Morgunblaðið - 19.09.2005, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÓVISSA Í ÞÝSKALANDI
Mikil óvissa ríkir um hvers konar
stjórn verður mynduð í Þýskalandi
eftir þingkosningar sem fram fóru í
gær. Kristilegir demókratar fengu
mest fylgi en þó ekki nógu mikið til
að geta myndað meirihlutastjórn
með frjálsum demókrötum. Angela
Merkel, leiðtogi kristilegra demó-
krata, og Gerhard Schröder, kansl-
ari og leiðtogi Jafnaðarmanna-
flokksins, gerðu bæði tilkall til
kanslaraembættisins. Schröder
sagði að jafnaðarmenn léðu ekki
máls á stjórnarsamstarfi við kristi-
lega demókrata ef Merkel yrði
kanslari.
Sögulegar þingkosningar
Embættismenn í Afganistan sögð-
ust í gær vera ánægðir með kjör-
sóknina í þingkosningum, sem fram
fóru í gær. Þeir sögðu að fólk hefði
flykkst á kjörstaði þrátt fyrir nokkr-
ar sprengju- og skotárásir sem kost-
uðu tíu manns lífið. Óháðir eftirlits-
menn sögðu hins vegar að kjör-
sóknin hefði verið minni en vonast
var eftir.
Aukinn kostnaður
Upplýsingar um aukna kostn-
aðarþátttöku sjúklinga sem hlytist
af vaxandi göngu- og dagdeildar-
starfsemi Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH) verða teknar
saman á næstunni auk þess sem at-
hugað verður hvað af þeim kostnaði
yrði endurkrefjanlegt hjá Trygg-
ingastofnun. Margrét S. Björns-
dóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í
stjórnarnefnd LSH, óskaði eftir
samantektinni.
Skiptar skoðanir
Skiptar skoðanir eru meðal
stjórnarandstöðuflokkanna á alþingi
varðandi framboð Íslands til Örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, segir það
verða mjög slæmt fyrir Ísland út á
við ef hætt verði við á miðri leið.
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs, segir að þingflokk-
urinn hafi ekki tekið formlega af-
stöðu til framboðsins. Hann kveðst
þó hafa efasemdir um framboðið.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 28/40
Vesturland 12 Dagbók 42
Höfuðborg 12 Myndasögur 42
Viðskipti 13 Víkverji 42
Erlent 14/15 Staður og stund 44
Daglegt líf 16/18 Leikhús 45
Menning 19, 45/49 Bíó 46/49
Umræðan 20/25 Ljósvakar 50
Bréf 25 Veður 51
Forystugrein 26 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
UNDIRBÚNINGUR stendur nú yf-
ir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands
að takast á hendur og annast sjúkra-
flutninga í Árnessýslu sem lögreglan
í sýslunni hefur hingað til haft á sinni
könnu.
Heilbrigðisráðuneytið fól stofnun-
inni að taka við sjúkraflutningunum
eftir að viðræðum milli Brunavarna
Árnessýslu og ráðuneytisins var slit-
ið en forsvarsmenn Brunavarnanna
treystu sér ekki til að annast verk-
efnið fyrir þá fjárhæð sem ráðuneyt-
ið bauð. Að mati Brunavarna var tal-
ið að það þyrfti 60 milljónir til að
annast reksturinn en ráðuneytið
bauð 50 milljónir.
Ráðherra telur niðurstöðu
komna í málið
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segist reikna með að endanleg
niðurstaða sé komin í málið og of
seint sé að breyta einhverju úr
þessu. Hann segist telja að Heil-
brigðisstofnun Suðurlands geti sinnt
verkefninu, en þeir þurfi mannskap í
það og þegar hafi verið auglýst eftir
fólki.
„Við buðum [Brunavörnunum] 20
milljónir til viðbótar við það sem
þetta kostaði áður, en þeir gengu
ekki að því og við höfum ekki ramma
til að fara hærra,“ segir Jón. „Ég er
auðvitað ekki ánægður með að þeir
skuli ekki taka tilboði okkar fyrst við
teygðum okkur langt. Það hefði ver-
ið æskilegt að slökkviliðið sæi um
þetta. Mér finnst að þeir hefðu getað
teygt sig lengra og finnst að við höf-
um gert þeim gott tilboð. Við þurfum
að semja um sjúkraflutninga um allt
land og getum ekki teygt okkur
miklu lengra þarna en annars stað-
ar.“
Heilbrigðisstofnunin hefur nú
auglýst eftir sjúkraflutningamönn-
um og liggur fjöldi umsókna fyrir.
Einnig er unnið að því að leysa að-
stöðuvanda vegna þessa og útvega
húsnæði fyrir sjúkrabíla og sjúkra-
flutningamenn. Gert er ráð fyrir að
Heilbrigðisstofnunin taki við sjúkra-
flutningunum frá næstu áramótum
og allur undirbúningur stofnunar-
innar miðast við það.
Eftir að ráðuneytið fól Heilbrigð-
isstofnuninni að annast sjúkraflutn-
ingana og hefja undirbúning hefur
Félag slökkviliðsmanna hjá Bruna-
vörnum Árnessýslu lýst óánægju
sinni og sendi heilbrigðisráðherra
nýlega ályktun um málið þar sem
ráðherra er hvattur til að endur-
skoða ákvörðun sína. Bent er á að
sjúkraflutningar séu verkefni
margra slökkviliða í landinu og um
heim allan. Þá séu sjúkraflutning-
arnir ein forsenda fyrir því að unnt
sé að byggja upp atvinnuslökkvilið.
Bæjarstjórn Árborgar ályktaði
um málið á fundi sínum 14. septem-
ber. Þar segir meðal annars:
„Sjúkraflutningar eru grundvallar
þjónusta við íbúa. Fyrirkomulag og
framkvæmd þeirra er stórt hags-
munamál fyrir alla íbúa á svæðinu.
Einnig verður að hafa í huga að í Ár-
nessýslu er þéttasta sumarhúsa-
byggð landsins og fjölsóttustu ferða-
mannastaðir. Bæjarstjórn telur
eðlilegast að sjúkraflutningar á
þessu svæði séu á hendi Brunavarna
Árnessýslu og lýsir vonbrigðum með
að heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið skuli ekki hafa gengið til
samninga við BÁ þar sem mjög lítið
bar í milli fjárhagslega. Ráðuneytið
hefur falið Heilbrigðisstofnuninni á
Selfossi að taka að sér verkefnið.
Bæjarstjórn leggur mikla áherslu
á að stofnuninni verði skapaðar full-
nægjandi aðstæður fjárhagslega og
tæknilega til þess að unnt sé að
framkvæma þessa grundvallar þjón-
ustu í samræmi við nútíma kröfur
um öryggi.“
Kristján Einarsson, slökkviliðs-
stjóri Brunavarna Árnessýslu, hefur
unnið lengi að því að Brunavarnirnar
tækju við sjúkraflutningunum. „Ég
tel að þarna sé tækifæri fyrir ríkið að
koma að uppbyggingu atvinnuslökk-
viliðs í Árnessýslu með sveitarfélög-
unum. Ég held að aðilar málsins;
Brunavarnir, ráðuneytið og Heil-
brigðisstofnun eigi að setjast niður
og finna lausn á málinu,“ sagði Krist-
ján.
Breytingar á sjúkraflutningum í Árnessýslu eru í undirbúningi
Heilbrigðisstofnun tek-
ur við sjúkraflutningum
Eftir Sigurð Jónsson
og Hrund Þórsdóttur
Morgunblaðið/RAX
Slökkviliðsmenn og bæjarstjórn vilja flutningana til brunavarna sýslunnar.
SNARFARI, félag sportbátaeigenda í Reykja-
vík, bauð aðstandendum þeirra sem létust í
slysinu í Viðeyjarsundi sl. helgi og félögum í
Snarfara til bænastundar í félagsheimili Snar-
fara við Naustavog í gær. Í gær átti Snarfari 30
ára afmæli en sökum slyssins var ákveðið að
fella niður öll hátíðarhöld og boða til bæna-
stundar.
Séra Sigurður Helgi Guðmundsson stjórnaði
athöfninni. Að henni lokinni sigldu Snarfara-
félagar og aðstandendur hinna látnu í fylkingu
út Viðeyjarsund og fleyttu blómum til minn-
ingar um hina látnu og þann atburð sem átti sér
stað.
Stjórn Snarfara segir í tilkynningu að félagið
sé í sárum vegna atburðanna en hefur þó getað
veitt aðstandendum aðstoð þá erfiðu viku sem
liðin sé frá slysinu. Félagið tók þátt í leit þar
sem allt að 130 félagar á samtals 35 bátum
sigldu um hafsvæðið frá Gróttu að Akranesi.
Morgunblaðið/Þorkell
Félagar í Snarfara og aðstandendur fleyttu blómum til minningar um þá sem létust í slysinu.
Bænastund
Snarfara
LÍK Friðriks Ásgeirs Hermannssonar, sem
leitað hefur verið að eftir að skemmtibátur fórst
í Viðeyjarsundi sl. helgi, fannst um kl. 16.15 á
laugardag. Það fannst með aðstoð neðansjáv-
armyndavélar björgunarskips Slysavarna-
félagsins Landsbjargar á svipuðum slóðum og
talið er að bátnum hafi hvolft.
Fjöldi manns tók þátt í leitinni á laugardag
og voru fjölmargir kafarar frá Landhelgisgæsl-
unni, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins við leit vestan
við Viðey en þeir gerðu út frá varðskipinu Ægi.
Lík Friðriks
fannst á
laugardag