Morgunblaðið - 19.09.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 19.09.2005, Síða 1
GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, leið- togi kristilegra demókrata, gerðu bæði tilkall til kanslaraembættisins í gærkvöldi eftir mjög tvísýnar þing- kosningar. Mikil óvissa ríkir um hvers konar stjórn verður mynduð eftir kosningarnar þar sem hvorug meginfylkinganna fékk meirihluta þingsæta. Kristilegir demókratar (CDU) og systurflokkur þeirra í Bæjaralandi, CSU, fengu 35,2% atkvæða. Er þetta ein versta útkoma flokksins í kosn- ingum eftir síðari heimsstyrjöldina, að sögn fréttastofunnar AFP. Jafnaðarmenn (SPD) undir for- ystu Schröders fengu tæpu prósenti minna en kristilegir demókratar, eða 34,3%, samkvæmt tölum frá kjör- stjórninni í gærkvöldi þegar talið hafði verið í öllum kjördæmum nema einu. Talningu atkvæða var frestað í einu kjördæmanna, Dresden, til 2. október. Báðir flokkarnir fengu 38,5% fylgi í síðustu kosningum. Samkvæmt kjörtölunum í gær- kvöldi fengu kristilegir demókratar þremur þingsætum meira en jafnað- armenn – 225 sæti á móti 222. Mynda stærstu flokkarnir samsteypustjórn? Merkel vildi mynda stjórn með frjálsum demókrötum sem komu á óvart í kosningunum, fengu 9,8% at- kvæðanna og 2,4 prósentustigum meira en í síðustu þingkosningum. Þótt þetta nægi ekki til að hægri- flokkarnir geti myndað meirihluta- stjórn gerði Merkel tilkall til kansl- araembættisins. Niðurstaða kosninganna gæti orð- ið til þess að stærstu flokkarnir tveir, kristilegir demókratar og jafn- aðarmenn, þyrftu að mynda sam- steypustjórn þótt Merkel hefði ekki verið hrifin af þeim möguleika fyrir kosningarnar. Schröder lýsti því hins vegar yfir í gærkvöldi að ekki kæmi til greina að jafnaðarmenn gengju til stjórnar- samstarfs við kristilega demókrata ef Merkel yrði kanslari. Biðlar til frjálsra demókrata Schröder vonast til þess að frjálsir demókratar gangi til liðs við jafnað- armenn og græningja sem fengu 8,1% atkvæðanna. Guido Westerwelle, leiðtogi frjálsra demókrata, kvaðst hins veg- ar ekki ætla að snúa baki við kristi- legum demókrötum og mynda stjórn með jafnaðarmönnum. Ef hægri- flokkarnir fengju ekki meirihluta yrðu frjálsir demókratar áfram í stjórnarandstöðu. Nýr vinstriflokkur, Die Linke – undir forystu fyrrverandi kommún- ista og Oskars Lafontaine, fyrrver- andi formanns Jafnaðarmanna- flokksins – fékk 8,7% atkvæðanna. Leiðtogar stjórnarflokkanna tveggja og nýja flokksins hafa allir lýst því yfir að ekki komi til greina að þeir myndi ríkisstjórn saman. Merkel hafnaði líka samstarfi við Lafontaine og kvaðst ætla að ræða við „alla stjórnmálaflokkana nema Die Linke“. Kjörsóknin var 79,6%, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum árið 2002. Mikil óvissa ríkir eftir kosningar í Þýskalandi  Kristilegir demókratar og bandamenn þeirra náðu ekki þing- meirihluta  Schröder hafnar aðild að stjórn undir forystu Merkel Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is  Söguleg úrslit | 27 STOFNAÐ 1913 253. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Ert þú viðbúinn ... eða eru dagar þínir taldir? 22. og 23. sept. Upplýsingar og skráning á www.si.is Alltaf gaman í vinnunni Bækur eru áhugamál Ástu í bókasafninu | Vesturland Fasteignir | Nýjar íbúðir Húsvirkis við Baugakór  Lykill að lífsgæðum í Sandgerði  Aðgangur húsfélaga að séreignum Íþróttir | Birgir Leif- ur fékk átta fugla á lokahringnum  Víkingar vilja halda Sigurði Fasteignir og Íþróttir í dag „NÚ vil ég fara í hús föður míns,“ voru síðustu orð Jóhannesar Páls II páfa áður en hann lést 2. apríl, að því er fram kom í skjölum sem Páfagarður birti í gær. Skjölin eru alls 220 blaðsíður og er þar skýrt mjög nákvæm- lega frá tveimur síðustu mán- uðunum í ævi Jóhannesar Páls. Er þetta í fyrsta skipti sem Páfa- garður birtir svo nákvæma lýs- ingu á síðustu stundum páfa, enda hefur mikil leynd hvílt yfir andláti allra páfa til þessa, að því er fram kom á fréttavef BBC í gær. Skjölin verða seld sem viðauki við opinbert tímarit Páfagarðs, Acta Apostolicae Sedis. Þegar Jóhannes Páll hafði mælt síðustu orðin á móðurmáli sínu, pólsku, var kveikt á kerti í herbergi hans í samræmi við pólska venju. Síðustu orð páfa birt Reuters FORMAÐUR Skotvíss, Sigmar B. Hauksson, segir það hafa færst verulega í vöxt nú í haust að veiðimenn greiði fyr- ir leigu eða kaupi landspildur undir rjúpnaveiði, líkt og lengi hafi tíðkast með gæsaveiðina. Dæmi séu um að veiðimenn greiði allt að 200 þúsund krón- ur fyrir aðgang að veiðilend- um. Auglýsing birtist í Morgun- blaðinu í gær þar sem óskað er eftir tilboðum í rjúpnaveiði í landi Reykjahlíðar í Mývatns- svæði, nánar tiltekið í Gæsa- fjöll, Bóndhólshraun, Búrfells- hraun og Skógarmannafjöll. Sigmar segir að hér sé um gríðarstórt og þekkt rjúpna- veiðisvæði að ræða, sem skytt- ur norðan heiða muni áreið- anlega bjóða í. Sjaldgæft sé að óskað sé eftir tilboðum en Sig- mar fagnar því að þarna eigi nú að friða Hágöng og heima- land vestan Dalfjalls að Gæsa- fjöllum. 200 þúsund hæsta verð Að sögn Sigmars hafa veiði- menn einkum greitt fyrir landsvæði í nærsveitum Reykjavíkur og Borgarfjörður hafi verið vinsæll í því sam- bandi. Oftast sé um lágar fjár- hæðir að ræða, einkum í gegn- um kunningsskap landeigenda og veiðimanna, en þó viti hann dæmi þess að menn hafi greitt allt frá 60 og upp í 200 þúsund krónur fyrir eitt veiðitímabil. Erfitt sé að meta hvort leigu- verðið hafi verið að hækka. Morgunblaðið/Sverrir Leiga á veiðilönd- um færist í vöxt GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands (t.v.), og Ang- ela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, fagna úrslit- um þingkosninganna í gær. „Við höfum mjög skýrt umboð og ég tek það að mér af öllu afli,“ sagði Merkel við stuðningsmenn sína í Berlín. „Við þurfum núna að mynda trausta ríkisstjórn.“ Schröder fullyrti hins vegar að jafnaðarmenn hefðu haldið velli í kosningunum. „Mér finnst að við höfum fengið samþykki fyrir traustri stjórn næstu fjögur árin undir forystu minni,“ sagði kanslarinn. Reuters Reuters Gera bæði tilkall til kanslaraembættisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.