Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 15 ERLENT Berlín. AFP, AP. | Angela Merkel, sem kann að verða fyrsta konan í embætti kanslara í Þýskalandi, hefur tekið miklum breytingum sem stjórnmálamaður frá því að Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari, kallaði hana „stelpuna“ sína þegar hún sat í stjórn hans. Merkel er ekki lengur í skugga læriföður síns og hefur komið mörgum á óvart sem leiðtogi Kristilegra demókrata með festu sinni, seiglu, kænsku og skarpskyggni. Ólst upp í Austur-Þýskalandi Angela Merkel fæddist í Hamborg í Vest- ur-Þýskalandi 17. júlí 1954. Faðir hennar, Horst Kasner, var prestur og fjölskyldan fluttist búferlum til Austur-Þýskalands þremur árum síðar. Merkel ólst upp í Templin, litlum bæ um 80 km norðan við Berlín. Foreldrar Merkel sögðu henni að þar sem hún væri dóttir prests þyrfti hún að standa sig betur í námi en önnur börn til að eiga möguleika á að komast í háskóla í komm- únistaríkinu. Sem nemandi skaraði hún fram úr í stærðfræði, raunvísindum, ensku og rússnesku. Hún lauk doktorsnámi í eðl- isfræði við Leipzig-háskóla og stundaði fræðilegar rannsóknir við Vísindaakademíu Austur-Þýskalands, þá 35 ára, þegar Berl- ínarmúrinn hrundi árið 1989. Merkel var um tíma í nýrri pólitískri hreyfingu, Lýðræðislegri vakningu, áður en hún gekk til liðs við Kristilega demókrata. Hún var kjörin á þýska þingið árið 1990 með miklum sigri í austanverðu Þýskalandi. Kohl gerði hana að ráðherra fjölskyldumála og seinna umhverfismála. Merkel sýndi þó sjálfstæði sitt gagnvart Kohl síðar þegar hún gagnrýndi þátt hans í hneykslismáli, sem snerist um fjármögnun kosningabaráttu Kristilegra demókrata, og sú gagnrýni er sögð hafa hjálpað henni að komast til valda í flokknum. Merkel er tvígift og barnlaus. Hún giftist skólabróður sínum, Ulrich Merkel, árið 1977 en þau skildu fimm árum síðar. Síðari eig- inmaður hennar, Joachim Sauer, er eðlis- fræðiprófessor við Humboldt-háskóla í Berl- ín og þau gengu í hjónaband fyrir sjö árum. Sauer forðast kastljós fjölmiðlanna, nema þegar þau hjónin mæta á árlega óperuhátíð í Bayreuth. Þýskir fjölmiðlar hafa þess vegna uppnefnt hann „Óperudrauginn“. Engin „járnfrú“ Merkel hefur oft verið líkt við Margaret Thatcher, einu konuna sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra Bretlands. Merkel kveðst bera mikla virðingu fyrir Thatcher en segist ekki vera nein „járnfrú“. Þegar Merkel varð leiðtogi Kristilegra demókrata í apríl 2000 litu margir á hana sem leiðtoga til bráðabirgða. Þeir fundu henni það einkum til foráttu að hún væri ekki gædd eins miklum persónutöfrum og Gerhard Schröder, kanslari og leiðtogi Jafn- aðarmannaflokksins. Merkel sýndi hins vegar í kosningabarátt- unni að hún hefur bein í nefinu. „Fólk sér að það er ekkert stórkostlega hrífandi við Merkel,“ sagði Thomas Petersen, stjórn- málaskýrandi við Allensbach-stofnunina í Þýskalandi. „En það er einmitt þetta sem gerir hana trúverðuga í augum Þjóðverja.“ Merkel líkt við Thatcher en segist ekki vera nein „járnfrú“ Reuters Angela Merkel, kanslaraefni Kristilegra demó- krata, bregst við fyrstu kjörtölunum í þingkosning- unum sem fram fóru í Þýskalandi í gær. RÚSSNESK telpa heldur stolt á ketti sínum á alþjóðlegri kattasýn- ingu sem haldin var í Sankti Pét- ursborg í Rússlandi í gær. Yfir þúsund kettir af ýmsum teg- undum tóku þátt í sýningunni. Reuters Stoltur katt- areigandi Los Angeles Times. | Vaxandi áhyggjur eru af framtíð sjúkra- tryggingakerfisins í Bandaríkj- unum en það hefur verið borið uppi af framlögum fyrirtækja á móti nokkru framlagi starfs- manna þeirra. Þeim fyrirtækj- um, sem um þetta semja, fækk- ar hins vegar ár frá ári auk þess sem tryggingakostnaðurinn hef- ur hækkað um 73% frá árinu 2000, á sama tíma og almenn laun hafa hækkað um 15%. Í árlegri könnun tveggja stofnana, Kaiser Family Foundation og Health Research Educational Trust, kemur fram, að sjúkratryggingakostnaður bandarísku meðalfjölskyldunnar er nú tæplega 680.000 ísl. kr. á ári en af því borgar vinnuveit- andinn 509.000 kr. og starfsmað- urinn 169.000 kr. Þeim sem vilja semja um tryggingar fækkar stöðugt Vandinn er hins vegar sá, að fyrirtækjum, sem vilja semja um tryggingar, fækkar stöðugt. Er hlutfallið meðal þeirra nú komið niður í 60% en var 69% fyrir fimm árum. Er fækkunin mest hjá smáum og meðalstór- um fyrirtækjum. Kemur fram í könnunum meðal vinnuveitenda, að á næsta ári stefni þeir að því að skera niður ýmsan kostnað og þá ekki síst sjúkratrygginga- framlagið. Eru rökin yfirleitt þau, að ekki sé um annað að ræða nú á tímum vaxandi sam- keppni og alþjóðavæðingar. Sjúkratryggingar um 160 milljóna Bandaríkjamanna byggjast nú á áðurnefndu fyr- irkomulagi en um 47 milljónir manna hafa enga tryggingu. Aðrir kaupa og standa undir sinni eigin tryggingu eða reiða sig á opinbera Medicaid-kerfið, sem er fyrir láglaunafólk, eða Medicare fyrir aldraða. „Við erum einfaldlega að sjá fjárhagslegan grundvöll sjúkra- trygginga í Bandaríkjunum leysast upp,“ sagði William Custer, forstjóri Center for Health Services Research við Georgia-ríkisháskólann í Atl- anta. „Hann er að trosna á alla kanta. Stíflurnar eru að bresta.“ Sjúkratryggingakerfið í nú- verandi mynd er ekki mjög gamalt og á rætur sínar að rekja til launa- og verðlagshamla á dögum síðari heimsstyrjaldar. Til að laða að sér vinnu fóru sum fyrirtæki að bjóða upp á þennan kost en John R. Graham, for- stjóri Pacific Research Institute í San Francisco, segir, að sam- keppnishvatinn sé löngu horf- inn. Nú sé það álíka skynsam- legt fyrir vinnuveitendur að greiða þennan kostnað og að bjóða starfsmönnum upp á frítt húsnæði. Málið rætt í þinginu Um þessi mál hefur verið rætt á Bandaríkjaþingi án þess nokk- uð áþreifanlegt hafi út úr því komið. Það eru því allar horfur á, að þeim Bandaríkjamönnum, sem enga sjúkratryggingu hafa, muni fjölga á næstunni. Bandarísku sjúkratrygging- arnar í vanda Iðgjöldin hafa hækkað um 73% á fimm árum og fyrirtækjum, sem vilja standa undir kerfinu, fækkar stöðugt Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.