfelli getur vestur
hins vegar gert yfirbót: tekið á spaða-
kónginn áður en hann spilar laufi. Það
ætti að vera öruggt, því austur myndi
vafalítið hafa tekið undir spaðann með
Dxxx – sé hann á annað borð syndlaus
spilari.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. c4 e6 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 d5 4. e3 c6
5. d4 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Be2 0-0 8.
0-0 dxc4 9. Bxc4 b5 10. Be2 a6 11. a4
Bb7 12. e4 e5 13. axb5 cxb5 14. d5
Hc8 15. Db1 Rc5 16. b4 Rcd7 17. Rd1
Rb6 18. Re3 Ra4 19. Bd2 Rc3 20.
Bxc3 Hxc3 21. Rd2 g6 22. Db2 Hc8
23. Kh1 De7 24. Hab1 Hc7 25. Bd3
Hfc8 26. Rf3 Rd7 27. Rg1 Rb6 28.
Re2 Ra4 29. Dd2 Rc3 30. Rxc3 Hxc3
31. Rc2
Staðan kom upp í opnum flokki
Norðurlandamótsins í skák sem lauk
fyrir skömmu í Vammala í Finnlandi.
Finnski stórmeistarinn Tomi Nybäck
(2.571) hafði svart gegn landa sínum
Heikki Lehtinen (2.402). 31. … Bxd5!
32. exd5 e4 33. Re1 33. Bxe4 hefði
verið vel svarað með 33. … De5! 34.
f4 Dxe4 og svartur hefur unnið tafl.
Eftir textaleikinn verður svartur
tveim peðum yfir. 33. … De5! 34. f4
Dxd5 35. Hd1 exd3 36. Hf3 De4 37.
Rxd3 Hc2 38. De3 Dxe3 39. Hxe3
H2c4 40. Ha1 Bf8 og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bókaormar, leshóp-
urinn kemur saman alla miðvikudaga
í vetur, í fyrsta skipti 14. sept.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa-
vinna kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 10–
11.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30.
Spil kl. 13.30. Keila kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist,
spilað brids/vist, fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
opið öllum. Kynning á hauststarfinu
verður föstudag 16. sept. kl. 14. Kaffi
og nýbakað meðlæti. Ellen og Eyþór
skemmta.
FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mið-
vikudagur 14. sept. kl. 13–16. Grétu-
dagur. Fræðsla um slysavarnir á
heimilum. Spilað, teflt og spjallað.
Veitingar að hætti Gróu.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan er opin í dag kl. 10 til
11.30 og viðtalstími í Gjábakka kl. 15
til 16. Félagsvist er spiluð í Gjábakka
í dag kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl.
10. Söngvaka í dag kl. 14.30, undir-
leik annast Sigurður Jónsson, kóræf-
ing kl. 17. Námskeið í Framsögn hefst
27. sept., í stafgöngu 29. sept.
Skráning á skrifstofu félagsins í síma
588 2111. Haustlitaferð á laugardag,
miðar á skrifstofu félagsins.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9, 9.45, 10.30 og
11.15. Bútasaumshópur kl. 13. Brids
spilað í Garðabergi kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–
16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi
spilasalur opinn. Kl. 14.45 kóræfing.
Föstud. 16. sept. kl. 16 opnuð list-
munasýning Einars Árnasonar, m.a.
syngur Gerðubergskórinn undir
stjórn Kára Friðrikssonar.
Félagstarfið Lönguhlíð 3 | Söng-
stund með Þorvaldi Björnssyni kl. 15.
Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við
böðun, bókband. Kl. 13 leikfimi. Kl. 14
sögulestur. Minnum á útskurðinn á
föstudag kl. 9. Skráning í síma
553 6040.
Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður,
postulínsmálun, kaffi, spjall, dag-
blöðin, fótaaðgerð og hárgreiðsla. Kl.
11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13
brids. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Gler-
skurður kl. 13. Pílukast kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu-
stofa kl. 9–15 hjá Sigrúnu, mósaik,
ullarþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–
12. Samverustund kl. 10.30. Böðun
virka daga fyrir hádegi.
Hæðargarður 31 | Betri stofa og
Listasmiðja kl. 9–16. Fastir liðir eins
og venjulega. Ef þú vilt hitta fólk,
spjalla yfir kaffibolla, fá þér hádeg-
isverð, líta í dagblöð eða taka þátt í
frjóu tómstundastarfi, líttu þá inn
hjá okkur og skoðaðu haust-
dagskrána. Síminn okkar er
568 3132.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun, kl. 9 opin fótaaðgerða-
stofa.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd-
mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn-
istulaug). Kl. 11.45–12.45 hádeg-
isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í
Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt
og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl.
14.30–15.45 kaffi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan
kl. 9, morgunstund, bókband og
handmennt kl. 10, verslunarferð kl.
12.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn
kl. 10–12. Fyrsti mömmumorgunn
haustsins. Allir foreldrar velkomnir
með börn sín. Kaffisopi og spjall, safi
handa börnunum.
Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Op-
ið hús frá 13–16. Föndur, spjall og
fræðsla. TTT – 10–12 ára starf í Sel-
ásskóla kl. 16. Söngur, sögur, leikir og
ferðalög fyrir hressa krakka. STN –
7–9 ára starf í Selásskóla kl. 15.00.
Söngur, sögur, leikir og ferðalög.
Áskirkja | Námskeið frá kl. 10–15 í
heimsóknaþjónustu í dag. Ragnheið-
ur Sverrisdóttur, verkefnastjóri kær-
leiksþjónustu Biskupsstofu, sér um
námskeiðið. Öllum opið. Vinsamleg-
ast tilkynnið þátttöku. Boðið upp á
léttan hádegisverð.
Áskirkja | Foreldrum er boðið til
samveru með börn sín í safn-
aðarheimili kirkjunnar alla fimmtu-
dagsmorgna milli kl. 10–12. Helga
Rut Guðmundsdóttir með kynningu
15. september: Börn og tónlist.
Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum. Foreldramorgnar eru
frá kl. 10–12 og opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13–16.
Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára
kl. 17–18, á neðri hæð. Unglingastarf
kl. 20–22, á neðri hæð kirkjunnar.
(www. digraneskirkja.is.)
Dómkirkjan | Hádegisbænastund kl.
12.10–12.30 alla miðvikudaga. Léttur
hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir.
Bænarefnum veitt móttaka í síma
520 9700 og á heimasíðu okkar
www.domkirkjan.is
Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir
fullorðna þriðjudaga kl. 13–16.
Garðasókn | Foreldramorgnar á mið-
vikudögum kl. 10 til 12.30. Fyrirlestur
í dag, kynning á námskeiði um „sjálf-
styrkingu kvenna“, sem verður í
október í Vídalínskirkju. Allir vel-
komnir, pabbar og mömmur, afar og
ömmur, frændur og frænkur. Kaffi á
könnunni.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður á vægu
verði að lokinni stundinni. Prestar
safnaðarins þjóna fyrir altari, org-
elleikari Hörður Bragason.
Grensáskirkja | Samverur eldri
borgara á miðvikudögum kl. 14. Boð-
ið er upp á Biblíulestur og léttar
veitingar. Kvenfélagið í kirkjunni
heldur utan um samverurnar og
þangað eru allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8
árdegis. Íhugun, altarisganga. Ein-
faldur morgunverður í safnaðarsal
eftir messuna.
Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. 10–12 ára krakkar hittast í
Hjallakirkju kl. 16.30–17.30.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæn
kl. 12. Hjálparflokkur kl. 20, allar kon-
ur velkomnar.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl-
skyldusamvera, „súpa og brauð“, er
að hefjast aftur eftir sumarið. Sam-
veran hefst kl. 18 með léttri máltíð
og kl. 19. verður biblíulestur með
Helga Guðnasyni.
Aldursskipt barna- og unglingastarf.
Nafnið stendur fyrir Fjölskyldu krists
þannig að það eru allir velkomnir.
www.gospel.is.
Kristniboðssalurinn | Í kvöld verður
sérstök samkoma kl. 20 þar sem
fagnað verður tveimur kristniboðum.
Hjónin Elísabet Jónsdóttir og Bjarni
Gíslason, sem starfað hafa í Eþíópíu,
eru komin heim og munu þau segja
frá starfi sínu þar.
Einnig mun Bjarni flytja hugleiðingu.
Samkoman er öllum opin meðan
húsrúm leyfir.
Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð
kl. 12.10 með orgelleik, sálmasöng og
bænagjörð. Allir velkomnir. Súpa og
brauð kl. 12.30 á vægu verði.
Langholtskirkja | Starf eldri borgara
hefst í dag, 14. september, og er frá
kl. 13–16. Kaffisopi, tekið í spil, spjall-
að, föndrað o.fl. Leitið upplýsinga í
síma 520 1300. Allir eldri borgarar
velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10 mömmu-
morgunn. Allar mömmur og ömmur
velkomnar með börnin sín. Kl. 10.30
gönguhópurinn Sólarmegin. Kl.
14.10–15.30 kirkjuprakkarar. (1.–4.
bekkur) Kl. 16.15 T.T.T. (5.–6. bekkur).
Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma.
Laugalækjarskóla. Kl. 19.30 ferming-
artími. Kl. 20.30 unglingakvöld.
Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10.
Kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl.
12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jóns-
son. Opið hús kl. 15. Bessa-
staðaheimsókn.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, tekur á móti Nes-
kirkjufólki á Bessastöðum. Farið í
rútu frá kirkjunni kl. 15. Skráning í
síma 511 1560.
Seltjarnarneskirkja | Kyrrðarstund
kl. 12. Ritningarlestur, bæn og alt-
arisganga. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili á eftir. Allir velkomn-
ir.
MENNING
ÞAÐ gerist kannski ekki oft að
einleikari á horn leiki undir
stjórn föður síns á tónleikum sin-
fóníuhljómsveitar, þar sem móðir
hans leikur. Sú verður engu að
síður raunin í kvöld og annað
kvöld, þegar Stefán Jón Bern-
harðsson stígur á svið ásamt Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, og þar
með fiðluleikaranum Ágústu
Jónsdóttur móður sinni, undir
stjórn Bernharðs Wilkinsonar,
föður síns.
Hljómsveitin kemur fram í
Ólafsvík í kvöld kl. 20 og Stykk-
ishólmi á morgun kl. 19.30. Á
efnisskránni er meðal annars
hornkonsert nr. 1 eftir Richard
Strauss, sem Stefán Jón leikur
einleik í. Aðspurður segist hann
hlæjandi mjög ánægður með föð-
ur sinn sem stjórnanda.
„Alveg óhlutdrægt svar nátt-
úrulega. Fyrir mig er það auðvit-
að öðruvísi en fyrir aðra að vinna
með honum, því við þekkjumst
vel og þurfum ekki að vera með
neina kurteisi og getum snúið
okkur beint að efninu. Ég geri
það sem hann biður um, og hann
gerir það sem ég bið um, og sam-
starfið hefur því gengið mjög
vel,“ segir hann.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
þeir feðgar leika saman með
þessum hætti, því Bernharður
hefur áður stjórnað á tónleikum
þar sem Stefán Jón hefur leikið
einleik, meðal annars þegar
hann lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hann segir þá stöðu að standa
með báðum foreldrum sínum á
sviði stundum hafa hvarflað að
sér gegnum tíðina. „Benni hefur
stjórnað svo mörgum hljóm-
sveitum, þar á meðal hljóm-
sveitum sem ég var í sem nem-
andi, svo það lá í raun alltaf
fyrir að við myndum vinna sam-
an í framtíðinni. Það sama gildir
um mömmu, sem hefur verið í
Sinfóníunni síðan ég fæddist. En
þetta er engu að síður skemmti-
legt núna.“
Stefán Jón segir aldrei að vita
nema fleiri fjölskyldumeðlimir
bætist á sviðið í framtíðinni.
„Það yrði þá eftir svolítið mörg
ár. En það er ekkert ólíklegt ef
það á að halda áfram þessari
fjölskylduhefð, enda margt tón-
listarfólk í fjölskyldunni allri. En
annars mætti segja að allt tón-
listarlífið á Íslandi væri ein stór
fjölskylda. Síðan er bara spurn-
ing hvort fólk er tengt líf-
fræðilega eða ekki,“ sagði Stefán
Jón að lokum.
Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleik-
um í Ólafsvík og Stykkishólmi
Ásamt foreldrun-
um á sviðinu
Morgunblaðið/Golli
Tónlistarfjölskyldan Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri, Ágústa Jóns-
dóttir fiðluleikari og Stefán Jón Bernharðsson hornleikari. Sá litli heitir
Myrkvi Már Stefánsson og er tveggja ára – hver veit nema hann stígi á sviðið
ásamt föður sínum og afa og ömmu í framtíðinni með hljóðfæri í hönd.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
MAÐUR er nefndur Albert Rom-
an. Hann er svissneskur sellóleik-
ari sem hélt tónleika ásamt Dou-
glas Brotchie orgelleikara í
Háteigskirkju á föstudagskvöldið.
Aðalatriði dagskrárinnar var svíta
í D-dúr fyrir einleiksselló eftir
Bach og flutningurinn á henni var
með öllu ófullnægjandi. Flæðið
sem einkennir ekki aðeins upp-
hafstónana heldur gjörvallt verkið
var hvergi að finna í túlkuninni,
spilamennskan var undarlega til-
gerðarleg; það var eins og selló-
leikarinn væri að neyða tónana
upp úr sellóinu með góðu eða illu,
aðallega illu. Tæknileg atriði voru
auk þess ófullnægjandi, sumt var
svo falskt að það var beinlínis eins
og að breimandi köttur hefði villst
inn í kirkjuna. Útkoman var væg-
ast sagt ferleg.
Sónata í g-moll eftir Henry Ecc-
les var ekki heldur nægilega vel
heppnuð; sellóleikurinn var að
vísu talsvert betri en meðleikur
Douglas Brotchie organista hljóm-
aði ekki sem skyldi. Raddvalið
virkaði flatneskjulegt, í heild var
orgelleikurinn of veikur og var
stuðningur við rödd sellósins því
takmarkaður. Hugsanlegt er að
orgelið sjálft hafi þarna verið
sökudólgurinn, því það er býsna
lítið og býður upp á takmarkaða
möguleika. Vonandi fjárfestir
kirkjan í betra orgeli sem fyrst.
Miðað við getu orgelsins kom
sálmaforleikurinn „Nun danket
alle Gott“ eftir Bach ágætlega út í
túlkun Brotchie. Orgelleikurinn
var skýr og öruggur og mismun-
andi raddir hljóðfærisins samsvör-
uðu sér þokkalega, nema hvað að
efri raddirnar voru heldur hvellar.
Kafli úr Kvartett um endalok
tímans eftir Messiaen var miklu
síðri, bæði vegna ónákvæmrar
inntónunar sellóleikarans og líka
vegna þess að rödd orgelsins var
of litlaus. Svipaða sögu er að segja
um smáverk eftir Camillo Schu-
mann, Joseph Rheinberger og
Oskar Wermann, en þar voru
falskir tónar úr sellóinu aldrei
mjög langt undan og er því varla
hægt að segja að þetta hafi verið
skemmtilegir tónleikar.
Með góðu eða illu
TÓNLIST
Háteigskirkja
Albert Roman (selló) og Douglas Brotc-
hie (orgel) fluttu tónsmíðar eftir Bach,
Messiaen, Wermann, Eccles og fleiri.
Föstudagur 9. september.
Selló- og orgeltónleikar
Jónas Sen