Morgunblaðið - 19.09.2005, Page 16

Morgunblaðið - 19.09.2005, Page 16
16 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA T ilraunarannsóknir á mönnum, sem ætlað er að prófa virkni nýs bólu- efnis gegn Alzheimers-sjúkdómn- um, eru nú að fara af stað og binda menn vonir við tvenns konar virkni nýja efnisins, annars vegar að hægt verði að stöðva þróun sjúkdómsins og hins vegar að út- fellingar í heila Alzheimers-sjúklinga gangi til baka og færi þeim betri heilsu sem ekki hefur verið inni í myndinni fram til þessa. Við Alzheimers-sjúkdóm, sem flokkast sem minnissjúkdómur, verður rýrn- un í vissum hlutum heilans og það myndast útfellingar af til- teknum eggjahvítuefnum í og utan við taugafrumur. Nýja bóluefninu er ætlað að vinna gegn útfellingunum í heila Alz- heimers-sjúklinga. Nið- urstöður úr dýratilraunum benda til þess að meðferðin virki og treysta menn sér nú orðið að fara út í sams konar rannsóknir á mönnum. Rannsóknir á virkni nýja bóluefnisins munu hefjast á Alzheimers-sjúklingum í Sví- þjóð og Þýskalandi innan fárra vikna og standa fram á mitt næsta ár. Lofi niðurstöðurnar góðu, má gera ráð fyrir að við taki stærri rannsókn og því er ekki óeðlilegt að ætla að bólu- efnið komist ekki í almenna notkun fyrr en í fyrsta lagi að þremur til fjórum árum liðnum. Rannsóknir á mönnum leyfðar á ný „Það er vissulega ekki annað hægt að segja en að góðar vonir séu bundnar við nýja bólu- efnið því hugmyndin virðist byggð á góðum grunni. Þó of snemmt sé að kalla eftir lækn- ingu, er alls ekki óraunhæft að ætla að hægt verði að stöðva sjúkdómsframvinduna með bóluefninu,“ segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarsviði Landspítalans í samtali við Dag- legt líf. Teymi fjölmargra rannsóknastofa hafa í fjölmörg ár unnið að gróskumiklum rann- sóknum á þessu sviði og er ein þeirra staðsett í New York og er undir stjórn íslenska lyfja- fræðingsins Einars Sigurðssonar. Rannsóknir voru síðast gerðar á mönnum fyrir fjórum árum til að kanna virkni annars bóluefnis gegn Alzheimer, en þeim rann- sóknum varð að hætta þar sem sjúklingar fengu miklar aukaverkanir, sem fólust í heila- bólgu. „Bólgurnar gengu sem betur fer til baka og fæstum varð meint af, en aukaverkanirnar voru þess eðlis að það kemur ekki til greina að nota bóluefnið, sem þá var verið að prófa. Það urðu okkur mikil vonbrigði þegar hætta þurfti rannsóknunum þá, en nú hafa stjórnvöld í Þýskalandi og í Svíþjóð á ný samþykkt að próf- anir á mönnum séu á ný leyfilegar vegna þess bóluefnis, sem nú er komið fram á sjónarsviðið og þróað hefur verið út frá hinu efninu,“ segir Jón. Bylting í allri meðferð Alzheimers-sjúklingum stóðu engin lyf til boða fram til ársins 1997, en síðan þá hafa komið á markaðinn þrjú lyf, sem hafa þau áhrif að boðefnin í heilanum nýtast betur en ella. Fjórða lyfið, sem nú er á markaði, ætlað Alz- heimers-sjúkum, er með flókn- ari verkun og hefur sömuleiðis eingöngu áhrif á boð- efnakerfið. Engin lyf eru til sem hafa áhrif á framvindu sjúkdómsins sjálfs og því myndi nýtt bóluefni, sem hefði bein áhrif á þróun sjúkdóms- ins, valda byltingu í meðferð Alzheimers-sjúklinga. Reynist nýja bóluefnið vel má ætla að það skipti sjúklinga höfuðmáli að fá greiningu á frumstigi, líkt og nú er talið brýnt, m.a. til að tefja fyrir líkamlegri afturför með þjálfun í athöfnum daglegs lífs og til að hjálpa sjúklingum sem og aðstandendum þeirra til að skilja einkennin. Allt verður svolítið flókið Að sögn Jóns eru það oftast nær nánustu að- standendur sem átta sig á að ekki er allt með felldu þó það komi fyrir að sjúklingar átti sig sjálfir á því og leiti sér hjálpar, t.d. þegar þeir fara að gleyma og tapa minni og þegar skipu- lagning daglegra athafna fer að vefjast fyrir þeim. „Oft er erfitt að átta sig á því hvað er á ferðinni því einkenni geta verið mjög væg yfir margra ára tímabil. Þróunin er svo sú að ein- kennin færast í vöxt eftir því sem tíminn líður þó sjúkdómshraðinn geti verið æði misjafn frá einum til annars. Alzheimer er sjúkdómur, sem á sér engan líkan og þegar grunur vaknar er ekki bara nóg að tala við hugsanlegan sjúkling, heldur þarf að taka nánustu aðstandendur líka með í reikn- inginn. Auk viðtala er gert mat á svokallaðri vitrænni getu með ýmsum aðferðum svo unnt sé að greina sjúkdóminn.  ALZHEIMER Vonir bundnar við nýtt bóluefni Ennþá er Alzheimers-sjúkdómurinn mönnum ráðgáta og engin lyf hafa getað stöðvað framrás hans. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarsviði Landspítalans, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að nú gæti verið að hilla undir bjartari tíma. join@mbl.is Jón Snædal, yfirlæknir öldr- unarsviðs Landspítalans. Talið er að um 2.500 Íslendingar séu með alzheimerssjúkdóminn og eru um 90% sjúkling-anna eldri en 65 ára. Sjúkdómurinn byrjar oft lymskulega með hægfara breytingum, semsvo magnast með árunum. Lengi vel virðist einstaklingurinn heilbrigður og geta hans meiri en hún raunverulega er. Samhliða því hefur hann oft lítið innsæi í ástand sitt. Ráðleggingar til aðstandenda er m.a. að finna í nýlegum bæklingi, sem FAAS, Félag áhuga- fólks og aðstandenda alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra, hefur gefið út. Þar segir m.a. að fyrstu einkenni séu oft erfiðleikar við að:  rata, einkum á ókunnugum stöðum  muna orð, sem nýlega eru sögð eða atvik  nota einföld orð eða jafnvel setningar rétt  lesa og skilja dagblöð og tímarit  læra og skilja nýja hluti  hafa stjórn á tilfinningum sínum  taka réttar ákvarðanir og sjá fyrir afleiðingar gerða sinna  ráða við innkaup, matargerð, fjármál og þess háttar  taka á móti gestum eða fara í heimsókn til vina og ættingja Á byrjunarstigi sjúkdómsins eru einkennin óljós. Aðrir sjúkdómar með svipuð einkenni geta verið til staðar svo sem þunglyndi. Sumir sjúklingar með alzheimerssjúkdóm verða einnig fram- takslitlir og þunglyndir, en aðrir geta sýnt mikil tilfinningaviðbrögð. Smám saman ágerist sjúk- dómurinn og umtalsverðar breytingar verða á ástandi einstaklingsins sem eru:  málið hverfur, misjafnlega mikið og hratt  áttunarleysi  minnkaður áhugi  ófyrirsjáanleg skapofsaköst  tortryggni og ranghugmyndir  svefntruflanir  minnkandi líkamleg færni og viðbrögð  þvag- og hægðamissir Hver eru einkennin? TENGLAR ............................................................................................................................................ www.alzheimer.is Hinn 1. september sl. breytt-ust reglur um útivistartímabarna og ungmenna. Vetr- artíminn tók þá við sumartímanum og sá tími sem börn mega vera úti á kvöldin styttist. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 en 13–16 ára mega vera úti til kl. 22. Miðað er við fæð- ingarár. Fyrir utan þessa tíma verða börn að vera í fylgd með fullorðnum. Bregða má þó út af þessum reglum þegar börn 13–16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Þessar reglur eru samkvæmt barna- verndarlögum. Viðhorf til þess að virða reglur um útivist hefur breyst mjög á undanförnum árum enda hafa fleiri áttað sig á mikilvægi þeirra fyrir heilsu og vellíðan barna og ungmenna.  Fyrst ber að nefna að börn og ungmenni sem eru að vaxa og þrosk- ast þurfa nægan svefn. Það að vera komin heim á skikkanlegum tíma og eiga smástund heima fyrir háttinn hjálpar þeim til að fara fyrr af sofa. Góður svefn gerir þau ekki bara hæfari til að takast á við verkefni hversdagsins heldur eru þau líklegri til að lenda í slysum ef þau eru þreytt og illa sofin.  Börn og unglingar sem eru úti á ráfi fram eftir kvöldum eru líklegri til að fara fyrr að fikta við tóbak, áfengi eða önnur vímuefni. For- varnagildi útivistarreglna er aug- ljóslega mikið.  Þau börn sem eru úti eftir að skyggja tekur eru líklegri til að lenda í slysum/óhöppum. Foreldrar hafa sýnt í verki að þeir virða reglur um útivistartíma enda dylst engum hve mikilvægur hann er bæði í for- varnaskyni og fyrir betri heilsu barna. Í könnun á viðhorfum for- eldra sem gerð var sl. vor kom fram að um 95% foreldra nemenda í 8.–10. bekk segjast alltaf eða oftast fylgja reglum um útivistartíma. Reglur um útivistartíma segja til um hvað börn- in mega vera lengi úti en ekki hvað þau eiga að vera lengi úti. Foreldrar geta vel sett sínar eigin reglur innan ramma útivistarreglnanna. Um þessar mundir eru sveit- arfélög að senda út segulspjöld með útivistarreglunum. Foreldrar eru hvattir til að vera áfram samstiga í að virða þessar reglur og leggja þannig traustan grunn að velferð barna sinna.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Morgunblaðið/Jim Smart Ungmenni sem eru að vaxa og þroskast þurfa nægan svefn. Það að vera komin heim á skikkanlegum tíma og eiga smástund heima fyrir háttinn hjálpar þeim til að fara fyrr að sofa. Reglur um útivist- artíma eru börn- um til verndar Hildur Björg Hafstein verkefnisstjóri Lýðheilsustöð www.lydheilsustod.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.