Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 73 MYNDIN Deuce Bigalow í Evrópu skipar sér örugglega í sæti á listan- um yfir 10 verstu myndir sem ég hef séð um ævina. Hún er ekki aðeins vond í þeim skilningi að vera ódýr, illa gerð, ömurlega leikin og byggð á handriti sem komst aldrei lengra en að verða fyrsta uppkast – heldur eru hún líka grimm og andstyggileg á þröngsýnan hátt. Deuce Bigalow í Evrópu er framhald gamanmyndar sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum varð vinsæl fyrir rúmum tveimur árum. Þar segir af aðalsögu- hetjunni Deuce Bigalow (Rob Schneider), karlhóru með hjarta úr gulli sem nær, þrátt fyrir að mörgu leyti óheppilegt útlit sitt og vafasam- an starfsferil, að sigra hjarta ljós- hærðrar fegurðardísar. Þetta reyn- ist vera megininntak söguþráðarins í báðum tilfellum, en í framhalds- myndinni fréttum við af því að feg- urðardísin, sem féll fyrir Deuce í fyrri myndinni, var étin af hákarli í brúðkaupsferð þeirra hjóna. Deuce er nú orðinn einhleypur á ný og þiggur boð gamla hórmangarans síns um að koma til Hollands að freista gæfunnar. Þar gengur morð- ingi laus sem herjar á karlhórur og kemst Deuce á spor hans eftir að hann kynnist gullfallegri ljósku. Myndirnar um Deuce Bigalow eru gerðar í anda gamanmyndabylgju sem fylgdi í kjölfar mynda á borð við There’s Something About Mary og gengur út á húmor sem ögrar póli- tískri rétthugsun í bland við úr- gangs- og neðanmittishúmor. Aðall fyrrnefndrar myndar Farrelly- bræðra um Maríu var hvernig þeim tókst að feta hárfínt jafnvægi milli þess að hlæja að og viðurkenna það sem er öðruvísi, vandræðalegt eða bannað að tala um í daglegu lífi. Þessi tegund af húmor getur hins vegar hæglega snúist í höndunum á mönnum, ekki síst þegar hæfileik- ann skortir til að gæða hann hæfi- legum skilningi á litrófi mannlegrar tilveru. Þetta hæfileikaleysi einkennir einmitt gerð Deuce Bigalow- myndanna, ekki síst framhalds- myndarinnar, þar sem seilst er eins langt og hægt er (eiginlega út í hafs- auga) til að finna upp á ögrandi gam- anatriðum sem hverfast um fötlun eða samfélagslega skilgreindan af- brigðileika að einhverju tagi. Í stað þess að nota kómedíuna til þess að draga siðferði og fordóma sam- félagsins í efa er gengið í lið með þessum sömu fordómum og eftir sit- ur ekkert annað en illkvittnislegt grín sem er almennt misheppnað í þokkabót. Þannig er aðalsöguhetjan sett fram sem dæmigerður heimal- inn Bandaríkjamaður, sem veit álíka mikið um Evrópu og hann veit um fjarlæg stjörnukerfi. En myndin lætur sér ekki nægja að gera grín að þeirri týpu, því í raun virðist hand- ritið í heild skrifað með slíka áhorf- endur í huga. Hin „framandi“ menn- ing Hollands er útskýrð með stórum stöfum, og sýn myndarinnar á Evr- ópu og evrópskar konur er fyrir vik- ið lituð fáfræði og þröngsýni. Þó svo að Deuce Bigalow í Evrópu gefi sig út fyrir að vera helgibrjótur sem ögrar kröfum um pólitíska rétt- hugsun og tabúum varðandi kynlíf, karlmennsku og kvenleika er enginn raunveruleg hugsun á bak við þá af- stöðu. Hún er aðeins yfirskin þess að tjá mann- og þá einkum kvenfyrir- litningu og gera hana að féþúfu í of- urauglýstri gamanmynd. Nóg komið af Deuce KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Leikstjórn: Mike Bigelow. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Eddie Griffin og Norm Macdonald. Bandaríkin, 83 mín. Deuce Bigalow í Evrópu (Deuce Bigalow: European Gigolo)  Deuce Bigalow í Evrópu er ein af tíu verstu myndum sem gagnrýnandi hefur séð og segir í dómi að hún sé ódýr, illa gerð, ömurlega leikin, með lélegt handrit, grimm og andstyggileg. Heiða Jóhannsdóttir  S.V. / Mbl.  KRINGLAN Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Kalli og sælgætisgerðin TOPP5.IS KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS H.J. / Mbl. Ó.H.T. / RÁS 2 DV NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG I Í I I DISNEY ÁLFABAKKI JOHNNY DEEP Sýningartímar sambíóunum THE CAVE kl. 6.15 - 8.20 - 10.40 B.i. 16 ára. THE CAVE VIP kl. 10.40 SKY HIGH kl. 1.40 - 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 HERBIE FULLY LOADED kl. 1.40 - 3.50 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 4 DUKES OF HAZZARD kl. 8.20 - 10.30 CHARLIE AND THE kl. 1.15 - 3.30 - 6 - 8.20 - 10.30 CHARLIE AND THE VIP kl. 1.15 - 3.30 - 6 - 8.20 STRÁKARNIR OKKAR kl. 6 - 8 - 10.10 B.i. 14 ára. RACING STRIPES m/ensku.tali. kl. 6 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 1.50 - 4 CHARLIE AND THE kl. 12 - 2.15 4.30 - 6.45 - 8.15 - 10.30 SKY HIGH kl. 12 - 2.05 - 4.10 - 6.15 - 8.20 - 10.30 STRÁKARNIR OKKAR kl. 9 - 11 B.i. 14 ára. RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 12 - 2.05 - 4.10 - 6.15 LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Frábær leikin ævintýramynd frá Disney hlaðin ótrúlegum flottum tæknibrellum í anda “The Incredibles” Fráb r leikin vintýra ynd frá isney hlaðin ótrúlegu flottu t knibrellu í anda “ he Incredibles” Með hinum eina sanna Johnny Depp (“Pirates of the Caribbean”) og frá snillingnum Tim Burton kemur súkkulaðiskemmtun ársins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.