Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 17 MINNSTAÐUR Fjöldi aukahluta Lágvær og þrælsterk, endist kynslóðir AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Seltjarnarnes | Mikið var unnið við endurbætur á húsnæði Mýrarhúsa- skóla í sumar, en m.a. var fyrsta hæð skólans algerlega endurnýjuð. Sú framkvæmd er liður í algerri end- urnýjun á eldri hluta skólans. Áætl- að er að verja um 50 milljónum króna til verksins að meðtöldum hönnunarkostnaði en nú þegar hefur skólinn verið klæddur sinkplötum að utan og skipt um glugga. Með breytingunum sem byrjað var á í sumar stækka kennslustofur og gangrými nýtist betur en áður. Við upphaf skólaársins var ekki ann- að að sjá en nemendum og starfs- mönnum litist vel á endurbæturnar sem ná til allra þátta húsnæðisins allt frá raf- og pípulögnum til hús- gagna. Ný viðvörunarskilti Þessa dagana eru margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla en bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa lagt áherslu á öryggi barna á leið í skóla meðal annars með útgáfu sér- staks námsefnis. Námsefninu er ætl- að að vekja foreldra til umhugsunar um að þeir kenni barni sínu hvaða leið er öruggust til og frá skóla. Ný umferðarskilti, með myndum af sex ára börnum, hafa einnig verið sett upp í nágrenni skólans til þess að minna ökumenn á mikilvægi þess að sýna aðgát í umferðinni og virða 30 km hámarkshraða sem gildir í íbúðarhverfum. Skiltin eru í kring- um grunnskólann og þar sem um- ferðin og hraðinn er mestur. Foreldrar eru einnig hvattir til þess að virða þær reglur og skipulag sem sett hefur verið upp í kringum skólann og minntir á að það er stranglega bannað að keyra inn á skólalóðina eða leggja í stæði starfs- manna ef þeir fylgja börnum sínum inn í skólann. Hægt er að hleypa börnunum út úr bíl við lóðarmörk á Skólabraut eða nota hringakstur frá Suðurströnd. Starfsfólk Mýrarhúsaskóla hefur fengið nemendur í 6. bekkjum til að aðstoða sig við gangbrautarvörslu á Nesvegi og Kirkjubraut en nem- endur eru að sögn talsmanna skól- ans ekki síður góð og mikilvæg fyr- irmynd í umferðinni en fullorðnir. Velkomin Börnin hafa mörg hver lengi hlakkað til að koma „heim“ í skól- ann, þar sem stöðugleiki ríkir og dagurinn hefur sitt fasta form. Vel heppnaðar end- urbætur á húsnæði Mýrarhúsaskóla SJÚKRAFLUTNINGAR og þjónusta í dreif- býlum byggðum er verkefni sem hlotið hefur styrk frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambands- ins. Sjúkraflutningaskólinn og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri í samvinnu við aðila í Svíþjóð og Skotlandi hlutu styrkinn. Um er að ræða verkefni til tveggja og hálfs árs en heild- arkostnaður við það er 52,4 milljónir króna. Þátttökulöndin fengu styrk upp á tæpar 27 milljónir, en þau munu svo tryggja mótframlag frá sínum löndum svo hægt verði að vinna að verkefninu. Umsjón með daglegum rekstri verkefnisins og fjársýslu verður á Íslandi. Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans kynnti verkefnið á fundi á FSA um leið og hún opnaði nýja vefsíðu skól- ans. Sérstaða þeirra landa sem falla undir Norð- urslóðaáætlunina tengist einkum löngum vega- lengdum og fámennum svæðum. Tilgangurinn með verkefninu er að vinna með þessa sérstöðu og vinna að hagnýtu verkefni með það að mark- miði að finna út hvað hentar best á hverjum stað með tilliti til sjúkraflutninga á svæðinu og menntunar og þjálfunar sjúkraflutningamanna. Niðurstöður munu nýtast Norðurslóðalönd- unum en settar verða fram tillögur um á hvern hátt best verður staðið að skipulagi sjúkraflutn- inga í fámennum og dreifbýlum svæðum. Með bættu skipulagi og þjónustu við sjúkraflutninga, s.s. aukinni forgangsröðum í flutningum, fjar- lækningum og/eða meðferð sem hafin er á staðnum ásamt aukinni þekkingu sjúkraflutn- ingamanna má draga úr óþarfa flutningum sem hefur verulegan ávinning í för með sér. Fram kom við kynningu verkefnisins að það væri mikilvægt fyrir Ísland en þar gegnir Sjúkraflutningaskólinn lykilhlutverki hvað varðar menntun sjúkraflutningamanna, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Verkefnið er einnig mik- ilvægt fyrir sjúkrahúsið, þar sem sjúkra- flugsvakt fyrir Norður- og Austurland hefur verið rekin á FSA undanfarið ár. Auk skólans og sjúkrahússins mun Slökkvilið Akureyrar leggja verkefninu lið með vinnuframlagi. Sjúkraflutningar Hildigunnur Svavarsdóttir, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans, kynnir verkefnið, hún opnaði jafnframt nýja vefsíðu. Vinna verkefni um sjúkraflutninga í dreifbýli Staðalímyndir| Kvenmannsleysi eða kynbombur í íþróttafréttum er heitir á fyrirlestri sem Birgir Guð- mundsson flytur á félagsvísinda- torgi í dag, miðvikudaginn 14. sept- ember kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg. Hann mun fjalla um Evrópuverk- efnið „Staðalímyndir kvenna í íþróttafréttum,“sem Félagsvísinda- og lagadeild HA og Rannsóknar- stofnun Háskólans á Akureyri ásamt samstarfsaðilum í 4 Evrópu- löndum eru að vinna að með og undir forustu Jafnréttisstofu. Í verkefninu er borin saman staða mála í 5 Evrópuríkjum og hug- myndin er að útbúa fræðsluefni á grundvelli niðurstaðnanna. Greint verður frá nokkrum af frumniður- stöðum í verkefninu bæði hvað varðar Ísland og samanburðarlönd- in, sem eru Austurríki, Litháen, Ítalía og Noregur. HILIMIR Hilmisson, framkvæmda- stjóri Slippfélagsins í Reykjavík, hefur tekið við stjórnarformennsku í Slippstöðinni á Akureyri, í stað Gunnars Ragnars, sem sagði af sér sem formaður stjórnar fyrir helgina. Slippstöðin á í miklum fjárhagsleg- um erfiðleikum og í Morgunblaðinu á sunnudag sagði Gunnar ástæðu af- sagnar sinnar vera ólík sjónarmið sín og eigenda fyrirtækisins um hvaða leiðir eigi að fara til að leysa mál fyr- irtækisins. Hilmir vildi lítið tjá sig um stöðu mála er Morgunblaðið hafði sam- band við hann í gær. „Þetta er lítið fyrirtæki sem á í greiðsluerfiðleik- um, við erum að reyna að laga slæma stöðu og viljum láta verkin tala. Fyr- irtækið er þarna og verður það von- andi áfram,“ sagði Hilmir og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu mála. Eins og fram hefur komið hefur Slippstöðin gengið í gegnum fjár- hagslega erfiðleika á undanförnum árum og því er eiginfjárstaðan veik. Fyrirtækið er því illa í stakk búið til að standa af sér fjárhagsleg skakka- föll eins og þau sem Slippstöðin hef- ur orðið fyrir á fyrstu stigum um- fangsmikils verks sem fyrirtækið er að vinna á Kárahnjúkum. Er þar um að ræða samsetningu á þrýstipípum í aðfallsgöngum virkjunarinnar. Slippstöðin vinnur einnig að niður- setningu á vélbúnaði virkjunarinnar og hefur það gengið vel. Verkefna- staðan á Akureyri hefur verið með betra móti í sumar og horfur fram- undan nokkuð góðar. Hjá Slippstöð- inni starfa um 90 manns á Akureyri, um 25 á Kárahnjúkum og þar eru einnig um 25 manns á vegum und- irverktaka fyrirtækisins. Stjórnarformaður Slippstöðvarinnar Morgunblaðið/Kristján Iðnaður Verkefnastaða Slippstöðvarinnar á Akureyri hefur verið góð í sumar og horfurnar fyrir haustið nokkuð góðar. Láti verkin tala Mosfellsbær | Bæjar- stjórn Mosfellsbæjar hef- ur ítrekað þá áskorun sína á samgönguyfirvöld og Vegagerðina að tvöföldun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Langa- tanga verði flýtt og hún unnin í beinu framhaldi af þeirri tvöföldun sem nú er í gangi. Bæjarstjórnin ályktaði um tvöföldun Vesturlands- vegar á fundi sínum 24. ágúst en það svar barst frá Vegagerðinni að ekki yrði ráðist í tvöföldun frá Skarhólabraut að Langa- tanga vegna skorts á fjár- magni. Segir bæjarstjórnin sér- kennilegt að svo mikilvæg öryggisframkvæmd á fjöl- farnasta þjóðvegi landsins skuli ekki njóta forgangs á sama tíma og verið er að deila út fjármagni til ým- issa verkefna í framhaldi af sölu Símans. Vilja flýta tvöföldun Vesturlandsvegar Morgunblaðið/ÞÖK Framkvæmdir Bæjarstjórn Mosfellsbæjar segir mikið ríða á að ljúka sem fyrst fram- kvæmdum við tvöföldun Vesturlandsvegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.