Morgunblaðið - 19.09.2005, Side 4
4 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða nú allra síðustu sætin í beinu flugi til Sikileyjar á
frábærum kjörum. Þetta er yndislegur tími á Sikiley, kjörinn til
sólbaða og til að skoða þessa stórbrotnu eyju. Sikiley býður
blöndu af því helsta sem ferðamenn óska sér. Menningarsaga,
náttúrufegurð, fornminjar,
fallegar byggingar, söfn, einstök
matarmenning og mannlíf.
Spennandi kynnisferðir í boði
með íslenskum fararstjórum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Sikileyjar
29. september
frá kr. 24.990
Aðeins 23 sæti laus
Gisting frá kr. 4.980
Verð á mann pr. nótt (gist er 3 nætur á
3* hóteli í Palermo og 4 nætur á 4* hóteli
í Giardino Naxos).
Ath. bókunargjald vegna gistingar er ekki
innifalið, kr. 2.000 á mann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 24.990
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir
með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 29. sept.
HINN níu ára gamli Anton Ívar Kristjánsson
fer síðar í þessum mánuði ásamt foreldrum
sínum til Boston í aðgerð á heila, en haustið
2003 fór hann út en þá var aðgerðinni frestað.
Anton hefur þolað margt en fjögurra ára gam-
all veiktist hann af heilavírus og hefur síðan
glímt við mikil veikindi og þroskafrávik.
„Þetta gerðist eins og hendi væri veifað en
hann var mikill orkubolti,“ segir Jóna Hjördís
Sigurðardóttir, mamma hans. „Þetta byrjaði
með smá flensu og hækkandi hita. Einn daginn
sofnaði hann fyrir framan sjónvarpið en þegar
pabbi hans kom heim og vakti hann var hann
mjög fjarrænn og datt svo út í fanginu á pabba
sínum. Hann fékk krampa og fór í hjartastopp
og það gerðist tvisvar á leiðinni á spítalann.“
Anton er mjög flogaveikur, er árásargjarn
og lifir í öðrum heimi að sögn móður sinnar.
„Hann er í raun í stöðugri gjörgæslu hjá
okkur. Hann er mjög hvatvís og getur aldrei
verið einn. Hann á það líka til að láta sig
hverfa og gerir sér ekki grein fyrir því hvað er
hættulegt,“ segir hún. „Síðan er afturför í
þroska. Hann er í raun eins og hann sé fjög-
urra ára ennþá.“
Orðheppinn húmoristi
Anton á þrjú eldri systkini og það er líf og
fjör á heimilinu þegar blaðamaður spjallar við
fjölskylduna. Á meðan leikur Anton sér í fót-
bolta með bróður sínum.
„Hann er mjög virkur og vill helst djöflast á
hjóli og hjólabrettum en hann má eiginlega
ekki vera á þeim,“ segir Jóna og pabbi Antons,
Kristján Finnbogi Ólafsson, bætir við að Anton
sé líka mikill boltakarl. „Hann var í fótbolta-
skóla áður en hann veiktist og er stór og sterk-
ur. Læknar segja að það hafi bjargað honum.
Annars hefði hann varla lifað veikindin af.“
Anton er líka húmoristi og á það til að vera
orðheppinn. Hann er til dæmis duglegur að
vara bróður sinn, sem er sjómaður, við hákörl-
unum. Í fyrri ferðinni til Boston var hann síð-
an einhverju sinni staddur á spítalanum og
fannst honum hjúkrunarkonurnar eitthvað
lengi að athafna sig. Hann sneri sér þá að
einni þeirra og sagði: „Áfram með smjörið!“
Hjúkrunarkonurnar skyldu auðvitað ekkert en
hlógu með fjölskyldunni.
Anton hóf skólagöngu sína í sérdeild í Engi-
dalsskóla en það gekk ekki upp og síðan hefur
hann verið í Öskjuhlíðarskóla.
„Hann er sóttur á morgnana og fer í skólann
og viðveru. Svo er hann keyrður heim og hans
dagur er í raun búinn og þá er bara horft á
vídeó. Það er ekki um annað að velja,“ segir
Jóna. Anton getur ekki farið út að leika sér og
enginn kemur að spyrja eftir honum. „Þetta er
ósköp einhæft líf,“ segir Jóna, en Anton fær þó
eina viku í mánuði á sambýlinu Móaflöt. „Þá
hvílir hann sig á okkur og við okkur á honum,“
segir Kristján. „Það er mjög góður staður og
þar fær hann aðlögun utan heimilisins. Á
sumrin fer hann svo í sumarbúðir á vegum
Öskjuhlíðarskóla.“
„Fáum aldrei
strákinn okkar aftur“
Þegar hætt var við að gera aðgerð á Antoni
árið 2003 vildu læknar reyna að setja í hann
rafskaut sem leiða upp í heila en þau hafa ekki
gagnast Antoni. Ef aðgerðin gengur vel núna
er vonast til að kramparnir minnki og að draga
megi úr lyfjagjöf. Bæði Jóna og Kristján munu
fara með til Boston og verða því án tekna í um
þrjár til fimm vikur. Tryggingastofnun greiðir
fyrir ferðina sjálfa og aðgerðina en augljóslega
hafa veikindi og ferðir sem þessar mikil áhrif á
fjárhag heimilisins. Jóna hefur til dæmis ekk-
ert getað unnið síðan hann veiktist og stór
hluti umönnunarbóta sem hún fær fer í að
greiða fyrir viðveru Antons í skólanum sem
fjölskyldan verður að nýta.
Fjölskyldan gerir sér vonir um að eitthvað
muni breytast gangi aðgerðin vel og að
kannski fái Anton einhvern tímann að vera
hann sjálfur og njóta þess að vera barn. „Við
gerum okkur samt alveg grein fyrir því að við
fáum aldrei strákinn okkar aftur,“ segir Krist-
ján.
Fjölskyldan segist hafa verið heppin og not-
ið stuðnings úr ýmsum áttum. Staðan er hins
vegar erfið og söfnunarreikningur var opn-
aður.
„Það er alveg nóg að þurfa að standa í þessu
erfiða ferli þótt maður þurfi ekki líka að hafa
áhyggjur af því að allt sé í mínus heima,“ segir
Jóna. „Allt hjálpar og margt smátt gerir eitt
stórt.“ Söfnunarreikningurinn er 0545-14-
602964 og kennitalan er 140753-3279.
Níu ára drengur fer í aðgerð á heila í Boston
„Vonandi fær hann að vera hann
sjálfur og njóta þess að vera barn“
Morgunblaðið/Þorkell
Antons og fjölskyldu hans bíður erfitt ferli, en hann heldur til Boston síðar í mánuðinum.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
ÁTTA ökumenn voru teknir fyrir
ölvunarakstur í umdæmi Hafn-
arfjarðarlögreglunnar um helgina.
Þar af voru tveir handteknir eftir
að hafa lent í umferðaróhöppum.
Annar þeirra ók aftan á bíl og
reyndi að forða sér af vettvangi, en
lögregla náði að stöðva hann. Þá
var einn hinna ölvuðu ökumanna
stöðvaður á Reykjanesbraut seinni-
partinn á laugardag eftir að hafa
ekið þar á 126 km hraða, en leyfi-
legur hámarkshraði er 90 km á klst.
Í sömu ferð lögreglumanna voru
tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of
hraðan akstur á brautinni. Ók ann-
ar þeirra á 155 km hraða og hinn á
139 km hraða á brautinni.
Nokkuð var um útköll vegna ölv-
unar í Hafnarfirði um helgina.
Átta teknir fyrir
ölvunarakstur í
Hafnarfirði
ÖLVAÐUR og æstur maður sem lög-
reglan í Kópavogi handtók við veitinga-
staðinn Players í Bæjarlind, rétt fyrir
klukkan fjögur í fyrrinótt, sparkaði í and-
lit lögregluþjóns með þeim afleiðingum
að tönn í honum brotnaði.
Maðurinn var fluttur á lögreglustöð.
Sparkaði í andlit
lögreglumanns
BÍL var ekið á tvo ljósastaura á
Reykjanesbraut, rétt hjá bens-
ínstöðinni Orkunni við Dalveg í
Kópavogi, á ellefta tímanum í gær-
morgun, samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Kópavogi.
Ökumaður, sem var einn í bíln-
um, slapp ómeiddur. Hann er grun-
aður um ölvun við akstur að sögn
lögreglu. Bíll mannsins er mikið
skemmdur og jafnvel ónýtur eftir
atvikið og ljósastaurarnir brotnuðu
báðir.
Ók á tvo
ljósastaura
BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð-
isflokksins leggja til að borgarstjórn
Reykjavíkur samþykki að gerð verði
myndastytta af Tómasi Guðmunds-
syni og henni komið fyrir á áberandi
stað í borginni.
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist
hafa orðið sérstaklega var við það
hjá eldri Reykvíkingum að það þurfi
að sýna minningu Tómasar meiri
virðingu en gert hefur verið, en
Tómas hefur oft verið kallaður borg-
arskáldið. Hann bendir á að á átt-
unda áratugnum hafi borgaryfirvöld
látið útbúa brjóstmynd af Tómasi
sem var höfð í Austurstræti. Þar
varð hún fyrir hnjaski, tekin niður og
sett í geymslu. Árið 2000 var brjóst-
myndinni komið fyrir að nýju í Borg-
arbókasafni Reykjavíkur og þar hef-
ur hún verið síðan.
„Mér finnst Tómas vera það mikið
skáld að það sé full ástæða að setja
hann á stall við hliðina á okkar mestu
listamönnum, og búa þá til styttu af
honum og koma henni fyrir á áber-
andi stað í borginni,“ segir Kjartan
og nefnir í því sambandi Hljómskála-
garðinn sem dæmi. „Miðað við þau
yrkisefni sem hann sótti sér þá er
augljóst að það verður einhvers stað-
ar miðsvæðis í borginni.“
Fram kemur í greinargerð með
tillögunni að Tómas sé eitt af ástsæl-
ustu skáldum þjóðarinnar og verk
hans lifa með Reykvíkingum og
raunar landsmönnum öllum.
Þá segir: „Í ljósi framlags Tóm-
asar Guðmundssonar til menningar-
lífs Reykjavíkur og þess heiðursess
sem hann skipar í hugum borgarbúa,
fer vel á því að gerð sé stytta af Tóm-
asi og henni komið fyrir á áberandi
stað í hjarta Reykjavíkur. Vel færi á
því að slíkri styttu yrði valinn staður
í Hljómskálagarðinum í námunda við
stytturnar af Jónasi Hallgrímssyni
og Bertel Thorvaldsen. Ýmsir aðrir
staðir gætu þó komið til greina, t.d. á
Landakotstúni, við gönguleiðir í
Vesturbænum eða nálægt Reykja-
víkurhöfn.“
Kjartan
Magnússon
Tómas
Guðmundsson
Leggja til að gerð
verði stytta af Tóm-
asi Guðmundssyni
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, lögfræðingur
og fv. borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa
kost á sér í annað sætið í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins vegna
borgarstjórnarkosn-
inganna í vor. Júlíus
hafði nýlega tilkynnt að
hann ætlaði að bjóða
sig fram í efstu sætin í
prófkjörinu, en hann
var sem kunnugt er
borgarfulltrúi flokksins
á síðasta kjörtímabili.
Áður hefur Hanna
Birna Kristjánsdóttir
borgarfulltrúi gefið kost á sér í annað sæt-
ið og tveir sækjast eftir fyrsta sætinu, þeir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi
og Gísli Marteinn Baldursson varaborgar-
fulltrúi.
Júlíus Vífill segir við Morgunblaðið að
þessi ákvörðun hafi ekki komið sjálfkrafa.
Hann hafi orðið var mikinn stuðning og
hvatningu um að sækjast eftir fyrsta sæt-
inu. Þann möguleika hafi hann íhugað vel
og tekið sér góðan tíma. Niðurstaðan hafi
verið annað sætið, ekki síst fyrir þá sök að
samkvæmt skoðanakönnunum væri staða
Sjálfstæðisflokksins í borgarmálunum
sterk um þessar mundir. „Ég er þakklátur
fyrir stuðning og hvatningu frá fólki. Ég
vona að mín reynsla í borgarmálum, á sviði
rekstrar og menningar og sem lögmaður,
komi til með að nýtast okkur í baráttuni.
Við sjálfstæðismenn göngum bjartsýnir til
kosninganna,“ segir Júlíus Vífill.
Spurður um helstu áherslumál segist
hann vilja hleypa nýjum krafti í skipulags-
gerð og samgönguframkvæmdir, standa
vörð um gott og vandað grunnskóla- og
leikskólanám en um leið koma nýjum hug-
myndum þar að. Með því að nýta hag-
kvæmni stærðarinnar í rekstri borgarinn-
ar, og auka tekjur hennar, verði það eitt
helsta stefnumál næsta kjörtímabíls að
lækka útsvar í Reykjavík.
Júlíus Vífill
gefur kost á sér
í annað sætið
Júlíus Vífill
Ingvarsson