Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 31
MINNINGAR
nógu margar sögur þaðan. Siggi
var frábær bróðir, stríðinn stund-
um en aldrei svo að særði. Hann
gerði létt grín að mér þegar ég 10
eða 11 ára gerði tilkall til Mogg-
ans sem virtist alltaf vera í hönd-
um einhvers annars en mín. En þá
var framhaldsagan Anna Farley í
blaðinu sem nauðsynlegt var að
lesa ef maður átti að vera sam-
ræðuhæfur í skólanum. Honum
fannst þetta algjört grín, krakkinn
farinn að lesa Moggann. Við rifj-
uðum þetta upp saman viku áður
en hann kvaddi og ég sagði að
hann hefði nú náð í sína Önnu þó
að ekki hafi nú verið sagan um
hana. Hann sagði mér að það hefði
líka verið það gáfulegasta sem
hann hefði gert um ævina að gift-
ast henni Önnu. Það vita reyndar
allir sem Önnu þekkja. Það sem
stendur ef til mest upp úr í göml-
um minningum er þegar hann sótti
mig á hjóli í slíku óveðri að varla
var stætt úti og sá ekki út úr aug-
um, leiðin var löng frá Urðarstígn-
um að Suðurgötu lengst sunnan
við sjúkrahúsið. Kennsla hafði fall-
ið niður vegna veðurs og mér
bjargað þarna í hús þar sem ég
var orðin villt en ætlaði í strætó,
en endastöð strætó var þá við
enda Suðurgötu eða nánast þar nú
er Sundlaug Suðurbæjar. Mér
fannst hann algjör hetja þar sem
hann með klaka í hári bauð óveðr-
inu birginn á hjóli. Alltaf flottur.
Þeir áttu ýmislegt sameiginlegt
feðgarnir, faðir okkar og Siggi,
fyrir utan öll félagsstörfin, t.d.
lágu þeir ekki á sjúkrahúsi fyrr en
við ævilok en þeir máluðu þar báð-
ir og kunnu hvorugur við sig þar
öðruvísi. Þeir reyndu báðir óhefð-
bundnar leiðir til að komast þaðan
og tókst öðrum en ekki hinum.
Svo vef ég í angurværðir óðs
inn andaðan, í línur táraglaðar.
Í englaröðum glaðværðar og góðs
minn gestur verður – hvergi annars staðar!
Ég kveð þig ugglaus, um það lokast sárin.
Á eftir blessun, þakkirnar og tárin.
(Stephan G. Steph.)
Ég kveð bróður minn með sökn-
uði, en jafnframt með þakklæti
fyrir öll góðu árin og bið Guð að
blessa hann. Við hjónin sendum
Önnu, börnum og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þórdís Kristinsdóttir.
„Ég ætla að verða stjórnmála-
maður eins og Siggi frændi,“ Þetta
mun hafa hrokkið upp úr mér, þá
sennilega fimm ára, einhvern tíma
þegar Siggi frændi hafði setið í
eldhúskróknum heima hjá mér og
farið víðan um málefni dagsins.
„Það er þá einhver sem hefur trú
á mér,“ sagði Siggi víst og hafði
gaman af.
Þetta var reyndar ekki eina
skiptið sem ég hafði „trú“ á honum
frænda mínum og ég var oft stolt-
ur af honum. Enda þegar maður
er lítill drengur og á frænda sem
er hár og herðabreiður, grannur
og spengilegur, beinn í baki og
með hrafntinnusvart hárið slétt-
greitt og ekki síst með hressilega
framkomu geislandi af sjálfsöryggi
– þá er maður montinn af frænda
sínum.
Það kom fyrir að fólk ruglaðist á
Sigga og bróður hans, pabba mín-
um, og skólafélagar hnipptu
kannski í mig og bentu mér að þar
færi pabbi minn.
„Nei,“ sagði ég þá, „þetta er
Siggi frændi.“ Ekki lítið upp með
mér af því að eiga ekki bara flott-
an pabba heldur líka frænda.
Reyndar voru kynni mín af
Sigga og Önnu Daníelsdóttur,
konu hans, alltaf mikil því tals-
verður samgangur var á milli
heimilanna. Pabbi og Siggi byggðu
saman hús á Hringbraut 9 og þar
bjuggu báðar fjölskyldurnar um
árabil og oft opið á milli hæða
skilst mér. Reyndar fluttum við á
brott skömmu áður en ég náði því
viti að muna eitthvað, þannig að
mér bregst minni um þetta sam-
býli.
Siggi varð kannski aldrei
„stjórnmálamaður“ í þeim skiln-
ingi sem við leggjum oftast í orðið,
þ.e. hann sat aldrei í bæjarstjórn
eða á alþingi, en var annars virkur
í Sjálfstæðisflokknum og gegndi
þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Stærstu fótsporin skildi hann
hins vegar eftir á vettvangi fagsins
og í málefnum iðnaðarmanna, en
hann var bæði formaður Iðnaðar-
mannafélags Hafnarfjarðar og svo
um árabil forseti Landssambands
iðnaðarmanna.
Nú er Siggi dáinn og þá lítum við
eftirlifendur um öxl og rifjum upp.
Og þá er í mörg horn að líta og ég
er viss um að það verða aðrir til að
gera grein fyrir ætt og uppruna,
börnum og barnabörnum. Enn-
fremur munu vafalaust aðrir fjalla
um fagmanninn, málarann Sigurð,
og enn aðrir rifja upp afskipti hans
af félagsmálum.
Því ætla ég að hafa þetta stutt
og minnast aðeins frændans flotta.
Glampans í augunum, kímni og
smástríðni sem aldrei var langt
undan og ég varð feginn því þegar
ég heimsótti hann á spítalann fyrir
röskum hálfum mánuði, að þessi
erfiði sjúkdómur hafði ekki slegið á
glettnisglampann og að þrátt fyrir
að skrokkurinn hafði eitthvað látið
á sjá var viljinn eins sterkur og
alltaf áður.
Allir þeir sem best þekktu
frænda geta ekki annað en verið
þakklátir fyrir það hvernig hans
andlát bar að garði þrátt fyrir að
því hefði gjarna mátt fresta um
langt árabil, en hann var ekki mað-
ur til að liggja á spítala.
Þetta gekk hratt fyrir sig, frá
sjúkdómsgreiningu og þar til hann
var allur, og held ég að það sé
nokkuð í stíl við það hvernig hann
vildi hafa hlutina.
Frændi minn hafði gaman af því
að þrasa við mig þegar ég á
menntaskólaárum gerðist róttæk-
ari en flest það sem róttækt var –
kominn af þessari miklu fjölskyldu
sjálfstæðismanna. Og þegar hann
kom mér á flug sá ég alltaf glamp-
ann – og vissi að nú skemmti hann
sér vel. En það var sama hversu
langt til vinstri ég fór í rökræðum,
alltaf voru umræðurnar málefna-
legar og ég hafði það á tilfinning-
unni, að þó svo hann væri ekki
sammála mér bæri hann fulla virð-
ingu fyrir rökum og skoðunum
mínum.
Og það er ekki ónýtt fyrir ung-
linga sem eru að móta lífsskoðanir
sínar að fá að rökræða með fullri
alvöru við fullorðna menn sem taka
manni sem jafningja en eru marg-
skólaðir í þrætubókarlist og þrasi
eftir áratuga félagsmálastúss.
Ég fékk skellinöðrubakteríu á
unglingsárum og þá var Daníel,
sonur Sigga og Önnu, ein mín
helsta hetja enda eigandi flottasta
jeppans á landinu að því er mér
fannst. Þá var bílskúrinn á Hring-
braut 9 nokkurs konar félagsmið-
stöð bíladellugæjanna í Hafnar-
firði og svo mín, sem var tekinn í
hópinn sem skjólstæðingur frænda
minna Alla og Danna, eins og þeir
bræður voru kallaðir.
Þá var oft þröngt setinn bekk-
urinn í eldhúsinu á Hringbrautinni
þegar komið var inn í kaffi og allt-
af tóku þau Siggi og Anna á móti
öllum hópnum eins og vinum og
því var það að á þessum mótunar-
árum unglingsins sat ég löngum í
skjóli þeirra. Þá kynntist ég mörg-
um hliðum frænda míns – ekki
bara þeirri sem snýr að fjölskyldu-
boðum og veisluhöldum – og varð
ekki fyrir vonbrigðum.
Siggi lét oft sem hann hefði
horn í síðu langskólagenginna
manna – en var furðu spurull um
bræður mína, sem báðir voru í há-
skólanámi þegar ég var eins og
húsgangur á heimili hans og var
ánægður með þeirra árangur.
Enda held ég að þetta hafi verið
mest í nösunum á honum og lykt-
aði kannski dálítið af því að hann
hafði sjálfur haft alla burði til að
sækja menntun og frama en þjóð-
félagsaðstæður ekki boðið upp á
slíkt á þeim tíma. Og ég man að
hann átti ágætt safn bóka og var
vel lesinn og eitt sinn á mennta-
skólaárum mínum þurfti ég á
sunnudegi að komast í gott al-
fræðisafn og bentu þá foreldrar
mínir mér á Sigga og fór ég þang-
að og fékk að fletta í Britannicu.
Þetta held ég að þeim Sigga og
Önnu hafi þótt hið besta mál og
var umsvifalaust hellt uppá kaffi
og gerðar pönnukökur og þetta er-
indi mitt, sem aðeins átti að taka
hálftíma, tók á endanum marga
klukkutíma og heim kom ég með
um það bil eina málsgrein af fróð-
leik úr bókinni, fullan maga af
pönnsum og búinn að ræða Nató
og verðbólgu og flest annað í góða
stund.
Aðra sögu kann ég, sem kannski
lýsir manninum vel. Einu sinni
ætluðum við Danni frændi, sonur
Sigga, í bíó, og vorum að verða
seinir. Gallinn var sá að Danni var
að vinna á körfubíl pabba síns, 16
hjóla gömlum GMC-trukki, en var
líka á jeppanum sínum, og ég var
bara 16 ára. Úr varð að ég ók
trukknum heim á Hringbraut og
sagði Danni mér að beygja mig
bara niður ef ég mætti lögregl-
unni, þá myndu þeir halda að Alli
bróðir hans væri á bílnum.
Þetta gerði ég og ók trukknum
alla leið en þegar ég stoppaði fyrir
utan húsið stóð Siggi þar. Hann
horfði á mig hoppa út – og ég
skammaðist mín svo mikið að ég
vissi hreinlega ekki hvað ég ætti
að taka til bragðs. Siggi hefur
sennilega séð hvað mér leið, því
allt í einu glotti hann út í annað,
lyfti hendinni til kveðju og fór svo
inn.
Siggi skilur eftir góðar minn-
ingar og ég vona að hann hafi ver-
ið sáttur þegar hann leit yfir far-
inn veg. Enda – ekki yfir neinu að
kvarta. Stór hópur barna og
barnabarna og þaðan af meira.
Virtur sem vandaður fagmaður og
traustur félagi konu sinnar. Hann
skilur ekki eftir neitt nema góðar
minningar – og að biðja um meira
er bara oflátungsháttur – og það
var honum ekki að skapi. Farðu
vel frændi og kærar þakkir fyrir
minningarnar.
Sverrir Albertsson.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Hafnarfjarðar
Félagi okkar og vinur, Sigurður
Kristinsson, málarameistari, lést á
heimili sínu sunnudaginn 4. sept-
ember sl. Sigurður fæddist 27.
ágúst 1922. Eftirlifandi eiginkona
Sigurðar er Anna Dagmar Daní-
elsdóttir og eignuðust þau sjö
börn.
Ungur að árum fór Sigurður að
læra málaraiðn hjá föður sínum,
sem var á þeim tíma með þekktari
íbúum bæjarins. Sveinsprófi lauk
Sigurður 1945 og 1950 fékk hann
svo meistararéttindi í iðninni.
Sigurður naut trausts og við-
urkenningar í störfum sínum sem
málari.
Snemma vaknaði áhugi Sigurðar
fyrir félagsmálum og segja má að
hann hafi strax ratað í forustusveit
iðnaðarmanna. 1973 er Sigurður
kosinn forseti Landssambands iðn-
aðarmanna og gegndi hann því
starfi til 1985. Á þessum árum
voru gerðar miklar breytingar á
uppbyggingu landssambandsins og
umsvif þess voru aukin verulega.
Sigurði farnaðist vel í forsetastól.
Hann þótti ræðumaður góður, var
ábyrgur og samvinnuþýður.
Sigurður var bæjarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði, á
árunum 1962–1970.
Sigurður gekk í Rótarýklúbb
Hafnarfjarðar 14. maí 1964 og hef-
ur verið virkur félagi í klúbbnum
síðan. Þar starfaði hann af þeirri
félagslegu ábyrgð sem honum var
eiginleg. Sigurður hefur gegnt
flestum trúnaðarstörfum fyrir
klúbbinn og forseti klúbbsins var
hann starfsárið 1969–1970. Sigurð-
ur var sæmdur Paul Harris orðu
rótarý, 14. júní 1990, fyrir góð
störf í þágu klúbbsins.
Kjörorð Rótarýhreyfingarinnar
er „Þjónusta ofar eigin hag“. Þetta
kjörorð markaði viðhorf Sigurðar
vinar okkar. Hjá honum var hug-
takið um góða þjónustu í fyrir-
rúmi. Í Rótarý eru félagar fulltrú-
ar mismunandi starfsgreina.
Sigurður var fulltrúi fyrir starfs-
greinina „málaraiðn“, og var hún
vel setin með Sigurði. Til gamans
má geta þess að þegar Sigurður
gekk í klúbbinn 1964, þá var hann
fulltrúi fyrir starfsgreinina „rit-
stjórn“, en hann var þá ritstjóri
Hamars. Það er skarð fyrir skildi
hjá okkur í Rótarýklúbbnum, við
söknum góðs félaga og vinar.
Við rótarýfélagar sendum eig-
inkonu hans Önnu, börnum og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Þeirra missir er
mikill.
Minningin um góðan dreng og
vin lifir.
Kristján Stefánsson, forseti
Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Kristinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Telma Rós, Þórleifur
Jónsson, Sveinn Hannesson og Har-
aldur Sumarliðason.
Konan mín, móðir okkar og systir,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR HAFLIÐADÓTTIR,
Álftamýri 41,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. september.
Minningarathöfn verður í Háteigskirkju föstudaginn 16. september
kl. 11.00
Jarðarför fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum sama dag kl. 14.00.
Arngrímur Jónsson,
Hafliði Arngrímsson,
Kristín Arngrímsdóttir,
Snæbjörn Arngrímsson,
Kristján Hafliðason
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar,
ÞORBJÖRN ÓLAFSSON,
Hringbraut 50,
andaðist sunnudaginn 4. september sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Guðrún Þorbjarnardóttir,
Þór Ingimar Þorbjörnsson.
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
DAÐI ÞÓR GUÐLAUGSSON,
Mávahlíð 6,
Reykjavík,
sem lést af slysförum mánudaginn 5. september
síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 15. september kl. 13:00.
Guðlaugur S. Helgason, Margrét Á. Gunnarsdóttir,
Helgi G. Guðlaugsson, Ágústa J. Sigurjónsdóttir,
Ástrós Guðlaugsdóttir, Hilmar Höskuldsson,
Símon S. Guðlaugsson,
Ásta Rún Agnarsdóttir,
Guðlaug Embla Helgadótir,
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
listmálari,
lést á Landspítala við Hringbraut aðfaranótt laugardagsins
10. september.
Sigríður Magnúsdóttir,
Gunnar Ágúst Harðarson,
Steinunn Harðardóttir,
Guðrún Harðardóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVEINBJÖRG GEORGSDÓTTIR,
Hæðargarði 35,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
8. september.
Ólöf Haraldsdóttir, Stefán Aðalsteinsson,
Einar Haraldsson, Guðrún Ásgeirsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Jóna Jóhannsdóttir,
Helgi Már Haraldsson, Ingibjörg Heiðrún Sigfúsdóttir,
Magnús Þór Haraldsson, Þórey Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.