Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 73

Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 73 MYNDIN Deuce Bigalow í Evrópu skipar sér örugglega í sæti á listan- um yfir 10 verstu myndir sem ég hef séð um ævina. Hún er ekki aðeins vond í þeim skilningi að vera ódýr, illa gerð, ömurlega leikin og byggð á handriti sem komst aldrei lengra en að verða fyrsta uppkast – heldur eru hún líka grimm og andstyggileg á þröngsýnan hátt. Deuce Bigalow í Evrópu er framhald gamanmyndar sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum varð vinsæl fyrir rúmum tveimur árum. Þar segir af aðalsögu- hetjunni Deuce Bigalow (Rob Schneider), karlhóru með hjarta úr gulli sem nær, þrátt fyrir að mörgu leyti óheppilegt útlit sitt og vafasam- an starfsferil, að sigra hjarta ljós- hærðrar fegurðardísar. Þetta reyn- ist vera megininntak söguþráðarins í báðum tilfellum, en í framhalds- myndinni fréttum við af því að feg- urðardísin, sem féll fyrir Deuce í fyrri myndinni, var étin af hákarli í brúðkaupsferð þeirra hjóna. Deuce er nú orðinn einhleypur á ný og þiggur boð gamla hórmangarans síns um að koma til Hollands að freista gæfunnar. Þar gengur morð- ingi laus sem herjar á karlhórur og kemst Deuce á spor hans eftir að hann kynnist gullfallegri ljósku. Myndirnar um Deuce Bigalow eru gerðar í anda gamanmyndabylgju sem fylgdi í kjölfar mynda á borð við There’s Something About Mary og gengur út á húmor sem ögrar póli- tískri rétthugsun í bland við úr- gangs- og neðanmittishúmor. Aðall fyrrnefndrar myndar Farrelly- bræðra um Maríu var hvernig þeim tókst að feta hárfínt jafnvægi milli þess að hlæja að og viðurkenna það sem er öðruvísi, vandræðalegt eða bannað að tala um í daglegu lífi. Þessi tegund af húmor getur hins vegar hæglega snúist í höndunum á mönnum, ekki síst þegar hæfileik- ann skortir til að gæða hann hæfi- legum skilningi á litrófi mannlegrar tilveru. Þetta hæfileikaleysi einkennir einmitt gerð Deuce Bigalow- myndanna, ekki síst framhalds- myndarinnar, þar sem seilst er eins langt og hægt er (eiginlega út í hafs- auga) til að finna upp á ögrandi gam- anatriðum sem hverfast um fötlun eða samfélagslega skilgreindan af- brigðileika að einhverju tagi. Í stað þess að nota kómedíuna til þess að draga siðferði og fordóma sam- félagsins í efa er gengið í lið með þessum sömu fordómum og eftir sit- ur ekkert annað en illkvittnislegt grín sem er almennt misheppnað í þokkabót. Þannig er aðalsöguhetjan sett fram sem dæmigerður heimal- inn Bandaríkjamaður, sem veit álíka mikið um Evrópu og hann veit um fjarlæg stjörnukerfi. En myndin lætur sér ekki nægja að gera grín að þeirri týpu, því í raun virðist hand- ritið í heild skrifað með slíka áhorf- endur í huga. Hin „framandi“ menn- ing Hollands er útskýrð með stórum stöfum, og sýn myndarinnar á Evr- ópu og evrópskar konur er fyrir vik- ið lituð fáfræði og þröngsýni. Þó svo að Deuce Bigalow í Evrópu gefi sig út fyrir að vera helgibrjótur sem ögrar kröfum um pólitíska rétt- hugsun og tabúum varðandi kynlíf, karlmennsku og kvenleika er enginn raunveruleg hugsun á bak við þá af- stöðu. Hún er aðeins yfirskin þess að tjá mann- og þá einkum kvenfyrir- litningu og gera hana að féþúfu í of- urauglýstri gamanmynd. Nóg komið af Deuce KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Leikstjórn: Mike Bigelow. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Eddie Griffin og Norm Macdonald. Bandaríkin, 83 mín. Deuce Bigalow í Evrópu (Deuce Bigalow: European Gigolo)  Deuce Bigalow í Evrópu er ein af tíu verstu myndum sem gagnrýnandi hefur séð og segir í dómi að hún sé ódýr, illa gerð, ömurlega leikin, með lélegt handrit, grimm og andstyggileg. Heiða Jóhannsdóttir  S.V. / Mbl.  KRINGLAN Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Kalli og sælgætisgerðin TOPP5.IS KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS H.J. / Mbl. Ó.H.T. / RÁS 2 DV NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG I Í I I DISNEY ÁLFABAKKI JOHNNY DEEP Sýningartímar sambíóunum THE CAVE kl. 6.15 - 8.20 - 10.40 B.i. 16 ára. THE CAVE VIP kl. 10.40 SKY HIGH kl. 1.40 - 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 HERBIE FULLY LOADED kl. 1.40 - 3.50 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 4 DUKES OF HAZZARD kl. 8.20 - 10.30 CHARLIE AND THE kl. 1.15 - 3.30 - 6 - 8.20 - 10.30 CHARLIE AND THE VIP kl. 1.15 - 3.30 - 6 - 8.20 STRÁKARNIR OKKAR kl. 6 - 8 - 10.10 B.i. 14 ára. RACING STRIPES m/ensku.tali. kl. 6 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 1.50 - 4 CHARLIE AND THE kl. 12 - 2.15 4.30 - 6.45 - 8.15 - 10.30 SKY HIGH kl. 12 - 2.05 - 4.10 - 6.15 - 8.20 - 10.30 STRÁKARNIR OKKAR kl. 9 - 11 B.i. 14 ára. RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 12 - 2.05 - 4.10 - 6.15 LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Frábær leikin ævintýramynd frá Disney hlaðin ótrúlegum flottum tæknibrellum í anda “The Incredibles” Fráb r leikin vintýra ynd frá isney hlaðin ótrúlegu flottu t knibrellu í anda “ he Incredibles” Með hinum eina sanna Johnny Depp (“Pirates of the Caribbean”) og frá snillingnum Tim Burton kemur súkkulaðiskemmtun ársins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.