Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Kabúl. AFP. | Embættismenn í Afgan-
istan sögðust í gær vera ánægðir
með kjörsóknina í þingkosningum,
sem fram fóru í gær, og sögðu að fólk
hefði flykkst á kjörstaði þrátt fyrir
nokkrar sprengju- og skotárásir sem
kostuðu tíu manns lífið. Óháðir eft-
irlitsmenn sögðu hins vegar að kjör-
sóknin hefði verið minni en vonast
var eftir.
Voru þetta fyrstu þingkosningarn-
ar í landinu í rúm 35 ár.
Það sem af er árinu hafa yfir þús-
und manns beðið bana í árásum og
átökum sem tengjast uppreisnar-
mönnum úr röðum talibana.
Einn þeirra sem biðu bana í gær
var óbreyttur borgari sem lést í loft-
árás Bandaríkjahers, að sögn emb-
ættismanna. Franskur hermaður féll
einnig í sprengjuárás í námunda við
landamæri Pakistans og er þetta í
fyrsta skipti sem franskur hermaður
liggur í valnum í Afganistan. Þá var
gerð flugskeytaárás á birgða-
geymslu á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í úthverfi Kabúl og særðist
starfsmaður samtakanna lítillega í
þeirri árás.
Tímabili „stríðs og
eymdar“ að ljúka
Um 12,5 milljónir manna eru á
kjörskrá og kjörstaðir voru um
26.000 talsins.
„Síðast þegar þingkosningar voru
haldnar var ég ekki einu sinni fædd,“
sagði Fahima Sabir, 31 árs kennslu-
kona í Kabúl. „Þetta er það sem okk-
ur hefur dreymt um í áratugi.“
Hamid Karzai, forseti Afganist-
ans, sem sigraði í fyrstu forsetakosn-
ingunum í landinu sem fram fóru
fyrir tæpu ári, sagði þingkosning-
arnar sýna að Afganar væru að
binda enda á „30 ára tímabil stríðs,
hernaðaríhlutunar og eymdar“.
Forsetinn fagnaði sérstaklega
mikilli kjörsókn meðal kvenna í
mörgum héruðum.
Búist er við að úrslit kosninganna
liggi fyrir seint í október.
Alls voru um 5.800 manns í fram-
boði. Kosið var um 249 þingsæti og
þar af eru minnst 68 ætluð konum.
Um 100.000 her- og lögreglumenn
tóku þátt í öryggisgæslunni vegna
kosninganna. Þeir nutu stuðnings
20.000 erlendra hermanna og 10.500
friðargæsluliða á vegum NATO.
Afganar kjósa til þings
í fyrsta skipti í 35 ár
Kjörsóknin virtist minni en vonast var eftir
Reuters
Afganar bíða á kjörstað í grennd við Kabúl í gær þegar kosið var til þings Afganistans í fyrsta skipti í rúm 30 ár.
Teheran. AFP. | Mahm-
oud Ahmadinejad, for-
seti Írans, gaf til kynna
í ræðu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna á
laugardag að Íranar
myndu ekki verða við
kröfum vestrænna ríkja
í deilunni um kjarn-
orkuáætlun Írans þrátt
fyrir hótanir um refsi-
aðgerðir. Hann sagði að
Íranar ættu „afdráttar-
lausan rétt“ á því að
framleiða kjarnorku og
gagnrýndi harðlega
stefnu bandarískra
stjórnvalda í málinu.
Ahmadinejad sagði
meðal annars að í heim-
inum viðgengist „kjarnorku-aðskiln-
aðarstefna“ og Bandaríkin væru sjálf
sek um útbreiðslu kjarnavopna.
Pútín andvígur refsiaðgerðum
Stjórn Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar (IAEA) kemur saman
í Vín í dag til að ræða tillögu, sem
Bandaríkin og Evrópusambandið
styðja, um að málinu verði vísað til ör-
yggisráðs Sameinuðu
þjóðanna til að ræða
hugsanlegar refsiað-
gerðir gegn Íran.
Jack Straw, utanrík-
isráðherra Bretlands,
sagði að ummæli ír-
anska forsetans á alls-
herjarþinginu væru
„ekki gagnleg“ og yllu
vonbrigðum í ljósi ný-
legra viðræðna við Ír-
ana um kjarnorkumál.
Ráðherrann bætti við að
málið yrði ekki leyst
með hernaði.
Íranar samþykktu í
nóvember í fyrra að
hætta auðgun úrans.
Breska utanríkisráðu-
neytið sagði að ekkert í ræðu Ahmad-
inejad benti til þess að Íranar vildu
efna það samkomulag.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Ír-
anar væru „nógu samstarfsfúsir“ við
Alþjóðakjarnorkumálastofnunina.
Hann varaði við því að refsiaðgerðir
af hálfu Sameinuðu þjóðanna myndu
valda „nýjum vandamálum“.
Ræða Íransfor-
seta sögð valda
vonbrigðum
Mahmoud Ahmadin-
ejad, forseti Írans,
ávarpar allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, telur að umfjöllun
breska ríkisútvarpsins, BBC, um
fellibylinn Katrínu hafi einkennst
af hatri í garð Bandaríkjanna.
Fjölmiðlajöfurinn Rupert Mur-
doch hélt þessu fram í ræðu í
Bandaríkjunum á laugardag.
Breska forsætisráðuneytið hef-
ur ekki brugðist við ræðu
Murdoch, að sögn BBC í gær.
Murdoch kvað Blair hafa sagt
sér í einkasamtali að umfjöllun
BBC World um hamfarirnar vest-
an hafs væri „full af Bandaríkja-
hatri og það hlakkaði í þeim yfir
óförum Banda-
ríkjamanna“.
BBC kvaðst
hafa einsett sér
að vera með ít-
arlegan, ná-
kvæman og
hlutlausan
fréttaflutning og
sagði að ekki
hefði borist kvörtun frá Tony
Blair.
Murdoch er eigandi blaðanna
The Sun, The Times og News of
the World, auk þess sem hann á
Sky-sjónvarpsstöðvarnar.
Sagður saka BBC
um Bandaríkjahatur
Rupert Murdoch
Sacramento. AP. | Arnold Schwarz-
enegger, ríkisstjóri Kaliforníu, hef-
ur undirritað lög sem kveða á um
bann við ruslfæði í almennum fram-
haldsskólum.
„Við ætlum að tortíma offituböl-
inu í Kaliforníu í eitt skipti fyrir
öll,“ sagði Schwarzenegger á föstu-
dag og lýsti offitu sem faraldri í
sambandsríkinu.
Samkvæmt nýju lögunum verða
gosdrykkir bannaðir í almennum
framhaldsskólum Kaliforníu, en
slíkt bann gildir nú þegar í grunn-
skólum ríkisins. Lögin takmarka
ennfremur fitu- og sykurinnihald
matvæla sem seld eru í framhalds-
skólunum, meðal annars skyndibita
í sjálfsölum. Lögin taka gildi í júlí
2007.
Schwarzenegger undirritaði
einnig lög um fjárveitingu að and-
virði 18 milljóna dollara, 1,1 millj-
arðs króna, til að gera skólum kleift
að bjóða nemendum meira af ávöxt-
um og grænmeti.
Schwarzenegger tilkynnti um
helgina að hann gæfi kost á sér til
endurkjörs í kosningum á næsta
ári.
Reuters
Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, með stuðningsmönnum
sínum er hann tilkynnti að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs.
Bannar ruslfæði í skólum