Morgunblaðið - 19.09.2005, Síða 12

Morgunblaðið - 19.09.2005, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Akranes | Ég hóf störf á Bókasafni Akraness 1. október árið 1958 og hætti þar störfum 1. sept- ember sl. og ef mér skjátlast ekki þá eru þetta 47 ár en það hefði verið gaman að ná 50 ára starfsaldri – það kitlaði mig aðeins en ég næ því ekki úr þessu,“ segir Ásta G. Ásgeirsdóttir bókavörður sem flestir Skagamenn þekkja sem einfaldlega „Ástu í bókasafninu“. Ásta hefur nú hætt störfum eftir tæplega hálfrar aldar starf sem bókavörður en áhuga- málið mun fylgja henni áfram. „Við hjónin keyptum okkur góða hægindastóla og ég mun örugglega gleyma mér við lesturinn áfram í nýja stólnum. Það er ekkert skemmtilegra en að lesa góða bók.“ Heppin að fá tækifæri til þess að starfa við áhugamálið Ásta segir að hún hafi einfaldlega verið hepp- in að fá tækifæri til þess að starfa við áhuga- málið en hún hafði mikinn áhuga á bókum og bóklestri er hún fékk starf á bókasafninu. „Það var voðalega sjaldan sem föðurnafnið mitt var notað, flestir nefna bókasafnið í sömu setningu en það hefur ekkert farið í taugarnar á mér. Í raun var skammur aðdragandi að því að ég fékk starf sem bókavörður. Það vantaði starfskraft á bókasafninu og Sveinbjörn Odds- son stakk upp á því við mig að ég tæki að mér starf á bókasafninu en hann hafði hug á því að hætta og sá sem átti að taka við af honum kom ekki þegar á reyndi. Ég fékk því starfið og ílengdist í því í tæpa fimm áratugi.“ Safnið var á þeim tíma í kjallaranum á gömlu bæjarskrif- stofunni. „Það var að mig minnir ekki mjög bjart yfir þeim húsakynnum og það var mikil skriffinnska við útlánin. Við skrifuðum niður aðfanganúmer á bókum á sérstök spjöld sem fór með bókinni út af safninu og við skrifuðum þessi númer einnig þegar bókinni var skilað. Ég var með krampa í hendinni á kvöldin þegar ég kom heim eftir erilsaman dag á safninu,“ segir Ásta en hún telur að safnið á Akranesi sé eitt af betri bókasöfnum landsins. Börnin sátu út um allt safn við lestur „Það var mikil bylting árið 1972 þegar safnið var flutt í nýtt húsnæði við Heiðarbraut og á fyrstu árum safnsins á þeim stað sátu börnin út um allt safn við lestur. En það hefur orðið mikil breyting á frá þeim tíma. Í dag eru skólarnir betur útbúnir með söfn sem börnin hafa aðgang að og upplýsingasöfnun þeirra við verkefni tengd skólanum fer fram í gegnum Internetið. Það eru því færri sem sitja við lestur á safninu í dag en aðsóknin hefur samt sem áður verið góð.“ Ásta ber unglingum og börnum vel söguna og segir að ungt fólk sé opið og skemmtilegt. „Krakkar í dag eru miklu opnari en þau voru áður og þau eru vel að sér í erlendum tungu- málum. Eitthvað sem ég dauðöfunda þau af. Ég verð alltaf steinhissa þegar ég sé þau liggja yfir bókum á erlendum tungumálum. Slíkt var ekki algengt á árum áður.“ Ásta segist sjálf hafa lesið allar nýjar bækur sem bárust safninu á árum áður en lesturinn hafi aðeins dregist saman hjá sér. „Ég les mikið í dag en ekki eins mikið og ég gerði á árum áð- ur. Þá skiptum við nýju bókunum á milli starfs- manna safnsins og síðan lásum við þær. Þetta var hluti af starfinu og Þóra Hjartar sem eitt sinn var bókavörður á Akranesi lagði mikla áherslu á það að við ættum að geta sagt við- skiptavinum safnsins frá bókunum sem við vor- um að bjóða uppá. Það voru því margar næt- urnar sem ég var með bók uppi í rúmi og gleymdi mér yfir lestrinum. En það var kostur fyrir mig að ég les frekar hratt og kemst yfir meira af efni fyrir vikið.“ Ásta bendir á að starf bókavarðar sé afar skemmtilegt og þverskurður íbúa bæjarins komi inn á safnið á hverjum degi. „Mér leiddist aldrei í vinnunni og ég fékk tækifæri til þess að hitta marga einstaklinga á hverjum degi. Unga sem aldna, og fyrir mannblendna einstaklinga þá er starf bókavarðar afar skemmtilegt,“ segir Ásta Ásgeirsdóttir. Ásta Ásgeirsdóttir bókavörður kveður skemmtilegt starf í Bókasafni Akraness eftir 47 ár „Leiddist aldrei í vinnunni“ Ljósmynd/Akranes.is Skemmtilegt starf Ásta Ásgeirsdóttir hætt- ir eftir tæplega hálfa öld í bókasafninu. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ „HÉR eru margar merkilegar heimildir um sögu þessa sveitarfélags frá upphafi og ekki sniðugt að láta þær fara til spillis,“ segir Mar- teinn Sigurgeirsson, kennari við Hvassaleitis- skóla í Reykjavík, en hann sýndi á dögunum mynd sína um fimmtíu ára sögu Kópavogsbæj- ar. „Við erum að koma sögunni til næstu kyn- slóða,“ segir hann. Marteinn starfar sem umsjónarmaður myndvers Grunnskóla Reykjavíkur á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Þannig er hann nemendum innan handar með gerð kvik- mynda auk þess sem hann kennir ljósmyndun. „Ég er ekki að láta börnin gapa yfir myndum, heldur skapa.“ Kvikmyndir og ljósmyndir hafa frá æskuár- um verið ástríða Marteins og hefur hann m.a. staðið fyrir tveimur ljósmyndasýningum á 30 og 40 ára afmælum Kópavogs. Marteinn og félagar hans, Sigurður Þor- steinsson og Þórður Guðmundsson, söfnuðu gömlum ljósmyndum úr sögu Kópavogs og voru nokkuð vel komnir inn í sögu Kópavogs. „Fólk þóttist ekkert eiga, en svo átti það eitt- hvað í skókössum og þegar var búið að vinna myndirnar og stækka í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og setja í ramma, þá voru þetta dýrgripir sem við sjáum enn í dag í opinberum stofnunum. Þarna komst maður inn í söguna og fljótlega vaknaði hugmyndin um að gera kvik- mynd um sögu Kópavogs.“ Fjölbreytt tækni í áranna rás „Ég hafði safnað allnokkru magni af kvik- myndum, m.a. úr starfi vinnuskóla Kópavogs, þar sem ég starfaði í tíu ár og tók mikið af kvik- myndum af því sem krakkarnir þar gerðu,“ segir Marteinn. „Maður er búinn að vera það lengi að safna að maður á eiginlega myndir úr öllum helstu græjum sem hafa verið notaðar; t.d. 8mm, 16mm, vídeóvélar og nú síðast staf- ræna tæknin sem við vinnum á í dag. Síðan er maður líka með mikið af gömlu ljósmyndunum. Allt var þetta efnissöfnun og nú á ég yfir tvö hundruð tíma af efni úr sögu Kópavogs, sem var bæði gott og vont, því ég var lengi að finna efnið og heilmikil vinna að skrá það. Fyrir nokkrum árum fór ég þó að vinna markvisst að þessu með styrk frá bænum og þá fór ég að taka viðtöl við gömlu landnemana sem höfðu frá mörgu að segja. M.a. náði ég viðtali við manninn sem mældi fyrir lóðum og götum í bænum árið 1935.“ Byggðin í Kópavogi var upphaflega hluti af Seltjarnarneshreppi og fyrstu árin samanstóð hún af litlum skúrum og sumarhúsum sem smám saman urðu heilsárshús. Smám saman óx byggðin og kröfur íbúa til þjónustu og að- stöðu urðu meiri. Kópavogsbúar fundu, að sögn Marteins, sterklega fyrir því að yfirstjórnin í Seltjarnarneshreppi vildi ekki eyða miklum fjármunum í það sem þurfti að gera, eins og að byggja skóla og svoleiðis. Þá buðu Kópa- vogsbúar fram sér í næstu hreppsnefndarkosn- ingum og unnu meirihluta með þremur atkvæð- um. Í ársbyrjun 1948 var hreppunum síðan skipt og Kópavogshreppur varð til. Marteinn segir að með fjárhagslegu sjálfstæði bæjarins hafi opnast fyrir möguleika á vexti hans og þroska. Lifandi frásagnir „Svona mynd á ekki að vera nein skýrsla,“ segir Marteinn. „Það er hægt að segja þessa sögu oft og mörgum sinnum. Ég er frekar að reyna að ná lifandi frásögnum af landnemunum þegar þeir voru að koma og berjast við þessar erfiðu aðstæður.“ Á þessum tíma voru nánast engar götur í Kópavogi og vatn af skornum skammti. Ýmist var fólk með brunna eða sótti vatnið langar leið- ir. „Fólk segir sögur af því þegar kola- og fisk- bílar komu,“ segir Marteinn. „Kópavogur var þá ekki hátt skrifaður. Menn skiptust á skoð- unum og það voru deilur, bærinn var kallaður litla Palestína. Sveitarfélagið var heldur ekki ríkt og þetta var fátækt fólk að koma sér fyrir. Menn hjálpuðust mikið að og það var mikið um vinnuskipti.“ Marteinn segir sögu bæjarins vissulega eiga erindi til ungra íbúa Kópavogs, að þeir eigi möguleika á að sjá hvernig bærinn þróaðist á rétt rúmri hálfri öld úr kofabyggð þar sem fyrsta verslunin var lítill skúr yfir í bæjarfélag með stærstu verslunarmiðstöð landsins. „Við erum að koma þessum skilaboðum til ungu kyn- slóðarinnar að þessi glæsilegi bær sem Kópa- vogur er í dag hafi ekki komið af himnum ofan. Það er endalaust hægt að gera góðan bæ betri.“ Safnaði saman ljósmyndum, myndskeiðum og viðtölum um sögu Kópavogs í heimildarmynd Saga landnema Kópavogs í lifandi myndum Morgunblaðið/Árni Sæberg Með tökuvél Marteinn hefur notað fjöl- breyttar græjur við söfnun heimilda. Allt frá kassamyndavélum yfir í háþróaðar stafrænar kvikmyndatökuvélar. Þessi gamla vídeótöku- vél var allsráðandi um miðjan síðasta áratug. Úr safni Karls Eiríkssonar Vistvæn orka Þessi vindmylla stóð þar sem Kópavogskirkja stendur nú. Hún sá á sínum tíma Kópavogshæli fyrir rafmagni. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is VESTURLAND en þrjú í Keflavíkinni í gömlu byggð- inni þar. Í Rifi eru nýju íbúðirnar við Háarif. En það er staðið að fleiri fram- kvæmdum á svæðinu en íbúðarhúsa- byggingum. Þrjú af fiskvinnslufyrir- tækjunum í Rifi standa í nýframkvæmdum. Hraðfrystihús Hellissands og Sjávariðjan í Rifi eru að endurnýja vinnslulínur í fisk- vinnslunni hjá sér og K.G. fiskverk- un er að byggja nýja fiskvinnslustöð á hafnarbakkanum í Rifi. Snæfellsnes | Það þarf ekki alltaf stórframkvæmdir svo hafist sé handa við að byggja íbúðarhúsnæði. Í sumar hófust framkvæmdir við smíði á sjö íbúðum á Hellissandi og sex íbúðum í Rifi. Tíu af þessum íbúðum byggir verktakafyrirtæki til endursölu en þrjár eru á vegum einstaklinga sem eru að koma sér upp íbúðarhúsnæði. Á Hellissandi eru húsin að byrja að rísa þessa dagana. Fjögur af þeim eru á nýju byggingarsvæði við Selhól Ljósmynd/Hrefna Magnúsdóttir Nýbyggingar Byggingarsvæðið við Selhól og hluti af Keflavíkurbyggðinni á Hellissandi. Þrettán íbúðir í smíðum á Hellissandi og Rifi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.